Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 37 MENNTUN AÐSENDAR GREINAR Uthlutun úr sjóðum Leonardo 1996 Þrjú verkefni í umsjón Islendinga ÞRJÚ verkefni undir íslenskri disk og gera jafnframt aðgengilegt stjórn hlutu styrki úr sjóðum Leon- ardo í úthlutun þessa árs vegna tilraunaverkefna og tveir styrkir voru veittir til mannaskipta. Leon- ardo er starfsmenntaáætlun Evr- ópusambandsins, sem stendur yfir frá 1995 til ársloka 1999. Henni er ætlað að gefa af sér nýjungar í starfsþjálfun, að auka hreyfan- leika vinnuafls innan Evrópu, að gefa Evrópubúum tækifæri til að vinna saman og að læra hver af öðrum. Atján Evrópuþjóðir eru þátttak- endur í áætluninni, þ.e. fimmtán ríki Evrópusambandsins auk ís- lands, Noregs og Liechtenstein. Sóttu þessi ríki um styrki til alls 3.100 verkefna, þar af sóttu ís- lendingar um níu en samanlagt hlutu 793 verkefni styrkveitingu. íslendingar eru þátttakendur í 6% verkefna og hlutfall þeirra því hátt. Ingibjörg Gísladóttir deildarstjóri hjá Rannsóknaþjónustunni segir að íslendingar hafi engan styrk sótt um til rannsókna í ár og nauð- synlegt sé að hvetja menn til þess. Islensk verkefnisstjórn Verkefni sem hlutu styrki og eru undir íslenskri stjórn eru „Héraðs- bundin samvinna um efiingu at- vinnulífs" undir stjórn Markaðs- og atvinnuskrifstofu Reykjaness. í verkefninu munu þijú svæði þróa samvinnulíkan þar sem helstu full- trúar atvinnulífs og menntakerfis á hveijum stað móta í sameiningu ráðgjafarþjónustu og starfsþjálf- un. Þijú lönd auk Islands taka þátt í verkefninu. í öðru lagi verkefnið „On the Move“ undir stjórn Þjónustumið- stöðvar náms- og starfsráðgjafa. Felst það í að taka fræðsluefni á samnefndum geisladiski, þýða það yfir á þijú tungumál, setja á geisla- Styrkveitingar Leonardo áætlunarinnar 1996 1995 Fjöldi umsókna 3.100 4.542Í Fjárveiting til verkefna (millj. ECU) 112 89,7 immm Hlutfall 25,5% 16,5% Fjöldi styrktra verkefna wmmm 793 ■ÉMH 750 á alnetinu. Efninu er ætlað að veita ungu fólki svör við spurningum sem það stendur frammi fyrir hafi það áhuga á að sækja nám, starfs- þjálfun eða vinnu til annarra Evr- ópulanda. Þriðja verkefnið sem hlaut styrk er „Quality Fish“ undir stjórn Rannsóknaþjónustu Háskóla Is- lands. Verkefninu verður formlega hrint af stað á ráðstefnu um evr- ópsk samvinnuverkefni 31. janúar 1997. Auk þeirra 32 fyrirtækja og menntastofnana í átta Evrópulönd- um sem nú þegar eru aðilar að verkefninu er samstarfsnetinu ætl- að að safna þátttakendum meðal fyrirtækja og skóla í Evrópu og skapa þannig samstarfsvettvang fyrir menntun, þjálfun og nýsköp- un í fiskiðnaði. Einn þátttakenda í hveiju landi tekur að sér svæðis- bundna stjórnun innan netsins. Tvö mannaskiptaverkefni Þá voru veittir styrkir til tveggja mannaskiptaverkefna, annars veg- ar fékk Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla 9,8 m.kr. styrk til að standa undir starfsþjálfun 34 nem- enda og hins vegar Háskóli íslands 7,7 m.kr. til að standa undir starfs- þjálfun í fiskeldi fyrir 14 manns. Auk þessa hefur Landsskrif- stofa Leonardo á íslandi úthlutað um 13 m.kr. til mannaskipta. Hlutu 74 íslendingar, þ.e. ungt ómenntað fólk á atvinnumarkaði, nemendur og leiðbeinendur styrki til að afla sér starfsþjálfunar í Evrópu. Auk framangreindra verkefna má geta þess að íslendingar eru þátttakendur í 42 öðrum verkefn- um, þ.e. 13 tilraunaverkefnum og 29 mannaskiptaverkefnum. Um- sóknarfrestur um verkefni á vegum Leonardo fyrir næsta ár er 1. apríl 1997. Hlutur verkefna undir íslenskri . ' ' 1996 1995 | Fjöldi umsókna 9 11 I Heildarstyrkur l (millj. kr) 52,3 63,0 Hlutfall 55% 45% ■HÉNritaÉnÉÉiUliitapMÉtayiÉiMd * , Fjöldi styrktra verkefna 5 5 Tilraunakennsla í FS Töluverð breidd inn- an 12 manna hóps FJ ÖLBRAUTASKÓLI Suður- lands á Selfossi er með tilrauna- kennslu fyrir 12 nemendur, sem ekki höfðu nægilega undirstöðu í haust til að heija nám í svoköll- uðum 0-áfanga sem er fornám fyrir framhaldsskólanemendur. Námið stendur yfir heilan vetur og gefst nemendum kostur á að þreyta próf 0-áfanga í vor til að geta hafið eininganám næsta haust. „Það er þó ljóst að það mun ekki henta öllurn," sagði Sigurður Sigursveinsson skólameistari. Nemendur fá einkum kennslu í kjarnagreinum en auk þess er tölu- vert lagt upp úr sjálfsstyrkingu. Umsjónarmenn hittu nemendur og forráðamenn sl. sumar, þar sem m.a. var skrifað undir samning af hálfu skólans og heimilanna. Er það gert til að nemendur leggi sig fram og tryggt sé að þeir fái að- hald frá heimilunum. Sigurður segir að staða nem- enda hafi verið metin fyrir skömmu og í ljós hafi komið að töluverð breidd væri innan hóps- ins þrátt fyrir að um valinn, fá- mennan hóp væri að ræða. Sumir ættu í nokkuð alvarlegum náms- örðugleikum, m.a. vegna lestrar- örðugleika og nokkrir stæðu öðr- um framar í tilteknum námsgrein- um. Hann sagði að næsta vor yrði metið hvort þessari tilhögun verði haldið áfram innan skólans. Verðmæt saga leiklistar - Leiksögnsafn GREIN þessi er skrifuð í minningu tveggja systra og á útfarardegi annarrar. Nýlega létust með stuttu bili í Reykjavík dætur Árna Eiríksson- ar leikara, eins af frumheijum leiklistar á Islandi, Þóra og Laufey, báðar miklar höfðingskonur. Lauf- ey var ekkja Vals Gíslasonar, eins fremsta leikara okkar fyrr og síðar, og Þóra eiginkona dr. Bjama Jónssonar yfirlæknis. Atvik höguðu því þannig að ég varð báðum kunnugur og á báðum mikið að þakka. Laufeyju þekkti ég þó stórum betur, enda var hún einn af stólpum leiklistarlífs í landinu, þó að aldrei stæði hún á leiksviðinu. En mér verður oft hugsað til hennar og Guðnýjar Helgadóttur, konu Brynj- ólfs Jóhannessonar, og reyndar svo margra annarra, þegar metið er, hveija leiklistin stendur í þakkar- skuld við; hvernig hefðu þeir Valur og Brynjólfur og aðrir forkólfar leiklistarinnar átt að geta sinnt sínu tvígilda lífsstarfi, í bankanum eða hjá sjúkrasamlaginu, eða hvar það nú var á daginn og svo í leikhúsinu á hvetju kvöldi og fram eftir nóttu, ef við hlið þeirra hefðu ekki staðið konur á borð við þær Laufeyju og Guðnýju. Við þetta sem víðast myndi nú teljast tvöfalt ævistarf bættist hið þriðja, nefnilega að stjórna leikhúsinu; áður en Þjóð- leikhúsið kom til, fóru þau störf ekki síst fram á heimilum félag- anna. Það kom einnig í hlut eigin- kvennanna að sinna þeirri gestrisn- isskyldu sem á leikhúsi hvílir, hvort sem að gesti bar útlenda aufúsu- gesti eða annað gilt var tilefnið. Og gestrisin voru þau hjón Valur bg Laufey og mikið gott til þeirra að koma. Atvik höguðu því þannig, að eftir að ég kom til starfa fyrir Þjóðleikhúsið myndaðist vinátta milli Vals og Laufeyjar og okkur hjóna, og þótti mér mjög vænt um það. Oft var setið og spjallað um leiklist líðandi stundar eða liðins tíma, þannig að sýningar og atvik urðu ljóslifandi og var hlutur Lau- feyjar þar ekki síðri en Vals. Því hún var skarpnæm á leiklist, hressileg í skoðunum en jafnframt skilningsrík og átti víst ekki langt að sækja það. Þó að þær systur misstu föður sinn mjög ungar, sagði arfurinn úr föðurhúsum til sín. Og þær sýndu listinni þá virð- ingu, að þær báru gæfu til að varð- veita það sem heldur sögunni á lofti. Þau systkinin skiptu þannig með sér hlutverkum, að það kom einkum í hlut Þóru að annast ýmsa þá muni, sem komu úr búi Árna Eiríkssonar, eftir lát móður þeirra, Vilborgar Runólfsdóttur. Þarna voru ljósmyndir, leikmunir, bréf til Árna, sem gegndi lengi eins konar leikhússtjórahlutverki í Iðnó sem formaður Leikfélags Reykjavíkur til margra ára, ýmis skjöl og upp- drættir og annað það, sem segir frá leiksýningum á fyrstu tveim áratugum aldarinnar. Er þetta safn ómetanlegt, og gaf frú Þóra mér færi á að nýta mér það við samn- Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opiö daglega frá kl. 10-18. ingu leiklistarsögu á því tímabili, þar sem Árni Eiríksson er í lykilhlutverki. En hvað verður um svona verðmæti, þegar ekkert er leiksögusafn- ið? Flestar borgir í ná- grannalöndum okkar hafa komið sér upp leiklistarsögusafni, þar sem rekja má þessa sögu með sæmilega áþreifanlegum hætti. Hér hefur hvað eftir annað verið vakið máls á því, að við verðum einnig að bjarga verð- mætum okkar leiksögu frá glötun, einna fyrst í greinum Haralds Björnssonar og Lárusar Sigur- björnssonar á fimmta áratugnum, nú síðast í greinum eftir Gísla Rúnar Jónsson og Stefán Jónsson í nýútkomnum Leikhúsmálum. Sannleikurinn er sá, að víða eru til ómetanlegar heimildir - ég nefni í fljótheitum það sem ég þekki til: úr búi Stefaníu Guðmundsdóttur og Borgsystkina, frá afkomendum Indriða Einarssonar, Brynjólfs Jó- hannessonar og Haralds Björnsson- ar. En hver veit nema eitthvað leyn- ist og hjá afkomendum Friðfinns Guðjónssonar, Helga Helgasonar, Kristjáns Ó. Þorgrímssonar eða úr búi Gunnþórunnar Halldórsdóttur? Svo ekki sé nú minnst á Einar H. Kvaran. Nýlega barst mér t.d. í hendur dýrmætt bréfasafn þeirra feðginanna Indriða Einarssonar og Guðrúnar Indriðadóttur; hún er þá í Vesturheimi og er að ráða það Hvað verður um svona verðmæti þegar ekkert er leiksögusafnið, spyr Sveinn Einarsson og bendir á að í flestum nágrannalöndum séu slík söfn til. við sig kornung að gerast leikkona. En hvert á aö snúa sér með slík leiksöguleg gögn? Leiksögusafn þarf ekki yfir sig neitt stórhýsi eða glæsta sýningarsali. í raun nægir fyrst um sinn að koma upp geymslurými og skráningu svo að leikmunir og önnur gögn, sem hér um ræðir komist á einn stað og safnið fái áritun. Það þyrfti því ekki annað til í fyrstu en að ein- hver listunnandi, sem ræður hús- um, ljái safnvísinum eitt eða tvö herbergi. Sjálfboðaliðar úr leik- húsunum mundu ekki telja eftir sér að skrá safnið og sinna því, þar til því síðar vex fiskur um hrygg. Því að nú er í rauninni um björgunar- starf að ræða. Þær Laufey og Þóra Árnadætur eru hér kvaddar með virðingu og þökk. En við fráfall þeirra erum við sem eftir lifum minnt á skyldur okkar við göfugt frumheijastarf og menningarsögulegt gildi þess. Höfundur er leiksljórí og ríthöfundur. r Gœðavara GjdfdVdid mdtdr otj kdffistell. Heim Allii veiðflokkdr. m.d.f , VERSLUNIN Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gidnni Versdce. Langavegi 52, s. 562 4244. JOLAUPPBOÐ í Gullhömrum, Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 19. desember kl. 20:30 Kristín jónsdóttir, Akureyri 1920 MÁLVERK OG PERSNESK TEPPI Sýning uppboðsverka: í dag, þriðjudag kl. 12.00-22.00 Miðvikudag kl. 12.00-22.00 Fimmtudag kl. 12.00-18.00 BORG Aðalstræti 6, sími 552 4211 Sveinn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.