Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, UNNAR ARNÓRSSON, Bakkasfðu 3, Akureyri, sem lést af slysförum þann 11. desem- ber, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 13.30. Hugrún Magnúsdóttir og dætur. t Systir okkar, GUÐNÝ BJARNADÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum laugardaginn 14. desem- ber. Jarðarförin ákveðin síðar. Kristján Bjarnason, Ólafur Bjarnason. t ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR SÖRENSEN hjúkrunarfræðingur, verður jarðsett frá Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 18. des- ember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minn- ast hennar, er bent á minningarkort Greiningarstöðvar ríkisins. Jórunn Sörensen, Þorsteinn Magnússon, Þuriður Jónsdóttir, Viðar Gunnarsson, Katri'n Jónsdóttir, Sólborg Jónsdóttir, Lýður Valgeir Lárusson og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri faðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓHANNES HALLDÓRSSON, Hvammi, Húsavík, sem lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 13. desember sl. verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. des- ember kl. 14.00. Þórhallur Aðaisteinsson, Margrét Þórhallsdóttir, Heiðar Sigvaldason, Elín Þórhallsdóttir, Teitur Atlason, Ríkarður Þórhallsson, Rebekka Ásgeirsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR GUÐMUNDSSON, Bakkagerði 13, sem lést 13. desember sl., verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. desember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlegast bent á að láta Krabbameins- félag íslands njóta þess. Sverrir Steindórsson, Garðar Steindórsson, Jóhanna G. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SUMARLIÐASON, Elliðavöllum 2, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Margrét Sigurðardóttir, Bergur Vernharðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Ástvaldur Valtýsson, Sigmar Sigurðsson, Edda Hjálmarsdóttir, Emil Sigurbjörnsson, Emilfa Magnúsdóttir, Dallas Blevins, barnabörn og barnabarnabörn. FJÓLA JÓNSDÓTTIR + Pjóla Jónsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 17. desem- ber, 1915. Hún lést á Landspítalanum 8. desember síðast- liðinn. Foreldrar Fjólu voru Vigdís Bjarna- dóttir, fædd að Geirakoti 1. júní 1880, og Jón (vert) Guðmundsson, hót- elstjóri í Stykkis- hólmi og á Akur- eyri, fæddur á Ægissíðu, Rangár- völlum, 4. maí 1881 Fjóla giftist Baldri Þorsteins- syni, kaupmanni, 2. júní 1934. Hann fæddist 23. janúar, 1908 og lést 16. júní, 1980. Þau eignuðust 6 böm, þau eru: Þorsteinn, fæddur 14. október 1934. Kona hans er Katrín Magnúsdóttir og eiga þau þijú böm og níu barnabörn. Jón, fæddur 13. febrúar 1938. Kona hans er Hermína Benjam- ínsdóttir og eiga þau eina dóttur. Vigdis, fædd 12. desember 1940. Maður hennar er Axel Bender og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn. Sævar fæddur 16. apríl 1947. Hann á sex syni. Helgi, fæddur 3. október 1948. Kona hans er Guðbjörg Marteinsdóttir og eiga þau þijú börn. Ágústa (Fjóla), fædd 20. október 1949. Hennar maður er Kristinn Gíslason. Útför Fjólu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég ætla að minnast hinnar elskulegu tengdamóður minnar, Fjólu Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns Guðmundssonar og Vigdísar Bjamadóttur. Þau hjón fluttu frá Stykkishólmi til Hafnarfjarðar, svo þaðan til Akureyrar. Tengdamóðir mín átti tvær syst- ur, önnur hét Stefanía, hin Björg. Fjóla giftist Baldri heitnum Þor- steinssyni, kaupmanni í Reykjavík. Hann var með verslunina Fram á Klapparstíg. Síðar var Baldur með Vefnaðarvöruverslunina Vík á Laugavegi 52. Þessari elskulegu tengdamóður kynntist ég að sjálfsögðu fyrir sautján árum, þegar ég kynntist og giftist yngri dótturinni. í rauninni var tengdamóðir mín sérstök kona. Hún tók ávallt vel á móti mér og dóttur sinni, er við komum í heimsókn, þá bjó Fjóla í Sólheimum 10, Reykjavík. Hún var hlýleg kona. Glaðvær, artarleg og blátt áfram, sem kallað er. Vitanlega fór ég í búðir fyrir hana er voru þar í grennd og í svona smá-sendiferðir þegar þess þurfti með ,þá er við hjónin vorum stödd þar. Margt gat hún sagt mér. Við töluðum oft heilmikið saman. Og það er ekki hægt að segja annað en að oft var kátt á hjalla. Synir hennar fjórir og eldri dótt- irin tóku mér vel. Í fríum mínum frá vinnu kom fyrir oftar en einu sinni, að hún bauð okkur hjónunum gistingu og gott atlæti. Jú, ekki vantaði notalegheitin og hlýjuna. Mér fannst hún sérstök kona. Ágætis kona sinnar tíðar, eins og margir taka til orða um þær konur, sem eitthvað sópar að. Ég mun vilja vera þar fremstur í flokki með slíkt orðalag og það til tengda- móður minnar. Frá mér á hún það svo sannarlega skilið. Tengdasonur í Hveragerði, Kristinn Gíslason. Góð kona er fallin frá. Ég sá Fjólu í fyrsta sinn fyrir rúmum 20 árum, þegar sonur hennar og dótt- ir okkar gengu í hjónaband. Hún vakti sérstaka athygli fyrir glæsi- leika, há og grönn með tindrandi fögur augu og þetta þykka rauða hár. Þau voru falleg hjón, hún og eiginmaður hennar, Baldur Þor- steinsson. Ég kynntist henni vel og við urðum mjög góðar vinkon- ur. Maður kynnist sjaldan fólki, sem er algjörlega falslaust, en þannig var Fjóla. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkra mann- eskju og er það sjaldgæfur eigin- leiki. Hún var yndisleg og góð kona. Hún naut sín vel meðal fólks og var hrókur alls fagnaðar, sér- staklega með sinni stóru og sam- hentu fjölskyldu. Hún hafði mikinn áhuga á unga fólkinu, fylgdist vel með því og gladdist innilega þegar vel gekk við nám og störf. Það var mikið áfall, þegar henn- ar góði eiginmaður féll frá á miðj- um aldri, en börn hennar og tengdabörn voru henni stoð og stytta og önnuðust hana, sérstak- lega síðari árin, eftir að heilsan fór að bila, en aldrei kvartaði hún eða talaði um veikindi sín. Ekki er langt síðan dóttir okkar og tengdasonur komu með hana í Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar f símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. heimsókn til okkar og mikið var hún þá kát og glöð. Henni fannst allt yndislegt og fallegt á okkar nýja heimili. Það var í síðasta sinn, sem við hittum hana og mun ég alltaf minnast þess með gleði. Þrátt fyrir sorg og söknuð er þó ástæða til að gleðjast hennar vegna. Hún fékk hægt og hljótt andlát í faðmi fjölskyldunnar. Við hjónin samhryggjumst innilega bömum hennar, tengdabörnum og afkomendahópnum stóra. Ég mun ætíð minnast Fjólu vinkonu minnar með gleði og söknuði. Hljóti hún góða heimkomu. Ragnheiður Bjarman. Fjóla Jónsdóttir var glaðlynd og góðviljuð manneskja og mjög þægi- leg í allri umgengni. Hún var félags- lynd, skapgóð og skemmtileg. Ræktarsöm var hún og trygglynd og það var henni eiginlegt að vera jákvæð og hvetjandi. Fjóla var há- vaxin og bar sig vel og var alla tíð einstaklega glæsileg kona. Hún átti bamaláni að fagna og var henni mjög annt um böm sín og fjölskyld- ur þeirra og var þakklát og stolt af þeim. Faðir minn, Agnar Guð- mundsson, og Fjóla urðu félagar upp úr 1980 þegar bæði höfðu ver- ið ekkjufólk í allmörg ár. Þau höfðu ánægju af því að ferðast saman og fóm margar ferðir til fjarlægra slóða á ámnum 1980 til 1990, oft til að njóta sólar og hlýrra loftslags en íslensk veðrátta bauð uppá. Vin- átta þeirra var báðum kærkomin og Fjóla var aufúsugestur á heimil- um okkar systkinanna en böm Fjólu hafa ævinlega sýnt föður mínum gestrisni og vinsemd. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd föður míns, systkina og fjöl- skyldna okkar þakka Fjólu góða samfylgd. Börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Fjólu Jóns- dóttur. Guðrún Agnarsdóttir. Nýlega var hún amma mín til moldar borin og það er sárt að komast ekki til að kveðja hana, þess vegna langar mig til að setj- ast niður og kveðja með nokkrum línum og þakka henni elsku ömmu fyirr allt það sem hún gerði fyrir mig og allar ógleymanlegu stund- irnar sem við áttum saman. Hún var nefnilega ekki bara amma, hún var eins og vinkona og aldursmunurinn var aldrei nein fyrirstaða. Amma var alltaf svo hress og lífsglöð, og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt, hún elskaði að lifa lífinu lifandi með ferðalögum og fleiru. Við fórum öll saman nokkrum sinnum til Kanarí þegar við systkinin vorum börn og síðan unglingar og það var alltaf nóg um að vera. Innanlandsferðirnar okkar til Víkur og á Laugarvatn voru yndis- legar. Sunnudagar voru einnig hennar dagar og jólin elskaði hún því þá voru við öll saman komin, hún var mikil félagsvera og yndis- leg manneskja. Og núna rétt fyrir jólin er hún farin úr þessum heimi og á afmælinu sínu verður hún jarðsungin. Elsku amma Fjóla, ég á eftir að sakna þín mikið en í hjarta mínu lifa minningar um þig. íris Bender. JLXIIIIXXXXJL Erfidrjkkjnr * PERLAN Sími 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.