Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elín Birgitta Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 4. maí 1980. Hún lést af slysför- um í Vestmannaeyj- um hinn 7. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hildur Páls- dóttir, húsmóðir f. 30. ágúst 1957 í Reykjavík, og Þor- steinn Ólafs, við- skiptafræðingur, f. 11. maí 1957 í Reykjavík. Hildur og Þorsteinn slitu samvistum þegar Elín Birgitta var á öðru ári. Hildur er gift Aðalsteini Sigurþórssyni, bygg- ingatæknifræðingi, f. 21.11. 1960 í Reykjavík, og eru börn þeirra: Páll, f. 1989, og Ágúst f. 1991. Þorsteinn er kvæntur Láru Kristjánsdóttur, húsmóð- ur, f. 9. febrúar 1961 í Ólafsvík, og eru börn þeirra: Þór Stein- ar, f. 1985, Björg Magnea, f. 1988, og Kristján Már, f. 1993. Foreldrar Hildar Pálsdóttur eru Páll Guðmundsson, fv. verk- stjóri, f. 23. ágúst 1922 á Elín mín, elsku stúlkan mín, mig langar til að minnast þín með eftir- farandi erindum úr eftirmælum sem góður vinur minn lánaði mér, en þau voru ort í minningu sonar hans sem lést á unga aldri: Það syrtir svo oft af sorgarhríð, þótt sólin oss ljómi í heiði, þá hjartnanna vorblóm hrein og blíð oss hyljast und köldu leiði og sárast oss finnst um sumartíð að sjá þeirra lokið skeiði. En blómgunarárin urðu fá og æskan þín fljót að líða, en líf þitt var geisli Guði frá, það gefur mér þrek að stríða. Ég veit að þú áttir honum hjá þíns háleita þroska að bíða. Ó, blessaðu, Drottinn, blómin mín, sem búa mér enn við hjarta fyrst einu þú lyftir upp til þín í eilífðarsali bjarta og ieyf þú mér svo þá lífíð dvín í ljósinu þar að skarta. (Höf. ók.) Elín mín, blómgunarárin þín urðu fá, en alls staðar þar sem þú komst geislaði allt af þínu fallega brosi. Hvað getur maður sagt þegar svona ung og falleg stúlka með lífið fram- undan er numin á brott fyrirvara- laust? Vegir Guðs eru órannsakan- legir. Elsku Elín mín, við biðjum góðan Guð að gefa þér styrk og ég veit að amma og afi og aðrir hafa tekið vel á móti þér. Þau, eins og allir aðrir, voru svo góð við þig og þú svo blíð og veittir okkur gleði og von. Elsku Elín mín, það er sárt að sjá á bak þér, en við munum ætíð minnast ljúfu og fallegu stundanna sem við áttum saman. Fyrir þær þökkum við, en þú munt alltaf vera í hjarta okkar því þú varst okkur svo mikils virði. Friður Guðs sé með þér að eilífu, elsku stúlkan mín. Pabbi og Lára. Elsku Elín systir. Okkur þótti svo vænt um þig, þú varst stóra systir, svo blíð og góð við okkur. Þú leyfðir okkur að fara með þér í sund eða í bæinn þó að þú værir að fara með vinum þínum, við vorum ekkert fyrir. Þó að þú sért dáin og farin til Guðs verður þú alltaf í hjörtum okkar og við vit- um að þú vakir yfír okkur. Jólin verða tómleg án þín, en við munum biðja Guð um styrk. Þú varst besta systir í heimi, en núna ert þú besti engillinn okkar. Þór Steinar, Björg Magnea og Kristján Már. ísafirði, og Svein- björg Krisljánsdótt- ir, húsmóðir, f. 22. mars 1927 á ísafirði. Foreldrar Þorsteins Ólafs eru Magnea J. Þor- steinsdóttir, sjúkr- aliði, f. 6. apríl 1932 og Runólfur Már Ólafs, skrifstofu- maður, f. 2. október 1929 í Reykjavík, d. 31. maí 1973. Stjúp- faðir Þorsteins og seinni eiginmaður Magneu er Þór Vignir Steingríms- son, vélfræðingur, f. 29. febrúar 1933 í Reykjavík. Elín Birgitta ólst upp í Reykjavík, fyrst í Vesturbænum og síðar í Graf- arvogi. Árið 1992 fluttist hún til Danmerkur ásamt móður sinni og fósturföður og bjó þar í rúm tvö ár þar til hún flutti heim aftur fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Elín Birgitta lauk grunnskólaprófi frá Folda- skóla síðastliðið vor. Útför Elinar Birgittu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sú harmafregn að ung frænka og vinkona, Elín Birgitta Þorsteins- dóttir, aðeins 16 ára gömul, hafi kvatt þennan heim kemur róti á hugi okkar ástvina hennar. Upp koma í hugann minningabrot allt frá því við sáum hana nýfædda, og var annað okkar reyndar viðstatt fæðingu hennar. Elín vakti strax athygli okkar fyrir það hve gott og meðfærilegt barn hún var og frá henni stafaði ró og mildi. Elín varð snemma vin- kona okkar í besta skilningi þess orðs og gerði sér alltaf ferð til Hafnarfjarðar þegar færi gafst til að heimsækja okkur. Við ásamt í.iörgum vina hennar og pennavina fengum að njóta tryggðar hennar og hlýju. Fermingardagur Elínar Birgittu, bjartur og fagur, er okkur minnis- stæður og þá sérstaklega hve inni- lega hún gekkst við fermingarheiti sínu. Síðar sendi Elín okkur mynd af sér sem tekin var þennan dag. Okkur fannst það sem hún skrifaði aftan á myndina lýsa vel afstöðu hennar til Guðs þar sem hún bað hann að vera með okkur um leið og hún þakkaði okkur fyrir velvild í sinn garð. Kveðja sem þessi segir svo mikið um afstöðu ungrar mann- eskju til lífsins og víst munu þessi orð hennar og öll samskipti við hana ætíð minna okkur á elskulega stúlku. Undir þessi orð taka amma Björg og afi Páll á Seltjarnarnesi sem minnast yndislegs barnabarns. Við viljum kveðja Elínu með orð- um sem Jesú sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ (Jóh. 14,19). Og ennfremur sagði hann „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11,25). Magnús og Laura. Elín Birgitta kom inn í fjölskyldu okkar þegar Lára kynntist Steina, föður hennar, þá þriggja ára falleg hnáta sem með árunum varð enn fallegri. Við fylgdumst með Elínu dafna og þroskast, þó að stundum liði langt á milli samverustunda. En þegar við hittumst þá fannst manni alltaf sem stutt væri síðan síðast, því að Elín var svo opin og innileg. Að Elín skuli ekki lengur vera með okkur er erfitt að skilja og sætta sig við. En við verðum að trúa því að sumum er ekki ætluð löng jarðvist í þessu lífi, en þeirra bíður örugglega mikilvægt starf á æðri stað. Hví fólnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað nið’r í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin bezta lífsins gjöf? Það frið’ og firri harmi þá foreldra sem hér sér barm’ á grafar barmi, er bamið dáið er; og fyrirheit vors Herra þeim hjartans græði sár, það heit, að hann mun þerra á himnum öll vor tár. Já, sefíst sorg og tregi, þér saknendur við gröf því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf; Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því, - svo hana Guð þar geymi og gefi fegr’ á ný. (Bjöm Halld.) Elsku Steini, Lára og börn, Hild- ur, Alli og synir, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg en minningin um yndislega dóttur og systur mun lifa. Fjölskyldan í Ólafsvík. Það féllu þung orð af munni míns trausta vinar, Þorsteins Ól- afs, þegar hann tjáði mér að frum- burður hans og fyrrum sambýlis- konu Hildar Pálsdóttur, hún Elín, væri dáin - hefði dáið aðfaranótt laugardagsins 7. desember sl. Mig setti hljóðan og yfír mig færðist fylgifiskur slíkra tíðinda, heiftar- leg þyngsli sem yfirgnæfðu allt annað. Sársaukinn og sorgin sem fylgja slíkum tíðindum eru þungbær og sér í lagi þegar í hlut á óharðnaður unglingur sem er rétt í þann veginn að kynnast lífmu og tilverunni af eigin raun. Ég kynntist Elínu skömmu eftir að vinátta tókst með okkur Þorsteini og reglulegar heim- sóknir á Njarðargötuna gerðu það að verkum að ég fylgdist álengdar með Elínu en hún óx úr grasi. Fyrir mér var hún mannvænleg stúlka, brosmild og í stóru bláu augunum sérstakur ljómi og útgeislun. Þannig mun minningin um hana lifa áfram. Það er fátt að segja á stundu sem þessari, en alla mína samúð og hlýju fá Þorsteinn, Hildur og fjölskyldur þeirra. Megi Guð almáttugur vaka yfír ykkur og styrkja ykkur á þess- ari sorgarstundu. Guðmundur Helgi Þorsteinsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) í dag kveð ég kæra vinkonu, Elínu Birgittu Þorsteinsdóttur. Elín var 16 ára stelpa sem kom á þjóðhá- tíð í Eyjum í ágúst síðastliðnum. Elín heillaðist af eyjunni og fluttist hingað skömmu seinna í Héðins- höfða, sem er húsið sem ég bý í. Bjó ég á efri hæðinni en hún á neðri hæðinni ásamt Vilberg og Bjameyju. Varð strax mikill sam- gangur á milli og hittumst við nær daglega og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Elín hafði mikla persónutöfra. Hún var mjög brosmild og það var gott og gaman að tala við hana. Síðasta skiptið sem ég hitti Elínu var hún svo ánægð, en ég var ekk- ert allt of hress vegna umferðar- óhapps sem ég hafði lent í fyrr um kvöldið. Þá kom Elín út og tók utan um mig og sagði eins og henni einni var lagið: „Ásdís mín, þú mátt sko alveg koma til mín á eftir ef þér líður illa og lúlla hjá mér.“ Þetta var klukkan korter í eitt aðfaranótt laugardags 7. desember. Rúmlega tveim tímum seinna erum við að reyna að bjarga henni, en árangurs- laust. Seinna um nóttina fengum við, nokkrir vinir þínir, að fara til þín á sjúkrahúsið þar sem þú lást svo faHeg í rúminu, eins og þú værir sofandi og fengum að sjá þig og kveðja í síðasta sinn. Dauðinn er hlutur sem maður lærir að sætta sig við með tíman- um, en mér finnst andlát þitt ósann- gjarnt og ótímabært, en einhvers staðar stendur: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Ég á eftir að sakna þess að gera ekki „kíkt niður“ á Elínu og félaga til að spjalla um daginn og veginn, en ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Elínu og fyrir síðustu vikuna sem við áttum saman. Ég vil votta foreldrum hennar, systkinum og öðrum ættingjum sem eiga um sárt að binda, mína dýpstu samúð, einnig þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast Elínu og hennar góðu sál. Bið ég góðan Guð að styrkja okkur í sorginni. Elsku Elín mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég veit að við hittumst aftur. Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér og vera vinur þinn. Þú átt vissan stað í hjarta mínu. Þegar mér líður illa leita ég til baka til þess tíma þegar þú varst hér og minningar um hláturinn, fallega brosið og hlýjuna þína ýta öllum sársauka burt. (Lóa) Guð geymi þig, Elín Birgitta. Þín vinkona, Ásdís Haralds, Vestmannaeyjum. Skrítið hvað allt getur runnið saman og búið til eitt tóm, tómið sem fyllir mig þegar ég hugsa um Elínu. Það verður allt svo óraun- verulegt. Maður hugsar alltaf að svona geti ekki komið fyrir þá sem maður þekkir. Elín var einstök persóna, hún hafði miklu fleiri kosti en galla. Hún var mjög ófeimin, og glaðlynd svo um munaði. Ég og Elín skrifuð- umst á frá því að hún var tíu ára gömul og ég níu ára. Það sem mér finnst sérstakt er að við skrifuð- umst á þótt við byggjum báðar í Reykjavík. Þegar Élín var 12 ára flutti hún til Danmerkur, þar sem hún undi sér vel. Ég á alveg heila glás af bréfum frá henni sem hún skrifaði mér þegar hún bjó þar. Hún hafði mikla frásagnargáfu og sum bréfín sem hún skrifaði mér voru mjög skrautleg og ætíð mjög löng. Elín var og mun ávallt verða of- arlega í huga mínum, og það er mjög gott á svona stundu að geta lesið yfir bréfin hennar. Ég trúi að hún sé á góðum stað núna og fylg- ist vel með öllu sem er að gearst eins og hún var vön að gera. Ég vil votta móður hennar, föður og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Sara Hrund. í augum unglingsins eru grunn- skólalok ávallt merkur áfangi. Tíu ára skólaganga að baki, viðkomandi hefur tekið út sinn þroska að stærstum hluta, bundist vináttu við skólafélagana. Þegar svo prófum lýkur að vori síðasta skólaárs og hver og einn einstaklingur fínnur sinn farveg inn í framtíðina þá fer ekki hjá því að blendnar hugsanir leiti á. Hugsunin um að hópurinn dreifíst og sjáist kannski ekki meir er jafnan ofarlega í huga. Það þyk- ir því ærin ástæða til að kveðjast með virktum. Slík kveðjustund hjá tíundabekkingum Foldaskóla sl. vor var ferð til Vestmannaeyja. í þess- ari skemmtilegu ferð var Elín Birg- itta sem við kveðjum í dag með sorg í hjarta. Elín Birgitta eins og við hér köll- uðum hana, kom hér að skólanum í fyrrahaust. Það fór ekki framhjá okkur að þar fór tápmikil stúlka með góða hæfíleika til náms. Aðlög- unarhæfni hennar við þá sem hér voru fyrir var með miklum ágætum og glaðlyndi hennar við brugðið. Hún hélt tryggð við gamla skólann sinn á þann hátt að heimsækja okkur við og við. ELIN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR Fréttin um ótímabæran dauða hennar var okkur í Foldaskóla þungbær sem og öðrum. Við vottum aðstandendum Elínar Birgittu okkar dýpstu samúð. 10. S.P., Sigurður Pétursson. Það er ekki lýsanlegt hvernig okkur líður núna, Elín okkar. Við reynum að vera sterkar og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við munum sérstak- lega eftir þeim stundum er við sát- um þijár saman heima í stofu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Nú ertu þú farin á annan stað og vonumst við til að þér líði vel þar. Mest fínnst okkur leiðinlegt að hafa þekkt þig í svona stuttan tíma, við hefðum viljað hafa hann miklu lengri og geta sagt þér frá öllu sem við höfðum ekki tækifæri til að segja þér. Við munum sakna þess að heyra ekki í þér og sjá þitt fallega bros. Það er svo mikið tóm í hjarta okkar eftir að þú fórst og sárt að hugsa til þess að við munum ekki framar eiga okkar skemmti- legu stundir. Það er svo skrítið að nú erum við bara tvær en ekki þijár eins og við vorum. Og vildum við óska þess að þú værir hér enn hjá okkur, talandi, hlæjandi og knús- andi. Þú komst eins og sólargeisi inn í líf okkar og svo kom þetta hræði- lega slys fyrir og við eigum líkleg- ast aldrei eftir að sjá þitt fallega andlit aftur. Við eigum eftir að sakna þín, Elín Birgitta, og vonum við að við sjáumst aftur á ný einhvern tíma eftir þetta líf. Elín var kát, bros- mild og falleg stúlka sem átti allt lífið framundan, en minningin lifir i huga okkar og hana eigum við alltaf og munum aldrei gleyma henni. Én söknuðurinn er sár og við biðjum Guð að gefa foreldrum, ættingjum og vinum þínum styrk. Hvíl í friði. Megi Guð vaka yfir þér. Blessuð sé minning þín. Þínar bestu vinkonur til eilífðar, Tinna og Bjarney. Á útskriftardegi í Foldaskóla í Grafarvogi síðastliðið vor mátti greina óræða eftirvæntingu og spennu hjá nemendum gagnvart hinu ókomna. Að baki voru dagar grunnskólans en framundan fram- haldsnám eða önnur viðfangsefni í lífínu. Kveðjustundin var blandin söknuði, dulitlum kvíða og tilhlökk- un. Á meðal nemenda 10. bekkjar var Elín Birgitta Þorsteinsdóttir sem nú er kvödd eftir skamma vist í þessu jarðlífí aðeins 16 ára að aldri. Elín Birgitta virtist á þeirri stundu tilbúin til þess að sigla lífs- fleyi sínu á lygnari sjó en hún hafði gert á umbrotasömu tímabili ungl- ingsára. Fyrirheit voru gefin og í síðasta samtali hennar við skóla- stjórann var sammælst um að tán- ingurinn myndi fljótlega heimsækja gamla skólann sinn sem „dama“ og rifja upp gömul uppátæki og bernskubrek. Á haustmánuðum bárust fréttir af Elínu Birgittu á nýjum slóðum og við blöstu þroskavænleg verkefni sem vísuðu veginn til manndóms og fullorðinsára. En örlögin grípa inn í og lífsvefurinn rofnar á óvæg- inn hátt. Eftir sitjum við hnípin og spyijum: hvers vegna? Það er erfitt að vera ungmenni á íslandi í dag. Mörg börn fá ekki að vera börn nema í allt of skamm- an tíma. Jafnskjótt og fyrstu eðli- legu merki gelgjuskeiðsins koma fram gerir þjóðfélagið með beinum eða óbeinum hætti kröfur til þess að börnin hristi af sér bernskuna og taki upp hætti hinna fullorðnu. Álagið verður mikið og margir standast það ekki. Elín Birgitta var tilfínninganæm stúlka og gerði sér grein fyrir því tvöfalda hlutverki sem hún hafði tekið að sér á mörk- um bernsku og manndóms. í sjálf- stæðisbaráttu sinni leitaði hún svara við spurningum lífsins. Hún vissi mikið um lífið en átti þó svo margt ólært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.