Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsókn SYONA Konni minn, segðu nú lýðnum brandarann um nýjustu himnasending’una sem við fengum frá Framsókn . . . A-flokkarnir í Reykjanesbæ Taka upp form- legt samstarf ALÞÝÐUBANDALAG og Alþýðu- flokkur í Reykjanesbæ hafa ákveðið að taka upp formlegt samstarf. Sam- starfið felst m.a. í því að halda sameig- inlega bæjarmálafundi og sameigin- lega fundi með bæjarfulltrúum og nefndarfólki í tilteknum málaflokkum. Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- ur hafa samtals fjóra bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ og eru í minnihluta. Meirihluta mynda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en þeir hafa fimm bæjarfulltrúa. Minnihluta- flokkarnir hafa starfað saman á þessu ári, en nú hafa þeir ákveðið að taka upp formlegt samstarf. í yfírlýsingu frá A-flokkunum segir m.a.: „Málefnalegur ágreining- ur er ekki mikill, ekki meiri en geng- ur innan inargra flokka. Aukið sam- starf og þar með aukin skoðana- skipti stuðla jafnframt að því að meiri líkur verða á sameiginlegri niðurstöðu. Á sama tíma hafa ein- staklingar innan og utan þessara flokka rætt af mikilli alvöru um aukið samstarf og jafnvel sameigin- legt framboð þessara flokka fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Nú að undanförnu hafa formlegar við- ræður átt sér stað milli þessara að- ila. Þær viðræður hafa leitt til þess að ákveðið hefur verið að taka upp formlega samvinnu þessara flokka.“ Sameiginlegir fundir Flokkarnir hafa orðið sammála um næstu skref í samvinnu þeirra. í fyrsta lagi ætla þeir að starfa sam- an að gerð fjárhagsáætlunar og leita samstöðu um tillögugerð og afstöðu til fjárhagsáætiunar. Í öðru lagi ætla þeir að halda sameiginlega fundi með bæjarfulltrúum og nefndafólki sem starfar saman að tilteknum málaflokkum í þriðja lagi hefur verið ákveðið að halda sameig- inlega bæjarmálafundi fyrir bæjar- stjórnarfundi. Fundirnir verða opnir öllum sem vilja starfa undir merkjum jafnaðar og félagshyggju. í fjórða lagi hafa flokkarnir orðið ásáttir um að stofna sérstaka framkvæmda- nefnd sem hefur það hlutverk að skipuleggja og annast undirbúning þessa samstarfs. Hagnaður af fjarskipta- þjónustu STJÓRN Neytendasamtakanna mótmælir nýlegum hækkunum á símaþjónustu Pósts og síma. Guð- mundur Björnsson aðstoðar-póst- og símamálastjóri segir að gjöld innanlands hafi ekki hækkað í tæp fimm ár. Neytendasamtökin benda á að hagnaður hafi verið af fjar- skiptaþjónustu fyrirtækisins á síð- asta ári. Því ættu símgjöld að lækka. Að sögn Guðmundar hefur gjald fyrir staðarsímtöl ekki hækkað í tæp fímm ár auk þess sem svæðin innan- lands hafa verið stækkuð. Athygli vekur að jafndýrt er að hringja til Gænlands og Mexíkó, samkvæmt nýju gjaldskránni og sagði Guð- mundur að það væri vegna þess að símtöl til Grænlands færu um Dan- mörku áður en jarðstöð á Græn- landi tekur við þeim. í frétt frá Neytendasamtökunum segir að samtökin sjái ekki forsend- ur fyrir hækkun á innanlandssím- tölum. Fram kemur að það sé óvið- unandi að einokunarfyrirtæki, hagi gjaldtöku þannig að notendur einnar þjónustu niðurgreiði fyrir aðra þjón- ustu fyrirtækisins. Skorað er á stjóm Pósts og síma að lækka nú þegar símgjöldin. Gjafmildir jólasveinar MANNLÍFIÐ er óvenju litríkt í jólamánuðinum og skemmtilegt. I augum barna og í raun flestra fullorðinna einnig, eru jólasvein- amir þrettán ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Þeir bræð- ur sem eru komnir til byggða þáðu far með ljósum skreyttum vörubílum Vífilfells hf. um helg- ina og dreifðu gosdrykkjum til vegfarenda í miðbænum, og mæltist tiltækið vel fyrir hjá þeim sem nutu veiganna. Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson mi'M m ' - 1 Samtök aðila í flugvélaviðskiptum Nú er spurt hvenær upp- sveifiunni ljúki Jóhannes Einarsson JÓHANNES Einarsson, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Cargol- ux í Lúxemborg, er formað- ur alþjóðlegra samtaka ein- staklinga og fyrirtækja sem stunda viðskipti með vöru- flutninga- og farþegaflug- vélar (ISTAT). Fyrra ári kjörtímabils hans er nýlokið. - Hvaða samtök eru þetta og hvert er hlutverk þeirra? ISTAT eru samtök aðila sem kaupa, selja og leigja flugvélar eða flármagna við- skipti af því tagi. Þau voru stofnuð 1983 en hefur vaxið ásmegin í seinni tíð. Á und- anförnum tveimur árum hef- ur aðilum samtakanna fjölg- að úr 450 í 625. Er þar um að ræða bæði einstaklinga og fyrirtæki, en þar á meðal er fjöldi flugfélaga. Megin verkefni samtakanna er að skóla og viðurkenna flugvéla- matsmenn. Einnig gefum við út blað á tveggja mánaða fresti sem fjallar um ráðstefnur samtakanna og flytur efni sem Iiðsmenn samtakanna leggja til. Þá halda samtökin mót- tökur fyrir félaga sína og gesti á öllum helstu flugsýningum, svo sem í Famborough, París, Singapore og næsti viðburður á því sviði er flug: sýningin í Dubai á næsta ári. í París voru gestir okkar um 250 og tæplega 300 í Famborough. - Hvaða ástæða lá til grundvall- ar stofnun ISTAT? Fyrst og fremst sú, að nauðsyn- legt var talið, að samræma mat á flugvélum og notast við einhveija stuðla í því sambandi. Að því hefur verið unnið frá upphafí, að þróa það mál sem best. Liður í því var svo að efna til sérstaks prófs og í framhaldi af því að veita sérstaka matsmannaviðurkenningu þeim sem staðist hafa þær hæfniskröfur, sem prófíð gerir ráð fyrir. Snarasti þátturinn í starfsemi samtakanna er árleg ráðstefna, sem haldin hefur verið í Bandaríkj- unum. Þá síðustu sóttu t.a.m. 350 manns þá síðustu. Næsta ráðstefna verður haldin í Kalifomíu og verður sú 14. í röðinni. Þá er ætlunin að hrinda ráðstefnum af þessu tagi úr vör, sem fram fæm í Evrópu en þær verða minni í sniðum. Þar er reynt að bjóða upp á viðfangsefni sem em bæði fróðleg fyrir með- limina og fræða þá um það sem er að gerast í greininni og hefur áhrif á verðmæti flugvéla. - Um hvað fjuUa þessar ráð- stefnur? Um það hvað er að gerast í flug- málum og flugrekstri, þá þætti sem hverju sinni hafa áhrif á mat og verðmæti flugvéla. - Hvað er efst á baugi í þeim efnum? Umfjöllunarefni næstu ráðstefnu segir mikla sögu í því sambandi, en það er hversu gamlar em gaml- ar flugvélar. Mönnum sýnist sitt hvað um aldur véla og öryggi þeirra og því verður Ijallað um efnið frá mörgum mismunandi sjónarhom- um, meðal annars frá sjónarhóli leigutaka og leigusala, framleið- anda og jafnvel flugyfírvalda. Síð- asta ráðstefna snerist um flugvéla- viðskipti á markaði í uppsveiflu, sem var tímabær umfjöllun. - Er beint samhengi milli aldurs flugvéla og verðmætis? Það fer eftir tegundum. Douglas- vélarnar, DC-8 og jafnvel DC-10, hafa enst lengur en til dæmis Bo- eing-vélar. Flestar áttur, sem smíð- aðar vom, em enn að fljúga, aðal- lega í vöruflugi, en Boeing-707 sjást varla lengur. ► Jóhannes Einarsson var for- stjóri Cargolux til 1994 en fór þaðan til starfa hjá bandarísku flugfélagi, Atlas Air. Það fæst eingöngu við vöruflug fyrir önnur flugfélög um heim allan. Viðskiptavinirnir eru mjög stór- ir, til dæmis China Airlines á Taiwan, Lufthansa, KLM, SAS, Alitalia, Varig í Brasilíu, Suður- Ameríku. Félagið notar aðeins Boeing-747 þotur, á 18 slíkar. Aðalstöðvarnar eru í Golden í Coloradoríki en flugreksturinn á Kennedy-flugvelli í New York. — Hver er ástæðan? Átturnar virðast hafa verið byggðar samkvæmt öðmm stöðl- um, virðast endast betur. - Nú er spáð mikilli aukningu í flugi, hvemig blasir það við sam- tökunum. Það er gert ráð fyrir því, að á næstu 20 ámm þurfí yfír eitt þús- und nýjar vömflutningaflugvélar til viðbótar þeim fjölda sem gengur úr sér og verður að leggja vegna aldurs. Þar af er viðbótarþörfín fyrir þotur sem bera yfir_ 50 tonn talin vera 600 vélar. Ákveðnar sveiflur, 10-12 ára, hafa verið í flugstarfsemi. Hún hefur verið að koma upp úr öldudal. Margar flug- vélar, sem búið var að leggja, hafa verið teknar aftur í notkun. Þvi em menn famir að spyija hvenær næsta lægð kemur. Vegna upp- sveiflunnar hefur yerð á notuðum vélum farið hækkandi. Þá hefur verð á nýjum flugvélum sjö- faldast á 20 ámm, en á sama tíma hafa far- og farmgjöld beinlínis lækk- að. Að undanfömu hefur það auk- ist mjög að farþegavélum hefur verið breytt til vömflugs, þ.á m. rúmlega 80 þotum af gerðinni Bo- eing-747, og yfír 400 af gerðinni B-727. í framtíðinni er talið, að yfír 70% allra vömflugvéla hafí áður þjónað í farþegaflugi. - Ræðst það af því að tilhneig- ingin er að endumýja farþegaþotur hraðar en vöruflugvélar? Já, og eins það að menn em að leita að ódýrari vélum til að fljúga vöranni. Þá hefur ekki verið fram- leidd vömflugvél af 727-stærðinni- Félög í pakkaflugi hafa þurft mjög á þessari vélarstærð að halda og notað hana mikið. Það er líka ein ástæðan fyrir því að áttumar ganga enn. Meðalaldur allra vöru- flugvéla í heiminum er um 22 ár og fjöldi flugvéla mun vera 1226. - Teygir starfsemi samtakanna sig hingað til tands? Nei, svo er ekki. Ég byijaði að starfa í þessum samtökum meðan ég var hjá Cargolux, var með kynningu á fragtvélum á einni ráðstefnunni. Nei, íslensku félögin hafa ekki tekið þátt í starfseminni. Átturnar virð ast endast betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.