Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 33 LISTIR Fjögur óperurit Að því slepptu að hlusta á tónlist finnst tónlistarunnend- um fátt skemmtilegra en lesa um hana. Árni Matthíasson fletti tímaritum sem helguð eru óperutón- list, þar á meðal nýju riti frá Gramophone. Opera BRESKA Gramophone-útgáfan sendi fyrir skemmstu frá sér fyrsta tölu- blaðið af nýju riti sem fengið hefur heitið International Opera Collector, eða IOC. Það rit leggur til atlögu við nokkur önnur sem helgað hafa sig óperum, þar af eru fáanleg hér á landi The Opera Quarterly, Opera Now og Opera. International Opera Collector, er eins og nafnið bendir til ekki síst ætlað söfnurum, en áður hefur Gramophone sent frá sér tímarit fyrir tónlistarsafnara sem vel var tekið. í að- faraorðum segir ritstjóri IOC, Michael Oliver, sem hefur skrifað um sígilda tónlist fyrir Gramophone í íjölda ára, að óperuunnendur séu þolinmóðari en aðrir og láti meira yfir sig ganga; þeir kvarti ekki þegar sýningarstjórar óperu fái meiri athygli en tónskáldið og lista- mennirnir, þegar það sé almenn trú manna að einungis séu til þrír tenórar í heiminum sem að auki lítilsvirði listina í sölumennsku sinni, og ekki geri óperuunnendur athugasemd við það hve dýrt sé að fara á óperu og finnist ekki ástæða til að bera hönd fyrir höfuð sér vegna krafna um að ríkisstyrkir verði afnumd- ir í óperuheiminum. Oliver gerir að tillögu sinni að óperuunnend- ur rísi upp og láti til sín heyra enda þrífist sitthvað í óperuheiminum unnendum tónlistar- innar til ama. IOC sé ekki síst ætlað að láta til sín taka á þeim vettvangi og efla umræðu, en fyrst og fremst eigi blaðið að miðla fróð- leik og skemmtun þeim sem áhuga hafa á hinni göfugu sönglist. í fyrsta tölublaði IOC er margt að finna fróðiegt, þar á meðal bráðskemmtilegt viðtal við frönsku sópransöngkonuna frægu Régine Crespin, sem hóf feril sinn með því að segja Herbert von Karajan að hún kærði sig ekki um að syngja hlutverk Elisabettu í Don Carlo Verdis, vegna þess að það væri ekki nógu skemmtilegt fyrir sinn smekk. Karajan tók því svo illa að hann yrti ekki á hana í tvö ár, en það kom ekki að sök, ferill Crespin var rósum stráður þar til hún dró sig í hlé fyrir fimm árum Grein er í blaðinu um Mariu Callas og Madame Butterfly, og í framhaldi af því grein um sjóræningjaútgáfur, meðal annars á Callas og fleiri goðsagnakenndum söngvurum. Viðtal er við William Christie meðal annars um nýja útgáfu hans á Þeodóru Handels, umíjöllun er um það hvers vegna erfiðast af öllu sé að syngja á frönsku, sagt frá áhrifum ritskoðun- ar á óperur frá upphafi fram til daga Sjostako- vitsj og margt fleira mætti telja. Opera heitir mánaðarrit sem stofnsett var aðjarlinum af Héraskógi 1953. Á hvetju hausti kemur út sérstakt blað sem helgað er tónlistar- hátíðum ársins og í hátíðarheftinu þetta árið er meðal annars fjallað ítarlega um Glyndebo- urne-hátíðina. Þá umfjöllun skrifa nokkrir höf- undar ritsins, þar á meðal ritstjórinn, Rodney Milnes, en þau verk sem sett voru upp á Glyndebourne fá öll drjúga umfjöllun, Þeodóra, Cosi fan tutte, Jevgení Onegín, Arabella, Lulu og Ermione, allt frá barokóperum til Vínarskó- langistar. Margar sýningar af hverri óperu eru teknar fyrir og sýnist sitt hvetjum. Einnig eru greinar um hátíðina í Savonlinna, Edinborg, Aix og Salzburg. Meðal efnis eru síðan vanga- veltur um valdabaráttu í Bayreuth, en þar hamast Nike Wagner, dóttir Wielands og því barnabarn Richards, að frænda sínum Wolf- gang, sem hefur stýrt Bayreuth síðan Wieland leið. Wolfgang hefur haldið fast um taumana og lýst því yfir að enginn innan fjölskyldunnar sé hæfur til að taka við af sér. Nike er á öðru máli og segir fullum fetum að Wolfgang hafi leitt Bayreuth-hátíðina í ógöngur og niðurlæg- ingu. Þessi krytur hefur aukið á ófriðinn innan fjölskyldunnar, sem var nægur fyrir, en dóttir Wolfgangs, Eva, er almennt talinn líklegasti arftaki Wolfgangs, ekki síst þar sem hún hef- ur st'arfað innan óperunnar árum saman, með- al annars í Bayreuth, þá Lundúnum og nú í París. Á hæla greinarinnar um valdabaráttuna inn- an Wagner-flölskyldunnar er síðan grein um listrænt gjaldþrot Bayreuth-hátíðarinnar eftir sama og skrifaði greinina um átök Nike og Wolfgangs. Hann segir að hátíðin standi betur en nokkru sinni fjárhagslega, allur búnaður og húsakynni nýuppgerð og ævinlega fullt út úr dyrum. Þrátt fyrir það sé listrænn metnað- ur enginn, engin heildarstefna sjáanleg og engin listræn endurnýjun; algjört listrænt gjaldþrot. Opera Now Opera Now er mánaðarrit, einnig gefið út á Bretlandi, og haustútgáfa þess er sérstak- lega helguð alþjóðlegum stjörnum, aukinheld- ur sem blaðið velur listamann ársins, að þessu sinni finnsku söngkonuna Karitu Mattila. Valið segir ritstjóri blaðsins meðal annars fyrir frammistöðu hennar í hlutverki Elisabetu í Don Carlos, sama hlutverki og Crespin fannst ekki nógu skemmtilegt eins og rakið er í IOC. Viðtal er við Kartiu Mattila innan í blaðinu, en þar segir hún meðal annars frá námsárum sínum og því að hún vilji ekki vinna of mikið; henni sé sama þó hún eigi ekki eftir að verða rík og fræg, það sé henni svo mikils vert að eiga ríflegar frístundir. Grein er um Donizetti í tilefni af 200 ára afmæli hans og John Steane, sem er einnig einn af höfundum Gramophone, spáir í hvaða söngvarar hafi best flutt Donizetti í gegnum söguna, spáð er í hvaða söngvarar eigi eftir að vekja athygli á næsta ári, langt viðtal er við Joan Sutherland, mikið er um tónleikadóma úr öllum heimshornum og fjöldinn allur af diskum er veginn og metinn. The Opera Quarterly Bandaríska fjórðungsritið The Opera Quart- erly er líklega veigamesta ritið af þeim sem hér hafa verið talin upp. Það er gefið út af háskólaprenti Duke háskóla í Durham í Norð- ur-Karólínu. í heftinu sem hér er skoðað er meðal annars grein eftir Charles Gounod þar sem tónskáldið rökstyður hvers vegna tón- skáld ættu að fá að stjórna eigin verkum sér- staklega ef ópera á í hlut, en það var víst alsiða í Frakklandi á einni tíð að tónskáid fengu litlu um ráðið hvernig verk þeirra voru sett á svið. Bráðmerkileg grein er um sögulegan bakgrunn Lakmé Donizettis, Hunter Grubb Hannum leið- ir rök að því að Ariadne frá Naxos og Meistara- söngvararnir eftir Wagner hafi sama inntak þótt ólík verk séu. Löng grein er um ítalska söngvarann Fracesco Tamagno, sem kallaður var mestu söngvari nítjándu aldarinnar og þeir sem heyrðu sögðu að Otello hans væri ólýsanlegur. John Stratton veltir fyrir sér upp- tökum þeim sem til eru af söng Tamagnos frá síðustu æviárums hans og segir að vissulega hafi hann haft sjaldgæfa rödd og stórkostlega á köflum, en sitthvað sem hann hafi gert til að heilla áheyrendur á sinni tíð gangi ekki eins í augun á nútímahlustendum. Fjölmargir dóm- ar eru í The Opera Quarterly, bókadómar all- langir, þar á meðal dómar um tvær umdeildar bækur, ævisögu Mozarts eftir Maynard Solom- on og bók um gyðingahatur Wagners eftir Marc A. Weiner, og margir dómar um mynd- bönd og geisladiska. Fyrst ég annars hjarta hræri TONLIST II l j ó ni (I i s k a r BELLMAN Á ÍSLANDI Söngvar eftir C.M. Bellman (1740- 1795). Islenskar þýðingar sungnar við nýjar útsetningar. Söngvarar: Árni Bjömsson, Ásgeir Böðvarsson, Einar Clausen, Guðni Franzson, Gunnar Guttormsson, Margrét Gunn- arsdóttir, Snorri Baldursson. Kvart- ettinn Ut í vorið: Halldór Torfason (tenór), Einar Clausen (tenór), Þor- valdur Friðriksson (bassi), Ásgeir Böðvarsson (bassi). Hljóðfæraleikar- ar: Gerður Gunnarsdóttir, fiðla, bakkrödd (5), Claudio Puntin, klarí- nett, bassaklarínett, taragot, flöskur, slagverk, Rolf Marx gítar, Maitin Wind bassi. Útsetningar: Claudio Puntin, Nikos Platyrachos (8,15). Hljóðritun fór fram í hljóðstofu FIH í júlí 1996. Upptaka og hljóðblöndun Ari Dan. Stjóm upptöku: Claudio Puntin, Gerður Gunnarsdóttir. Út- gefandi: Gunnar Guttormsson. Dreif- ing: Japis. RÉTT er að taka fram að hér er ekki um að ræða hefðbundinn Bellman, nema hvað söngvarar eru ansi alþýðlegir, fyrir utan ágætan kvartett (3, 8, 12 og 15 Hjá lind sem áfram líður í ansi góðri þýð- ingu Hjartar Pálssonar). Utsetning- ar Claudios Puntins eru töluvert óvenjulegar og sérstakar, blanda af gömlu og nýju, Ijúfum lögum (sem fyrir eðlilegan misskilning eru kennd Bellman, enda gerði hann þau fræg) og skrítnum „nútímaleg- um“ hljómum, sem þó passa yfir- leitt ágætlega. Nikos Platyrachos fer „hefðbundnari" leiðir og ánægjulegar í 8 (Sælinú bræður í snaggaralegri þýðingu Árna Sigur- jónssonar) og 15. Hvað sem því líður eru hér sungnar þýðingar úr bók Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, Bell- maníönu og nokkrar nýrri, sumar gerðar í tilefni af útgáfu hljómdisk- ins. Og einsog fyrr segir eru útsetn- ingar nýstárlegar enda allar nýjar. Og söngurinn oft ansi skemmtilegur og fjölbreytilegur. Þessi hljómdiskur kemur ekki í staðinn fyrir Sven Bertil Taube og Stockholms Barockensemble og aðra slíka, en hann er skemmtileg viðbót. íslensku textarnir við Bell- manslög eru orðnir margir og marg- víslegir, frumsamdir og þýddir. Jón- as Hallgrímsson samdi Borðsálminn alkunna, Jón Thoroddsen orti Rokk- vísu og Kristján Fjallaskáld samdi texta við nokkur lög á skólaárum sínum. í Söngbók Hins íslenska stúdentafélags (stundum kölluð Brennivínsbókin) frá árinu 1894 birtust tuttugu kvæði við sautján Bellmanslög, þar af níu eftir Hann- es Hafstein (aðeins eitt er þýðing). Allir þekkja Guttavísur Stefáns Jónssonar og Bellmanslögin hafa verið í miklu uppáhaldi hjá íslensk- um kvartettum og ekki síður í tví- söng (með réttum textum). En Bellman var umfram allt skáld og trúbador, og því rnikill akkur af góðum og snjölium þýðing- um. Útgáfa hljómdiskins er framúr- skarandi vönduð, falleg og ítarleg, en Árni Björnsson annaðist ritstjórn bæklings. Hljóðritun fín. Oddur Björnsson Hrátt úr hafi HÖNNUN L i s t h ú s Ó f e i g s HÚSGÖGN Frank Reitenspiess. Opið virka daga kl. 10-18 og iaugardaga kl. 11-14 tíl 24. desember; aðgangur ókeypis. ÞAR sem við íslendingar höf- um lengstum ekki haft eigin skóga til að smíða úr, er nánast undravert hve mikið er samt sem áður til að smíðisgripum úr tré frá fyrri öldum, og Ijóst að meðal landsmanna hefur margur verið dverghagur á þennan efnivið, þegar hann fékkst. Innflutningur timburs hefur lengstum verið takmarkaður, en timbur barst hingað einnig með hafstraumum - og þar hafa Strandirnar einkum notið góðs af. Strandamenn hafa að líkind- um alla tíð nýtt reka til smíða, og svo er enn; síðustu ár hefur rekaviðurinn einnig sótt á ýmsa myndlistarmenn sem hráefni til frekari úrvinnslu, og liggur bein- ast við að nefna völundinn Sæ- mund Valdimarsson í því sam- hengi. En fleiri hafa orðið til að nýta rekavið til listsköpunar, og hér getur að líta dæmi um húsgögn, sem þýski listamaðurinn Frank Reitenspiess hefur hannað úr þessum efniviði. Frank hefur búið hér á landi um nokkurt skeið og m.a. heillast af þeim möguleikum, sem þetta hráefni býður upp á, og því safnað rekavið til úr- vinnslu á eigin hugmyndum. í stað þess að fjarlægja grámann og vinna það inn að kviku timb- ursins hefur hann kosið að láta yfirborðið halda sér og vinna í kringum það með öðrum efnum. Þetta tekst vel hér, og þannig helst ákveðinn heildarsvipur á hönnuninni sem vísar til hráleika efnisins, sem er vissulega eitt helsta einkenni þess. Þar sem hver rekin spýta er sérstök verður ekki um stöðlun að ræða í slíkri hönnun, heldur verður hver hlutur að mótast af hráefninu og verður þar af leið- andi einstakur. Hér má sjá borð, kolla, hægindastól, hillur, fata- hengi, spegil og veggklukku, svo eitthvað sé nefnt, þar sem hver hlutur er mótaður út frá því efni sem hönnuðurinn hefur valið til verksins. Samþætting rekaviðar- ins og annarra efna er unnin af mikilli kostgæfni, þar sem hlutur rekans er greinilega hafður að leiðarljósi. Það vekur athygli hve stór hluti þess rekaviðar sem hér er notað- ur er unnið timbur fremur en hráviður; tilsniðnir bitar, fjalir eða drumbar fremur en heil tré. Þetta minnir á að sá rekaviður sem berst hingað til lands er all- ur afrakstur skógarhöggs í Norð- ur-Rússlandi, og umtalsverður hluti þessa timburs hefur verið unninn að nokkru, þegar hann hefur tapast til hafs. Þaðan kemur þetta timbur um síðir til okkar sem hráefni af hafi, og vinnslu þess er endalega lokið - á stundum sem hrein lista- verk, líkt og hér, þar sem efnið fær fyllilega notið sín til framtíð- ar. Eiríkur Þorláksson Rithöfundar • • hjá Ommu UNDANFARIN miðvikudagskvöld hefur Amma í Réttarholti fengið til sín rithöfunda í heimsókn og lesa þeir úr nýútkomnum verkum sínum. Miðvikudagskvöldið 18. desember verða hjá Ommu þau Vigdís Gríms- dóttir, Gunnar Smári Egilsson; Ól- afur Haukur Símonarson og Óttar Guðmundsson. Þetta verður síðasta upplestrar- kvöldið hjá Ömmu að sinni, hefst kl. 21 og stendur eins lengi og efni og ástæður teljast til. ***!*>'* FLÍSAR Itz 1 llfe Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 567 4844 • aSCOril Hasier • Frímerkjavél framtíðarinrar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.