Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Vöndum umræðnr og vinnubrögð UNDANFARIÐ hefi ég reynt að fylgjast með umræðu í fjölmiðl- um vegna fyrstu niðurstaðna TIMSS, þriðju fjölþjóðlegu rann- sóknarinnar á stærðfræði og nátt- úrufræði í menntakerfinu. Mér hefur þótt allt of fáir taka til máls utan þeirra sem finna skyldu- na hvíla sér á herðum vegna fé- lagsstarfa, stofnana- eða stjórn- málaábyrgðar. Og nokkuð hefur verið um að þeir sem skrifað hafa svo sem blaðamenn, kennarar í grunn- og framhaldsskólum og aðrir telji sig vita orsök vandans og vilji nú hefja hreingerningu af einhverjum toga en það gerist e.t.v. alltaf þegar skjálfta kennir. Mér þykir hins vegar gott til þess að vita að þeir stjórnmála- menn og ráðamenn sem talað hafa gera sér almennt grein fyrir því að málið er flókið og verður að meðhöndla sem slíkt. Víðtæk úr- vinnsla gagna verður að eiga sér stað vegna þessarar rannsóknar og reyndar fleiri og aðeins örlítið brot rannsóknarniðurstaðna TIMSS er komið fram fyrir sjónir almennings. Greining á námskrám Alls hafa hátt á þriðja þúsund kennarar út- skrifast með B.Ed. próf á 23 árum, segir Anna Kristjánsdóttir, í fyrstu grein af þremur, þar af um 250 með val- greinina stærðfræði eða aðjafnaði 11 áári. og námsefni er að mestu ókynnt og viðhorf og hugmyndir nemenda svo og upplýsingar kennara og skólastjórnenda hefur mjög lítið verið fjallað um. Og þá er rétt að nefna að þessi hópur, 7. og 8. bekkur, er aðeins fyrsti hópurinn af þremur. Niðurstöður varðandi 3. og 4. bekk grunnskóla og síðan framhaldsskólann munu líta dags- ins ljós næstu árin. Þótt ég hefði ekki ætlað að taka þátt í umræðunni á þessu stigi hefur það valdið mér vaxandi umhugsun að hugsanlega taki hinn almenni lesandi tilgátur og tilraunir einstaklinga til að leita skýringa sem raunverulegar gildar skýringar eins og oft vill verða í hraða fréttamennskunnar á öðrum sviðum. Margar þessara heimatil- búnu skýringa geta dregið athygli frá meginatriðum og valdið flum- brukenndum aðgerðum sem lítið hafa að segja. Gegn því vil ég reyna að mæla. Orðanotkun er losaraleg og óskýr I umræðunni valda nokkur vand- ræðaorð ruglingi. Ég nefni aðeins tvö. Hið fyrra er orðið raungreinar sem bálkur skólagreina sem grund- vallast á raunvísindum. Hvaða greinar eru raungreinar? Hvað eru raunvísindi? Lítum á stærðfræði. Er stærðfræði raunvísindi? Nei, fræði stærðanna eru hugvísindi og að mati margra ganga þau lengst í þá veru allra fræða. Hvers vegna er þá stærðfræði spyrt með öðrum greinum sem flokkaðar eru til raunvísinda. Það á sér einfaldar og full- komlega eðlilegar skýringar. Stærð- fræði er ómissandi til að greina samhengi, hanna líkön, draga ályktanir, tjá niður- stöður og spá fyrir á vettvangi greina sem á enskri tungu kallast „science" og hér hafa verið kennd við raun- veruleika. En stærð- fræði er eðlislega ólík þeim. Og sem stuðn- ingsgrein kemur hún mun víðar að notum en á sviði raunvísinda þótt þróun hennar gegnum aldirnar hafi verið sam- slungnust þeim. í umræðu síðustu vikna hafa menn talað um raun- greinar, eða um stærðfræði og raungreinar sem merkir að þegar talað er um raungreinar er ekki hægt að vita hvað átt er við. í TIMSS voru eftirfarandi greinar rannsakaðar: eðlisfræði, efna- fræði, jarðfræði, líffræði og um- hverfisfræði og valið var að nota samheitið náttúrufræði sem býður ekki upp á vandræðahjal um það hvort stærðfræði sé ein þeirra. Á sama hátt og náttúrufræði skiptist þannig upp í svið voru þau svið stærðfræðinnar sem rannsök- uð voru tainareikningur, rúm- fræði, algebra, mælingar, tölfræði og hlutfallareikningur. Hitt vand- ræðaorðið er kennslufræði. Erfitt er að henda reiður á því hvað menn eiga við þegar þeir nota þetta annars snotra orð. Sumir skilja það mjög þröng- um skilningi aðrir fella nánast alla umijöllun um skólastarf þar undir, sumir fjalla að- eins um hagnýtar leið- beiningar um fram- kvæmdir í skólastofu aðrir um mun víðtæk- ari atriði sem kreijast dýpri skilnings kenn- ara o.s.frv. Og allra erfiðast er að átta sig á því hvað þeir eiga við sem aldrei virðast hafa neitt lesið á þess- um vettvangi. Eigi að taka upp umræðu um þau málefni sem menn eru að vísa hér í verður hver og einn a,ð skýra betur hvað hann á við. Ég kenni t.d. stærð- fræði. Væri ég að kenna verkfræð- ingum eða tæknifræðingum hefði ég tilhneigingu, og teldi það reynd- ar skyldu mína, að setja það sem ég kenni að nokkru leyti í sam- hengi við verðandi starfsvettvang þeirra. Á sama hátt er það afstaða mín að þegar stærðfræði er kennd starfandi kennurum eða kennara- nemum sé rétt og skylt að taka mið af viðkomandi starfi. í því felst þá að fella að stærðfræði- kennslunni umfjöllun um stærð- fræðinám og hlutverk kennara í því. En einnig um leiðir til að átta sig á því hvers eðlis skilningur nemenda sé á því sem þeir læra, Anna Kristjánsdóttir Osannindi verða ekki sönn þótt þau séu endurtekin í skýrslu sem gefin var út í nafni forystu- manna íslenskra námsmannasamtaka fyrir nokkru er að finna ýmis mishermi og ósannindi um áhrif gildandi laga og reglna um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Höfundurinn er Dagur Eggertsson, lækna- nemi, fyrrum formað- ur stúdentaráðs. Ef frá er talin mikil vam- arræða um félaga hans Svavar Gestsson, fyrrum menntamála- ráðherra, og viðskiln- að hans við LÍN árið 1991, er hér að nokkru leyti um að ræða eins konar síðari útgáfu á greinargerð, sem „lekið" var út til forystumanna stjórnmálaflokka - allra nema Sjálfstæðisflokksins. Þetta var gert nokkrum dögum fyrir síðustu Alþingiskosningar svo nánast væri útilokað að koma réttum upplýs- ingum til skila fyrir kosningarnar. Dagur starfaði þá í ráðherraskip- aðri nefnd, rétt eins og nú. Nefnd- in hafði ekki skilað áliti, þegar hann braut trúnað og lét frá sér fara upplýsingar, sem hann hafði fengið í nefndinni. Þær mistúlkaði hann að eigin geðþótta út og suður, en lét í það skína til þess að gera „upplýsingarnar" trú- verðugar að allt talna- efni í greinargerðinni væri staðfest af starfs- mönnum LÍN. Það var einfaldlega ósatt. Ein- ungis hluti tölulegra upplýsinga var frá starfsmönnum LÍN og allar ályktanir á hans ábyrgð. Nú flaggar Gunnar hann í sama skyni Birgisson. nafni Ríkisendurskoð- unar í heimildarleysi skv. upplýsingunq forráðamanna þeirrar stofnunar. Ég og fleiri svör- uðum þá verstu mistúlkununum og ósannindunum. Þær upplýs- ingar hefur Dagur að engu og lætur sem þær hafi aldrei birst. Rétt er þó að minna hann á að ósannindi verða aldrei sönn þótt þau séu margendurtekin og ósvífn- ustu áróðursmeistarar hafi reynt þá aðferð til þess að búa til þann „sannleika" sem þeir vilja að al- menningur trúi. Endurtekin ósannindi og mistúlkanir á reglum LIN Hér skal aðeins minnt á örfá dæmi um þessi dæmafáu vinnu- brögð. Það er ósatt að námsmönn- um í lánshæfu námi hafi fækkað á gildistíma laga um LÍN. Innrit- uðum námsmönnum á íslandi hef- ur fjölgað meira en hugsanlegri fækkun nemur erlendis. Sama er að segja um svonefnda virka stúd- enta á háskólastigi. Þeim hefur einnig fjölgað. Það er ekki rétt að engar upplýsingar séu til um fjölda námsmanna í útlöndum aðrar en lánþegatölur LÍN. Fyrir liggur að árið 1994-95 stunduðu rúmlega Ósannindi verða aldrei sönn, segir Gunnar Birgisson, þótt þau séu margendurtekin. 350 íslendingar nám á Norður- löndum, sem ekki nutu aðstoðar LÍN. Margir sem stunda fram- haldsháskólanám í útlöndum njóta þar styrkja og eru ekki lánþegar sjóðsins. Því er til staðar vitneskja um að miklu fleiri íslenskir náms- menn stunda nám í útlöndum en lánþegatölur LÍN gefa til kynna. Það er einnig rangt að rök hafi verið færð fyrir því að barnafólki hafi fækkað í námi vegna laga um LÍN og að athugun Hagstofu ís- lands á Qölda námsmanna með börn á framfæri séu „staðfesting á neikvæðum ákvæðum laganna (um LÍN) á jafnrétti til náms“, svo sem síðar verður að vikið. Bolla- leggingar höfundar um að náms- mönnum af landsbyggðinni hafi fækkað vegna nýju laganna um sjóðinn eru algjörlega órökstuddar. Ótrúleg vanþekking í þessari hávfsindalegu skýrslu Dags Eggertssonar er fjallað um „ósveigjanlegqtillit (LÍN) til náms- framvindu". í skýrslunni segir: „Núverandi kerfi vinnur gegn því að árangri sé dreift á allt skólaár- ið en með því að 100% námsfram- vindu sé skilað á hveiju misseri fyrir sig.“ Höfundur skýrslu sem telur sig vera með „sannleiksvott- orð“ Ríkisendurskoðunar upp á vasann ætti að vita að það er ein- mitt grundvallarregla hjá LIN að menn geta „dreift árangri á allt skólaárið“ og fengið lán í samræmi við það. Menn geta því unnið upp einingar á vormisseri og í upptöku- Fjöldi námsmanna með börn á framfæri 3.361 1990 1991 1992 1993 1994 Heimitd: Hagstofa íslands prófum að hausti og fengið þær metnar til árangurs á viðkomandi skólaári. Þetta er ekki eina dæmið um vanþekkingu eða mistúlkun höfundar á núgildandi reglum. Þetta á einnig við um lýsingu hans á veikindatilliti og heildarsvigrúmi sem menn hafa í námi. Athyglis- vert er að mikilvægra breytinga á reglum sjóðsins námsmönnum til hagsbóta er að engu getið í skýrsl- unni, svo sem aukins svigrúms í framhaldsháskólanámi, þegar menn ljúka því með viðamiklu loka- verkefni. Það er í góðu samræmi við aðra umfjöllun í skýrslunni. Þá verður að vona að Dagur viti, þrátt fyrir allt, að reglur LIN um náms- framvindu hafa alla tíð byggt á skipulagi skóla. Skólasókn fólks með börn á framfæri Auk þess að gagnrýna vinnu- brögð Dags Eggertssonar, höfund- ar skýrslunnar um áhrif og afleið- ingar breyttra laga um LÍN, vil ég þó einnig fara nokkrum orðum um þá fuilyrðingu hans að könnun Hagstofnunnar hafi sannað að „einstæðir foreldrar og barnafólk hafi hrakist frá námi“, sbr. um- mæli hans í fréttum ríkisútvarpsins 4. desember sl. Niðurstöður Hag- stofunnar um íjölda námsmanna með börn á framfæri voru árin 1990 til 1994, eins og fram kemur á mynd. Staðreyndin er sú að könnun Hagstofunnar sýndi svart á hvítu að á einungis einu ári voru innrit- aðir námsmenn með börn á fram- færi í lánshæfu framhaldsnámi fleiri fyrir gildistöku nýju laganna um LÍN, þ.e. árið 1991. Árið 1992 voru námsmenn með börn á fram- færi ívið fleiri en 1990 og fjöldinn er hliðstæður árin 1993 og 1994! Þetta á að vera endanleg og ótvíræð vísindaleg sönnun þess að lögin um LIN sem tóku gildi fyrir skólaárið 1992-93 hafi „hrakið barnafólk frá námi“. Haustið 1992 gerðist þó tvennt annað sem kann að hafa haft áhrif t.d. á fjölda innritaðra stúdenta. Innritunargjöld í Háskóla íslands hækkuðu verulega og dag- gjöld stúdenta á barnadagheimilum hækkuðu einnig. Athyglisvert er að svonefndum „virkum“ stúdent- um fækkaði nánast ekki neitt við HÍ skólaárið 1992-93. Fækkun innritaðra stúdenta með börn á framfæri kom sem sagt ekki fram í fækkun „virkra" stúdenta. Það bendir ótvírætt til þess að fyrr- greindar ástæður, þ.e. hækkun inn- ritunar- og dagvistargjalda hafi haft úrslitaáhrif á ofangreindar töl- ur Hagstofunnar um innritaða námsmenn árin 1991 og 1992. Þessi „vísindalega" túlkun Dags á tölum Hagstofunnar er einfaldlega enn ein tilraun hans til þess að mis-túlka upplýsingar með tilvísun til þess að trúverðug stofnun lætur honum í té talnaefni. I því sam- bandi má líka spyija: Hvernig geta reglur sem tryggja einstæðu for- eldri með eitt barn rúmlega 104.000 krónur og með tvö börn 160.000 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði hrakið slíkt fjölskyldufólk frá námi? Höfundur n fornmiJur stjónmr LÍN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.