Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 30
80 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 19% MORGUNBLAÐIÐ r LISTIR Undir niðri og allt um kring íslenski Kólumbíumaðurinn Cheo Cruz hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Sóloni ís- landusi. Þórunn Þórsdóttir hefur kynnst Cheo í Frakklandi og segir hér frá því. CHEO Cruz hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Sóloni íslandusi.M°rgunblað'ð/Þ°rkeil Veislunni lýkur - en endurómurinn lifir * I árslok menningarársins í Kaupmannahöfn hugleiðir Sigrún Davíðsdóttir átakið og er ekki í vafa um að það hefur tekist hið besta. Ekki var aðeins tjaldað til eins árs, svo frá- hvarfseinkenni verða vonandi ekki harkaleg VIKA er síðan fjölbýlishús í rólegti hverfi í París lifnaði við. Dyr íbúða opnuðust, gangar urðu að stofum með mörgum kertum, blöðrum og bömum. Fólk vafði trefli um háls og hittist í portinu sem ekki var dimmt þótt komið væri kvöld í desember. Lukt og kerti dugðu fyrir litla og stóra til að skoða myndir sem festar höfðu verið á útveggi og furðudýr sem stóðu á stangli. Þarna var mat- arborð og hljómsveit og inni fór fólk að skoða starfsemi granna sinna. Sérstaklega vakti ein íbúð forvitni. Þar býr Cheo Craz, íslendingur af kólumbískum upprana, málari og sérfræðingur í þversögnum. Cheo opnar sýningu á málverkum sínum á Sóloni íslandusi við Bankastræti síðdegis í dag. Sum þessara málverka vora einmitt í íbúðinni hans í París á dögunum, aibúin þess að fara oní kassa fyrir ferðina til Islands. Nokk- ur voru enn á vinnustofunni hinum megin í borginni. i Reykjavík sýnir Cheo tólf stór olíumáiverk og nokkr- ar minni myndir. Sýningin stendur fram á þrettándann, 6. janúar. Íbúð Cheos í Frakklandi er reynd- ar eitt ailsheijar málverk, veggir og loft renna saman í annarlegum hita, eðlur og ávextir spretta úr hornum og slanga hringar sig um bogalaga dyr. Cheo hefur málað og mótað heimilið sem áður var einnig vinnu- stofa. Fólk sem kom í heimsókn á sunnudaginn horfði og horfði, allt í einu komið í framskóg úr grárri borg. Eflaust verða líka áhrifin heit á gesti sýningar Cheos á Sóloni. Hitinn kemur úr myndum hans, óneitanlega suðrænum og ævintýralegum. Áhrif heimalandsins era þarna, „en íslands sömuleiðis," segir Cheo „og alls kon- ar landa og hnatta og afla. Ég get ekki verið eitt án þess að vera annað um leið. Heitur og kaldur, opinn og iokaður, bóhem og munkur." Ofgnótt og meinlæti Ofgnótt og meinlæti mætast í því sem Cheo gerir, hann býr að ríkuleg- um arfi sagna og náttúra og samein- ar hann krafti sem hann segist hafa fundið á íslandi. Frelsi til að teygja andlit, sem horfa af mörgum mynda hans á súrrealískan hátt, fylgir agi í vinnubrögðum, strangur einfaldleiki, sem einnig er íslenskur í huga Che- os. Aðferð hans er sígild og hver mynd lengi í vinnslu, þótt hraði hug- myndar sjáist í þeim. Mannlegur fugl hefur skyndilega flogið á striga með ásjónu sem Cheo segir miðdepil, upp- haf og endi. Augnaráð fólks á mynd- um Cheos dylur jafnan eitthvað og allt tengist í einu neti. Manneskja og jurt, mold og himinn, fræ og geimur. Cheo bjó hérlendis í þijú ár og heldur núna sjöttu sýningu sína á íslandi. Eftir að hann sneri utan 1992 vann hann í Hollandi um tíma en hefur nú búið í Frakklandi á þriðja ár. Honum finnst eins og mörgum myndlistarmönnum að París sé enn og áfram ákveðin miðja. En miðjan búi líka í hveijum manni, sem dragi anda sinn úr ólíkum áttum og sé sjálfur á hringrás orku og efnis. Um ísland segir Cheo að það sé síðasta hliðið út í alheim. Með taum- leysi og stolti, eldfjalli í ísjökli, myrkri og ljósi og lífinu innan veggja. „Ef einn veggur umlykur okkur, einn þykkur múr, held ég að sprangan sem ljós berst í gegnum sé á ís- landi. Golfstraumurinn tengir Kól- umbíu og ísland og hér um árið barst ég norður með honum eins og fræ. Nú er ég kannski orðinn aldinn, örlít- ið þroskaðri í málverkinu. Seinna verður ávöxtur aftur að mold og áfram hringast tilvera manns. Mér finnst við vera í stjörnuþoku og stefna að ljósi af plánetu í órafjar- lægð.“ ÞRÁTT fyrir ógnarlegt svartagalls- og svartsýnisraus úr öllum menning- aráttum áður en menningarárið hófst sýnir bráðabirgðauppgjör ársins að það hefur tekist betur en jafnvel þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Góð aðsókn og mikil umíjöllun um at- burði menningarársins sýnir óum- deilanlega að menningaráhuginn er mikill, því bæði þessi atriði og pen- ingastreymi til átaksins eru þessu til staðfestingar. Það besta við átakið er þó að borgarbúar og gestir þeirra munu njóta þess um ókomin ár, því bæði hefur margþætt samstarf kom- ist á og nýjar menningarbyggingar verið teknar í notkun, þó ekkert hafi orðið úr nokkram áætluðum stór- byggingum. Ferðamannaþjónustan hefur sannfærst um að Kaupmanna- höfn er vinsæll áfangastaður æ vin- sælli menningarferða. Allt þetta hvetur einnig fjölmiðia til dáða á sviði menningarumfjöllunar. Þegar staldrað er við einstaka atburði eru fæstir í vafa um að Fjórði söngur Guðrúnar við tónlist Hauks Tómas- sonar er einn af hátindum ársins. Engin af þeim tíu borgum, sem áður hafa spreytt sig á evrópska menningarhöfuðborgarhlutverkinu hefur tjaldað jafn miklu til og Kaup- mannahöfn. Umfangið hér fór fram úr Glasgow, sem annars þótti standa sig frábærlega vel á sínum tíma. Þar nam þátttakan 8 prósentum af íbúa- fjöldanum, hér stefnir þátttakenda- talan í 10 prósent. Undirbúningur ársins gekk markvisst fyrir sig og átti langan aðdraganda. Fram- kvæmdaskrifstofa ársins sá um sem fæst verkefni sjálf, en veitti fé og var tengiliður alls þess, sem um var að vera. Engin verkefni fengu fé nema þau væra einnig styrkt af öðr- um aðilum. Alls hafði átakið úr 9 milljöðrum íslenskra króna að moða, þar af rúmum 5 frá ríki og bæjarfé- lögum. Af 4 milljörðum frá einkaaðil- um var þriðjungur erlent fé. Tveimur árum áður en menningar- árið rann upp var búið að setja sam- an framkvæmdaáætlun, sem í stór- um dráttum hefur verið haldið fast í. Ætlunin var að ná til sem flestra borgarbúa, því menningin spannaði ekki aðeins listir, heldur einnig íþróttir, útivist og vistvænt líf. Annað markmið var að stefna á að byggja á og þá styrkja menningarlíf borgar- ''nnar, svo það nyti góðs af átakinu bæði fyrir og eftir menningarárið. Þessum leiðarljósum hefur verið fylgt. Engir framkvæmdastjórar ver- ið reknir eða neinar megin kúvend- ingar orðið, eins og Trevor Davis, framkvæmdastjóri ársins, benti blaðamönnum á í vikunni, þegar niðurstöður ársins voru lagðar fyrir. „Alla þessa góðu aðsókn og at- hygli höfum við fengið,“ segir Davis, „án þess að hafa hampað hinu þekkta og stóra eins og tenórunum þremur eða Pavarotti." Ráð Davis er að borg- in og menningargeta hennar sé í fyrirrúmi. Vissulega hafi verið mikið um erlendar heimsóknir, en margar þeirra hafi tengst innlendum lista- mönnum og innlendu átaki. Einn dýrmætasti afraksturinn er einmitt öll þau tengsl sem samstarfið á árinu hefur skapað. Af þeim mun menning- arlíf borgarinnar njóta góðs um ókomin ár. Menning er góð beita fyrir ferðamenn „Er hægt að selja danska menn- ingu í útlöndum?" er sígild spurning og í ár þykist ferðamannaþjónustan hafa fengið óyggjandi jákvætt svar við henni. Aukið ferðamannaflæði til Kaupmannahafnar hefur sannfært ferðafrömuði um að menningarátak- ið hafi skilað sér á þeirra sviði. Æ fleiri erlendar ferðaskrifstofur hafa opnað augun fyrir Kaupmannahöfn sem áfangastað í menningarferðum, sem njóta vaxandi vinsælda stór- borgarbúa í Evrópu og Bandaríkjun- um. Það sýnir sig að slík útgerð er sérlega vænleg, því ferðamenn í menningarferðum hafa yfirleitt rúm fjárráð. í framhaldi af þessari reynslu mun danskt ferðamannaframtak erlendis halda áfram á menningarbrautinni, en það er ekki endilega auðveld leið, segir Lars Sandahl, markaðsstjóri danska ferðamálaráðsins. Ekki dugi að auglýsa landið almennt sem menningarland nema tryggt sé að hægt verði að bjóða ákveðna þætti á því sviði og vera viss um að þeir séu góðir. Eins og víðar er það ekki síst menningin, sem dönsk blöð keppast um að gera sem best skil til að halda í lesendur og helst ná í fleiri. Áhug- inn á menningarárinu nú mun vísast enn verða þeim hvatning til að auka og bæta menningarefnið. Ný hús sem tekin hafa verið í notkun á árinu munu halda áfram að gleðja borg- arbúa og gesti þeirra og samstarf sem menningarárið hafði í för með sér mun sömuleiðis lifa. Það var ekki aðeins tjaldað til eins árs, heldur líka til framtíðarinnar. Þeir 9 milljarðar íslenskra króna sem fóra í menning- arveislu ársins nýtast því áfram, þó vísast munu þeir sem stundað hafa menningarlífið sem stífast í ár finna fyrir vott af fráhvarfseinkennum, þegar uppspretturnar þverra upp úr áramótum. í l I l ! t í í: C 8 I i i I I I í V C v 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.