Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kanipavín í plastglasi TONLIST Geisladiskur TVEIR Geislaplata Bergþórs Pálssonar og Eyjólfs KrLstjánssonar. mjóðfæra- leikarar: Gunnlaugur Briem tronun- ur, slagverk. Jóhann Ásmundsson bassi. Grétar Órvarsson pianó, hljóm- borð. Kristján Edelstein slide- og rafgítarar. Eyjólfur Kristjánsson kassagítarar, rafgítar og hljómborð. Máni Svavarsson hljómborð og tölvu- forritun. Jóhann Hjörieifsson slag- verk. Jón Ólafsson Hammondorgel. Útsetningar: Grétar Órvarsson, Máni Svavarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Upptökumaður: Nick Cathcart- Jones. mjóðblöndun: Nick og Eyjólfur Kristjánsson. Stjóm upptöku: Eyjólfur Kristjánsson. Bergey gefur út. 41:31 mín. TVEIR stórgóðir söngvarar, hvor á sínu sviði, Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson, leiða saman hesta sína á nýrri hljóm- plötu og er tilraun þeirra félaga vissulega allrar athygli verð. Lagaval á plötunni er sannfærandi og þegar við bætist einvalalið hljóðfæraleikara í undirleiknum var viðbúið að hér væri á ferð tíma- mótaverk, enda var maður að von- um spenntur að heyra útkomuna. Ég verð þó að játa að ég varð fyr- ir dálitlum vonbrigðum. Það er að vísu margt ágætlega gert á þessari plötu, en einhverra hluta vegna hljómar hún dálítið „óekta“. í sumum laganna fær maður á tilfinninguna að þeir fé- lagar, Bergþór og Eyjólfur, hafí ekki mætt saman í upptökumar heldur sungið inn hvor í sínu lagi og þegar verst lætur hljóma raddir þeirra eins og þær hafí ekki verið teknar upp í sama hljóðveri. Ef til vill má rekja þetta misræmi til mistaka við hljóðblöndun? Við útsetningar er ýmist stuðst við hefðbundnar útgáfur eða út- setningar unnar af Eyjólfi, Grétari Örvarssyni og Mána Svavarssyni. Þær eru margar ágætar og hæfa vel tilfinningu laganna. Strengjaút- setningar era tölvuforritaðar og talsvert viðamiklar í sumum lag- anna og þótt þær séu unnar af mikilli fagmennsku finnst mér það rýra gildi plötunnar að hafa ekki „lifandi“ strengjasveitir í þessu hlutverki, ekki síst í ljósi þess hversu veigamiklu hlutverki streng- imir gegna í útsetningunum og eins hins, að lögin era mörg úr safni dýrastu perla dægurtónlistarinnar. Hráefnið er með öðram orðum gott, en umbúðimar dálítið gallaðar, svona eins og þegar kampavín er borið fram í plastglösum. Eitt fannst mér þó ánægjulegt að uppgötva þegar ég hlustaði á þessa plötu og það er að Bergþór Pálsson er prýðilegur lagahöfund- ur. Lögin í unaðsreit við texta Ómars Ragnarssonar og Svöl bíða grös við texta Páls Bergþórssonar koma þægilega á óvart og vonandi á Bergþór eftir að láta meira heyra frá sér á þessu sviði. Hins vegar finnst mér Eyjólfi oft hafa tekist betur upp við sínar tónsmíðar. Textamir á plötunni era flestir ágætlega samdir, en þeir eru auk framangreindra eftir Inga Gunnar Jóhannsson, Eyjólf Kristjánsson, Ingibjörgu Gunnarsdóttur og Karl Ágúst Ulfsson. Sveinn Guðjónsson TVEIR ólíkir: Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson. Stangarsett með lokuðu hjóli Stangarsett með opnu hjóli Peysur, mikið úrval VöðlujaKKí Sá vinsælasti Flugustangir Kúrekinn í bransanum TRYGGVI hefur hingað til aðallega stundað hljóðfæraslátt á þorrablót- um en spilar nú á gítar me_ð harm- onikufélagi Rangæinga. „Ég byij- aði að fást við tónlist á barnsaldri og hef síðan verið í ýmsu sem til fellur, bæði að gutla við að gera eitthvað sjálfur og eins í hljómsveit- um með öðram. Ég var mikið í þorrablótaböndum hér áður fyrr en varð þreyttur á því útaf kúnum. Það er svo bindandi að vera með kúabú," sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa viljað gera sem mest sjálfur á plöt- unni og vann hann nær allan undir- leik sjálfur inn á tölvu auk þess sem hann spilar á gítar og syngur öll lögin. Búinn að skipta um gír Hann sagði að með plötunni væri hann að gera öðravísi hluti í tónlist en hann hefði hingað til fengist við. „Ég er búinn að skipta pínulítið um gír og er nær upprana- legum hugleiðingum mínum. Ég vildi koma því út sem ég geymdi innra með mér en það hef ég ekki fengið tækifæri til að gera þegar ég hef verið að spila undir stjórn annarra." Hann segist hafa stefnt lengi að því að stíga þetta skref en ekki hefði gefist nægur tími til þess fyrr en nú. Lögin era frá löngu tímabili. „Ég tók smá skorpu í að bæta við lögum á meðan á upptök- um stóð. Ég held að diskurinn hefði ekki þjónað tilgangi sínum ef á honum hefðu eingöngu verið ný lög auk þess sem ég vildi líka nýta það sem ég átti í handraðanum,“ sagði Nýjar plötur Tryggvi Sveinbjömsson kúabóndi ogtónlistarmað- ur hefur gefíð út diskinn Horft í blámann. Tryggvi segir að í fjósinu fái hann margar hugmyndir að lögum en þau em, að hans sögn, mörg undir áhrifum frá sveita- ogþjóðlagatónlist. Tryggvi. Á diskinum era tólf lög og semur hann þau öll sjálfur og alla texta nema þijá. „í textunum er ég að fjalla um náttúruna og sveitastemmninguna í kringum mig. Fyrsta lagið á diskinum heitir Kvöldganga og text- ann að því samdi ég til dæmis eftir að ég hafði farið í göngutúr eitt kvöldið. Eg reyndi að koma stemmning- unni á blað og úr varð órímaður texti, eins konar örsaga , sem ég síðan kom lagi við.“ Tryggvi segist semja texta sína þannig að hægt sé að lesa á milli línanna og inntak þeirra komi þá betur í ljós. Lögin era öll í rólegri kantinum, sum í sveitastíl en önnur í þjóðlagastíl. „Annars get ég ekki staðsett mig í einum ákveðnum stíl. Þetta er bara svona einfaldur og aðgengilegur stíll.“ Aðspurður seg- ist hann ekki geta neitað því að hann sé hrifínn af sveitatónlist. „Ég held að það sé enginn meiri kúreki en ég í þessum bransa,“ segir Tryggvi og hlær og bætir við, „þó að aðalstarfíð sé kannski að mjólka og hella súrdoðaskömmt- um ofaní kýrnar. Mað- ur er minna með snör- una á lofti.“ Árekar og kúrekar Tryggvi segist mikið hafa hugleitt hveijir hinir raunveralegu ís- lensku kúrekar væru og þá kæmu að hans sögn ijallmennirnir, sem safna kindum í réttir á haustin, næst því en nafnið hlyti þá að verða að vera árekar. „Það er kannski ekki mjög kúrekalegt að reka sauðkindur en fjallmennirnir era þama úti í víðátt- unni að reka fénaðinn, líkt og kú- rekarnir í Ameríku," bætti Tryggvi við og segist jafnvel ætla að semja lag um þessa íslensku kúreka. Tryggvi Sveinbjörnsson. ^jemcmtaAúdð Handsmíðaðir silfurskartgripir Tráhært aerð ag. uroal. unni 4-12, sími 588 9944 ^fíemantafiúóið Handsmíðaðir 14kt gullhringar Kringlunni 4-12, sími 588 9944 WOi’Xttht* í glugga SÓLBEKKIR Po,a fyrirliggjandi vatn PP &CO SENDUM i PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON F Ármúla 29 • Reykjavlk • Slmi 5ú SIÓNVARP UM GERVIHNÖTT VERTU ÞINN EIGIN DAGSKRÁRST]ÓRI 1.2 mlr. diskur, DIGITAL Ready nemi, 0.7 dB. Fullkominn stereo móttakari m/fjarstýringu og truflanasíu fyrir veikar sendingar. Verð frá kr. 39.900,- stgr. Erum einnig með búnað fyrir raðhús og tjölbýlishús á góðu verði elnet Auðbrekka I6,200 Kópavogur • Simi 554 - 2727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.