Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Berlínarblús Slqaldborg hefur gefíð út bókina Berlínar- * blús - Islenskir meðreiðarsveinar og fómarlömb þýskra nasista. Höfundur er Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur. í bókinni er m.a. að fínna kafla um vem Jóns Leifs í Þýskalandi og samskipti hans við nasista. Sýnir höfundur fram á að Jón hafí ranglega verið sagður hallur undir nasista, hann hafí fyrst og fremst viljað hag fósturjarðarinnar sem mestan. IBÓKINNI er lýst heimkomu Jóns Leifs með Esju en hann var handtekinn um leið og hann kom um borð og að nafninu til hafður í haldi alla ferð- ina til íslands eftir að hafa neitað að afhenda fulitrúum breskra eftir- litsmanna vegabréf sitt en hugsan- lega einnig vegna þessa gruns um ' samstarf hans við nasista. í þessu kaflabroti segir frá eftirmálum þessa: Líklegt er, að ekki hefði orðið mikil umræða um það, hvort Jón Leifs hefði átt samvinnu við þýsk stjómvöld, ef hann hefði ekki verið handtekinn um borð í Esju. Eins og við var að búast, tók Jón hand- tökuna mjög óstinnt upp. Hann krafðist þess af utanríkisráðuneyt- inu, að íslensk stjómvöld færu þess á leit við sænsk yfirvöld, að með- - ferð málsins yrði rannsökuð í Sví- þjóð, að grafist yrði fyrir um upp- tökin að fangelsun hans og að þeir erlendu aðilar, sem hefðu átt hlut að máli, bæðust opinberlega afsök- unar á aðförinni gegn honum og gæfu út yfírlýsingu, sem hreinsaði hann af öllum grun. Sem kunnur listamaður, sem starfaði opinber- lega heima og erlendis, gæti hann engan veginn sætt sig við, að mál- ið yrði látið niður falla eða afgreitt á annan hátt en hann hafði farið fram á. Að öðrum kosti ætti hann á hættu, að þetta mál myndi spilla fyrir starfsemi hans. Svar utanríkisráðuneytisins varð á þá leið, að það gæti ekki borið fram mótmæli við sænsk stjórnvöld vegna afgreiðslu málsins, því að hermenn Bandamanna hefðu skoð- að vegabréf og farangur, eins og hefði verið samið beinlínis um. Ráðuneytið greindi einnig frá því, að það hefði kvartað við sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík vegna framkomu Knudsens liðsforingja bæði í sambandi við afgreiðslu Esju í Gautaborg og á leiðinni það- an til íslands. Um leið hefði þess verið farið á leit, að grafíst yrði fyrir um upptök að fangelsun Jóns um borð í Esju. Jón var síður en svo ánægður með svar ráðuneytisins. Hann kvartaði undan því, að fimm vikur væru liðnar frá því að hann kom til íslands, án þess að málið væri afgreitt. Hann kvaðst ekki geta fallist á að liggja undir grun vikum saman og benti sérstaklega á tjón það, sem atvinna hans erlendis gæti beðið, ef ekkert yrði að gert. Hann áskildi sér rétt til máls- höfðunar gegn réttum aðilum. Meðal þess, sem utanríkisráðu- neytið gerði, til að fá einhvern botn í málið, var að útvega að beiðni Ragnars Stefánssonar majórs í leyniþjónustu Bandaríkjahers end- urrit úr fundargerðabók Félags ís- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn af ræðu þeirri, sem Jón hélt á fundi í félaginu 8. janúar 1942 og hann flutti síðan kafla úr í útsendingu þýska útvarpsins til íslands 25. sama mánaðar, eins og áður hefur verið sagt frá. Leyniþjónustan fékk íslendinga til að hlusta á útsend- ingar þýska útvarpsins á íslensku og þýða það, sem þar var sagt, á ensku. Samkvæmt þýðingunni á ræðu Jóns þótti leyniþjónustu- mönnum sem Jón hefði látið vafa- söm ummæli falla um Bandamenn. Við samanburð á texta ræðunn- ar, sem Jón hélt I útvarpið, og á fundargerð frá fundi í stúdentafé- laginu kom í ljós, að í útvarpserind- inu komst Jón svo að orði, þegar hann var að ræða um þann ótta sinn, að stórþjóðirnar kynnu að eyða íslensku þjóðemi, að sumir héldu, að lýðræðislönd notuðu ekki slíkar aðferðir, en í fundargerðinni var þetta orðað þannig: „Þess get- um vér vænzt bæði af lýðræðis- landi og einræðislandi, en ég álít að hin óbeina aðferð lýðræðisland- anna sé hættulegust, enda hefur Þýskaland sýnt þjóðerni voru mik- inn skilning." Taldi Jón þetta sýna, að túlkur herstjómarinnar hefði orðið ber að ósannsögli. Til stuðnings því, að hann hefði ekki átt samvinnu við þýsk stjórn- völd, bað Jón Leifs lögfræðing sinn, Einar Baldvin Guðmundsson hrl., að koma á framfæri við utanríkis- ráðuneytið afriti af bréfi því frá þýsku flotastjórninni, sem vitnað var til hér að framan. Jón taldi, að bréf þetta mætti tilfæra sem sönnun fyrir því, að hin svokallaða „samvinna" hans við Þjóðverja mið- aði að því að reyna að fá þýsk yfír- völd til að hlífa íslenskum eignum og mönnum og viðurkenna hlut- leysi, þjóðerni og sjálfstæði íslend- inga, einnig ef þeir gerðu innrás í ísland. Hann kvaðst þekkja Þjóð- vetja jafnvel og sína eigin þjóð og vita, að viðkvæmni þeirra krefðist þess, að hann létist að einhveiju leyti fallast á hugsunarhátt þeirra, ef hann hefði átt að gera sér nokkra von um árangur. Ekki er alveg ljóst, hvort ástæða þess, að Jón Leifs var handtekinn um borð í Esju, var eingöngu sú, að hann neitaði að afhenda bresku éftirlitsmönnunum vegabréf sitt. í bréfí, sem hann skrifaði sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, koma fram vísbendingar um, að handtök- una hafi mátt rekja til herstjórnar Bandamanna í Danmörku. Jón hélt því fram í bréfinu, að til hefði stað- ið að flytja hann til Bretlands og Danmerkur til fangelsisvistar. Að sögn hans rannsakaði herstjórn Bandaríkjamanna hér á landi mál hans rækilega og bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík lýsti yfír því, að herstjóm Breta í Danmörku bæri ábyrgð á fangelsun hans. Breska sendiráðið í Reykjavík féllst að vísu á, að svo væri, að sögn Jóns, en lét svo ummælt, að handtökuna mætti rekja til upplýsinga frá dönskum aðilum. Þess vegna ósk- aði Jón eftir því við sendiráðið í Kaupmannahöfn, að það sneri sér til herstjómar Bandamanna í Dan- mörku og spyrðist fyrir um, hve langt rannsókn á máli hans væri komin. Ekki er að sjá af fyrirliggj- andi gögnum, að Jón hafí fengið upplýsingar um þetta atriði. I árslok 1945 taldi Jón það hafa komið æ greinilegar í ljós, að hann og verk hans væru á skráðum og óskráðum svörtum lista á Norður- löndum og að menn virtust líta svo á, að mannorð hans væri naumast óflekkað vegna „samvinnu" við Þjóðveija, einkum þar sem engin yfírlýsing hefði komið fram eftir fangelsun hans,_ sem hreinsaði hann af öllum grun. Ihugaði hann ýmsar leiðir til að fá fram viðunandi lausn á málinu, m.a. að höfða mál gegn þeim aðila, sem bar ábyrgð á aðför- JÓN Leifs sljórnar útvarpshljómsveitinni í Breslau í kringum 1930. inni gegn honum, og fara fram á opinbera afsökunarbeiðni og fullar skaðabætur. Hlyti sú skaðabóta- krafa að verða þeim mun hærri, sem hann hefði orðið að liggja leng- ur undir ærumeiðandi grun og þol- að atvinnutjón á meðan. Honum virtist ríkisstjórn íslands vera sá aðili, sem höfða ætti mál gegn, þar sem hún hefði látið undir höfuð leggjast að tilkynna honum, að Esja væri með samþykki hennar undir stjórn erlends hervalds. Nokkuð rofaði til í máli Jóns Leifs í ágúst 1946, þegar hann fékk vegabréfsáritun til Bretlands, og taldi hann það staðfesta sak- leysi sitt. Þá höfðu fulltrúar sendi- ráðs og hers Bandaríkjanna lýst yfír því í viðurvist íögfræðings Jóns, að þau litu ekki á hann sem „collaborateur," þ.e. samverka- mann Þjóðveija, en þeim var af grundvallarástæðum ekki heimilt að gefa út skriflegar yfirlýsingar um þetta né rannsókn leyniþjón- ustu Bandaríkjahers á máli Jóns. Hann taldi samt sem áður nauðsyn- legt, að íslensk stjórnvöld gæfu út yfirlýsingu um mál hans vegna samninga við útgefendur og sam- vinnu við félög og stofnanir, sem héldu mörg uppi leynilegum svört- um listum og útilokunarráðstöfun- um gegn listamönnum og höfund- um. Utanríkisráðuneytið varð við þessari ósk Jóns og gaf út opinbera yfirlýsingu í október 1946 þess efn- is, að við rannsókn á máli hans hefði ekkert komið í ljós, sem benti til, að hann hefði veitt Þjóðveijum pólitíska aðstoð á stríðsárunum. Jafnframt fór ráðuneytið fram á það við bandaríska sendiráðið að beiðni Jóns, að það reyndi að afla upplýsinga frá bandarískum stjórn- völdum um það, hvort þeim væri kunnugt um, að hann hefði veitt Þjóðveijum pólitíska aðstoð í stríð- inu. Svar sendiráðsins var á þá leið, að í skjalasafni þess væri ekkert að fínna um handtöku Jóns Leifs um borð í Esju eða ástæður henn- ar. Þar væri einungis að finna þær upplýsingar um Jón Leifs, sem væru á allra vitorði, þ.e. að hann hefði tekið þátt í þýskum útvarps- sendingum til íslands á stríðsárun- um. Jón brást öndverður við þessum ummælum og kvaðst í bréfi til utanríkisráðuneytisins ekki geta fallist á þessa staðhæfíngu sendi- ráðsins. Rétt væri aðeins, að frá Þýskalandi hefði verið útvarpað af hljómplötum nokkrum upplestrum og ræðum hans um þjóðleg íslensk efni, og væru til orðréttir textar af þessu efni. Til sönnunar því, hversu þetta hefði verið fjarlægt stjómmálaáróðri Þjóðveija mætti geta þess, að þýska utanríkisráðu- neytið hefði reynt að koma í veg fyrir, að ræðurnar væru haldnar, því að það hefði talið þær svo and- stæðar stjórnmálastefnu sinni og standa í vegi fyrir vinsamlegri sam- vinnu milli Þýskalands og Dan- merkur. Jón Leifs sótti það mjög fast, að fá viðurkenningu Bandaríkja- manna á því, að hann hefði ekki starfað fyrir Þjóðveija. í því skyni sótti hann um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna snemma árs 1947 og lét frá sér fara af því tilefni yfírlýsingu í 17 liðum, þar sem hann gerði grein fyrir athöfnum sínum í Þýskalandi á stríðsárunum. Jafnframt óskaði hann eftir liðsinni utanríkisráðuneytisins í skiptum sínum við bandaríska sendiráðið. Jón gekk svo hart fram í því að fá úrlausn mála sinna, að sá starfs- maður utanríkisráðuneytisins, sem sinnti máli hans, kvartaði yfir sí- felldu kvabbi hans á hendur ráðu- neytinu. Frá því að hann hefði kom- ið heim sumarið 1945, hefði hann verið mjög tíður gestur í ráðuneyt- inu og skrifað því óteljandi bréf. Vafasamt væri, hvort ráðuneytið ætti yfirleitt að sinna þessu sífellda kvabbi Jóns Leifs, sem væri ber- sýnilega með „fixar ídeur“ á heilan- um. Hann hefði valdið ráðuneytinu miklum töfum og vinnu með ýms- um hugmyndum sínum og kröfum, en um hlédrægni af hans hálfu hefði aldrei verið að ræða í viðskipt- um hans við ráðuneytið. Nú varð alllangt hlé á mála- rekstri Jóns Leifs, að því er varð- aði hugsanlega samvinnu við Þjóð- veija á stríðsárunum, eða frá því í febrúar 1947 fram í október 1950. í september það ár birtist í sænska dagblaðinu Expressen dómur um Sögusinfóníu Jóns, sem hafði verið flutt á norrænum tónlistardögum í Helsinki, eftir kunnan tónlistar- gagnrýnanda, Bo Wallner að nafni, þar sem ýjað var að orðrómi um, að Jón hefði átt samvinnu við Þjóð- veija. í tilefni af þessum skrifum sneri Jón sér t’I utanríkisráðuneyt- isins rúmum mánuði síðar og benti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.