Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÖGULEGUR SÍLD- ARSAMNINGUR SAMNINGUR íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins um síldveiðar á næsta ári er að mörgu leyti sögulegur. í fyrsta lagi hefur nú tekizt að koma heildarstjórn á síldveiðarnar og hindra að skip ESB- ríkjanna stundi áfram óheftar veiðar, eins og þau gerðu á þessu ári. Deila má um hvort hlutur ESB í heildarkvótan- um sé of mikill. Það er hann miðað við hefðbundnar viðmið- anir um rétt strandríkja. Það verður hins vegar ekki horft framhjá þeim veruleika, sem við blasti. ESB hefur á þessu ári veitt hátt í 200.000 tonn úr síldarstofninum. Ekki er ósennilegt að sambandinu hefði tekizt að auka enn sókn- ina á næsta ári að óbreyttu, ekki sízt í ljósi þess að síld- veiðiskip hafa orðið verkefnalaus vegna hruns síldarstofns- ins í Norðursjó. Með samkomulaginu i Ósló hefur tekizt að minnka veið- ar Evrópusambandsins, bæði í tonnum talið og sem hlut- fall af heildaraflanum. Morgunblaðið hefur áður sagt að nokkuð væri til vinnandi að ná ESB inn í síldarsamning- ana og að betra væri að hafa sambandið innanborðs en að það héldi áfram að skammta sér einhliða kvóta. Afla- hlutdeild ESB, sem nú liggur fyrir, er einfaldlega það verð, sem þurfti að greiða fyrir þennan árangur. í öðru lagi hefur nú skapazt grundvöllur fyrir verndun og uppbyggingu síldarstofnsins á næstu árum, þótt enn verði að bæta við og styrkja þann árangur, sem náðst hefur, ekki sízt eftirlits- og fiskverndarþátt samninganna. Ef rétt er á haldið og reynt að forðast að endurtaka mis- tök fortíðarinnar getur norsk-íslenzki síldarstofninn á ný orðið gjöful auðlind ríkjanna við norðaustanvert Atlants- haf. Það á að vera hægt að tryggja afrakstur stofnsins til langrar framtíðar með skynsemi, ábyrgð og vísindaleg- um vinnubrögðum. í þriðja lagi hafa Noregur og Rússland með þessum samningi fengið fordæmi um það hvernig strandríki, sem gera tilkall til fiskstofns, semja við nýjan þátttakanda í veiðunum um sanngjarnan hlut, jafnvel þótt hinn nýi þátt- takandi geti ekki sýnt fram á langa veiðireynslu. Deila íslands við þessi ríki um veiðar í Smugunni í Barentshafi er síðasta meiriháttar fiskveiðideilan, sem er óleyst á þessum slóðum. Nú þurfa allir aðilar að sýna ábyrgð og samningsvilja. Vonandi átta Rússar - og ekki sízt Norð- menn - sig á því að nú hafa þeir slegið nýjan tón. PAPPÍRSHANDRIT í HÆTTU HANDRITADEILD Landsbókasafns hefur að geyma mörg dýrmætustu pappírshandrit íslendinga, sem varða sögu og menningu þjóðarinnar. Þessi handrit eru nú að eyðileggjast, molna og blekið gufar upp. Ástæðan er að ekki hefur fengizt fjárveiting undanfarin tvö ár til handritadeildarinnar. Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar- innar, lýsti ömurleguni fjárhag deildarinnar í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. í deildinni eru varðveitt frumeintök þeirra bóka, sem þjóðinni eru kærastar og einnig hand- rit, sem enn hafa ekki verið gefin út, en eru mikilvæg fyrir íslenzka menningu. í deildinni er fullkomin viðgerðar- stofa, en þar starfar enginn um þessar mundir og því eru verðmætin í hættu. Handritadeildin er í vissum skilningi arftaki Árnasafns, en varðveitir yngra efni. Þar eru fyrst og fremst handrit frá 18. öld og síðar en einnig stofn handrita frá því um siðaskipti, svo og fimm skinnbækur. Þær þola tímans tönn mun betur en pappírinn. Gamalt sortulingsblek endist eins lengi og pappírinn, en erlent blek, sem fluttist inn til lands- ins í upphafi 19. aldar er forgengilegt, svo og pappír, sem tók að flytjast til landsins á þessum tíma. Með sérstökum aðferðum er unnt að lengja endingu þessara pappírshandrita, en fjárskortur kemur í veg fyrir að unnt sé að ráða handritasérfræðinga til þeirrar vinnu. í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fjárveitingar til Landsbókasafns verða auknar verulega á næsta ári en það dugar samt ekki til að ráða bót á þessum sérstaka vanda. Þess vegna væri æskilegt að Alþingi, fjárveitinga- valdið, bætti enn nokkrum fjármunum við, þegar lokaaf- greiðsla fjárlaga fer fram. Stjórn komið á veiðar á norsk- íslenzku síldinni Með samkomulagi íslands, Noregs, Rúss- lands, Færeyja og Evrópusambandsins hefur tekizt að koma heildarstjóm á veiðar úr norsk- íslenzka síldarstofninum á næsta ári. Kvóti íslands eykst um 43.000 tonn og stefnir í sjöunda mesta síldveiðiár íslandssögunnar. Ólafur Þ. Stephensen og Hjörtur Gíslason fjalla um síldarsamninginn og viðbrögð við honum, en skiptar skoðanir eru um hvort það hafi verið of dýru verði keypt að koma böndum á veiðar ESB. Kvótaskipting norsk-íslenska SAMKOMULAG náðist á laugardag, á þriðja degi viðræðna íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins í Ósló, um skiptingu kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum á næsta ári. Evr- ópusambandið fær nú í fyrsta sinn samningsbundinn rétt til að veiða úr stofninum. Um leið og aflahlut- deild strandríkjanna fjögurra lækk- ar vegna kvóta ESB eykst kvóti þeirra í tonnum talið, því að heild- arkvótinn var hækkaður um hátt á fjórða hundrað þúsund tonn frá því í ár. Með samningi strandríkjanna fjögurra og Evrópusambandsins (sem inniheldur a.m.k. fjögur ríki, sem veitt hafa síld að undanförnu) tekst loks að koma stjórn á veiðar allra ríkja, sem veitt hafa úr norsk- íslenzka síldarstofninum. ESB hefur sýnt hvers flotinn er megnugur Áfangi að þessu markmiði náðist síðastliðið vor er ísland, Noregur, Rússland og Færeyjar náðu sam- komulagi sín á milli um skiptingu kvóta úr síldarstofninum. Þá var ákveðinn 1.107.000 tonna heildar- kvóti, sem skiptist þannig að ísland fékk 190.000 tonn (17,1%), Noreg- ur 695.000 (62,8%), Rússland 156.000 (14,1%) og Færeyjar 66.000 (6%). Um leið var samið um gagnkvæman veiðirétt í lögsögu ríkjanna. Reynt var að fá Evrópusamband- ið til að ganga inn í þetta samkomu- lag snemmsumars í fyrra, en án árangurs. ESB ákvað sér einhliða kvóta upp á 150.000 tonn en veiddi mun meira, eða 188.000 tonn sam- kvæmt nýjustu tölum frá samband- inu sjálfu. Áreiðanleiki talna ESB hefur verið dreginn í efa, en leiða má getum að því að sambandið hafi viljað styrkja samningsstöðu sína með því að veiða óheft og umfram eigin kvóta; sýna hvers floti ESB væri megnugur. Heildarveiðin á síðasta ári var því um 1,3 milljónir tonna. ísland veiddi reyndar ekki allan kvóta sinn; aðeins 166.000 lestir náðust. Á samningafundi í London í síð- asta mánuði hafði Evrópusamband- ið uppi kröfur um allt að 225.000 tonna kvóta úr síldarstofninum og lét í það skína að fengi það ekki sitt fram gæti floti þess náð enn meiri afla en í ár. Strandríkin töldu því til mikils vinnandi að fá Evrópu- sambandið til að samþykkja að gangast undir veiðistjórnun og lögðu Norðmenn sig einkum fram um að koma á samkomulagi. Hlutur íslands úr 17,1% í 15,7% en tonnunum fjölgar um 43.000 Niðurstaðan varð sú að heildar- kvótinn á næsta ári var ákveðinn 1.486.000 tonn. Vísindamenn telja að svo mikill afli sé veij- andi til skamms tíma litið, en til lengri tíma sé ekki skynsamlegt að veiða meira en milljón tonn úr síldarstofninum árlega. Hlutur Evrópusambandsins í veiðunum verður 125.000 tonn, eða 8,4%. Það er bæði minna í tonnum talið en afli sambandsins á þessu ári og lægra hlutfall heildarveiðinn- ar, en í ár má ætla að skip ESB hafi veitt um 14% af heildaraflan- um. Innbyrðis hlutfallsskipting strandríkjanna er óbreytt, en þau fórna öll nokkru af sínum hlut til að ESB fái sitt. Þannig fórna Norð- menn hlutfallslega mestu og fá nú í sinn hlut 57,5% heildarkvótans en fengu 62,8% í fyrra. Hlutur íslands minnkar úr 17,1% í 15,7% en í tonnum talið eykst kvóti Is- lendinga um 43.000 tonn, úr 190.000 í 233.000. Rétt eins og í fyrra mega ís- lenzk skip veiða allan kvóta sinn í lögsögu Færeyja og Færeyingar mega taka allan sinn hlut í íslenzkri lögsögu. Þá mega íslenzk skip veiða sinn hlut í lögsögu Jan Mayen og norsk skip mega taka sem nemur tveimur þriðjuhlutum af kvóta ís- lands í íslenzkri lögsögu. íslenzk skip fá nú heimild til að veiða 10.000 lestir af sínum kvóta í norsku lögsögunni, gegn því að norsk skip fái að veiða sama magn í íslenzkri lögsögu. Þá fá rússnesk skip heimild til að veiða 6.500 lest- ir á takmörkuðu svæði innan ís- lenzku lögsögunnar. Evrópusam- bandið fær að veiða 30.000 tonn af sínum kvóta í norsku lögsög- unni og 10.000 tonn í lögsögu Jan Mayen. Evrópusambandið verður með þessum samningum í raun ekki aðili að samkomulagi strandríkj- anna frá í vor, enda var í því geng- ið út frá sögulegum veiðum, hversu háð ríki séu veiðunum, framlagi til vísindarannsókna og fleiri viðmið- unum, sem myndu ekki skila ESB miklum kvóta. Samningur strand- ríkjanna við ESB er fremur póli- tiskt samkomulag, sem tekur mið af afli og veiðigetu sambandsins. Samkomulagið gildir aðeins fyrir næsta ár, en ekki til framtíðar. Samningamennirnir, sem gerðu samkomulagið í Osló, og stjórnvöld Afli ESB úr 188.000 tonnum í 125.000 tonn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 39 SÍLDARSAIVININGAR NÚ STEFNIR í að næsta ár verði sjöunda mesta síldveiðiár íslandssögunnar. í viðkomandi ríkjum hafa lýst yfir ánægju með niðurstöðuna. Tókst að koma heildarstjórn á veiðarnar Jóhann Siguijónsson, aðalsamn- ingamaður íslands, segist sáttur við niðurstöðuna. „Það tókst að ná aðalmarkmiðinu með viðræðunum: að koma heildarstjórn á veiðarnar. Jafnframt því, sem gengið var frá aflamarkinu fyrir 1997 er fjögurra landa samkomulagið frá í maí í fullu gildi og það hefur víðtækari skírskotun um hvernig standa beri að verndun, stjórnun veiða, samstarfi um rannsóknir og nýtingu stofnsins í framtíðinni. í þeim samningi er lögð áherzla á rétt strandríkis- ins, sem er okkur mjög mikilvæg- ur. Auk þess eru eftirlitsmálin nú komin í góðan farveg innan NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfískveiði- nefndarinnar). Þetta allt tel ég að eigi að tryggja skynsamlega nýtingu þessarar auðlindar. Með slíkri stefnu eru verulegar líkur á að stofninn fari að sýna sig meira innan ís- lenzkrar lögsögu en hann gerir nú og verði okkur sú mikla auðlind, sem efni standa til,“ segir Jóhann. Jóhann segir að deila megi um hvort það hafi verið keypt of dýru verði að koma böndum á veiðar ESB. „Menn verða að gæta þess að Evrópusambandið hefur dálítinn vott af síld innan sinnar lögsögu og getur með því móti krafizt ein- hverrar hlutdeildar. Ef við lítum hins vegar á þrönga skilgreiningu strandríkisréttarins teljum við ekki að ESB beri mikill kvóti. Hitt er ljóst, að hefði ekki náðst samkomu- lag við Evrópusambandið, hefði það án efa sett einhliða kvóta, sem væri að minnsta kosti jafnmikill og sá kvóti, sem þeir tóku sér í ár. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um það, benti flest til þess að ESB myndi auka hlut sinn frek- ar en að draga úr honum,“ segir hann. Aðalsamningamaður Evrópu- sambandsins, Ole Tougaard, sem yfirleitt tjáir sig ekki um samninga- viðræður sem hann stendur í, var himinlifandi að loknum fundinum í Ósló. „Þessi samningur er góður fyrir síldina og fyrir fiski- mennina okkar,“ segir hann í samtali við Aften- posten. Tvískinnungur Norðmanna Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að samningurinn sé vel viðunandi fyrir ísland. „Þarna er um að ræða sama skiptihlutfall milli strandríkjanna og var á þessu ári. Meginmarkmið okkar var að tryggja ábyrga stjórnun á veiðun- um. Við eigum mjög mikið undir því að stofninn stækki, sérstaklega eldri árgangarnir. Það eykur líkurn- ar á að si'ldin komi inn í íslenzka lögsögu aftur og framtíðarstaða okkar í þessum veiðum ræðst af því,“ segir Þorsteinn. Hann segir helztu vonbrigðin hins vegar vera hversu stóran hlut Evrópusambandið hafi fengið. „Hann er stærri en við höfðum reiknað með þegar farið var í þess- ar viðræður. Norðmenn lögðu mjög ríka áherzlu á að samið yrði við Evr- ópusambandið og höfðu forystu um að menn teygðu sig þetta langt. Það er mjög áberandi hvernig þeir koma með öðrum hætti fram gagnvart Evrópusambandinu í þessu máli en gagnvart til dæmis okkur í viðræðum um veiðar í Smugunni," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að engar ályktan- ir megi því draga af niðurstöðu við- ræðnanna varðandi samningsvilja Norðmanna í Smugudeilunni, nema það helzt að þeir hafi eina afstöðu gagnvart ESB en aðra gagnvart Islandi. Hinn norski starfsbróðir Þor- steins, Karl Eirik Schjott-Pedersen, segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, að niðurstaða fundar- ins í Ósló sé „sögulegur samning- ur, sem sýnir skýran vilja aðila til samstarfs um sameiginlega stjórn- un. “ Ráðherrann fagnar því að tek- izt hafi að ná samkomulagi við ESB og segir: „Samningurinn felur í sér að öll veiði úr stofninum, þar á meðal í Síldarsmugunni, er sett undir veiðistjórnun. Þetta eru sam- eiginlegir hagsmunir landanna og kemur sjómönnum og strandhéruð- um til góða.“ Hlutur ESB of mikill Fulltrúar sjómanna og útvegs- manna eru heldur neikvæðari en stjórnmálamennirnir. Audun Marák, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna, segir að ef eitthvað sé sögulegt við samning- inn, eins og Schjott-Pedersen segi, þá sé það að hann sé sögulega vond- ur fyrir Noreg. Með samningnum séu öðrum ríkjum „gefn- ar“ norskar auðlindir, sem séu 6-7 milljarða ís- lenzkra króna virði. „Eg er afar vonsvikinn yfir þeim hlut, sem Noregur heldur eftir í auðlind, sem að lang- mestu leyti er norsk,“ segir Marák. Hann bætir þó við að jákvæða hlið- in á samningnum sé að með honum hafi tekizt að koma stjórn á allar veiðar úr norsk-íslenzka síldar- stofninum, eða norsku vorgotssíld- inni eins og Norðmenn kalia hana. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, segist sammála því sjónar- miði að nauðsynlegt sé að ná stjórn á heildarveiðinni. „Það eru okkar hagsmunir að þessi stofn fái að vaxa og eldri árgangar hans að NÆSTA ár verður sjöunda mesta síldveiðiár í sögu okkar íslendinga, náist allur leyfileg- ur afli, bæði af Suðurlandssíld á heimamiðum og norsk- íslenzku sildinni. Kvóti okkar af þeirri norsk-íslenzku hefur þegar verið ákveðinn 233.000 tonn á næsta ári og síldarkvóti innan okkar eigin lögsögu er um 110.000 tonn á þessu ári. Staða íslenzka síldarstofnsins er góð og því ekki annað að ætla en kvóti verði að minnsta kosti sá sami á næsta ári og á þessu. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir líklegt að sami háttur verði hafður á og í fyrra við úthlutun 233.000 tonna kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum, sem kom í hlut íslands í samningum í Ósló um síðustu helgi. Þorsteinn segir að meirihluti sjávarútvegs- nefndar Alþingis hafi gert að koma inn í íslenzka lögsögu,“ segir Kristján. Hann er hins vegar ekki sáttur við kvótahlutdeild ESB: „Menn voru þeirrar skoðunar fyrr á þessu ári, eftir að fjögurra landa samningurinn var gerður, að hann tryggði að Evr- ópusambandið fengi ekki hlut úr síldarstofninum nema sem næmi 15-20 þúsund tonnum, því að það gæti aldrei átt meiri rétt þegar byggt væri á strandríkisrétti, dreif- ingu síldarinnar eða hefðinni. Miðað við það munstur, sem sett var upp og hvaða breytingar eiga að verða í framtíðinni miðað við breytt göngumynztur, passar það alls ekki inn í þennan samning að láta þá nú hafa 125.000 tonn. Það er alltof mikið, en það er í þessu eins og oft gerist að sá stóri sterki, sem hótar og yfirgengur, nær sínu fram.“ Kristján segir að sér hefði þótt skynsamlegra að bíða í eitt ár og sjá hverju Evrópusambandið næði með óheftum veiðum. „Það var ekki auðvelt fyrir þá að landa síld- inni, því að þeir þurftu að fara lang- an veg. Nú opnast hafnirnar bæði hér og annars staðar fyrir ESB,“ segir Kristján. „Við hjá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands __ hefðum viljað sjá meiri hlutdeild íslands í heildaraflanum, en nú er samið um,“ segir Benedikt Valsson, fram- kvæmdastjóri FFSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að sam- tökin hafi lýst því yfir, þegar samið var fyrr á þessu ári, að 17,1% hlut- deild af heildinni væri of lítið í sögu- legu ljósi og því væru 15,7% auðvit- að líka of lítið. „Það er ábyggilega tillögu sinni að sama aðferð verði notuð og í fyrra, en enn sé eftir að hafa samráð við hagsmunaaðila um ákvörðun- ina. Veiðileyfi innan lögsögunnar skilyrði Veiðunum í fyrra var stýrt með þeim hætti að aðeins þau skip, sem höfðu leyfi til veiða í atvinnuskyni innan lögsög- unnar, gátu sótt um leyfi til síldveiðanna. Leyfi fengu þá nótaskip, sem stundað höfðu veiðar á síld eða loðnu á tíma- bilinu frá fyrsta júlí 1995 til fyrsta apríl 1996. Einnig fengu önnur nótaskip leyfi að því til- skildu að sýnt væri fram á það eigi síðar en 20. maí, að þau væru fullbúin til síldveiða. Loks fengu nokkrir togarar leyfi til síldveiðanna. Megninu af leyfilegum heild- arafla var skipt milli nótaskip- einhvers virði að ná samningum. Aðstæður hafa breytzt og fleiri sækja í þessar veiðar. Því er nauð- synlegt að koma böndum á sókn- ina, en það er kannski spurning hvort við erum ekki að fórna of miklu til að ná því markmiði," seg- ir Benedikt Valsson. Það þurfti að semja „Ég tel að hlutur Evrópusam- bandsins úr þessum samningum sé allt of stór. Fulltrúar þess náðu því fram með ofbeldi og stuðningi Norðmanna að allt að því fimmfalda þann hlut, sem það ætti með réttu, hvort sem litið er til sögulegra stað- reynda eða réttinda sambandsins sem strandríkis,“ segir Sævar _ Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands. „Ég vil hins vegar ekki gagnrýna þá pólitísku ákvörðun að ganga til þessara samninga. Hefðum við hafnað þeim og staðið fyrir utan samkomulagið, hefði það getað þýtt að við hefðum tekið okkur sjálfdæmi um kvóta og hugsanlega fengið á okkur slæmt orð fyrir að standa ekki að samningum um nýt- ingu síldarinnar. Ennfremur hefði niðurstaðan getað orðið sú, að við hefðum ekki fengið leyfi til veiða innan lögsögu Jan Mayen og Fær- eyja, sem hefði komið sér afar illa. Það þurfti að ná samkomulagi til _ að ná stjórn á þessum veiðum, en svo er það spurningin hvort Evrópu- sambandið ætlar sér sömu hlutdeild af heildarkvóta, komi til þess að minnka þurfi veiðarnar verulega. Það finnst mér ekki koma til greina,“ segir Sævar Gunnarsson. anna, þannig að hverju skipi var sett ákveðið hámark. Helm- ingi leyfilegs afla var skipt jafnt á skipin, en helmingi í hlutfalli við stærð skipanna. Þá voru togurum ætluð 8.000 tonn og miðað við að hver þeirra gæti farið tvær veiði- ferðir. Ekki var leyfilegt að flytja aflahámark milli skipa. Þá var í reglugerð um þessar veiðar ákvæði þess efnis, að yrði ljóst eftir úthlutun að ein- hver skip, sem leyfi hefðu feng- ið, nýttu sér það ekki, yrði afla- heimildum þeirra deilt niður á skipin, sem veiðarnar stund- uðu. Loks var ákvæði þess efnis, að væri sýnt að aflaheimildir næðust ekki þegar drægi að lokum vertíðar vegna þess hvernig veiðar einstakra skipa gengju, væri heimilt að breyta aflahámarki þannig að heildar- veiðiheimildir nýttust sem bezt. Strandríkin fórna öll nokkru af sínum hlut Sömu reglur um kvóta ís- lenzkra skipa og í fyrra 800.000 T0NN 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 150.000 100.000 50.000 Síldarafli: íslendinga frá 1942 Aætlaður leyfilegur afli 1997 343.000 tonn Aflinn eftir 11 mánuði 1996 253.100 tonn igglHpiaSllllHÍl Ilí 1942 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Stefnir í sjöunda mesta síldveiðiár sögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.