Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 43 Meira tjón Breytingin á lífeyris- í kerfinu? réttarkjörum í FYRRI hluta þess- arar greinar sem birtist sl. laugardag voru rakin samskipti Miðskólans í Reykjavík við borgaryf- irvöld. Einnig var drepið á hve mikilsvert framlag Miðskólinn ggeti veitt til umræðna um skólamál í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í skólanum og í því sambandi spurt hvers vegna fræðslu- yfirvöld sýni starfi skól- ans engan áhuga. I framhaldi af því var vakið máls á samskipt- um borgara við borgar- yfirvöld. Hér verður vik- ið nánar að þessum spurningum. Eins og staða Miðskólans er í dag blasir gjaldþrot við ef ekki finnst á næstu dögum haldbær lausn á fjár- hagsvanda hans. í ljósi umræðu síð- ustu daga er slík lausn ennþá brýnni. Það væri ótrúleg kaldhæðni örlag- anna ef leggja yrði starfsemi skólans niður nú þegar brestir skólakerfisins eru í hámæli. í fyrra bréfinu sem stjórn Miðskólans sendi Reykjavík- urborg sagði hún að í hönd færi erf- ið og jafnvel sársaukafull umræða um skólamál í þjóðfélaginu, það var sagt áður en raungreinaskýrslan fræga kom fram. Miðskólinn gæti vegna stefnu sinnar og árangurs orðið afar mikilvægur hlekkur í end- urbótum skólakerfisins. Þegar borg- arfulltrúi R-listans kom fram í sjón- varpi á dögunum og var að tala um nauðsyn þess að sinna afburða- greindum börnum og að R-listinn hygðist taka það mál á stefnuskrá sína var hún að drepa á áralangt baráttumál Braga Jósepssonar o.fl. Með því að segja að afburðagreind börn væru ekki endilega böm ríkra foreldra og að þau væru af öllum kynþáttum var hún ekki að segja nýjar fréttir. Það hafa sæmilega upplýstir menn vitað síðustu aldirn- ar. Hins vegar læddist að manni sá grunur að með þessu væri borgarfull- trúinn að réttlæta fyrirhugaða af- töku Miðskólans. Hún hafi haldið að skólinn væri eingöngu ætlaður af- burðagreindum börnum efnafólks. Sannieikurinn er hins vegar sá að stefna Miðskólans er þannig, að séð er fyrir þörfum afburðagreindra barna án þess að þau séu tekin fyrir sérstaklega. Þetta dæmi leiðir hugann að því að endalaust er verið að bera fram brotakenndar lausnir á skólamálum sem aðeins taka á hluta vandans. Þær endurbætur á skólakerfinu sem nauðsynlegar eru varða allt skóla- starf, ekki síst heilsteypt innra starf og uppeldisstefnu. Það þýðir ekki að setja bót yfir bót á rassinn þegar hjartanu blæðir. Það eru mikil vonbrigði að kjörnir borgarfulltrúar og embættismenn borgarinnar hafa ekki virt svars til- Iögur og hugmyndir sem lúta að sjálfu skólastarfi Miðskólans. Aldrei var boðið upp á viðræður um það hvaða hugmyndir skólastjórnin hefði ti! að endurreisa skólann. Þess í stað er vandlega tíundað í svörum borg- arinnar að hún hafi staðið við skuld- bindingar sínar og samninga, fjár- hagsstaða skólans er notuð gegn honum, og vitnað er í jafnræðissjón- armið sem borgin þurfi að hafa í heiðri gagnvart einkaskólum. Samt er það tekið fram í bréfi að aðstæður skólanna séu mismunandi og emb- ættismaður borgarinnar viðurkenndi að misjafnlega væri gert við skólana og jafnræðissjónanniðin væru ekki nægilega vel virt. Eg sé því ekki betur en að hér sé verið að taka þau í notkun í sérstöku tilfelli, þegar hinn sterki þarf að koma höggi á þann veika. Síðustu vikur og mánuði hefur stjórn skólans, sem er skipuð bæði foreldrum og áhugamönnum um bætt skólastarf, auk margra foreldra nemenda, unnið mikið og óeigin- gjarnt starf til þess að rétta hag skólans. Ástæðurnar fyrir þeirri vinnu eru umhyggja fyrir eigin börnum og skólastarfi almennt. Erindi voru send til borgarinnar þegar ljóst þótti að skólinn gæti ekki komist yfír þannan hjalla af sjálfdáðum, en íjölmargar hugmyndir hafa verið uppi um framtíðarskipulag og fláröflun. Viðbrögðin eru, eins og áður er nefnt, skeytingarleysi kryddað með tilvísun- um í samninga og jafn- ræðissjónarmið. Svörin eru gróf lítilsvirðing við þrotlaust starf og valda því að menn fyllast svartsýni um framtíð ísiensks skóla- kerfis. Og menn fyllast ekki síður vonleysi og vantrú á heilindi kjörinna fulltrúa fólksins og embættismanna kerfisins. Eins og ég lýsti í fyrri grein minni stafar vandi skólakerfisins af brest- um í lífsháttum nútímans. Kerfið bregst, það fer að starfa sjálfstætt og fjarri þörfum þeirra sem það eiga að nota. Stundum ræða vitrir menn Ég vil heldur kljást við bresti hugsjónamanns, segir Viðar Hreinsson, í þessari síðari grein um Miðskólann, en blóð- lausa bókstafsþjónkun embættismanna og þröngsýni stjórnmála- manna. um samskipti borgaranna og kerfis- ins, sem séu um margt ólík persónu- legum samskiptum manna. Þjónusta kerfisins við borgarana byggist á einstefnu og við það verða þiggjend- ur þjónustunnar óvirkir. Þeir finna óneitanlega fyrir vanmætti gagnvart kerfinu þegar þeir rekast á ósýnilega veggi völundarhúss þar sem talandi strengjabrúður villa um fyrir þeim, þegar þeir áttu von á að hitta fyrir manneskjur sem hægt væri að ræða við eins og maður við mann. Til þess að kerfið þjóni borgurunum eins og til er stofnað þarf það að sýna þeim virðingu sem til þess leita. Til þess að kjörnir fulltrúar almennings haldi trausti sínu þurfa þeir að skilja og umfram allt virða aðgerðir fólks sem telur sig hafa það fram að færa sem bætt geti samfélagið. Viðbrögð emb- ættismanna og kjörinna borgarfull- trúa við málaleitan vegna Miðskólans og vegna annarra mála sem ekki verða tíunduð hér hafa sannfært mig um að þar sé hvorki skilnings, trausts né heilinda að leita. Nú er staða skólans sú að hann verður að leita liðsinnis annars staðar svo hann megi halda velli. Eg hef orðið var við að sumir hafa horn í síðu Braga Jósepssonar, enda hefur löngum gustað um hann. Hann hefur stundað hugsjónastarf í skólamálum sem gefið hefur góða raun. Hann hefur gert sín mistök í rekstri skólans, segja má að hugsjón- irnar hafi borið stjórnlistina ofurliði. En eftir reynslu mína af stjórnmála- mönnum og embættismönnum borg- arinnar verð ég að segja að ég vil miklu heldur kljást við bresti hug- sjónamanns en blóðlausa bókstafs- þjónkun embættismanna og nötur- lega þröngsýni stjórnmálamanna. Höfundur er bókmenntafræð- ingur, á börn í skóla og er í stjórn Miðskólans í Reykjavík. Viðar Hreinsson UMRÆÐUR um líf- eyrissjóði hafa verið mjög háværar að undan- förnu. Mikið hefur verið fj'allað um Ijárhagslega stöðu almennu lífeyris- sjóðanna og getu þeirra til þess að veita sjóðfé- lögum sínum tryggingu og lífeyri. Sjóðirnir standa misvel en full- yrða má að staða þeirra hefur styrkst verulega hin síðari ár. Frumvarpið Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um lífeyrisréttindi _ starfs- manna ríkisins. í 1. mgr. 3. gr. frum- varpsins er íjallað um aðild að hinni nýju A-deild LSR. Þar segir að sjóð- félagar í A-deild skuli vera allir þeir starfsmenn ríkisins sem náð hafa 16 ára aldri og fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga eða launaákvarðana samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga op- inberra starfsmanna, eða lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjara- nefnd. í niðurlagi 1. mgr. 3. gr. frum- varpsins segir síðan að heimilt sé að semja svo um í kjarasamningi að til- teknir hópar starfsmanna ríkisins, sem uppfylla þessi skilyrði, greiði í aðra lífeyrissjóði. Með 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins virðist eiga að neyða alla starfsmenn ríkisins til þess að greiða til hans burtséð frá því hvort þeir eigi lög- lega aðild að öðrum lífeyrissjóði skv. 2. gr. laga nr. 55/1980 um starfs- kjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda en í þeirri grein seg- ir að öllum launamönnum og þeim, sem stunda atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, sé rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, enda starfi iífeyrisssjóðurinn skv. sérstök- um lögum eða reglugerðum, sem staðfest hefur verið af fjármálaráðu- neytinu. Rétt er að staldra hér aðeins við og huga að hugtökunum starfsstétt og starfshópur. Með starfsstétt er átt við t.d. lækna, verkfræðinga, tæknifræðinga og rafiðnaðarmenn. Með hugtakinu starfshóp er átt við hóp starfsmanna. Það hugtak er mun víðtækara en starfsstéttarhug- takið þannig falla allir ríkisstarfs- menn undir hugtakið. Vandi starfsmanna 1. mgr. 3. gr frum- varpsins snertir marga greiðendur í almenna líf- eyrissjóði. Til dæmis kemur greinin illa við ýmsa félaga i Lífeyris- sjóði Verkfræðingafélags íslands. Nafn lífeyris- sjóðsins gefur ekki rétta hugmynd um sjóðinn því sjóðurinn er ekki einung- is fyrir verkfræðinga heldur er hann opinn fyr- ir alla þá er lokið hafa 90 eininga háskólanámi. Þannig eru nú í sjóðnum auk verkfræðinga t.a.m. viðskiptafræðingar, líf- fræðingar, efnafræðingar, eðlisfræð- ingar, stærðfræðingar, hagfræðing- ar, sálfræðingar, lögfræðingar o.fl. Brýnt er að réttur þessara starfs- manna ríksins verði ekki fyrir borð borinn og að þeir geti valið starfs- greinasjóð eins og nú er og lög nr. Það yrði óþolandi, segir Jón Tryggvi Jóhanns- son, að stéttarfélög réðu í hvaða lífeyrissjóð ríkisstarfsmenn greiddu. 55/1980 mæla fyrir um, en verði ekki þvingaðir inn í A-deild LSR með lagaboði. Það er nefnilega svo að þegar menn gerast félagar í lífeyr- issjóði fá menn ekki bara réttindi heldur taka menn á sig skyldur. Þannig skuldbinda t.d. þeir sjóðfélag- ar sig sem taka lífeyrissjóðslán hjá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags Is- lands til að greiða iðgjöld til sjóðsins a.m.k. út lánstímann en hann er 35 ár. Til að átta sig á hve 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins er vanhugsuð má stilla upp eftirfarandi dæmi: Lögfræðingur tekur þá ákvörðun að sækja um að gerast sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags ís- lands. Stjórn lífeyrissjóðsins sam- þykkir umsókn hans. Lögfræðingur- inn vinnur hjá einkafyrirtæki og þeg- ar hann hefur greitt iðgjöld til sjóðs- ins í 3 ár á hann rétt á lífeyrissjóðsl- áni úr sjóðnum. Hann tekur lánið og skuldbindur sig þar með til þess að greiða í lífeyrirssjóðinn áfram ella getur lífeyrissjóðurinn sagt láninu upp. Aðstæður breytast og lögfræð- ingurinn hefur störf hjá ríkinu. Lög- fræðingurinn tilkynnir launadeildinni að hann sé sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags fslands og hann vilji að iðgjöld vegna hans verði greidd þangað. Hjá launadeildinni fær hann þau svör að' stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu hafi ekki samið um það í síðasta kjarasamn- ingi og því sé það ekki hægt! Þessi ímyndaða dæmisaga mun breytast í staðreynd verði 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins að lögum. Slík tilfelli munu hrannast upp. Lokaorð Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur nú þegar mælt fyrir framangreindu frumvarpi til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins. Viðbrögð við því voru dauf en von- andi vakna þingmenn vorir og koma í veg fyrir að það renni í gegn í óbreyttri mynd. Það yrði með öllu óþolandi að það væri á valdi hinna ýmsu stéttarfélaga í hvaða lífeyris- sjóð starfsmenn ríkisins greiddu. Réttara væri að stéttarfélögin ein- beittu sér að því að fá það skjalfest að þeir starfsmenn ríkisins sem veldu að greiða í sinn starfsstéttarsjóð fengju 11,5% framlag frá launagreið- anda rétt eins og þeir sem aðild eiga að A-deild LSR munu fá verði frum- varpið að iögum. Þannig væru stétt- arfélögin á réttum starfsvettvangi. Höfundur er starfsmaður hjá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands. STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN Vinsæl jólagjöf Jón Tryggvi Jóhannsson Þónokkur fjöldi ríkisstarfsmanna fellur undir bæði hugtökin og all- margar starfsstéttir eiga sinn eigin lífeyrissjóð og mætti þannig t.d. nefna Lífeyrissjóð lækna, Lífeyris- sjóð tæknifræðinga og Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags íslands. Þrátt fyrir tilvist framangreindra lífeyrissjóða skulu allir starfsmenn ríkisins skv. 1. mgr. 3. gr. frum- varpsins um LSR neyddir til að greiða til A—deildar LSR. Skv. niður- lagsákvæði greinarinnar er það síð- an eftirlátið stéttarfélögum að semja um í kjarasamningi að framan- greindir hópar megi greiða í sína lífeyrissjóði. Frumvarpið gerir þann- ig ráð fyrir því að stéttarfélög við- komandi starfsstétta hafi það í sinni hendi hvort einstökum starfsmönn- um skuli leyft að greiða til lífeyris- sjóðs sinnar starfsstéttar. Hugnist stéttarfélaginu að semja svo um geti þannig einstakir starfsmenn átt val um það hvort þeir greiði til síns starfsstéttarlífeyrissjóðs eða í A- deild LSR. Geri stéttarfélagið það ekki situr viðkomandi hins vegar fastur í A-deildinni og getur ekki greitt í lífeyrissjóð sinnar starfsstétt- ar þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 55/1980. Tegund: 2736 Verð: 1.295,- ^ Stærðir: 41 -45 Stamur gúmmísóli og ullarfóðraðir. Úrval af flókainniskóm, leðurinniskóm og tauinniskóm. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Það vald sem stéttarfélögum er þannig veitt er með öllu óskiljanlegt. Skynsamlegra væri að leyfa um- ræddum starfsmönnum að velja til hvaða lífeyrissjóðs þeir griddu þegar þeirra eigin starfsstéttarsjóður væri til. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Sími 551 8519 / t 'Y'ofp^ori nnn STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Sími 568 9212 / INGÓLFSTORGI Simi 552 1212 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.