Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Niðurstöður leiðtogafundar Evrópusambandsins í Dublin um helgina EMU í auffsýn en deilu- efni ríkjaráðstefnu óleyst LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópu- sambandsins stigu stórt skref í átt til þess að gera áformin um Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU) að veruleika á fundi sínum í Dublin um síðustu helgi. Með sam- þykkt stöðugleikasáttmálans, sem setur ströng viðurlög við fjárlaga- halla aðildarríkja EMU, hefur tekizt að leysa deilu Frakklands og Þýzka- lands um það hvernig stöðugleiki hinnar nýju Evrópumyntar, evrósins, skuli varinn. Hins vegar eru ýmis mál varðandi fyrirkomulag EMU enn óleyst. Það sama á við um helztu deilumálir. á ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins. Leiðtogafundurinn tók lítt á þeim og framundan eru erfiðar samningaviðræður fram að fundi leiðtoganna í Amsterdam í júní, sem á að reka smiðshöggið á endurskoðun stofnsáttmála ESB til þess að hægt verði að taka inn ný aðildarríki. Málamiðlunin milli Frakka og Þjóðveija um stöðugleikasáttmálann felst í því að „alvarleg efnahags- kreppa“, sem getur orðið til þess að ríki fái undanþágu frá greiðslu sekta fyrir of mikinn fjárlagahalla, er skil- greind tölulega eins og Þjóðveijar vildu: tveggja hundraðshluta sam- dráttur landsframleiðslu teist „alvar- leg efnahagskreppa". Hins vegar fá Frakkar sitt fram í því ákvæði stöð- ugleikasáttmálans að sé efnahags- samdráttur meiri eh 0,75% af lands- framleiðslu, skuli það háð pólitísku mati hvort sekta eigi viðkomandi ríki. Leiðtogamir samþykktu einnig til- lögur um lagalega stöðu evrósins og um nýtt evrópskt gengissamstarf, svokallað ERM II, sem á að tryggja að gengi gjaldmiðla ESB-ríkja, sem verða utan EMU, fýlgi gengi evrósins. Ekki 811 kurl komin til grafar varðandi EMU í lokayfírlýsingu fundarins hvetja leiðtogamir stofnanir, yfírvöld og fyrirtæki til að hraða undirbúningi fyrir gildistöku EMU hinn 1. janúar 1999. Þeir leggja jafnframt til að fljótlega verði gengið frá reglum um hvernig skipta skuli gjaldmiðlum ein- stakra ríkja yfír í evró til að greiða fyrir breytingum á upplýsingakerfum fyrirtækja og stofnana. Loks fólu leiðtogamir fram- kvæmdastjóm ESB að efna til sam- keppni um útlit evró-myntar og Reuter HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, ræðir við Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Jacques Santer, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, við upphaf leiðtogafundarins í Dublin. Ákvarðanir leiðtogafundar ESB í Dublin færðu aðildarríkin skrefí nær Efnahags- og myntbandalagi. Ólafur Þ. Stephensen segir að helztu deilumál ríkjaráðstefnu sambandsins séu hins vegar óleyst. kynna úrslitin á fyrri hluta næsta árs. Á leiðtoga- fundinum voru kynntar verðlaun- atillögur í sam- bærilegri sam- keppni um útlit evró-seðla, sem að öllum líkindum verða í vösum Evrópubúa frá og með árinu 2002. Ekki eru þó öll kurl komin til graf- ar ennþá varðandi fyrirkomulag Efnahags- og myntbandalagsins. Jacques Chirac, forseti Frakklands, gaf þannig í skyn á fundinum að „pólitískt mótvægi" við hinn valda- mikla Evrópska seðlabanka kynni að verða nauðsynlegt. Frakkar vilja með öðrum orðum að stjómmálamenn hafí einhver áhrif á seðlabankann og ákvarðanir hans um gengis- og peningastefnu, en íjóðveijar leggja ofuráherzlu á sjálfstæði bank- ans. í Maastricht- sáttmálanum er raunar gert ráð fyrir miklu sjálf- stæði bankans í þeim efnum. Bretland áfram óþægur ljár í þúfu Leiðtogamir féllust á skýrslu ír- lands, núverandi forsætisríkis ESB, um stöðu samningaviðræðna á ríkja- ráðstefnu sambandsins. í henni var hins vegar ekki tekið á erfíðustu deilumálunum á ríkjaráðstefnunni og þau komu lítið til umræðu á leiðtoga- fundinum. Ljóst er að erfiðar samn- ingaviðræður em framundan, eigi að takast að ná samkomulagi fyrir *★★★* EVRÓPA^ leiðtogafundinn í Amsterdam í júní á næsta ári. Bretland mun í þeim viðræðum verða öðmm ESB-ríkjum óþægur ljár í þúfu. John Major forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í Dublin að Bretar væru andvígir auknum sammna, á móti því að veikja neitun- arvald einstakra aðildarríkja, gegn ákvæðum um að sum ríki geti farið hraðar á sammnabrautinni en önnur og andsnúnir tillögum um að bæta atvinnumálakafla við stofnsáttmála Evrópusambandsins. Loks hét Major því að þetta yrði ekki hans síðasti leiðtogafundur og hann yrði á fund- inum í Amsterdam í júní. Flestir telja þó að Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, verði forsætisráð- herra í Bretlandi eftir þingkosning- amar í maí. Stjórnarskipti í Bret- landi þýða þó ekki að allt falli í Ijúfa löð milli Bretlands og annarra ESB- ríkja; nóg er af „efasemdamönnum" í Verkamannaflokknum líka. Samkomulag á ríkjaráðstefnu forsenda stækkunar Fundinn í Dublin sóttu fulltrúar ellefu ríkja, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Þeim hefur verið heitið því að aðildarviðræður hefjist að ári. Þeim gæti þó seinkað, takist ekki að ljúka ríkjaráðstefnunni í júní. Breytingar á stofnunum ESB, sem eru til umræðu á ráðstefnunni, era forsenda þess að hægt sé að fjölga aðildarríkjum. Þrátt fyrir afstöðu Bretlands gaf leiðtogafundurinn út sérstaka yfír- lýsingu um atvinnumál, en þar segir að auka verði skilvirkni vinnumark- aðarins, gera skatta- og velferðar- kerfi „atvinnuvænni", nútímavæða vöra- og þjónustumarkað og auka samkeppnishæfni Evrópu. Þá samþykktu leiðtogamir að- gerðaáætlun um aukna samvinnu lögreglu, tollgæzlu og dómsmálayfír- valda í aðildarríkjunum til að beijast gegn eiturlyfjaneyzlu, -smygli og -sölu. Þeir kölluðu meðal annars eft- ir liðsinni væntanlegra aðildarríkja í Austur-Evrópu í þessari baráttu. Leiðtogamir sögðu að Evrópusam- bandið væri staðráðið í að skera upp herör gegn skipulagðri glæpastarf- semi og lýstu „hryllingi" vegna „við- bjóðslegrar" misnotkunar á konum og börnum í þágu kynlífsiðnaðarins. Dublin. Reuter. Skiptar skoðanir um evró-seðlana Reuter HÖNNUÐUR austurríska seðlabankans, Robert Kaliha, heldur á tillögu sinni að útliti evró-seðla, sem sigraði í samkeppni Evr- ópsku peningamálastofnunarinnar, EMI. SKIPTAR skoðanir eru um útlit evró-seðlanna, sem sigruðu í sam- keppni Evrópsku peningamála- stofnunarinnar og voru kynntir á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Dublin um helgina. Á seðlunum er annars vegar stílfært kort af Evrópu og hins vegar teikningar af brúm, gluggum, dyrum og hlið- um úr evrópskum arkitektúr. Ekki voru allir leiðtogar ESB- ríkjanna hrifnir af seðlunum. Ro- mano Prodi, forsætisráðherra ít- alíu, sagði á blaðamannafundi í Dublin að þeir væru „klúðursleg- ir“. Helmut Kohl, kanzlari Þýzka- lands, hafði áhyggjur af að litirn- ir væru of daufir og seðlarnir of líkir hver öðrum. Gamalt fólk gæti því ruglazt á þeim. VantarKýpur, Tyrkland, Balear-eyjar — og ísland John Míg'or, forsætisráðherra Bretlands, og José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, bentu á að Kýpur, Tyrkland og Balear- eyjarnar spænsku vantaði á Evr- ópukortið á seðlunum. Enginn minntist hins vegar á að ísland vantar einnig á kortið. Major sagðist vilja að einstökum ríkjum yrði leyft að setja eigin þjóðartákn á fjórðung upplags evró-seðlanna. Það væri til dæmis ófært að ekki væri pláss fyrir vangamynd Bretadrottningar á seðlunum. Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagðist hins vegar andvigur slíkum þjóðartáknum. Afleiðingin yrði aðeins sú að vin- sæiir ferðamannastaðir, til dæmis allt Suður-Frakkland, sætu uppi með seðla með útlendum táknum, sem heimamönnum þætti lítið til um, en peningarnir með frönsku táknunum yrðu hins vegar fljótir að hverfa út fyrir landsteinana sem skiptimynt. Flest síðdegisblöð í Bretlandi og Þýzkalandi úthelltu miklum fúkyrðaflaum i tilefni þeirrar til- hugsunar að þurfa að fóraa hefð- bundnum mark- eða pundseðlum fyrir evróseðlanna. Bild, stærsta blað Þýzkalands, segir þó að evró- ið hafi til þessa verið óáþreifanleg hugmynd, en það hafi breytzt eft- ir að útlit seðlanna var opinberað. „Evróið er orðið fallegt og reglu- íega evrópskt. En útlitið skiptir ekki mestu máli, frekar en útlit annarra peninga, heldur hvað hægt er að kaupa með þeim. Von- andi verður evróið jafnstöðugt og gamla góða markið okkar,“ segir í leiðara Bild. Brezka blaðið The Guardian tekur í sama streng og segir að evróið sé nú ekki lengur „hugarburður" heldur raunveru- leiki. Leiðarahöfundur blaðsins segir að myndiraar úr evrópskri byggingarlist stæðu fyrir „glugga tækifæra, brýr sátta og hlið að nýrri öld, þar sem aðildarríki sameinaðrar Evrópu munu aldrei framar fara í stríð, heldur sameinast í frið: með því að nota mikilvægasta félagslega lim, sem til er — sameiginlegan gjaldmiðil." Mótmæla skógar- höggi LINDA nokkur Darrold mótmælti skógarhöggi Svía og Norðmanna fyrir utan sendiráð þeirra fyrrnefndu í gær. Tveir félagar Darrold höfðu brugðið sér í hrein- dýrsgervi til að leggja áherslu á baráttumálið, sem er að koma í veg fyrir frek- ari eyðingu skóga á því svæði sem hreindýr halda sig yfir vetrartímann. Gorbatsjov vill banda- lag fv. sov- étlýðvelda Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, fyrr- um forseti Sovétríkjanna, sagði í gær að hann gæti hjálpað við að hrinda í framkvæmd áætlun um myndun nýs bandalags fyrrum sovétlýðvelda. Gorb- atsjov sem Rússar hafa al- mennt hundsað frá því að valdatfmabiii hans lauk með hrani Sovétríkjanna, hvatti til þess á ráðstefnu að slíkt banda- lag yrði myndað. „Eg er hlynntur því að í nánustu framtíð verði myndað nýtt bandalag fullvalda ríkis- stjóma á grandvelli jafnræðis," sagði Gorbatsjov á ráðstefnu þessari þar sem m.a. var að fínna fyrram aðstoðarmenn hans og undirsáta í stjómmála- nefnd Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna. Hvatti síðasti Sov- étleiðtoginn viðstadda til að sameinast um þetta verkefni til að unnt reyndist að leggja vandaða og raunhæfa áætlun um nýtt bandalag fyrram sov- étlýðvelda. Gorbatsjov tiltók sérstaklega að slíkt bandalag yrði að taka tillit til hagsmuna Rússa og nágranna þeirra, „borgara fyrram lýðvelda Sov- étríkjanna." Gorbatsjov er 65 ára og hef- ur að undanfömu verið á ferð um Evrópu og Bandaaríkin í því skyni að kynna endurminn- ingar sínar, sem nýverið komu út á bók. Hann hefur áður lát- ið svipuð ummæli um bandalag fyrrum sovétlýðvelda frá sér fara en það var hann sem leiddi Sovétríkin á öskuhauga sög- unnar er hann fluttist úr Kreml 25. desember 1991 skömmu eftir að Borís Jeltsín forseti Rússlands hafði ásamt leiðtog- um Hvíta-Rússlands og Úkra- ínu undirritað samning þess efnis að þau skyldu lögð af. Gorbatsjov hefur oftlega haldið því fram að sá samning- ur hafí verið bláber svikamylla sem kallað hafí hörmungar og hrylling yfir þjóðir þær sem áður mynduðu Sovétríkin. „Hvers vegna þurfti Rússland að öðlast sjálfstæði? Frá hveij- um þurftu Rússar sjálfstæði?" spurði hann á Moskvu-ráð- stefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.