Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 5 7
því á, að listamenn víða um lönd
þyrftu svokölluð „denazifiserings“-
vottorð, svo að list þeirra væri flutt
opinberlega. Hann sendi því ráðu-
neytinu skýrslu um dvöl sína í
Þýskalandi, sem var í samræmi við
yfirheyrslur þeirra Ragnars Stef-
ánssonar og Ragnars H. Ragnars
yfir honum í Reykjavík í júlí 1945
á vegum leyniþjónustu Bandaríkja-
hers, og fór þess á leit, að ráðuneyt-
ið sendi skýrsluna til bandaríska
sendiráðsins í Reykjavík með ósk
um, að það staðfesti, að hún væri
í samræmi við yfirheyrslurnar og
að ekki hafi legið fyrir að þeim
loknum ákæra né ásökun af hendi
hers eða yfírvalda í Bandaríkjunum
gegn honum.
Ráðuneytið taldi að fenginni
reynslu, að ekki yrði komist lengra
með þetta mál gagnvart bandarísk-
um stjórnvöldum og því tilgangs-
laust að taka það upp við þau á
ný. Hins vegar varð ráðuneytið við
1 þeirri ósk Jóns að leita upplýsinga
hjá þremur mönnum um það, hvort
I skýrsla hans væri í samræmi við
skoðanir þeirra um feril hans í
Þýskalandi fyrir stríð og á stríðsár-
unum, en Jón hélt því fram, að
menn þessir væru allkunnugir hög-
um hans á þeim tíma. Þetta voru
þeir Helgi P. Briem, sendiherra í
Stokkhólmi, Kristján Albertsson,
sendifulltrúi í París og Jón Helga-
I son, prófessor í Kaupmannahöfn.
Jafnframt sendi ráðuneytið þre-
1 menningunum skýrslu Jóns til um-
| sagnar.
Jafnhliða þessu kom stjórn Tón-
skáldafélags íslands saman til
fundar í nóvember 1950 og sam-
þykkti ályktun, þar sem var vottað
samkvæmt ósk Jóns, að stjórninni
væri ekki kunnugt um, að hann
hefði verið nasisti eða á nokkurn
hátt í tengslum við þá. Stjórnin
| studdi eindregið þá ósk Jóns, að
I málið yrði rannsakað, ef ástæða
þætti til. Undir þessa ályktun skrif-
I uðu þeir Páll ísólfsson, Jón Þórar-
i insson og Skúli Halldórsson, sem
sat fundinn í stað Jóns Leifs. Meiri-
hluti félagsmanna í Tónskáldafé-
laginu, þ.e. félagsmenn búsettir í
Reykjavík, undirritaði sams konar
ályktun. Jafnframt tók Tónskálda-
félagið að sér að senda umrædda
skýrslu, sem var á sænsku, til er-
I lendra tónskáldafélaga og skyldra
| stofnana.
Helgi P. Briem, sem hafði verið
* verslunarfulltrúi við danska sendi-
ráðið í Berlín 1937-39, svaraði
fyrirspurn utanríkisráðuneytisins á
þá lund, að hann minntist þess
ekki að hafa nokkurn tíma rætt
við þýsk stjórnvöld um Jón Leifs.
JÓN Leifs
á Þýskalandsárunum.
Hann hafði því engar upplýsingar
um Jón aðrar en þær, sem Jón
sagði honum sjálfur. Það var aðal-
lega um ýmsa hjálp, sem hann
reyndi að veita tengdaforeldrum
sínum og hvað honum varð ágengt
í því efni, enda vissi Helgi til, að
Jón fór nokkrum sinnum til Tékkó-
slóvakíu í þeim erindum. Helgi
hafði því ekki upplýsingar um,
hvort bannað hefði verið að flytja
verk Jóns, nema frá honum sjálf-
um.
Jóni Helgasyni prófessor var
ekki annað kunnugt um athafnir
Jóns Leifs í Þýskalandi en hann
hafði sjálfur sagt prófessornum,
enda kynntust þeir ekki að ráði
fyrr en á stríðsárunum, þegar Jón
Leifs kom í heimsókn til Kaup-
mannahafnar. Jón Helgason þóttist
ráða það af samtölum við nafna
sinn Leifs, að sú hugsjón, sem hann
bar helst fyrir bijósti, væri aukinn
vegur íslands og frami með öðrum
þjóðum. Hugmyndir hans um hlut-
verk íslendinga í menningarmálum
álfunnar hefðu verið miklar, einatt
meiri en svo, að Jóni Helgasyni
hefði þótt þær eiga stoð í veruleik-
anum. Hins vegar kvaðst hann
aldrei hafa orðið var við, að Jón
Leifs aðhylltist kenningar nasista
né mælti þeim bót. Jón Helgason
mundi líka eftir því, að nafni hans
bar um skeið mikinn kvíðboga fyr-
ir, að vel mætti fara svo, að ís-
lenska þjóðin yrði flutt af landi
brott, og hefði Jón Leifs vitnað
þessum ugg sínum til staðfestingar
í fólksflutninga nasista.
Kristjáni Albertssyni var ekki
ljóst, hvaða tilgangi áðurnefnd
skýrsla um feril Jóns Leifs átti að
ANNIE Leifs.
þjóna, úr því að utanríkisráðuneyt-
ið ætlaði ekki að taka málið upp
að nýju við bandarísk stjórnvöld.
Honum virtist ekki ólíklegt, að best
væri fyrir Jón Leifs að gera ekkert
frekar í málinu. Sá, sem afsakaði
sig, ásakaði sig, segði máltækið,
og það ætti sérstaklega við um
þann, sem héldi áfram að afsaka
sig of lengi. í bréfinu segði, að Jón
Leifs teldi orðróm um, að hann
hefði verið nasisti, hafa spillt fyrir
honum í Finnlandi. Síðan hefðu
Finnar boðið honum að vera full-
trúi fslands á hátíð til heiðurs Sibel-
ius, og ætti það að nægja til að
sýna, að slíkur orðrómur hefði ekki
sakað orðstír tónskáldsins í Finn-
landi.
Um skýrsluna komst Kristján
Albertsson svo að orði:
„Um efni skýrslunnar skal tekið
fram, að hún er, að því er eg veit
best, sannleikanum samkvæm að
því er snertir afstöðu Jóns Leifs til
nasismans. Jón Leifs er gamall vin-
ur minn, sem eg hitti að staðaldri
í Berlín á árunum fyrir stríð, og
bæði eg og allir aðrir landar þar í
bæ vissu að hann var frábitinn
nasismanum og á engan hátt bendl-
aður við neina pólitíska starfsemi
þar í landi.“
í janúar 1951, þegar Jón var
staddur í Stokkhólmi, lagði hann
dag einn leið sína í íslenska sendi-
ráðið þar ásamt fornvini sínum og
velgjörðarmanni, Ernst Zúchner,
sem hafði borist til Svíþjóðar í
stríðslok. Helgi P. Briem sendi-
herra þekkti Zúchner frá þeim
tíma, þegar hann starfaði í danska
sendiráðinu í Berlín, enda hafði
Helgi haft frumkvæði að því, að
Zúchner var sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar. Erindi Zúchners í
sendiráðið var að undirrita skýrslu
þess efnis, að Jón Leifs hefði verið
settur á svartan lista ríkishljómlist-
arnefndarinnar árið 1937, og stað-
festi Helgi undirskrift hans.
Skömmu eftir að Zúchner undir-
ritaði skýrsluna, hélt Jón Leifs í
ferðalag til Þýskalands, m.a. til að
fá nafn sitt strikað af svörtum list-
um, ef það væri á þeim. í þeirri
ferð komst hann á snoðir um, að
von Grundherr, forstöðumaður
Norðurlandadeildar þýska utanrík-
isráðuneytisins á valdatíma nasista,
var nú aðalræðismaður Vestur-
Þýskalands í Aþenu. í Frankfurt
hitti Jón að máli bandarískan emb-
ættismann og lét honum í té ýmis
gögn, sem lutu að umsókn hans
um vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. Þetta bar þann árangur, að
Jóni var veitt vegabréfsáritunin í
lok mars 1951 að lokinni rækilegri
rannsókn á högum hans í Þýska-
landi á valdatíma nasista. Taldi Jón
sig þar með hafa hnekkt orðrómn-
um um, að hann hefði átt samvinnu
við Þjóðveija, ekki síst þegar ís-
lenska sendiráðið í Stokkhólmi
sendi helstu dagblöðum í Svíþjóð
bréf um málið ásamt ljósmynd af
vegabréfsárituninni. Óskaði hann
einnig eftir því við utanríkisráðu-
neytið, að ljósmyndir af árituninni
yrðu einnig sendar til íslensku
sendiráðanna í London, Kaup-
mannahöfn og París, svo að þau
gætu svarað fyrirspurnum um
stjórnmálafortíð hans.
Jón Leifs taldi sig hafa unnið
fullnaðarsigur með þessum mála-
lokum, en þó fór því fjarri, að hann
hefði hreinsað sig fyrir fullt og allt
af grun um, að hann hefði átt sam-
starf við þýska nasista. Sá grunur
hefur loðað við hann allt til þessa
dags. Af því sem er rakið hér að
framan, má vera ljóst, að Jón Leifs
var ekki nasisti og hann bauð ekki
stjórnvöldum í Þriðja ríkinu þjón-
ustu sína. Fjölskylda hans var í
stöðugum lífsháska vegna gyðinga-
ofsókna valdhafa í Þriðja ríkinu,
og hann reyndi að vernda konu
sína, dætur og tengdaforeldra eins
og hann frekast gat. Allt starf
hans í Þýskalandi beindist að því
að efla hag íslands, enda var það
í samræmi við hugsjónir hans og
föðurlandsást, eins og vikið var að
hér að framan.
• Bókarheiti er Berlínarblús.
Höfundur er Ásgeir
Guðmundsson. Utgefandi
er Skjaldborg. Leiðb. verð
er 3.480 kr.
Æ?) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 «Sími 568 9066
- ÞarfcerÖu gjöfina -
FJÖLBRAUTASKÓLINN
BREIÐHOLTI
Getum bætt við
nemendum á
eftirtaldar brautir á
vorönn 1997
* *
Grunnnám rafiðna
Rafvirkjun
❖ *í!
Grunnnám tréiðna
Trésmíði
* *
Sjúkraliðabraut
# #
Matvælasvið
FB þegar þú
velur starfsnám
p Baráttan EUG um vaskinr E< \ er OT BOXER hafin - tryggðu þér einn fyrir áramót
Peugeot Boxer
sendibíll eða
fólksflutningabíll
Sterkir, rúmgóðir,
þægilegir í akstri,
traustir, liprir
og ódýrir
2,5Turbo diesel
Tryggðu þér einn
fyrir áramót
Aðeins frá
kr. 1.960.000
• með vsk.
PEUGEOT
- þekktur fyrir þœgindi
1 9 4 6 - 1 9 96
Nýbýlavegi 2
Sími 554 2600