Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jólaskraut TÓNLIST llallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Jeaii Galard. Viðfangsefni, frönsk orgeltónlist. 15. desember i.o. 20/30. FRANSKT frá upphafi til enda og jólaljósin tindruðu í öðru hvoru verki sem dómorganistinn í Beau- vis lék. Galard byrjaði á jólaað- ventutónlist, Á la venue de noél, eftir 17. aldar tónskáldið Nicolas Lebegue. Þetta verk, svo og önnur sem á eftir komu, eru skrifuð fyrir hljómborð, án fótspils. Galard kunni vel að nýt.a raddir orgelsins og sýndi strax góða leikni á hljóm- borðið, stíllinn var á sínum stað. í næstu verkum, eftir annað 17. ald- ar tónskáld Jean Francois Dandrieu, sýndi Galard aftur þessa dirfsku í raddavali, stundum heyrði maður nýja liti í orgelinu og einu sinni lá við að hann gengi of langt í notkun yfirtónaradda - en slapp fyrir horn. Enn einn 17. aldar höf- undurinn, þessa þriggja frönsku tónskálda þekktastur, Louis Claude Daquin, reyndar fæddur rétt fyrir aldamótin 1800. Eftir Daquin lék Galard tvö jólalög Noél sur les flút- es og Noél en sol-majur. Það síðar- nefnda var leikið í mjög hröðu tempói og fannst mér kannski að jólaskrautið viki svolítið fyrir glans- mynd leikninnar. Fjórði höfundur- inn í þessum hópi var Marcel Dupré, sá frægi orgelleikari og frægur ekki síður fyrir spunahæfi- leika sína, en verkin sem hann spann á tónleikum átti hann til að skrifa upp mörgum árum seinna, slíkt var minni hans. Tilbrigðin Variations sur un noél er langur, gagnsær og langdreginn tónbálkur og sumir mundu segja að væri fjaðrafok út af engu, en getur sleg- ið ryki í augu margra vegna lipurs fingraspils. Inn á milli þessara verka kom Pastorale eftir César Franck, sem Galard skreytti margs konar litrófí, sem e.t.v. er frönsk aðferð. Úr „Fæðingu frelsarans", eftir 0. Messiaen lék Galard tvö verk, Hirðana og Guð á meðal vor. Bæði verkin liðu við of mikinn hraða, sérlega þó síðara verkið þar sem flestum lögmálum Messiaens sjálfs var rutt úr vegi. Á Klais-orgelið er hægt að komast nálægt því raddavali sem Messiaen sjálfur ætlast til að nokkumveginn sé haldið, nákvæm hrynjandi er skrif- uð í nótumar, sem Messiaen ætlast til að sé haldin, nótumar fyrir fót- spilið era ekki margar, en óþægi- legar, engu að síður þarf helst að hitta á þær allar og kannske enn frekar fyrir það hve fáar þær era. Allt þetta var óskýrt í leik Gal- ards, en kannski er þetta jú ein- hver ný frönsk aðferð. Galard lauk tónleikunum með spuna yfir Nóttin var sú ágæt ein, lag Sigvalda Kald- alóns og virtist Nóttin - ekki eiga illa við franskan hljómagang. Ragnar Björnsson Webber-upp- færsla vestanhafs SÖNGLEIKUR Andrews Lloyds Webber, „Svo að berist með vind- inum“ var frum- sýndur í Wash- ington í liðinni viku en það er í fyrsta sinn sem söngleikur sem Webber fram- leiðir, sést utan Lundúna. Leik- stjóri verksins er Hal Prince en David Gaines fer með eitt helsta hlutverkið. Morgunblaðið/Kristinn HELGA Elínborg Jónsdóttir í hlutverki sínu. Heimur Guðríðar í Seltjamameskirkju LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Símon- ardóttur í kirkju Hallgríms verður sýnt í Seltjarnarneskirkju miðviku- daginn 18. desember. Dagurinn var valinn til þess að heiðra minningu Guðríðar Símonardóttur sem lést í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 18. desember 1682. Sýningin hefst klukkan 20.30. Leikritið Heimur Guðríðar, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, var frumsýnt á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í júní 1995 og voru að- eins ætlaðar á því tvær sýningar. En vegna eftirspurnar og áhuga hefur það nú verið sýnt á annað ár í fjölmörgum kirkjum víða um land. „í leikritinu er á áhrifamikinn hátt rakin ævi- og píslarsaga Guð- ríðar Símonardóttur sem var ein- stök fyrir margra hluta sakir. Þessi sjómannskona úr Vestmannaeyjum var í hópi tæplega 400 íslendinga sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627. Hún var ein fárra sem náðu aftur heim til íslands. Á heimleið frá Alsír kynntist hún ungum mennta- manni í Kaupmannahöfn, Hallgrími Péturssyni, sem síðari tímar þekkja fyrst og fremst sem Passíusálma- skáldið. Sambúð þeirra, sem hófst í trássi við lög og rétt, stóð til æviloka og hefur löngum vakið þjóðinni forvitni ogjafnvel hneyksl- un,“ segir í kynningu. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir, sem báðar leika Guðríði á ólíkum ævi- skeiðum og Þröstur Leó Gunnars- son er í hlutverki Hallgríms. Tón- list er samin og leikin af Herði Áskelssyni en búninga gerir Elín Edda Ámadóttir. Höfundur leik- ritsins, Steinunn Jóhannesdóttir er einnig leikstjóri sýningarinnar. Óvægið ofbeldi í teiknimyndum UNGUR Bandaríkjamaður hef- ur á síðustu árum vakið æ meiri athygli í heimalandi sínu fyrir teiknimyndabækur sem þykja draga upp óvægna mynd af of- beldi. Höfundurinn heitir David Langham og teiknimyndaserían kallast „Stray Bullets". Er ekki laust við að lesendum renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir lesa sögurnar um unglingsstúlkuna Virginia Applejack. Fyrsta bókin af sjö, sem Langham hefur samið, hefst á því að Virginia stingur skóla- félaga sinn i bakið með skrúfblý- anti þegar stríðni hans hefur gengið of langt. Það kostar pilt- inn nærri því lífið, því gat kem- urá lungað. í bókunum eru aðalpersón- urnarekkiundanþegnar því að bera ábyrgð á gjörðum sinum og reynt er að útskýra hvað býr að baki. Dæmi um það er Virgin- ia, sem hefur orðið vitni að morði, sem hún hefur aldrei getað rætt um við nokkurn mann. Langham segist hafa áhuga á því hvað búi að baki ofbeldinu, ekki „skemmtana- gildi“ þess. „Ég tel þetta snúast að miklu leyti um tilfinningar, ég reyni að skapa tilfinningaleg- an sársauka hjá fólki,“ segir hinn 26 ára gamli teiknari. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA 7.-13. DESEMBER 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1 2 3 4 KÖKUBÓKHAGKAUPS Jóhann Felixson. Útg. Hagkaup JÁTNINGAR BERTS Anders Jacobsson & Sören Olsson Útg. Skjaldborg ehf. EKKERT Að MARKA! Guðrún Helgadðttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. LÍFSKRAFTUR Sr. PÉTUR OGINGA í LAUFÁSI Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. LATIBÆR Á ÓLYMPÍULEIKUM (1) 6 BENJAMI'N H.J. EIRÍKSSON í STORMUM SINNAR TÍÐAR (-) Hannes H. Gissurarson skrásetti. (2) Útg. Bókafélagið 7 ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA ÁRNASONAR (4) O) Jón Múli Árnason. Útg. Mál og menning 8 BÓNUS UÓÐ Andri Snær Magnason. Útg. Bónus (-) (5) 9 STAFAKARLARNIR Bergljót Amalds. (8) (9) r Myndir: Jón Hámundur Marinósson Útg. Skjaldborg ehf. 10 LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI Deepak Chopra. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur (-) Einstakir flokkar: Skáldverk 1 BÓNUS UÓÐ (-) Andri Snær Magnason. Útg. Bónus 2 ÍSLANDSFÖRIN (1) Guðmundur Andri Thorsson. Útg. Mál og menning 3 ZÁSTARSAGA (2) Vigdís Grímsdóttir. Útg. Iðunn 4 LÍFSINSTRÉ (4) Böðvar Guðmundsson. Útg. Mál og menning 5 LÁVARÐUR HEIMS (3) Ólafur Jóhann Ólafsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 6 BROTAHÖFUÐ (7) Þórarinn Eidjám. Útg. Forlagið 7 ÞÆTTIRAF EINKENNILEGUM MONNUM (5) Einar Kárason. Útg. Mál og menning 8 RÓSIR DAUÐANS (-) Mary Higgins Clark. Útg. Skjaldborg 9 ÞEGAR MEST ÁREYNIR (10) Danielle Steel. Útg. Setberg 10 pLÆFRAFÖR IGIN UÓNSINS (8-9) Alastair MacNeill. Útg. Iðunn Almennt efni 1 KÖKUBÓK HAGKAUPS (1) Jóhannes Felixson. Útg. Hagkaup 2 LÍFSKRAFTUR Sr. Pótur og Inga í Laufási (3) Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON I stormum sinnar tíöar (8) Hannes H. Gissurarson skrásetti. Útg. Bókafélagið 4 ÞJPÐSQGUR JÓNS MULA ARNASONAR (2) Jón Múli Ámason. Útg. Mál og menning 5 LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI (5) Deepak Chopra. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 6 ÚTKALL Á ELLEFTU STUNDU (4) Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 7 ÞÓRÐUR í HAGA (6) Óskar Þórðarson. Útg. Hörpuútgáfan 8 SAKLAUS í KLÓM RÉTTVÍSINNAR (7) Magnús Leópoldsson Jónas Jónasson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 9 MANNLÍFSSTIKLUR (-) Ómar Ragnarsson. Útg. Fróði 10 MEÐ FORTÍÐINA í FARTESKINU Elín Pálmadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. (-) Börn og unglingar 1 JÁTNINGAR BERTS (1) Anders Jacobsson & Sören Olsson. Útg. Skjaldborg ehf. 2 EKKERT AÐ MARKAl (2) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 LATIBÆR A ÓLYMPÍULEIKUM (4) Magnús Scheving. Útg. Bókaútgáfa Æskunnar 4 STAFAKARLARNIR (3) Bergljót Arnalds. Myndir. Jón Hámundur Marinósson Útg. Skjaldborg ehf. 5 ÁLAUSU (5) Smári Freyr og Tómas Gunnar. Útg. Skjaldborg ehf. 6 ALLTÍSLEIK (-) Helgi Jónsson. Útg. Bókaút- gáfan Tindur 7 GRILLAÐIR BANANAR (-) Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 8 BEINAGRIND MEÐ GUMMIHANSKA (-) Sigrún Eldjám. Útg. Forlagið 9 BESTU BARNA- BRANDARARNIR (7) Böm tóku efnið saman. Útg. Bókaútgáfan Hólar 10 HRINGJARINN í NOTRE DAME (-) Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.