Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný upptöku- braut vígð SIGURÐUR VE 15 frá Vest- mannaeyjum var á laugardag tekinn í slipp hjá Stálsmiðjunni og er fyrsta skipið sem dregið er upp á svonefnda N-braut, eftir gagngerar endurbætur og viðgerðir á dráttarbraut fyrirtækisins. Jafnframt því að skipið er tekið í slipp, hefur verið unnið að umtalsverðum breytingum á þvi undanfarnar vikur. Eftir þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á brautinni og endurnýjun á dráttarvagninum, er hægt að taka upp skip sem vega allt að 2.400 þungatonn og eru allt að 14 metrar á breidd, samkvæmt upplýsingum frá Stálsmiðjunni. MQrgunblaðið/Golli Héraðsdómur um yfirvinnugreiðslur á ferðalögum Enginn munur á hvar ferðast er og hvert HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt umhverfisráðherra og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að greiða starfsmanni Hollustu- vemdar ríkisins yfirvinnu vegna ferðar hans til útlanda á vegum vinnuveitandans. í dóminum kom fram, að ríkisfyrirtæki greiddu ekki yfirvinnu vegna slíkra ferða, en greiddu yfírvinnu vegna ferðalaga innanlands. Dómarinn taldi engan eðlismun á því hvar ferðast væri eða hvert. Málavextir voru þeir, að maðurinn sótti tveggja daga norrænan vinnu- fund í Osló fyrir hönd vinnuveitand- ans. Hann fór fram á greiðslu fyrir níu yfírvinnustundir þessa daga, vegna ferða héðan til Oslóar og aftur heim. Hann sagði að samkvæmt ráðningarsamningi fengi hann greidda svokallaða fasta yfírvinnu, sem næmi 20 tímum á mánuði og einnig þá tíma sem hann raunveru- lega ynni umfram 40 stunda vinnu- skyldu á viku. Hann hefði ávallt fengið greitt í samræmi við þetta, að því undanskildu að yfirvinna er- lendis væri ekki greidd. Slik vinna væri þó í engu frábrugðin yfírvinnu sem unnin væri hér á landi og kjara- samningur gerði ráð fyrir að yfír- vinna væri greidd. Stefndu í málinu, umhverfisráð- herra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, bentu á að ferðir milli heimilis og vinnustaðar teldust ekki til vinnutíma og því síður til yfír- vinnu. Þá væri dagpeningum ætlað að mæta aukakostnaði starfsmanna og föst yfirvinna væri að hluta hugs- uð sem ákveðin útjöfnun á launum, meðal annars í tengslum við ferða- lög. Hér væri því um hluta af um- sömdum ráðningarkjörum starfs- mannsins að ræða. Dómarinn, Skúli J. Pálmason, sagði ágreiningslaust að maðurinn var á ferðalagi utan umsamins dagvinnu- tíma, yfírvinnukaup væn greitt á ferð- um innanlands, bæði fyrir sjálft ferða- lagið og unnin verkefni og yfírvinnu- kaup væri greitt í útlöndum ef unnið væri þar á laugardögum eða almenn- um frídögum. Því snerist málið ein- göngu um hvort honum bæru yfír- vinnulaun á ferðatíma. Dóinarinn sagði að vinnuveitand- anum bæri að sanna að greiðsla 20 yfirvinnutíma fæli í sér m.a. viðveru á ferðalögum til útlanda og ekki hefðu verið færðar sönnur á að starfsmanninum hefði verið gerð grein fyrir því, þegar hann var ráð- inn til starfa, að yfírvinna í útlöndum eða á ferðum þangað og þaðan væri ekki greidd á þessari forsendu. Óbreytt framkvæmd hjá ráðuneyti í nýjasta tölublaði BHMR-tíðinda, fréttabréfs sem Bandalag háskóla- manna gefur út, er niðurstöðu Hér- aðsdóms fagnað. Þar er hins vegar vísað til þess, að fjármálaráðuneytið telji sem fyrr að ríkisstofnanir geti neitað að greiða yfirvinnu vegna ferðalaga til útlanda, ef nýjum starfsmönnum sé gerð grein fyrir því fyrirkomulagi. Vitnað er til bréfs ráðuneytisins til ráðuneyta og stofnana á vegum ríkisins, þar sem segir að í gildi séu reglur um greiðslur í ferðum utan- lands. Þær séu í fáum orðum þannig að engin yfirvinna sé greidd vegna þess tíma sem fari í ferðalög milli landa. Starfsmenn stofnana, sem ferðist á þeirra vegum utanlands, fái oftast greiddar einhvers konar við- bótargreiðslur, t.d. í formi ómældrar yfirvinnu, og sé þeim greiðslum m.a. ætlað að koma í stað þeirra yfír- vinnutíma sem til falli á ferðalögum milli landa. I —.-------------. -------- Fjárveiting * til Lands- bókasafns- inshækkar » StarfsmÖnnum | ekki fjölgað Á FJÁRLÖGUM ársins 1996 er gert ráð fyrir 221 milljón til reksturs Landsbókasafns og er það 15,6 millj- óna króna hækkun á fjárveitingu miðað við síðasta ár. Að sögn Ein- ars Sigurðssonar landsbókavarðar, leyfír hækkunin ekki mannaráðning- |- ar á árinu en í viðtali í sunnudags- » blaði Morgunblaðsins við Ögmund *■ Helgason á Handritadeild safnsins m kom fram að handrit lægju undir skemmdum vegna niðurskurðar á fjárveitingum til safnsins. Björn Bjarnason menntamálaráðherra, segir að Landsbókasafnið sé sú stofnun í hans ráðuneyti sem fái hvað mesta hækkun á fjárlögum ársins 1997 eða rúmar 27 milljónir. „Það er lagt til í fjárlagafrum- | varpinu að framlög til rekstrar * Landsbókasafnsins hækki um 15,6 milljónir og að bókakaupaliðurinn | hækki um 12 milljónir með stofnun ritakaupasjóðs, sem samþykkt var að stofna við gerð fjárlaga," sagði Björn. „Samkvæmt þessu er 27,6 milljón króna hækkun á fjárveitingu til Landsbókasafnsins Háskólabóka- safns á næsta ári. Það sýnir að mínu mati skilning fjárveitingavaldsins á því að það þarf að styrkja forsendur | fyrir stöðu safnsins." ^ Staða viðgerðarmanns ný q Einar Sigurðsson landsbókavörð- . ur segir það misskilning að niður- skurður á fjárveitingu til Landsbóka- safnsins hafí valdið því að viðgerðar- maður hafi ekki verið ráðinn að Handritadeild eins og kom fram í viðtalinu við Ögmund. Staða við- gerðarmanns við deildina sé ný og hafi orðið til eins og nokkrar aðrar ( stöður við safnið þegar flutt var í Þjóðarbókhlöðuna. Farið hafí verið fram á aukna fjárveitingu á fjárlög- % um til að unnt yrði að manna stöð- t urnar en ekki hafí reynst unnt að verða við þeirri beiðni. „Það er Ijóst að það næst ekki á þessu ári að manna stöðuna fremur en ýmislegt annað,“ sagði hann. Lá slasaður í stórhríðinni í fjóra tíma Morgunblaðið/Þorkell FRIÐFINNUR Sigurðsson á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. FRIÐFINNUR Sigurðsson bíl- stjóri lá í rúma fjóra tima slasað- ur í kulda og stórhríð á laugar- dagsmorgun eftir að sendibíll hans feyktist út af veginum á Gemlufallsheiði. „Ég var að flytja póst frá Þing- eyri til Flateyrar og var kominn um hálfa leið niður af heiðinni. Það var norðaustan stórhríð og mikið svell og ég keyrði í fyrsta gír á um 10-20 kílómetra hraða. Skyndilega var eins og bílnum væri sparkað út af veginum og hann fór að velta. Það datt út hjá mér smátími en ég held að eftir eins og eina og hálfa veltu hafí ég kastast út. Ég rankaði fljótt við mér og lá þá um 10-15 metra neðan við bíl- inn. Annar fóturinn var dofínn, en þar var mölbrotinn nokkur bútur af báðum beinpípum. Mér tókst að skríða upp að bílnum og reyndi að ná út poka til að skýla mér. Það tókst ekki, en ég kúrði mig upp að bílnum til að vera í skjóli. Eg held að það hafi bjarg- að mér að ég var í angórupey su sem hélt vel á mér hitanum þar sem hún náði. Mér skilst að lík- amshitinn hafi verið kominn i 34-35 gráður þegar ég fannst. Ég hugleiddi það á timabili að skriða upp að veginum en taldi að ég myndi ekki hafa það af. Ég var vongóður um að einhver myndi finna mig og ákvað að biða. Meðan ég lá þarna heyrði ég í fjórum til fimm bilum sem fóru framhjá, en skyggnið var vont með köflum og menn hafa senni- lega haft allan hugann við akstur- inn og ekki séð mig.“ Notaleg heimsókn Þegar Friðfinnur hafði legið í hríðinni og kuldanum um fjóra og hálfan tima komu þar að feðg- arnir Guðmundur Friðgeir Mika- elsson og Mikael Ágúst Guð- mundsson veghefilsstjóri og starfsmaður Vegagerðarinnar. „Pabbi var á eftirlitsferð að gá að færðinni þegar við komum auga á mann sem stóð á veginum og horfði niður brekkuna," segir Guðmundur. „Við fórum til hans og hann benti á bílflak sem lá 20-30 metrum neðan við veginn. Bíllinn var á réttunni en beyglað- ur og rúðurnar brotnar. Okkur sýndist að enginn væri i honum og ákváðum að halda áfram. Þeg- ar við ætluðum af stað kom vind- hviða og feykti okkur niður af veginum. Bíllinn hélst þó á hjólun- um. Við ákváðum að úr þvi að við værum hvort eð er komnir niður gætum við litið á flakið. Við bökk- uðum að og sáum þá mann sem lá i skjóli af bílnum. Það var ómögu- legt að sjá hann af veginum. Hann var með meðvitund en orðinn mjög kaldur. Við hringdum á sjúkVabil úr farsíma en reyndum að halda á honum hita þangað til með því að hlaða í kringum hann póstpokum og sæti úr bilnum.“ Sjúkrabill kom að eftir skam- man tíma og flutti Friðf inn á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði ( en þaðan var hann síðar fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. " Helstu meiðsli Friðfinns eru slæmt fótbrot á vinstra fæti. „Ég vona að ég komist heim fyrir jól, en ég á örugglega eftir að eiga í þessu fótbroti í nokkra mánuði," segir Friðfinnur. „Það var farið að hvarfla að mér að skríða upp á veginn þrátt fyrir allt. Ég var því mikið feginn (. þegar ég varð var við bílinn sem | kom að. Ég vil koma þakklæti á framfæri til þeirra sem komu að " mér. Það var mjög notaleg heim- 1 sókn.“ J Opið í dag 10-18:3| Smnar vnrslnnir npnnr lengur Jölasveinar koma í lieimsókn ki. 15,30,16:30 0g 17-15 KRINGMN Jra niorgni til hvöhls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.