Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 64
>4 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens J/€7Af MVAÐ ÆTUÞ/Z. þÓ APS£G7A? Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Já, kennari... ja, ég segi Var það rétt hjá mér? Gott Engar myndavélar, takk fyrir! „Guatemala" hjá mér! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Rafmagns- öryggismál Opið bréf til Stefáns Guðmundssonar, formanns iðnaðamefndar Alþingis Frá Kára Einarssyni: ÞAÐ LÍTUR helst út fyrir að emb- ættismenn ráðuneyta og hagsmuna- tengdir ráðgjafar þeirra vinni mark- visst að því að skara eld að eigin köku á kostnað alls almennings í landinu. Nýjasta dæmi um þetta er frum- varp til laga um öryggi raforkuvirkja (mál 73) og um Löggildingarstofu (mál 74). Fjöldi ráðgjafa og nefnda ásamt embættismönnum iðnaðarráðuneytis hafa í rúm fjögur ár unnið að breyt- ingum og endurskipulagningu raf- magnsöryggismála á Islandi. Ohæfir ráðgjafar og verkstjórar utan rafmagnsverkfræðisviðs semja reglugerðir og drög að frumvarpi um nýskipan rafmagnsöryggismála og við bætist að þeir eru fulltrúar hags- munaaðila og stjórnast því af annar- legum sjónarmiðum einkahagsmuna og fara að auki offari í einkavæðing- arhugmyndum. (Þó einkavæðing sé af hinu góða á hún sér einnig sín takmörk). Ráðherra hefur undirritað margar reglugerðir varðandi rafmagnsör- yggismál og flestar þeirra hafa verið dregnar til baka, en engin lög hafa enn verið samþykkt á Alþingi, sem þessar reglugerðir byggja á. Mál 73 og mál 74 eru verk þess- ara aðila til þess að lögfesta þessar reglugerðir. Rafmagnöryggismál eru því orðin að viðskiptamálum. Hvað hafa öll þessi heimskulegu vinnubrögð kostað þjóðina nú þegar? Kostnaður við eitt slys eða eitt tjón, sem kann að skapast vegna óreiðu í rafmagnseftirlitsmálum, get- ur orðið margfalt meiri en áætlaður spamaður með breytingum sam- kvæmt þessu frumvarpi (2 starf u.þ.b. 5 milljónir króna). Eða ætti kannski að nota úrtaksskoðanir við rannsóknir á burðarþoli mannvirkja og hvers vegna ekki við bifreiðaskoð- un? Hafa farið fram rannsóknir á því hve stór hluti slysa eða óhappa orsakast vegna bilunar í bifreiðinni? Er það hugsanlegt að menn viti ekki hvað rafmagn er eða viti svo lítið um rafmagn og bruna- og slysa- hættur, sem skapast geta vegna rangra vinnubragða í rafmagnskerf- um? Viðgengst úrtaksskoðun á raf- orkuvirkjum annars staðar í heimin- um? Engin önnur þjóð hefur látið sér detta slíkt í hug. Það er slíkur fáran- leiki að engu tali tekur. Hvers vegna þarf nýskipan raf- magnsöryggismála? Samkvæmt EES-samningunum eru breytingar á lögum nr. 60/1979, um Rafmagnseft- irlit ríkisins óþarfar, sjá Upplýsinga- efni um EES-samninginn bls. 17. Að hvaða leyti uppfyllir RER ekki kröfur um rekstur rafmagnsöryggis- mála? Er rekstrarkostnaður of hár eða RER illa stjórnað? Ef það er svo, hvers vegna er þá ekki skipt um stjómendur? Hvers vegna ekki að endurskipuleggja RER með nú- tímastjómunaraðferðum? Samkvæmt útreikningum er raf- magnseftirlit í höndum skoðunar- stofa a.m.k. 200% dýrara fyrir neyt- endur og nánast óvirkt. Hafa menn hugleitt áhættuna - að gera öryggismál þjóðarinnar að viðskiptamálum? Það er algjört ábyrgðarleysi að láta fámennan hóp hagsmunaaðila hafa áhrif á fyrirkomulag þessara mála. Þingmenn eru þjóðkjörnir full- trúar, sem eiga að gæta hagsmuna allrar þjóðarinnar, en ekki láta mis- vitra embættismenn með hagsmuna- hópa á bakinu ráða ferðinni. Hér með er skorað á þig að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stöðva þessi skelfilegu vinnubrögð embættismanna og hagsmuna- tengdra aðila. Lesendum skal bent á eftirtaldar greinar: Ritstjómargrein í Morgunblaðinu dags. 3.10. 1996. Hugleiðingar um rafmagnsöryggismál, bréf til Morg- unblaðsins dags. 23.10.96. Úrtaks- skoðun - nýjung í rafmagnsörygg- ismálum, bréf til Morgunblaðsins dags. 23.11. 94, athyglisverðar greinar í tímaritinu Fortune 14.10. 1996: „The Confessions of an Ex- Consultant" og „Controlling Your Consultants". KÁRI EINARSSON rafmagnsverkfræðingur. Góða ferð til Venesuela með draslið þitt, Peterson Frá Rannveigu Tryggvadóttur: ÉG MÓTMÆLI því harðlega að skrifað verði undir samninginn við Columbia Ventures-fyrirtækið um smíði álvers á Grundartanga með 60 þús. tonna ársafköst sem yrði svo stækkað upp í 180 þúsund tonn og yrði þá ívið stærra en álverið í Straumsvík. í Hvalfirði er nátt- úrufegurð meiri en víða annars stað- ar á landinu og ráðamenn hafa ekk- ert leyfi til að eyðileggja umhverfið þar. Búið er að afmarka iðnaðar- svæði þar sem er álíka stórt og svæð- ið frá Kringlumýrarbraut norðan Miklubrautar og Hringbrautar og út í Örfirisey i Reykjavík. Islenska þjóðin á enn landið sem hún byggir og hún á að hafa ráð- stöfunarrétt á því. Þvi skulu stjómvöld skylduð til þess með lögum að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem þjóðin er viðkvæm fyrir og snerta náttúru og umhverfi í jafnríkum mæli og mengandi stóriðja og tilheyrandi vatnsvirkjanir á hálendinu. Ég treysti því að Alþingi samþykki þetta. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, þýðandi, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sém er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem ufhenda blaðinu efni til birtingar tetjast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.