Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Harðhausar o g hasarmenn KVIKMYNPIR Laugarásbíö, Rcgn- b o g i n n JÓLAHASAR („JINGLE ALL THE WAY“) ★ ★ Leikstjóri Brian Levant. Handrits- höfundur Randy Kornfield. Kvik- myndatökustjóri Victor J. Kemper. Tónlist David Newman. Aðalleikend- ur Arnold Schwarzenegger, Sinbad, Rita Wilson, Phil Hartman, Robert Conrad, Martín Mull, James Belushi. 88 mín. Bandarisk. 20th Century Fox 1996. JÓLIN eru að ganga í garð, kaupsýslumaðurinn Howard Langston (Arnold) er upptekinn maður og hefur oftar en ekki gleymt fjölskyldunni í umstangi viðskiptanna. Nú ætlar hann að bæta úr misgjörðunum og gleyma ekki að kaupa handa syninum nýjasta og eftirsóttasta bama- glingrið á markaðnum, Hasar- manninn („Turbo Man“). Þá kem- ur babb í bátinn, leikfangið er löngu uppselt. Langston er ekki á því að gefast upp og beitir allri sinni kænsku við leitina og lendir þá oftar en ekki í útistöðum við póstmanninn Kurt (Sinbad), annan föður örvinglaðan í Hasarmanns- leit. Satt best að segja fór sá Schwarzeneggeraðdáandi sem þetta skrifar með nokkurn kvíð- boga á þessa nýjustu gamanmynd harðhaussins, minnugur lítilla af- reka hans í einni verstu mynd allra tíma, Junior. í stuttu máli varð hann ekki fyrir vonbrigðum, Jóla- hasar má sjálfsagt kallast fremur ómerkileg, en er engu að síður bærilegasta jólaafþreying fyrir fjölskylduna. Einkum smáfólkið, maður heyrði ekki betur en það skemmti sér konunglega. Hér er jólastressið tekið fyrir, ekki síst kaupæðið og útsmognar markaðs- setningar. Það tekur þó sjálfsagt engin ádeiluna alvarlega, enda er afurð myndarinnar, Hasarmaður- inn, eitt mest auglýsta - og selda - leikfangið vestra þessi jólin. Jólahasar er meinlaust grín og gaman, gerð til þess að koma fjöl- skyldunni í gott skap í skammdeg- is- og jólaþönkum, einn linnulaus eltingaleikur út í gegn. Levant keyrir myndina prýðilega áfram, brellurnar eru fínar, brandararnir ágætir á milli. Aukaleikarar standa sig í stykkinu, einkum Phil Hartman, sem gjörsamlega óþolandi, sjálfumglaður, smjaðr- andi og kvensamur nágranni (von- andi býr engin slíkur í nágrenni við þig!) og Sinbad, félagi hans úr Houseguest, er flinkur í teikni- myndafígúruleik sínum. Allir sem sáu Robert Conrad sem Pasquinel í Centennial þáttunum, minnast hans að góðu. Hér er hann því miður til uppfyllingar. Hvað þá með vöðvabúntið? Það slapp bless- unarlega fyrir horn núna (og aðdá- endur með skrekkinn) en snýr sér vonandi að því í framtíðinni sem það gerir best, harðhausnum. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar plötur Fjórar harmonikuplötur • ÚT eru komnar fjórar geislaplötur með harmonikuleik. A ferð ogflugi með harmoniku- unnendum nefnist geislaplata, sem Félag harmonikuunnenda gefur út. Lögin eru tekin upp á nokkurra ára tímabili og er tæpur helmingur laganna íslenskur, en hin eru norsk, sænsk, þýsk og syrpa með rússnesk- um lögum. Þeir sem leika á harmon- ikur á plötunni eru: Asgeir Þorleifs- son, Bragi Hlíðberg, Elísabet Ein- arsdóttir, Elísabet Harðardóttir, Elsa Haraldsdóttir, Elsa Kristj- ánsdóttir, Garðar Einarsson, Grétar Sívertsen, Guðmundur Samúelsson, Gunnar Auðunn As- geirsson, Hartmann Guðmanns- son, Hörður Hákonarson, Jakob Yngvason, Jón Ingi Júlíusson, Kristinn Kjartansson, Ragnar Leví Jónsson, Róbert Bjarnason, Sigurgeir Björgvinsson, Þorkell Kristinsson, Þorvaldur Björnsson og Þórleifur Finnsson. Á harmon- iku og gítar leikur Þorsteinn R. Þorsteinsson, á trommur Þórir Magnússon, og á bassa Gunnar Bernburg. Dreifing annast Japis. • Á plötunni „Kveðja “leikur Hauk- ur Sveinbjarnarson. Platan kom fyrst úr fyrir nokkrum árum á vinyl en kemur nú út á geislaplötu. Haukur Sveinbjarnarson leikur á harmoniku en með honum leika Pálmi Gunnarsson á bassa, Pálmi Sigurhjartarson á hljómborð, Þórir Úlfarsson á hijómborð, Asgeir Osk- arsson á slagverk, Wilma Young á fiðlu, Tryggvi Hiibner á gítar og Guðmundur Steinsson á slagverk. Söngvarar eru Einar Júlíusson og Barði Ólafsson. Útgefandi er Stöðin ehf. og dreif- ingu annast Skífan. • „Gömlu dansarnir og sérdans- arnir líka “ nefnistgeislaplata og snælda með Garðari Olgeirssyni. Á plötunni eru 19 danstegundir sem áhugafólk um gömlu dansana hefur beðið eftir, segir í kynningu. Undir- leik önnuðust Gunnar Jónsson trommur, Smári Kristjánsson, kontrabassi, LofturS. Loftsson, kontrabassi og Helgi E. Kristjáns- son, gítar/hljómborð. Útgefandi og framleiðandi erAI- menna umboðsskrifstofan. Dreif- ingu annast Skífan. • Neistaflug er með Karli Jónat- anssyni og hljómsveitinni Neistum sem er skipuð Pétri Urbancic á kontrabassa, Edwin Caaber á gít- ar og Inga Karlssyni á trommur. Snældan kom fyrst út fyrir fjórum árum. Á plötunni eru 14 lög og seg- ir í kynningu að „Jfar/þyki hér sýna breidd sína í gömlu dönsunum, söng- leikjatónlist og ekki síst sveiflunni sem hann er hvað þekktastur fyrir.“ Útgefandi og framleiðandi erAI- menna umboðsskrifstofan. Dreif- ingu annast Skífan. JÓLAPAKKA- MIÐSTÖÐ íMIÐBÆNUM Fyrir jólasendingar um land allt Móttaka ó Laugavegi Ajgreióslutími Landjlutninga-Samskipa, Skútuvogi 8: Mánudaga-fimmtudaga 8-17, jostudaga 8-16, laugardaga 10-14. Afgreióslutími jólapakkamióstoóvar á Laugavegi: Alla dagafrá kI.12-Iokunar verslana. ERUMMEÐ: umbúóir • merkimiða • fylgibréf HVERFISGATA Q LAUGAVEGUR C Hresst upp á Sveaborg fyrir 250 ára afmælið RÉTT fyrir utan Helsingfors er virkið Sveaborg sem stundum er kallað Gíbraltar Norðurlanda. Það er á skrá UNESCO um menningarminjar og 1998 verða liðin 250 ár frá því að það var reist. Nú á að hressa upp á það fyrir a.m.k. 40 milljónir finnskra marka (560 milljónir ísl. kr.) Sveaborg er nú orðin eins og notaleg gróðurvin sem á hverju ári laðar til sín um það bil hálfa milljón gesta sem koma þangað til þess að skoða sig um. Virkið, sem fyrrum var hernaðarmann- virki, er nú orðið þekkt menn- ingarmiðstöð. Virkisveggirnir sem vita mót hafi eru enn traust- ir og tignarlegir. Nú á að gera vandlega upp gamla herskála, garða og vegi af virðingu fyrir sögu og hefðum. í strandskálan- um, sem margir kannast við og Norræna listamiðstöðin er nú flutt úr, verða bæði sýningarsal- ur, veitingahús og lítil ölgerð. Gömul púðurgeymsla með hvelfdu þaki, þar sem sjö metrar eru til lofts, verður veislu- og fundarsalur. Varnir Finnlands Við kóngshliðið sjást enn orð- in sem þar voru letruð þegar virkið var byggt. Þau eru eins konar kjörorð um varnir Finn- lands sem þannig hljóða á ís- lensku: „Þér sem á eftir komið, standið hér á eigin jörð og treystið ekki á hjálp sem kemur að utan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.