Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óeining innan framkvæmdastj órnar Neytendasamtakanna Fyrirhugaðar upp- sagnir endurskoðaðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka fyr- irhugaðar uppsagnir tveggja starfs- manna Neytendasamtakanna til end- urskoðunar. Uppsagnimar áttu að taka gildi 1. febrúar nk., sem hluti af endurskipulagningu á starfsemi samtakanna. Sex manns eiga atkvæðisrétt í framkvæmdastjórn. Drífa Sigfús- dóttir, formaður Neytendasamtak- anna, segir formgalla hafa verið á uppsögnunum og hafi legið fyrir vitn- eskja að svo væri um nokkurn tíma. Tekist á um leiðir „Við ætlum að halda áfram að huga að endurskipulagningu á starf- semi en vegna þessa formalla verður að staldra ögn við og lagfæra það Maður barinn með hafna- boltakylfu LAUST eftir kl. 2 aðfaranótt síðastliðins laugardags gerðist það á dansleik í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði að maður var sleginn I höfuðið með hafnaboltakylfu. Hlaut maðurinn höfuðkúpu- brot og mikla áverka og blæð- ingar. Hann var síðan fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki en þaðan um nóttina með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir höf- uðaðgerð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Hinn slasaði er nú talinn vera kominn úr lífshættu. Að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra hjá lög- reglunni á Sauðárkróki, var árásarmaðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í vörslu lögreglunnar á Sauðárkróki sem nú vinnur að rannsókn málsins. Hefur árásarmaðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. þessa mánaðar. sem úr liði hefur farið,“ segir Drífa. „Það er enginn ánægður með að ganga í verk sem á er formgalli, en hins vegar má benda á að hefði ver- ið vilji fyrir hendi, hefðu menn getað litið fram hjá þessu og reynt að fara sáttaleiðina." Aðspurð neitar hún því að fram- kvæmdastjórn samtakanna sé klofin vegna áforma um uppsagnir og að þar ríki ófriður. Hins vegar sé vissu- lega tekist á um leiðir, og eðlilegt sé að óánægju gæti hjá þeim sem sagt er upp og hjá þeim leigutökum sem samtökin hafa sagt upp leigu- samningi hjá. „Það hlýtur að vera erfitt að sætta sig við breytingar í þá veru sem við höfum í huga. Auðvitað er sársauka- VART verður þverfótað fyrir fólki í gjafaleit í helstu verslun- argötum í miðbænum nú þegar jólin færast óðfluga nær, og leik- ur lítill vafi á að sú umferð vaxi fulit að segja upp fólki og slíkt fer ekki á milli mála,“ segir Drífa. Á fundinum var ákveðið að segja upp samstarfssamningi við fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem hefur verið í gildi um eins og hálfs árs skeið og fólst í því að samtökin út- veguðu starfsmenn til að kanna verð á ákveðnum vöruflokkum. Drífa seg- ir kannanirnar hafa verið ætlaðar í upplýsingagrunn, sem hún telji að sé nú til staðar. „Við viljum gjarnan að meira sé birt um niðurstöður kannanna enda nýtast verðkannanir sem ekki eru birtar neytendum illa. Við teljum líka að kostnaðurinn sé of mikill fyrir okkur og má velta fyrir sér öðrum leiðum til að ná sömu markmiðum," segir hún. enn frekar næstu viku. Sitt hvað er á kreiki sem vekur athygli fólks á förnum vegi og jólasveinn- inn sem ók niður Laugaveginn á hestvagni á sunnudag með söng Óskað eftir samvinnu við ASÍ Drífa segir áframhaldandi sam- starf hins vegar koma til greina og muni forráðamenn samtakanna ræða við framleiðsluráðið næstu mánuði, en um þriggja mánaða uppsagna- frest er að ræða. Neytendasamtökin hafa ennfrem- ur ákveðið að óska eftir því formlega við Alþýðusamband íslands að taka upp samstarf um verðlagseftirlit og fleiri þá þætti sem lúta að hag neyt- enda. „Stéttarfélögunum ætti að vera akkur í að halda verðlagi stöð- ugu og sýna þeim sem vilja hækka vöruverð aðhald, auk þess sem finna má leiðir til að minnka tilkostnað og auka þjónustu,“ segir Drífa. og gítarspili lyfti brúnum margra. Ekki þarf að efast um að hann hafi sungið um móður sína, Grýlu, sem er sögð stunda þann leiða sið að flengja synina með vendi. Tvö félög vísa kjara- viðræðum sínum til ríkissáttasemjara Telja ríkið ekki taka undir megin- kröfur SAMNINGANEFNDIR Stéttarfé- lags sálfræðinga og Félags ís- lenskra náttúrufræðinga hafa báðar gefist upp á samningaumleitunum við samninganefnd ríkisins og Reykjavíkurborgar og vísað kjara- viðræðum sínum til ríkissáttasemj- ara fyrst félaga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar FÍN, segir meg- inástæðu ákvörðunar félagsins vera þá að samninganefnd ríkis og borg- ar hafi ekki fallist á að taka til umræðu brýn hagsmunamál. „í raun hefur okkur fundist að viðræður hafi gengið mjög illa. Okkur hefur þótt viðsemjendur okk- ar illa undirbúnir og við höfum ekki fengið heildstætt svar við kröfugerð okkar. Það hafa hrein- lega ekki átt sér stað þær umræður sem við gerum kröfu um að fari fram,“ sagði Páll. Páll segir að ríkið hafi t.a.m. ekki verið tilbúið að ræða réttinda- mál þeirra fjölmörgu félagsmanna sem væru annaðhvort verkefna- ráðnir eða ráðnir tímabundið. Segir Páll að þeir hafi ekki notið fullra réttinda í kjörum sínum. „Þetta er dæmi um mál sem við vildum ræða en við fengum engar undirtektir." Tekist á um endurmenntun Samninganefnd Stéttarfélags sálfræðinga telur að markmið samninganefndar ríkisins og borg- arinnar hafi ekki falið í sér meg- inkröfur sálfræðinga og ,segja að þess vegna hafi deilunni verið vísað til sáttasemjara. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samninganefndinni óttast sálfræð- ingar um framtíð endurmenntunar. Hugmyndir ríkis og borgar um yfir- færslu valds til stofnana geti haft það í för með sér að „sálfræðingum hjá hinu opinbera verði mismunað á grundvelli fjárhagsstöðu stofnana en margar hvetjar eru fjársveltar," segir í tilkynningunni. Söngelskur jólasveinn í hestakerru VSÍ leggst eindregið geg n frumvarpi um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna Vill vísa frumvarp- inu til ríkisstjómar VINNUVEITENDASAMBAND Is- lands leggst eindregið gegn sam- þykkt frumvarps um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins sem nú liggur fyrir Alþingi. Telur VSÍ affarasæl- ast að frumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar svo gaumgæfa megi vinnumarkaðsáhrif málsins og aðra þætti. Þetta kemur fram í álitsgerð sem Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ hefur sent efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Er frumvarpið harðlega gagnrýnt í álitsgerðinni og segir þar m.a. að nýja lífeyriskerfið sé svo rausnar- legt að starfsmenn geti við tilteknar v n _Ar~' | :: '.• ;■' ./ / Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúöinni Æ9) SILFURBÚÐIN ^t-/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina ■ aðstæður hækkað í tekjum við að fara á lífeyri. Samkvæmt frumvarþinu eiga sjóðsfélagar rétt á lífeyri við 65 ára aidur en er heimilt að fresta töku lífeyris til sjötugs gegn auknum réttindum. Í álitsgerð VSÍ segir að þeir starfsmenn ríkisins, sem kjósi að vinna frá 65 ára aldri til 70 ára aldurs muni auka lífeyrisréttindi sín um 60% miðað við 40 ára starfsævi fyrir 65 ára aldur. „Þessi hvati er svo rausnarlegur að erfitt getur orðið að fá menn til að hætta störfum og rýma til fyrir yngra fólki áður en fyllstu réttind- um er náð. í þessu dæmi þýðir það, að starfsmaður getur farið á eftirlaun 70 ára gamall með rétt um 122% af meðalævitekjum sínum sem lífeyri. Hann hefur þá 22% hærri tekjur en hann hafði að með- altali í starfi,“ segir í álitsgerðinni og er leitt að því líkum að þetta muni kalla á sérstaka hækkun ið- gjalds launagreiðenda þegar fram í sækir þótt ekki virðist gert ráð fyrir þeim áhrifum í forsendum frumvarpsins. Tvö réttindakerfi Með frumvarpinu er verið að endurskoða lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og samkvæmt því verður núverandi réttindakerfi lokað fyrir nýjum starfsmönnum en samhliða settar reglur um nýtt rétt- indakerfi sem nýráðnir starfsmenn greiði iðgjöld til af heildarlaunum, en ekki aðeins af dagvinnu eins og nú er. Eldri starfsmenn geta einnig fært sig yfir í nýja kerfið. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að nýja kerfið veiti að meðaltali meiri lífeyrisréttindi en samkvæmt núgildandi lögum, enda greiði þeir í staðinn iðgjald af heild- arlaunum en ekki dagvinnulaun- um„ Nýja kerfinu er ætlað að standa undir sér og á iðgjald launagreið- anda á hverjum tíma að miðast við það. Samkvæmt tryggingafræði- legum útreikningum þarf nú 15,5% iðgjald til að standa undir lífeyris- réttindum. Gert er ráð fyrir að opin- berir starfsmenn greiði 4% eins og verið hefur en ríkið hækki sinn hlut úr 6% í 11,5%. , í álitsgerð VSÍ er það talið fram- faraspor að ætlunin sé að mæta kostnaði af lífeyrisréttindum opin- berra starfsmanna með fullri sjóðs- söfnun og því séu ekki efni til að gera athugasemdir við að gera sýni- legan kostnað ríkisins af þessum rausnarlegu lífeyrisréttindum, eins og j>að er orðað. A hinn bóginn sé afar ámælis- vert og óviðunandi að samhliða stórhækkun á iðgjaldsgreiðslum hins opinbera í Lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna, skuli ekki vera loku fyrir það skotið að ábyrgð á lífeyrisréttindum sé áfram felld á ríkissjóð þótt formið breytist á þann hátt', að það sem kann að vanta á að eign í sjóði ásamt framtíðar- ávöxtun standi undir lögbundnum tryggingum, á að koma fram sem hækkun á síðari iðgjaldsgreiðslum ríkisins. Víðtækur réttur Mörg fleiri atriði eru gagnrýnd, svo sem að aðild að nýja lífeyris- kerfinu sé mun víðtækari en að Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og engin takmörk séu í raun fyrir því hvaða fyrirtæki geti greitt til nýja lífeyrissjóðsins enda undir- gangist þau ábyrgð á borð við rík- ið. Því sýnist nýi lífeyrissjóðurinn ætla að heija á almennan markað sem aftur geti valdið margháttuð- um truflunum í samskiptum á al- mennum vinnumarkaði. Varar VSÍ sérstaklega við þeim kvöðum sem þetta leggi á þau fyrirtæki sem ríkið hyggist selja á næstunni eða breyta í hlutafélög, þar sem þau verði augljóslega und- ir miklum þrýstingi að tryggja starfsmönnum sínum þau lífeyris- kjör sem um ræði, og jafnframt undirgangast greiðslu iðgjalds í samræmi við stöðu sjóðsins. Eigi þessi fyrirtæki hins vegar að vera seljanleg séu ekki efni til þess að leggja á þau óskilgreindar framtíð- arkvaðir eða hærri lífeyrisiðgjöld en annars staðar tíðkast á einka- markaði því örðugt geti reynst að halda launum lægri en sem þeim kostnaði nemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.