Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 76
MORGUNBLADÍD, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stefnir í mesta síldveiðiár frá 1967 V erðmæti aflans 4,3 milljarðar NÆSTA ár stefnir í að_verða sjö- unda mesta síldveiðiár Islandssög- unnar, takist að veiða upp í 233.000 tonna kvóta, sem ísland hefur samið um að fá úr norsk-íslenzka síldar- stofninum. Að viðbættum 110.000 tonna kvóta innan lögsögu er heild- arsíldarkvóti íslenzkra skipa á næsta ári 343.000 tonn. Þetta gæti orðið mesti síldarafli í þijá áratugi, eða frá árinu 1967. Kvóti íslands úr norsk-íslenzka síldarstofninum var í fyrra 190.000 tonn. Aukningin, sem samið var um á fundi í Ósló um síðustu helgi, nem- ur því 43.000 tonnum. Áætla má að verðmæti viðbótarinnar sé 500 til 800 milljónir króna, eftir því hversu hátt hlutfall síldarinnar fer í bræðslu og hve mikið til manneldis. Frystingin skilar 1,5 milljörðum Allur síldaraflinn gæti skilað út- flutningsverðmæti upp á 4,3 millj- arða. Þá er gert ráð fyrir að 50.000 tonn upp úr sjó verði fryst og 30.000 tonn fari í söltun. Frystingin myndi þá skila 1,5 milljarða króna tekjum, söltunin milljarði og það, sem færi í bræðslu, um 260.000 tonn, skilaði 1,8 milljörðum. Miðað er við mark- aðsverð um þessar mundir. Allur afli úr norsk-íslenzka síld- arstofninum á þessu ári fór í bræðslu. ■ Stjórn komið á/38-39 ------♦ ♦ ♦ Héraðsdómur Greitt fyrir yfirvinnu í útlöndum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt ríkissjóð til að greiða starfs- manni ríkisstofnunar yfirvinnu vegna ferðar hans til útlanda á veg- um vinnuveitandans. I dóminum kom fram, að ríkisfyrirtæki greiddu ekki yfirvinnu vegna slíkra ferða, en greiddu hins vegar yfirvinnu vegna ferðalaga innanlands. Dómarinn sagði að vinnuveitand- inn bæri sönnunarbyrði fyrir þeirri fullyrðingu, að greiðsla 20 yfirvinnu- tíma fæli í sér m.a. viðveru á ferða- lögum til útlanda og ekki hefðu ver- ið færðar sönnur á að starfsmannin- um hefði verið gerð grein fyrir því, þegar hann var ráðinn til starfa, að yfirvinna í útlöndum eða á ferðum þangað og þaðan væri ekki greidd á þessari forsendu. Fjármálaráðuneytið hefur sent bréf tii ráðuneyta og stofnana, þar sem ítrekuð eru sjónarmið um að í gildi séu reglur um greiðslur í ferð- um utanlands og kynna þurfi þær fyrir nýjum starfsmönnum. Engin yfirvinna sé greidd vegna þess tíma sem fari í ferðalög milli landa. ■ Enginn munur/4 Morgunblaðið/RAX Lækningaforstjóri SR um lokanir sjúkradeilda yfir jólin Harður í hom að taka Sjáum fram á veru- lega erfiðleika VIÐ fyrstu sýn mætti ætla að ljós- myndari Morgunblaðsins hefði fyrir einskæra heppni rekist á þennan tignarlega hreintarf á fjöllum, fjarri allri mannabyggð. Þarna blekkir augað, eins og oft vill verða, þar sem skepnuna er að finna í Húsdýragarðinum í Laugardal þar sem hún rekur vígaleg hornin á móti borgar- börnum. Draupnir heitir hann og þótt hann virðist harður í horn að taka er hann spakur og góður enda fæddur og uppalinn á mölinni eins og flestir þeir sem hann heimsækja. Kjarakönnun í apótekum Heildarlaun frá 109 til 124 þús. að meðaltali TVEIMUR deildum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SR) verður lokað yfir jólin vegna sparnaðaraðgerða sem ákveðnar hafa verið. Er þar annars vegar um að ræða 24 rúma almenna lyflækningadeild af þremur lyflækningadeildum spít- alans og eina af þremur skurð- lækningadeildum. Lokað frá 20. desember og fram í bytjun janúar Verður báðum sjúkradeildunum lokað frá 20. desember og fram í byrjun janúar en skurðdeiidin verður væntanlega lokuð nokkrum dögum lengur en lyflækninga- deildin. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að stjórnendum spítalans hafi verið nauðugur einn Nauðugur einn kostur að draga starf- semina saman kostur að draga starfsemina sam- an á árinu í sparnaðarskyni. „Það sparast kannski ekki mjög mikið af lokun yfir jólin en það er reynt að draga úr starfsemi spítalans yfir hátíðarnar eins og mögulegt er til að minnka dýra yfirvinnu. Þetta er eingöngu pen- ingalegs eðlis,“ segir Jóhannes. „Við sjáum fram á verulega erfiðleika á deildunum. Það er hætt við að það geti orðið þröng á þingi á þeim deildum sem verða opnar,“ bætir hann við. Að sögn Jóhannesar eru þetta umfangsmeiri lokanir, en gripið hefur verið til áður yfir jól. Hann segir að erfitt sé að stýra að- streymi sjúklinga inn á lyflækn- ingadeildirnar og því geri stjórn- endur spítalans sér grein fyrir því að þetta geti orðið mjög snúið. Tugir sjúklinga gætu bæst við inn á opnu deildirnar „Það er til hálfgerð neyðaráætl- un um hvernig brugðist verður við. Við þekkjum frá fyrri árum hversu margir sjúklingar eru inni yfir jól og áramót og ef við gerum ráð fyrir sama fjölda í ár og hefur verið undanfarin tvö ár, vitum við að það verða miklar yfirlagnir á opnar deildir, svo jafnvel skiptir tugum," segir hann. GREIDD mánaðarlaun starfsfólks í apótekum í Reykjavík og nokkrum nágrannasveitarfélögum eru að meðaltali frá 109 þúsund til um 124 þús. kr. skv. kjarakönnun Verzlun- armannafélags Reykjavíkur sem gerð var um mánaðamótin októ- ber/nóvember síðastliðinn í öllum apótekum á þessu svæði. Könnunin náði til 24 apóteka í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópa- vogi og Mosfellsbæ og var mark- miðið að fá upplýsingar um hver væru raunveruleg greidd laun í apótekum. Greint er frá niðurstöð- um könnunarinnar í VR-blaðinu. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar voru grunnlaun af- greiðslufólks í apótekum 84.734 kr. á mánuði að meðaltali og heildar- laun þess að meðaltali 109.199 kr. á þeim tíma sem könnunin var gerð. Meðalgrunnlaun Iyfjatækna voru 95.840 kr. og heildarlaun þeirra 113.299 kr. að meðaltali. Meðal- grunnlaun snyrtifræðinga voru 87.317 kr. og heildarlaun 110.836 kr. á mánuði. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands sá um úrvinnslu könnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.