Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Tilræðið við son Saddams Husseins Fleiri sagðir alvarlega sárir Kairó, Bagdad. Reuter. Reuter Þjóðhátíð í Kazakhstan NOKKRIR menn særðust í banatil- ræði því sem Uday, elsta syni Sadd- ams Husseins íraksforseta, var sýnt í fyrri viku. Þá hermdu óstaðfestar fréttir í gær að Uday yrði fluttur til Sviss til að gangast þar undir læknismeðferð. Dagblaðið al-Jumhouríya, sem lýtur stjórn yfirvalda í írak eins og flest annað þar í landi, vék að því í frétt í gær að Saddam Hussein hefði heimsótt son sinn á sjúkrahús og var orðalag fréttarinnar á þann veg að fleiri hefðu særst er Uday varð fyrir árásinni á fimmtudag: „Kærleikurinn og manngæskan sem hann [Saddam] sýndi syni sín- um er hin sama og hann hefur sýnt hveijum þeim sem særðist aivarlega er þessi ofbeldisfulli og glæpsam- legi verknaður var framinn," sagði í fréttinni. Eins og hinir Fram kom að Uday væri á Ibn Sina-sjúkrahúsinu í Bagdað en þangað var hann fluttur eftir árás- ina sem gerð var á fimmtudags- kvöld er Uday var á ferð í al-Manso- ur-hverfinu sem mun vera það glæsilegasta í höfuðborginni. Gífur- leg gleði greip um sig er þær frétt- ir bárust að sonurinn, sem er 32 ára, væri ekki alvarlega særður. Frekari fréttir af ástandi hans hafa ekki verið birtar. Hins vegar var frá þvi skýrt í gær að Saddam hefði gjört heyrinkunn- ugt að synir hans tveir, Uday og Qusay, væru á engan hátt frá- brugðnir sonum annarra íraskra feðra. Lét hann þessi orð falla er hann tók við árnaðaróskum íraskra ráðherra sem sameinuðust í kveðju til forsetans til að fagna því að son- ur hans hefði sloppið lífs úr ódæðinu. Sonurinn til Sviss? Arabíska dagblaðið al-Hayat, virtist í gær hafa aðrar heimildir fyrir fréttum sínum en tilkynningar stjórnvalda í írak. í frétt blaðsins, sem hefur höfuðstöðvar í Lundún- um, sagði að ákveðið hefði verið að flytja Uday til Sviss til að hann gæti fengið þar lækningu meina sinna. Blaðið hafði einnig eftir heimildamönnum sínum að kona ein sem hefði verið í bifreið Udays hefði týnt lífi í árásinni og að við rann- sókn málsins væri m.a. verið að kanna hvort önnur kona, einnig ónefn’d, hefði látið tilræðismönnun- um í té upplýsingar um ferðir Uday þetta kvöld. Fréttinni fylgdi einnig að fjöl- margir ættingjar Husseins Kamels hefðu verið handteknir að undan- förnu en Kamel var tengdasonur Saddams en var drepinn i Bagdað fyrr á þessu ári stuttu eftir að hann sneri aftur heim úr útlegð. LEIKARAR í þjóðbúningum Kaz- akhstan stilla sér upp fyrir fram- an loftbelg skreyttan þjóðfána landsins í tilefni þjóðhátíðardags Kazakha. í gær, 16. desember minntust Kazakhar þess að fimm ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Rússar láta Níkítín lausan Pétursborg. Reuter. ALEXANDER Níkítín, fv. höfuðs- maður úr rússneska sjóhernum, sem var handtekinn fyrir njósnir fyrir tæpu ári, var lát- inn laus úr varð- haldi á laugardag. Júrí Schmidt, lög- fræðingur hans, sagði að þetta væri sigur fyrir mannréttindi í Rússlandi. Aldrei hefði það gerst áður að rússneska öryggislögregian, FSB, sem er arf- taki KGB, hefði þurft að láta undan almennum þrýstingi og virða iögin. Níkftín er gefið að sök að hafa njósnað fyrir norsku umhverfis- verndarsamtökin Bellona og afhent þeim ríkisleyndarmál, sem notuð voru í skýrslu um Norðurflota rúss- neska sjóhersins. Illa á sig kominn Þótt Níkítín hafi verið látinn laus hefur málið á hendur honum ekki verið látið niður falla. Lögfræðingur Níkítíns hefur ávallt haldið því fram að í skýrslunni hafi aðeins verið stuðst við gögn, sem þegar hafi ver- ið birt, og því fái ákæran um njósn- ir ekki staðist. Níkítín var handtekinn í febrúar, en ekki ákærður formlega fyrr en í október. Kona hans, Tatjana Tsjernova, sagði á blaðamannafundi að hann væri örmagna eftir tíu mán- aða vist í litlum klefa, þar sem ekki naut dagsbirtu. Einnig hefði sjón hans daprast. KENNINGIN UM ÖRLÖG TWA-ÞOTUNNAR Öryggisstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) sagði á föstudag að samsöfnun sprengifimrar gufu í megin eldsneytistank Boeing-747 breiðþotu TWA-flugféiagsins hafi leitt til þess að þotan splundraðist á flugi 17. júlí undan Long Island í New York en þá fórust 230 manns í yfirlýsingu NTSB sagði að hiti frá loftræstitækjum undir miðtankinum kunni að hafa hitað eldsneytið í honum upp að kveikjumarki en ekki hefur tekist að útskýra hvað olli íkveikju gufunnar. Deila sljórnar og stjórnarandstöðu í Serbíu Rússar segja mót- mælin innanríkismál Moskvu. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, lýsti yfir því í gær að deila stjórnar og stjórnarand- stöðu í Serbíu væri innanríkismál. Hvatti hann önnur ríki til að hafa engin afskipti af deilunni en Vestur- lönd hafa að undanförnu aukið þrýstinginn á Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, sem ógilti sigur stjórnarandstöðunnar í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í fyrra mánuði. Prímakov lét þessi ummæli sín falla á fundi með fréttamönnum í Moskvu. Hann tók fram að Rússar hefðu „vitanlega" áhuga á fram- gangi lýðræðisins og að virðing væri í hvívetna sýnd fyrir mannrétt- indum. Sú umhyggja mætti hins vegar ekki þróast í afskipti af innanrikismálum annars rikis. Á undanförnum þremur vikum hafa magnast mjög mótmæli gegn Slobodan Milosevic, Serbíuforseta og hefur stjórnarandstaðan í land- inu krafíst afsagnar hans á þeim forsendum að hann hafi staðið fyrir stórfelldum kosningasvikum. Vísað til átaka í Júgóslavíu Utanríkisráðherrann sagði að eðlilegt væri að hefðbundnum, við- teknum aðferðum væri beitt til að koma sjónarmiðum annarra ríkja til skila við ráðamenn í Serbíu en varaði jafnframt við að óheyrilegur þrýstingur gæti orðið til þess að raska þeim viðkvæma friði sem rikti í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. Fréttaskýrendur hafa haldið því fram að lýðræðisríkin í vestri hafi ekki árætt að beita Milosevic þrýst- ingi vegna þess að hann sé í lykil- hlutverki eigi að takast að tryggja áfram frið. Er lítt dulin gagnrýni Bandaríkjamanna að undanförnu talin til marks um að ráðamenn þar hafi horfið frá þessu sjónarmiði. Prímakov kvaðt og telja að Milo- sevic ætti lof skilið fyrir að hafa boðist til að eiga viðræður við stjórnarandstöðuna og að hafa komið í veg fyrir að ástandið þróað- ist í þá átt að blóði yrði úthellt. Prímakov kvað Rússa fagna för Lamberto Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, nýverið til Serbíu en hún er talin hafa orðið til þess að stjórn- völd í Serbíu buðu í fyrri viku fulltrú- um Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til landsins til að kynna sér alla efnisþætti deilunnar og leggja fram tillögur til lausnar henni. Kofi Annan hjá SÞ er gamall skólabróðir Jóns Hákons Magnússonar „ A eftir að standa sig vel í starfi“ Hundrað fallnir í Mogadishu Mogadishu. Reuter. HÁRÐIR bardagar geisuðu í Moga- dishu, höfuðborg Sómalíu í gær, þriðja daginn í röð. Hafa nærri því 100 manns fallið í bardögum stríðs- herranna Husseins Aideed og Os- man Hassan Ali Atto, við flugvöll borgarinnar. Ottast menn mjög að átökin kunni að færast enn í aukana og að borgarastyrjöldin blossi að full- um krafti upp í landinu. Um 25 konur eru á meðal hinna föllnu en fimmtíu manns féllu þegar sprengj- um var varpað á markað í borginni. KOFI Annan, sem er nánast tryggt að verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir að örygg- isráð stofnunarinnar veitti honum einróma fylgi á föstudag, hefur hlot- ið stuðning víða um heim. „Þetta er afburða góður drengur og hann á eftir að standa sig vel,“ sagði Jón Hákon Magnússon, stjórnandi fyrir- tækisins Kynning og markaður, sem gekk með Annan í háskóla í Minne- sota í upphafi sjöunda áratugarins. Jón Hákon sagði að með sér í Macalester College í St. Paul hefðu verið nokkrir ungir og efnilegir Afr- íkumenn og hefðu Annan og hann verið í B.A.-námi í stjórnmálafræði. „Við héldum alltaf að hann rnundi fara aftur til Ghana,“ sagði Jón Hákon. „Hann var að komast til vits og ára þegar Ghana fékk sjálfstæði. Annan hafði alla búrði til þess að verða góður stjórnmáiamaður, en ég sá síðar að hann hefði aldrei þrifíst í Ghana. Hann hefði orðið fyrir barð- inu á herforingjaklíkum." Annan hefur verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðun- um frá 1993 og haft friðargæslumál á sinni könnu. Viktoria Annan, móð- ir hans sagði að sonur sinn hefði verið prakkari í grunnskóla, en kom- ist upp með það. Þegar lengra var komið skólagöngu hefði hann orðið rólegri: „Hann fór ekki út með stelp- um og var mjög strangur vegna þess að faðir hans var strangur." „Hann lítur út fyrir að vera mildur og talar lágt, en hann er ekki linur,“ sagði Essie Quainoo-Annan, systir framkvæmdastjórans tilvonandi. „Hann er fastur fyrir í rökræðum, en hækkar aldrei róminn ... Hann sættir sig ekki við málamiðlanir þeg- ar grundvallaratriði eru annars vegar og er að því leyti eins og faðir hans. Hann sagði meira að segja alltaf sannleikann þegar hann var barn og laug aldrei." Jón Hákon sagði að Annan hefði verið heiðarlegur og haft miklar væntingar fyrir hönd Afríku. „Hann var hress, skemmtilegur og vinsæll og vissi hvað hann var að gera.“ Annan er kvæntur Nane Lagergren frá Svíþjóð og eiga þau þijú böm. Jón Hákon kvaðst hafa lagt drög að því að fá Kofi Annan til að koma til Islands og tala á vegum Samtaka um vestræna samvinnu. Hann mundi halda því áfram eftir að Ghana-mað- urinn tæki við nýju embætti. Tilnefning öryggisráðsins verður í dag borin undir allsheijarþing SÞ, sem skipar framkvæmdastjórann formlega. I t I í i í i r i L f í i c c í c I 4 A í i ( ( ( I ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.