Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 25

Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 25 Israelar gagn- rýndir ÞRÍR fyrrverandi utanríkis- ráðherrar Bandaríkjanna og fímm aðrir sem verið hafa háttsettir embættismenn í stjórn landsins, gagnrýna yfirvöld í ísrael harðlega í bréfi sem þeir sendu ríkis- stjórn Benjamins Netanyahus vegna stækkunar landnema- byggða á Vesturbakkanum. Ókvæðisorð urðu að bók ALAIN Juppe, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í gær að kona sem hrópaði að hon- um ókvæðisorð á götu hafi gefið sér hugmyndina að bók, sem verður gefín út í dag. Bókin heitir „Entre Nous“ (Okkar á milli) en í henni leit- ast Juppe við að útskýra hina óvinsælu stefnu sína í stjórn- málum fyrir Frökkum á gam- ansaman hátt. Lofteg'undir í krabbameins- meðferð BRESKIR læknar sögðu frá því í gær að önduðu krabba- meinssjúklingar að sér blöndu af súrefni og koltvísýringi, tæki líkaminn fyrr upp lyf gegn krabbameini og nýtti þau betur. I tilraunum á rott- um, stöðvaðist vöxtur illkynja æxla nær algerlega og svipað var uppi á teningnum í til- raunum á mönnum. Blanda 95% af súrefni á móti 5% af koltvísýringi eykur blóðflæði, og flýtir á þann hátt fyrir upptöku lyfjanna. Modrow dæmdur fyrir meinsæri DÓMSTÓLL í Þýskalandi dæmdi í gær Hans Modrow, fyrrverandi forsætisráðherra Austur-Þýskalands, fyrir meinsæri. Hins vegar var refsing Modrows stytt frá fyrri dómi niður í eins árs skilorðsbundna fangavist. Modrow var við völd frá nóv- ember 1989 til mars 1990 en hann var dæmdur fyrir að hafa logið eiðsvarinn fyrir þingnefnd, sem rannsakaði kosningasvindl í Austur- Þýskalandi. Sjö systkini fórust SJÖ systkini og föðuramma þeirra fórust þegar hús fjöl- skyldunnar í suðurhluta Egyptalands hrundi í gær. Faðir barnanna slapp ómeidd- ur en móðir þeirra er alvar- lega slösuð. Húsið hrundi eft- ir að veggur sem stóð við það, gaf sig. Mexíkóbúum fjölgar ÍBÚUM Mexíkó fjölgar hratt og eru þeir nú um 93 milljón- ir. Á síðustu sjö árum hefur íbúunum fjölgað um ellefu milljónir og er Mexíkó nú ell- efta fjölmennasta land heims. .X Reuter Eitur- lyfjum eytt TOLLVERÐIR í Pakistan brenndu í gær tæpt eitt tonn, 9.930 kg af hassi, sem gert hafði verið upptækt í Thatta-héraði. Um óvenjuumsvifamikla aðgerð var að ræða sem tollur og leyni- þjónusta hersins tóku þátt í en hassinu hafði verið vafið inn í umbúðir utan af hnetusmjöri. Var hassið gert upptækt hjá smyglurum sem hugðust selja það til Evrópu og Bandaríkjanna. Macintosh Heimaskrifstofa Fullkominn og öflugur þakki fyrir heim iliö, skrifstofuna eöa tölva til í allt hvorutveggja Heimaskvifstofan felur t ser: 209.000stgr. • Macintosh Pcríorma (hOO/180 • 16 Mh vinnsluminni • 1600 Mb harðdisk • llnappaborð og mús (að sjálfsögðu) • Glæsilegan nýjan IS" skjá frá Apple • 8x geisladrif • J8.8 Kb mótald • Öfluga hátalara Stvrikerfi, ritvinnsla, gagnagrunnur, töllureiknir og teikniforrit Mgja með tölvunni og eru iíll .í ísleusku .1 liilnmni og til- lníiií lil imtknnar er: ClarisWorks 4.0 Claris Organiser Apple Telecom 3.0 120 Letters At F.ase MacLink Flus I’erforma Clickart Apple Video l’layer Acrobat Reader Ilypercard l’layer Fnll Tltrottle Thinkin' Tliings 3 1’owerPete Claris lmpact .1 geisladiskum Jylgir meö: The Best of F.uropean Soccer Disney - Lion King Stoiy Book Disney - Aladdin Activity Cemre lnternet Connection Kit Descent Sammy’s Science Ilouse The l ltimate Iluman Body Disney - Toy Story Preview Tlie Grolier Encyclopaedia . S Lt'lB EUBQCARD p(S|SÍ HABCHeiDSLUII raögreiöslur \pple-umboðið * é*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.