Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð afkoma hjá Krossanesi hf. fyrstu níu mánuðina Hagnaðurínn nam 188 milljónum Krossanes hl * — i - F. r ,.1» U Úr milliuppgjöri 30. sept. 1996 1/1-30/9 1/1-31/12 Rekstrarreikningur Mnijónir króna 1996 1995 Rekstrartekjur 772,2 412,8 Rekstrargjöld 572.5 343.1 Rekstrarhagn. f. fjármagnsliöi og afskr. 199,7 69,7 Fjármagnsgjöld -8,3 -17,7 Hagnaður tímabilsins 188,3 51,8 Efnahagsreikninnur Miiiiónir króna 30/9'96 31/12 '95 | Bignir: \ Veltufjármunir 269,8 142,2 Fastafjármunir 360,8 336,0 jEignir samtats 630,6 478,2 I Skuidir on eigið fé:\ Skammtímaskuldir 69,4 68,4 Langtfmaskuidir 196,8 230,2 Eigið fé 364.4 179,6 jSkuldir og eigið fé samtals 630,6 Veltufé frá rekstri 234,4 107,8 FISKIMJOLSVERKSMIÐJAN Krossanes hf. á Akureyri skilaði alls um 188 milljóna króna hagn- aði fyrstu níu mánuði ársins, sam- kvæmt óendurskoðuðu milliupp- gjöri félagsins. Sambærilegar töl- ur yfir sama tímabil í fyrra liggja ekki fyrir, en allt árið 1995 var hagnaðurinn alls um 52 milljónir. Arið 1996 verður algjört metár hjá Krossanesi, en verksmiðjan hefur frá áramótum tekið á móti 62 þúsund tonnum af loðnu, 4.500 tonnum af síld og 6 þúsund tonn- um af beinaúrgangi. Þrátt fyrir góða afkomu greiðir félagið engan tekjuskatt, þar sem það á uppsafnað tap frá fyrri árum. Rekstrartekjur tímabilsins námu alls 772 milljónum fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við um 413 milljónir á öllu síðastliðnu ári. Nánari upplýsingar úr milli- uppgjörinu er að finna á meðfylgj- andi töflu. Nú er unnið að því að setja upp ný eimingatæki í verksmiðjunni og er gert ráð fyrir gangsetningu þeirra eftir áramót. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja upp flokkunarstöð á athafnasvæði verksmiðjunnar fyrir síld og loðnu. Gert er ráð fyrir að flokkun geti hafist á næsta ári. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir króna, að því er fram kemur í bréfi Jóhanns Péturs Andersen framkvæmdastjóra til hluthafa. Seld fyrir einu ári á 150 milljónir króna Eins og fram hefur komið keypti Krossanes í síðustu viku fiski- mjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. Jafnframt því gerðist Hraðfrystihúsið hluthafi í Krossanesi. Er stefnt að því að auka við rekstur verksmiðjunnar í Ólafsfirði jafnframt því að ná hagræðingu með samrekstri verk- smiðjanna. Akureyrarbær seldi verksmiðj- una í desember á síðasta ári fyrir 150 milljónir króna, en hún hafði þá á undangegnum árum orðið fyrir mörgum áföllum. Verksmiðj- an brann á gamlárskvöld árið 1989 og árið 1990 hófst endurbygging hennar. Bærinn jók síðan hlutafé í verksmiðjunni árið 1993 um 100 milljónir króna þar sem rekstur hennar stóð ekki undir greiðslu- byrði af lánum. í hópi kaupenda verksmiðjunnar voru Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar á Akureyri, Jóhann Pétur Anders- en framkvæmdastjóri, ísfélag Vestmannaeyja,' stofnanafjárfest- ar og fleiri aðilar. Hlutabréfin í fyrirtækinu voru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum þann 19. júlí sl. og urðu þá við- skipti miðað við gengið 2,20. Þau hafa hækkað ört í verði og urðu síðustu viðskipti þann 11. desem- ber á genginu 8,30. Nemur markaðsvirði fyrirtækis- ins nú tæplega 1.159 milljónum og er því um 1 milljarði hærra, en það verð sem Akureyrarbær fékk fyrir verksmiðjuna fyrir einu ári. Skeljungur með lægsta tilboðið í útboði á asfalti SKEUUNGUR hf. átti lægsta til- boð í nýafstöðnu útboði Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar á asfalti. Um er að ræða innflutning og sölu á asfalti til gatna- og vega- gerðar fyrir Reykjavíkurborg og Ríkiskaup á næstu tveimur árum. Þá tengist útboðinu innflutningur á asfalti fyrir malbikunar- og verk- takafyrirtækið Hlaðbær/Colas. Alls er um að ræða innflutning á liðlega 40 þúsund tonnum af as- falti á árunum 1997 og 1998 og nemur heildarverðmæti viðskipt- anna hátt í 500 milljónum króna, segir í frétt frá fyrirtækinu. Einungis tveir aðilar sendu inn tilboð í innflutning á asfalti að þessu sinni, en auk Skeljungs hf. sendi Smith & Hollander inn tilboð í viðskiptin. Skeljungur hf. hefur verið lægstbjóðandi í asfalt-útboð- um Reykjavíkurborgar og Ríkis- kaupa síðastliðin tvö ár en þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti til tveggja ára eru boðin út samtímis. Fram kemur að skýringar á hagstæðu tilboði Skeljungs hf. megi meðal annars rekja til tengsla fyrirtækisins við Shell- samsteypuna sem er einn stærsti dreifingaraðili á asfalti í Evrópu, en einnig til samstarfs sem tekist hefur við sænska fyrirtækið Nym- os sem er meðal stærstu asfalt- framleiðanda í Evrópu. Tímaritið Frjáls verslun velur mann ársins í íslensku viðskiptalífi Aðalsteinn Jónsson útnefndur AÐALSTEINN Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, hefur verið útnefndur maður ársins 1996 í íslensku við- skiptalífi af Frjálsri verslun. Aðalsteinn er 74 ára að aldri og er heiðursborgari á Eskifirði. Hann hlýtur þennan heið- ur fyrir framúr- skarandiárangur í rekstri fyrirtækis- ins á þessu ári en hann á langan og glæstan feril að baki í viðskiptum að því er segir í frétt frá Frjálsri verslun. Arið 1996 hefur verið Aðal- steini og fyrirtæki hans, Hrað- frystihúsi Eskifjarðar, sérlega gjöfult og happadijúgt. Hagnaður fyrstu átta mánuði ársins nam um 315 milljónum króna en allt árið á undan nam hagnaðurinn um 181 milljón króna. Á hlutabréfamarkaði hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað mest allra í verði og gengi þeirra hátt í fjórfaldast og er það met. Hlutabréf í fyrir- tækinu hækkuðu einnig mest á mark- aðnum í fyrra og kemur fram í frétt- inni að hugur fjár- festa sé því skýr, þeir vilja að hinn 74 ára heiðursborgari á Eskifirði ávaxti fé þeirra. Þetta er í níunda skiptið sem Frjáls verslun útnefnir mann ársins í ís- lensku viðskiptalífi en blaðið stendur eitt að útnefningunni í ár. Viðurkenningin verður afhent í veislu sem Fijáls verslun heldur Aðalsteini til heiðurs hinn 29. desember næstkomandi. í dómnefndinni sátu Magnús Hreggviðsson, sljórnarformað- ur Fróða, Benedikt Jóhannes- son, framkvæmdastjóri Talna- könnunar, eiganda Fijálsrar verslunar, Guðmundur Magn- ússon, prófessor í hagfræði, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, Skúli Þorvaldsson, hótelsljóri á Hótel Holti, og Jón G. Hauksson, rit- stjóri Fijálsrar verslunar. Aðalsteinn Jónsson Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkir samruna við Meitilinn Samanlagt eigið fé um 1,8 milljarðar AÐALFUNDUR Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum sam- þykkti með 91% greiddra atkvæða sameiningu fyrirtækisins við Meit- ilinn í Þorlákshöfn. Tæplega 9% hluthafa skiluðu auðu og innan við 0,03% atkvæða féllu gegn samein- ingunni. I stjórn félagsins voru kjörnir þeir Geir Magnússon, Guðmundur Baldursson, Haraldur Gíslason, Gunnar Birgisson og Guðjón Rögn- valdsson, og til vara þeir Bjarni Jónsson og Viktor Helgason. Stjórnin kom saman að loknum aðalfundi og skipti með sér verkum og kaus hún Geir Magnússon sem formann. Eins og fram hefur komið nam hagnaður af reglulegri starfsemi Vinnslustöðvarinnar 83 milljónum króna á reikningsárinu sem lauk þann 31. ágúst sl. Heildarhagnaður nam 598 milljónum en meðal óreglulegra liða í rekstrarreikningi eru hlutdeild í hagnaði sölusam- taka, hagnaður af sölu fiskiskips, fasteigna, hlutabréfa í öðrum félög- um og af sölu aflaheimilda. Eigið fé félagsins að loknum samruna við Meitilinn er alls 1.809 milljónir og eiginfjárhlutfallið ríf- lega 30% af heildareignum. Það ræður nú yfir 8 skipum, fiskimjöls- verksmiðju og tveimur frystihúsuin í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum, en aflaheimildir eru samtals 13.500 þorskígildi. Þijú félög fá styrki Í tilefni af 50 ára afmæli Vinnslu- stöðvarinnar þann 30. desember ákvað fyrirtækið að styrkja þrjú félög um 500 þúsund krónur hvert, þ.e. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum og Knattspyrnu- ráð meistaraflokks IBV. Samstarf Sólar og Tetra Pak Nýjar umbúðir undir ávaxtasafa SÓL hf og Tetra Pak í Svíþjóð sem er stærsti umbúðaframleiðandi í heimi hafa í rúmt ár unnið saman að hönnun nýrra 1,5 lítra ferna með álhúð að innan. Meginpökkunarvélin fyrir nýju umbúðirnar kom til landsins í mars sl. Henni var breytt í Reykjavík af starfsmönnum Sólar og Tetra Pak þannig að hún hentaði_ fyrir þessa nýju stærð af fernum. Á sama tíma fóru fram nauðsylegar breytingar á framleiðsluvélum og prentmótum hjá Tetra Pak í Svíþjóð þannig að unnt væri að framleiða umbúðir undir Epla-Sólrík sem er fyrsti ávaxtasaf- inn sem seldur er í 1,5 lítra umbúðum með álhúð í heiminum að því er segir í frétt frá Sól hf. Heildarfjárfesting Sólar er um 10 milljónir króna vegna fernanna en ekki er gefið upp hver kostnaður Tetra Pak er vegna nýju umbúðanna. A .v ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jólafundur hjá DECUS VEGNA mistaka við vinnslu blað- ins vantaði mynd með frétt af jólafundi DECUS sem birtist á viðskiptasíðu á laugardag. DEC- US eru samtök notenda og áhugamanna um tölvubúnað og lausnir frá Digital Equipment Corporation. Á myndinni eru þeir Haukur Nikulásson hjá Dig- ital á Islandi, Draupnir Guð- mundsson og Guðmundur Ingi Sverrisson hjá Islenskri erfða- greiningu við nýjar Digital tölv- ur. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.