Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrír flautu- leikarar Vaðbrekka, Jökuldal. Morgnnblaðið. Á TÓNLEIKUM Tónskóla norð- ur-Héraðs, Skjöldóifsstaðadeild, léku þessir flautuleikarar á flaut- urnar sínar fyrir áheyrendur. Þeir eru talið frá vinstri: Hálfdán Eiríksson, Þórður Pálsson og Páll Snorrason. Allt frá Bach til þessa dags TÓNLIST II Ij ó ind i s k a r KRISTINN ÖRN KRISTINSSON, PÍANÓ Johann Sebastian Bach, Muzio Clementi, Friedrich Kuhlau, Lichner, Ludwig van Beethov- en, Wolfgaug Amadeus Mozart, Friedrich Burgmiiller, Robert Schumann, Pjotr Iljítsj Tsjajkovskjj, Béla Bartók, Dim- itri Kabalevskíj, Jón Þórarins- son, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Elías Davíðsson, Hallgrím- ur Helgason, Jón Leifs. mjóð- ritað í Fella- og Hólakirkju sum- arið 1996. Upptaka og hljóö- vinnsla: Halldór Víkingsson. Útgáfan er styrkt af hljóm- disk;isjóði Félags Islenskra Tónlistarmanna FERMATA hljóðritun. Skref-íslenskir tón- listarmenn. Dreifing Japis. INNIHALD þessa hljóm- disks lætur manni líða einsog maður sé tíu ára á Suzuki- námskeiði, og er ekkert nema gott um það að segja - svo langt sem það nær. Afturámóti efa ég það nái mjög langt, en auðvitað má um það deila. Píanóleikarinn er reyndar skólastjóri Suzukisambandsins, en starfar auk þess við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Vissulega er Kristinn Öm mjög góður píanisti, og sem slíkur vafalaust mjög góð fyr- irmynd ungra og upprennandi músikanta, en hljómdiskurinn virðist hugsaður og sniðinn að þörfum þeirra, sem fyrr er gef- ið í skyn. Afturámóti er mér tii efs að það sé mjög sniðugt að hugsa og hanna hlutina oní mannskapinn, í þessu efni sem öðrum. En vera má ég hafi rangt fyrir mér, þetta er allténd góð músik og vel leikin. Og sjálfsagt fróðlegt fyrir unga bytjendur að heyra alvöru píanósónötu (Mozart) vel leikna eða þá að „fylgjast með þróun- inni“ fram á okkar dag. Persónulega held ég að það hefði verið betri hugmynd að láta nemendurna sjálfa leika þessi lög (eða önnur), jafnvel þó að þeir hefðu ekki gert það eins vel. Þessi píanóleikur er fallegur og skilmerkilegur, án þess að hafa sérstakan persónu- leika (nema einnahelst í ís- lensku verkunum, ég hafði svo- lítið gaman að smáverkum El- íasar Davíðssonar, úr Á tíu fingrum um heiminn, og Jón Leifs þótti mér nokkuð góður) - það er kannski meiningin? Eg hef alltaf verið efíns um að gera mönnum (nemendur eru líka menn) of auðvelt fyrir. Þessi „auðveldleiki" gerir hlustun hálfþreytandi þegar til lengdar lætur. Samt verður maður að mæla með þessum diski - fyrir þá sem hugsa öðru- vísi. Og að sjálfsögðu fyrir kornunga upprennandi pían- ista. Um tæknivinnu og annað er allt gott að segja. Oddur Björnsson Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ákveðinn þverskurður af því sem ég hef verið að gera NÍNA Margrét Grímsdóttir píanó- leikari hefur sent frá sér sinn fyrsta geisladisk. Hún lauk meðal annars einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1985, MA mus-gráðu frá City University of London, Professional Studies Cert- ifícate frá Mannes College of Music í New York og stundar nú doktors- nám við City University of New York. Útgefandi disksins er SkrEf. „Efnið á þessum disk eru píanó- verk eftir Mozart og Mendelssohn,“ segir Nína Margrét. Ég bytja með einni af stærri sónötum Mozarts, sónötu í B-dúr, K 333. Hún er sér- tök fyrir þær sakir að í þriðja kafla hennar fellir Mozart inn kadensu sem venjulegast er sett inn í kon- serta. Á diskinum er m.a. að fínna tólf tilbrigði Mozarts í C-dúr, K 265, en þau eru byggð á franska barnalaginu Ah, vous dirai-je Mam- an, sem betur er þekkt hér á landi sem Abcd. Mozart samdi fjöldan allan af tilbrigðum og tók þá verk sem voru vinsæl og þekkt. Til- brigðaformið er náskylt því að spila af fingrum fram en Mozart var frægur og dáður fyrir það um allan heim. Verk Mendelssohns sem ég vel eru Variation sérieuses í d- moll, Óp. 54. og Rondo capriccioso í e-moll, Óp. 14 en þau sýna hann frá tveimur mikilvægum hliðum. Á diskinum eru lög sem ég hef leikið um langan tíma opinberlega, lög sem hafa lifað með mér lengi og sem hafa breyst í flutn- ingi mínum. Diskurinn inni- heldur lög sem tengd eru áföngum á tónlistarferli mínum þannig að þetta er ákveðinn þverskurður af því sem ég hef verið að gera undanfarin tuttugu ár. Mér fannst þessi tvö tón- skáld falla vel saman enda eru verk þeirra mjög skyld og margt líkt í lífshlaupi þeirra. Til að mynda lifðu þeir báðir mjög stutt, Mozart lést 35 ára gamall og Mendelssohn 38 ára. Mend- elssohn var þjálfaður í þeirri klass- ísku tónlistarhefð sem Mozart var boðberi fyrir og Mendelssohn stúd- eraði tónlist Mozarts. Mendelssohn var þar af leiðandi undir sterkum áhrifum frá honum og fyrsta verk hans fyrir fiðlu og píanó gæti verið eftir Mozart. Bach á sterk ítök í þeim báðum. Tónlist beggja virðist vera einföld á yfirborðinu, það er eitthvert sakleysi í henni en á sama tíma mikil dýpt. Það er samhljómun í verkum þeirra þó að í sjálfu sér tilheyri Mendelssohn meira róman- tísku stefnunni. Árið 1997 verða liðin 150 ár frá því Mendelssohn lést og í tengslum við það hafa rannsóknir á lífi hans og verkum aukist. Áður fyrr litu menn á hann eingöngu sem höfund léttklassískrar tónlistar sem auð- velt er að hlusta á en nú hefur hann verið endurmetinn og þá dregið fram hversu alvar- legt tónskáld hann í raun var. Ástæða fyrir því að hann var ekki talinn mög alvarlegur höfundur er lík- lega sú að hann var ekki dæmigert tónskáld sem barðist fyrir hverri brauð- sneið því hann var af vel menntuðu efnafólki. Var- iation sérieuses sýnir mjög glöggt þá miklu dýpt sem er í verk- um hans. Þetta er eitt af merki- legri tilbrigðaverkum sem til eru frá nítjándu öld fyrir píanó. Ólafur Elíasson, forstöðumaður fyrir SkrEf útgáfunni, bauð mér að taka þátt í starfsemi þeirra á þessu ári og lét ég slag standa. Ég undirbjó mig sérstaklega í vor og sumar með því að leika þessi verk. Hljóðritunin átti sér stað í Digraneskirkju seinni hluta ágúst- mánaðar. Mér var veittur styrkur úr hljómdiskasjóði Félags íslenskra tónlistarmanna og það er mikilvæg viðurkenning. Það er alltaf vand- kvæðum bundið að hljóðrita píanó- tóna því að þeir vilja bjagast mik- ið. Ég er ánægð með útkomuna en diskurinn hefur fengið góðar við- tökur erlendis eins og hér. Hann var til dæmist leikinn talsvert á CJRT - FM Classical Radio í Tor- onto í Kanada. Ég er sérstaklega ánægð með að hafa komið þessu í verk því þetta er mikilvægur áfangi á mínum ferli.“ Nína Margrét Frábær gítarleikur TÓNLIST III j ó m d i s k a r NORTHERN LIGHT Kristinn Árnason leikur á gítar verk eftir Sor og Ponc. Hljóðritað og framleitt af Reyni Thor Finnbogasyni og Jos Vermeulen. Tekið upp í Bethanienkloster, Amsterdam. ARSIS Classics 96009. Dreifing: Japis. FERNANDO Sor fæddist í Barc- elona 1778 og hlaut menntun sína í kórskóla Montserrat-klaustursins (sem menn ættu að heimsækja - en lofthræddir að forðast). Hann bjó fyrri hluta ævinnar á Spáni, í Barcelona og Madrid, og samdi á þeim árum m.a. sinfóníur, strengja- kvartetta og óperu, en einnig verk fyrir gítar. Seinna hluta ævinnar bjó hann ýmist í París eða London. Sor vakti fljótlega athygli sem gít- arsnillingur og tónskáld. Hann var og þekktur fyrir ballett-tónlist (Cendrillon var fluttur oftar en 100 sinnum í Parísaróperunni og einnig Bolshoj leikhúsinu í Moskvu árið 1823). Hann dó í París árið 1839. Hér eru flutt fímm verk eftir Sor: Grand solo, þijár Stúdíur, nr. 9, 4 og 10, og Grand Sonata nr 2 op 25. Manuel Ponce fæddist í Mexikó 1882 og deyr árið 1948. Hann nam tónsmíðar m.a. í Bologna og Berlín, en á árunum 1915-17 dvaldist hann í Havana á Kúbu og kynnti sér tónlistararf innfæddra. Ponce dvaldi í París á árunum 1925-33 og nam tónsmíðar hjá Dukas, varð fyrir áhrifum franskra impression- ista og kynnti sér nýklassíska tón- smíðatækni. Hann hóf að semja verk fyrir gítar að áeggjan Sego- via. Meðal þeirra verka má nefna Concierto del Sur (fyrir gítar og hljómsveit) og fjórar sónötur, en þá þriðju má heyra á þessum hljóm- diski. Áuk sónötunnar eru hér tveir yndislegir og „ófrumlegir" þættir úr Svítu í a-moll. Allt er þetta hin besta tónlist, sumt afar fallegt. Kristinn H. Árnason lauk B.M. prófi frá Manhattan School of Music, þar sem kennari hans var Nicolas Goluses, en einnig lærði hann hjá Gordon Crosskey og José Tomas, á Englandi og Spáni. Hann hefur haldið fíölda einleikstónleika á íslandi, Ítalíu, í Bandaríkjunum og í Wigmore Hall í London. Hann hefur hljóðritað fyrir hljóðvarp og sjónvarp og leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta er annar hljóm- diskur Kristins sem hljóðritaður er fyrir ARSIS Classics, en sá fyrri (með verkum eftir Barrios og Tar- rega) var tilnefndur til íslensku tón- listarverðlaunanna og verðlauna Aflvakans. Af þessu öllu má ráða að hér er á ferðinni feiknagóður gítarleikari, sem hefur vakið mikla athygli á seinni árum. Ég skrifaði allítarlega um fyrri hljómdiskinn og sé ekki ástæðu til að endurtaka það að þessu sinni. Aðeins að minna á að hér er um að ræða mikinn snilling á þetta göfuga en vanmetna og oft misnotaða hljóðfæri. Þessi hljóm- diskur er nauðsynleg og sjálfsögð viðbót við þann fyrri, einnig til að kynnast verkum þessara spænsk- ættuðu tónskálda frá ýmsum tíma. Oddur Björnsson 4 sýningar eftir af Svaninum NÚ standa fyrir dyrum síðustu sýningar að sinni á Svaninum eftir Elisabetu Egloff, á Litla sviði Borgarleikhússins. Ástæðan er sú að svanurinn sjálfur, Ingvar E. Sigurðsson leikari, er á leið í leyfi erlend- is. Aðrir leikendur eru: María Ellingsen, sem fer með hlut- verk Dóru hjúkrunarkonu og Björn Ingi Hilmarsson, sem leikur Kevin mjólkurpóst. Leikstjóri er Kevin Kulkhe. Næstu sýningar á Svanin- um verða milli jóla og nýárs, laugardaginn 28. desember og sunnudaginn 29. desember kl. 20. Jólabókaflóð Sigurdísar SIGURDÍS Arnarsdóttir myndlistarmaður hefur opnað vinnustofusýningu að Lauga- vegi 53b. Sýningin kallast Bækur Sigurdísar og á henni gefur að líta jólabókaflóð lista- konunnar, fjölmörg verk unnin úr og á bækur. Sýningin stend- ur í desember. Sigurdís er Vestmanneying- ur sem nam við Myndlistaskól- ann á Akureyri 1989-1994. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum innan lands og utan á síðustu árum. Sýningin er opin alla daga. Ný vinnu- stofa á Laugavegi NÝLEGA var opnuð vinnu- stofa og sýningaraðstaða í Litla rauða húsinu, Laugavegi 27. Björg ísaksdóttir listakona og eigandi hússins opnaði með kynningu á eigin verkum þann 7. desember. Þar eru nú til sýnis og sölu málverk, smá- myndir, glerlist og margt fleira. Ætlunin er að framvegis verði listafólki á öllum aldri gefinn kostur á að koma verk- um sínum á framfæri með því að leigja sýningaraðstöðuna. Hljómplötur seljast betur en í fyrra SALA á hljómplötum hefur farið mjög vel af stað fyrir þessi jól og er útlit fyrir að hún verði nokkru meiri en í fyrra á þessum síðasta árs- fjórðungi og heildarhljóm- plötusala alls ársins því nokk- uð meiri en á liðnu ári, að því er fram kemur í frétt frá Sam- bandi hljómplötuframleiðenda. Samkvæmt upplagseftirliti Hagvangs hf. nam söluaukn- ingin fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs rúmum 12%. Gert er ráð fyrir að um 150 plötur verði gefnar út fyrir jólin en áður hafa komið út á árinu um 50 íslenskar plötur. Hlutdeid safnplatna hefur far- ið sívaxandi sem er í samræmi við þróun í öðrum Evrópulönd- um. Tónleikar falla niður KAMMERTÓNLEIKAR Tón- listarskólans í Reykjavík sem vera áttu á morgun, miðviku- daginn 18. desember, falla nið- ur vegna veikinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.