Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skóladagnrinn og niður- stöður TIMSS rannsóknar NÝLEGA hafa ver- ið kunngjörðar niður- stöður úr alþjóðlegri rannsókn, TIMSS, Third International Mathematics and Science Study. Þar kemur í ljós að íslend- ingar eru neðan við slakt meðallag í stærðfræði og raun- greinum. Kunnátta áttundubekkinga á íslandi er eins og miðlungs sjöundu bekkinga meðal ann- arra þjóða og varla það. Mönnum hefur orðið tíðrætt um að íslendingar séu í TIMSS-könnuninni í flokki þjóða sem þeir hafi ekki vanist að bera sig saman við. íslensku börn- in standa þó allnærri nemendum í Bandaríkjunum, Danmörku, Nor- egi og Englandi þar sem árangur er um 1-4% betri en á íslandi. Margar vestrænar þjóðir koma allmiklu betur út úr könnuninni, svo sem Frakkar, en efst á listan- um eru Austur-Asíu- þjóðirnar Singapore- búar, Kóreumenn og Japanir. Tvísetnir skólar Hitt hefur ekki komið fram að þijár þjóðir í Evrópu skera sig úr hvað snertir skólatíma, íslending- ar, Grikkir og Portú- galir. í löndum þeirra hafa skólar verið tví- setnir sem ekki tíðkast annars staðar. Sum börn eru fyrir hádegi í skólanum en önnur eftir og börnin fá bara hálfan skóladag. Það vekur furðu hve lítil umræða hefur farið fram um þetta fyrirkomulag á opinber- um vettvangi hér á landi fyrr en á allra síðustu árum. Umræðurnar hafa oft snúist um að börnin hefðu öruggan samastað á meðan for- eldrar væru í vinnu. Fræðsluhlut- verk skólanna hefur komið minna við sögu svo og tími þeirra til að sinna þeim fjölmörgu nýju fræðsluþáttum sem þeim hefur verið falið að annast. Þegar borinn er saman skólatími í löndum Evr- ópubandalagsins og EFTA kemur í ljós að ekkert land hefur jafn stuttan samanlagðan skólatíma á ári og ísland. Fjöldi skóladaga er Það fyrírkomulag að íslensk böm eru einungis hálfan daginn í skólanum, segir Kristín Bjarnadóttir, kemur illa niður á stærðfræðikennslu. sums staðar litlu meiri en skóla- dagurinn er mun lengri í öðrum löndum. Börnin eru í skólanum allan daginn í flestum löndum Evrópu. Kristín Bjarnadóttir Tíma varið til stærðfræðikennslu í grunnskólum í þrem löndum Samanburður við önnur lönd Það fyrirkomulag að íslensk börn eru einungis hálfan daginn í skólanum kemur illa niður á stærð- fræðikennslu. Við samanburð á fjölda klukkustunda, sem mælt er fyrir um að nemendur fái í stærð- fræði í Frakklandi, Danmörku og íslandi, kemur í ljós að íslensku börnin fá um helming af þeim stundafjölda sem frönsku börnin fá en um 70% af kennslustunda- fjölda danskra barna. Svo vikið sé aftur að TIMSS könnuninni kemur í ljós að frönsk börn koma mun betur út úr könnuninni en íslensk, 6% betur í 7. bekk og 10% betur í 8. bekk. Árangur dönsku barn- anna er um 1-3% betri en ís- lenskra barna. Samanburður við fyrri tíma íslenskir nemendur fá nú viku- lega 4 kennslustundir, 40 mínútna langar, í stærðfræði allan skóla- tíma sinn í grunnskóla nema 5 stundir í 10. bekk, þ.e. samanlagt 13 vikustundir eftir 12 ára aldur. Á tímum iandsprófs fengu lands- prófsnemendur 5+5+7= 17 viku- stundir í stærðfræði eftir 12 ára aldur, 45 mínútna langar, en 5+5+ 4+4= 18 vikustundir, deilt á fjögur ár, ef þeir tóku gagnfræðapróf. Meðallengd skóladags í ESB- og EFTA-ríkjum Grunnskóli Ki.7.00 8.00 9.00 10.00 11.00 12.00 13.00 14.00 15.00 16.00 1 7.00 18.00 19.00 ~+á| Belgía Danmörk Þýskaland Grikkland (1) Grikkland (2) L Spánn ■'+ Frakkland Irland □ Ítalía (2) Lúxemborg Holland Austumki U Portúgal (1) | Portúgal (2) Portúgal (3) L Fmnland (1) Finnland (2) Svíþjóð Bretland Noregur ÍSLAND (1) ÍSLAND (2) ■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■I ÍSLAND (3) Kl.7.00 8.00 9.00 10.00 11.00 12.00 13.00 14.00 15.00 16.00 17.00 18.00 19.00 HVERNIG er hægt fyrir aldraða „að lifa sjálfstæðu lífí með virðingu og reisn" svo vitnað sé í ályktun um málefni aldraðra á flokksþingi framsóknarmanna 22.-24. nóvem- ber sl., ef þeir hafa aðeins lúsabæt- ur á mánuði eða með öðrum orðum eiga ekki bót fyrir rassinn og lepja því dauðann úr skel? Er formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, var inntur eftir því af einum félaga okkar á fundi í Aðgerðarhópi aldraðra 3. desember síðastliðinn, hvemig nokkur maður treysti sér til að fleyta fram lífínu á rúmum 39 þúsund kr. á mánuði, var frekar fátt um svör, sem reynd- ar vonlegt var. Það er ekki ofsagt að við aldrað- ir séum hreinlega lagðir í einelti með linnulausum skattaálögum. Er það ef til vill á stefnuskrá stjórnarflokkanna eða réttara sagt ríkisstjórnarinnar að þjarma jafnt að ungum sem öldnum með þessum óhóflegu og gegndarlausu jaðar- sköttum, sem geta í sumum tilfell- um farið yfír 100%? í ályktun flokksþings framsóknarmanna er aðeins rætt um að létta skattbyrði ungs fólks en ekki eldra fólks. Þeir virðast því láta sér í léttu rúmi liggja þótt við höldum áfram að sligast undan þessum dæmalausu skattklyíjum okkar. Nú er svo komið að aldraðir fá ekki einu sinni að hafa þær fáu krónur í friði, sem þeim hefur tekist að aura saman af ráðdeild og sparsemi á langri starfsævi. Margur hyggur auð i annars garði. Þótt eflaust megi finna auðmenn meðal aldr- aðra, þá hika ég ekki við að fullyrða að all- ur meginþorri þeirra sé launamenn, sem hafa aldrei verið öf- undsverðir af efna- hagslegu hlutskipti sínu. Nú hyggst sem sagt ríkisstjórnin með Friðrik frækna Sop- husson fjármálaráð- herra í fararbroddi láta greipar sópa um „gilda sjóði“ þessa gamla fólks. Væri svo ekki ráð að gaml- ingjagullinu uppurnu að ráðast til atlögu við sparibauka barna. Þau liggja ekki síður vel við höggi. Þar sem við gamlin- gjarnir eigum ekki beinlínis fram- tíðina fyrir okkur, þá krefjumst við þess að jaðarskattarnir verði endurskoðaðir tafarlaust og lækkaðir og það til muna, enn- fremur að grunnlífeyrir og tekju- trygging verði aftur tengd við laun landsmanna, tvísköttun verði afnumin og skattleysismörk hækki og verði í samræmi við framfærslukostnað. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að skjóta hér inn fleygri skilgrein- ingu Winstons Churchills á stjórn- máium sem Njörður P. Njarðvík var svo vænn að rifja upp fyrir okkur nýlega í ágætri grein, er birtist í Morgunblaðinu, en Churc- hill kvað þau vera fólgin í því að segja almenningi skilmerkilega frá því sem þyrfti að gera og útskýra svo á eftir hvers vegna það var ekki hægt. Frómt frá sagt er ég ekki frá því að fjármálaráðherra okk- ar, Friðrik Sophusson, sé sömu skoðunar og ef til vill fleiri ráðherr- ar í ríkisstjórninni, en eitt skulu þessir háu herrar vita að við leggjum ekki árar í bát og hættum ekki fyrr en hægt verður að bæta kjör okkar. Við erum mörg hver orðin gráhærð og það m.a. af áhyggjum, en við erum ekki bara gráhærð held- ur líka grá fyrir járnum, því skal enginn gleyma. Svo lengi má brýna deigt járn að það bíti. Þegar Friðrik Sophusson var á fundi með okkur í Aðgerðarhópi aldraðra útskýrði hann fyrir okkur hvers vegna ekki væri hægt að bæta kjör okkar. Hann bar við algjöru féleysi og gat þess m.a. að ríkið yrði að greiða meira en 13 milljarða í vaxtagreiðslur af lánum. En það er til fé til að greiða bankastjórum ríkisbankanna og sendiherrum okkar margföld laun venjulegra ríkisstarfsmanna. Það er til fé til að greiða fyrir rándýra búslóðarflutninga sendiráðsstarfs- manna landa á milli. Það er til fé til að bæta kjör þingmanna um 40 þúsundir á mánuði, sem áttu í fyrstu að vera algjörlega skatt- ftjálsar. Það er til fé til að hlaða undir prest í útlöndum, sem engin eða lítil þörf er fyrir. Það er til fé til að kaupa hús fyrir nýja forset- ann okkar, sennilega af þeirri ein- földu ástæðu að forsætisráðher- ann vill hafa sem minnst sam- neyti við hann. Sannast ekki hér hið fornkveðna: Þröngt mega sátt- ir sitja, en óþröngt ósáttir (seinni hluti setningarinnar er mín eigin viðbót). Kaupverðið ásamt breyt- ingum, já, bráðnauðsynlegum, kvað hafa verið um 100 milljónir. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, sem sat fyrir svörum Nú er svo komið að aldraðir fá ekki einu sinni að hafa þær fáu krónur í friði, segir Halldór Þorsteinsson, sem þeim hefur tekist að aura saman af ráðdeild og sparsemi á langri starfsævi. hjá okkur 3. desember sl., taldi þingmenn ekki vera ofsæla af þessum 40 þúsundum vegna ýmiss konar rekstrarkostnaðar, er fylgdi starfi þeirra, en við lífeyrisþegar hefðum hins vegar verið alsælir að fá slíka uppbót mánaðarlega. Væri ekki athugandi að endur- skoða skattalögin í því skyni að gera innheimtuna skilvirkari, herða svo eftirlit með skattsvikum og hækka sektir. Ef þetta væri gert hefði ríkið væntanlega aukið fjármagn, já, verulega aukið fjár- magn til ráðstöfunar, sem mætti m.a. nota til að bæta kjör okkar. Spurningin er, já, stóra spurningin er hvort ekki mætti jafnvel lækka skattana til þess að menn freistuð- ust síður til skattsvika. Því hefur verið fleygt að menn séu ólíkt fús- ari til að leggja fé í flokkssjóði heldur en að telja rétt og sam- viskusamlega fram til skatts. Yrðu skattar lækkaðir minnkaði um leið freistingin til skattsvika og ríkið hefði áreiðanlega meira fé milli handanna vegna skilvirkari skatt- heimtu. Eini íslenski fjármálaráðherr- ann, sem vildi herða eftirlit með skattsvikum, var Gunnar Thor- oddsen, sálugi og naut hann þá stuðnings Halldórs Sigfússonar, skattstjóra, en hann fékk það því miður ekki vegna samráðherra sinna. Okkur skildist á utanríkis- ráðherra að skattsvik væru óað- skiljanlegur fylgifískur íslensks efnahagslífs eða eins konar ólækn- andi og ófjarlægjanlegt æxli á þjóðarlíkamanum og tóku ýmsir félagar mínir í sama streng. En ég undirritaður er ekki sama sinn- is, enda er ég sannfærður um að við getum losað okkur við þetta gamla þjóðarmein, sem skattsvik eru, ef vilji er fyrir hendi. Að lokum þetta. Á undanförn- um vikum og mánuðum hafa aldn- ir oft haft orðið, en það má víst heita það eina, sem við höldum eftir óskertu. Höfundur cr skólastjóri Málaskóla Halldórs. Aldraðir lagðir í einelti Halldór Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.