Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sameinuðu * þjóðirnar, Island og Palestína í SJÓNVARPS- ÞÆTTI nýverið um Thor Thors sendi- herra, líf hans og störf, var rifjað upp hvern þátt ísland átti í tilurð Israelsríkis. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu tillögu, sem lögð var fram af fulltrúa ís- lands, um að Palestínu yrði skipt á milli gyð- inga annars vegar og arabískra íbúa lands- ins hins vegar. Með þessari umdeildu ákvörðun var grunnur lagður að svokallaðri tveggja ríkja lausn á deilumálum Palestínu- manna, og innflytjendanna sem komu víðsvegar að til að skapa nýtt ríki, ísrael. Það landsvæði sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu undir Israelsríki með ályktun sinni þann 29. nóvem- ber árið 1947, hefur stækkað að mun með landvinningum ísraela í styijöldum allt frá árinu 1948 og fram á þennan dag. Þannig var til dæmis bærinn Nazaret innlimaður í Ísraelsríki, ásamt Vestur-Galíleu með hernáminu árið 1948, en sam- kvæmt tillögu Sameinuðu þjóðanna hafði hún átt að vera áfram hluti af Palestínu. í dag er verið að króa Betlehem af með ísraelskum landnemabyggð- um og hraðbrautum sem ekkert tillit taka til palestínskra byggða. Síðast en ekki síst er verið að umkringja Jerúsalem með hern- aðarbyggðum og nota hana til að sneiða Vesturbakkann í sundur, þannig að Palestínumenn geta ekki ferðast óáreittir milli borganna Nablus í norðri og Hebron í suðri, svo dæmi sé tekið. I þessum Jandvinn- ingum hefur ísraelsher lagt hundruð palest- ínskra þorpa og byggða í eyði. Hernámsliðið hefur jafnað heimili og aðrar byggingar Palestínu- manna við jörðu og íbúarnir verið reknir á vergang. Þannig mynduðust flótta- mannabúðir fyrir nærri hálfri öld, sem hafa haldið áfram að stækka. Búðir flótta- manna eru bæði í ná- grannalöndum, eins og Líbanon og Jórdaníu, en einnig í þeirra eigin landi, á Vesturbakkan- um og á Gaza. Kynslóð fram af Óslóarsamkomulagið hefur ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, komið réttindamálum Palestínumanna í höfn. kynslóð hefur hírst í þessum búð- um, milljónir manna sem þekkja ekkert annað líf. Sameinuðu þjóðirnar hafa ávallt fundið til sérstakrar ábyrgðar gagnvart palestínsku þjóðinni. Sér- stakar stofnanir voru settar á lagg- irnar til að sjá fyrir þörfum flótta- manna um menntun og heilsugæslu (UNRWA). Sérstök deild hugar að þjóðarréttindum Palestínumanna og annast meðal annars samskipti við fijáls félagasamtök (NGO) sem njóta viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna og starfa á grundvelli Sveinn Rúnar Hauksson ORIENT Fallegt, ofnæmisprófað dömuspangarúr frá ORIENT, fáanlegt tvílitt og gyllt. Verð kr. 9.900. ffult- ‘Uih'J úia- oj síanjrnaverslim Axel Eiríksson úramiður KAFIRDI-AB/UiTliÆTI 22"SIMI WJ023 ALFABAKKA 16-MIODD-SlMI 870706 samþykkta þeirra. Eitt þeirra er Félagið Ísland-Palestína. Fyrir fimm árum gengust stór- veldin fyrir friðarumleitunum, sem hófust í Madrid í október 1991. Þann 13. september 1993 var undirrituð í Washington jrfirlýsing um grundvallaratriði sem náðst hafði samkomulag um á leynifund- um í Ósló. Með þessu samkomulagi viður- kenndu ísraelsk stjórnvöld í fyrsta sinn Frelsissamtök Palestínu, PLO, og að eitthvað væri til sem héti réttur Palestínumanna. Palestínu- menn viðurkenndu jafnframt til- verurétt Ísraelsríkis. Óslóaryfirlýs- ingin var nánar útfærð með sam- komulagi um tímaáætlun varðandi framkvæmd mála í borginni Taba í Egyptalandi 25. september 1995. Einungis hefur verið staðið við fyrsta stig samkomulagsins sem náði til brottflutnings ísraelska hernámsliðsins frá helstu borgum og bæjum. Brottflutningi ísraels- hers frá Hebron átti að ljúka fyrir mars á þessu ári, en við það hefur ekki verið staðið. Sama er að segja um brottflutning hersins frá öðrum svæðum. Þá hafa pólitískir fangar ekki verið látnir lausir, eins og lof- að hafði verið. Lokaviðræður um framtíð Jerúsalem-borgar, rétt flóttafólks til heimkomu, land- nemabyggðir og fleira, sem áttu að hefjast í apríl á þessu ári, hafa enn ekki hafist. Svo virðist sem Netanyahu for- sætisráðherra og núverandi stjórn ísraels vilji ekki skilja, að hún er bundin af alþjóðlegu samkomulagi sem ber að virða, hvort sem aðilum líkar betur eða verr. Löngu er ljóst, að Óslóarsam- komulagið hefur ekki komið lang- þráðum réttindamálum Palestínu- manna í höfn. Enn falla jafnt börn sem fullorðnir fyrir byssukúlum og barsmíðum ísraelska hernámsliðs- ins. Enn býr fólk við innilokun og útgöngubann og nær iðulega ekki að sækja sér lífsnauðsynjar né leita læknis þegar þess er þörf. Enn eru þúsundir pólitískra fanga í haldi og margir eru pyntaðir. Hæstirétt- ur Israels hefur nýverið úrskurðað að leyniþjónustan hafi heimild til að pynta Palestínumenn! Enn eru milljónir palestínskra flóttamanna sem fá ekki að snúa aftur til fyrri heimkynna þrátt fyrir skýlausar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um rétt þeirra til þess. Sameinuðu þjóðirnar eiga mikið verk óunnið til að tryggja Palest- ínumönnum þjóðarréttindi sem ekki verða frá þeim tekin. Islendingar hafa hlutverki að gegna í þeim efn- um. Með því að bregðast því, bregð- umst við grundvallarhugmyndum um mannréttindi og alþjóðalög sem við viljum öll njóta. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Paiestína. J V-' g/lSortiHfy Sængur og koddar Aerelle, hvít sæng Aerelle, blá sæng Heilsukoddi Heilsukoddasett 2pk3DÓ05dír Hollofil 4 koddi 9.424,- kr. stgr. 7.524,- kr. stgr. 2.964,- kr. stgr. 4.560,- kr. stgr. 1.748,- kr. stgr. Hugsaðu hlýtt . 8 til þinna nánustu - Gefðu ^jungllj3LK Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 Umboðsmenn um allt land Sjóarinn sókn- djarfi eirir engu SKAK Iþróttahúsið við Strandgötu í Ilafnarfirði 2. GUÐMUNDAR ARASONARMÓTIÐ 13.-21. desember. Teflt kl. 17 virka daga. Aðgangur ókeypis. ÍSLENSKU keppendumir á mót- inu byijuðu mjög vel og Guðmundur Gíslason frá Isafirði var eini skák- maðurinn sem vann þijár fýrstu skákir sínar. Guðmundur Gíslason hefur lítið getað teflt undanfarin ár þar sem hann hefur stundað sjómennsku af miklum krafti. Hann er með okkar sókndjörfustu mönnum og flestir íslenskir skákmeistarar hafa löngu lært það af biturri reynslu að gefa alls engan höggstað á sér þegar þeir tefla við hann. En erlendu keppendurnir á Guð- mundar Arasonarmót- inu hafa ekki varað sig á honum og um helgina fékk hann feita bita. Hann var ekki í neinu smáfiskadrápi. Fyrst lá stigahæsti keppandinn á mótinu, rússneski alþjóðameistarinn og stærðfræðingurinn Alexander Raetsky. Síðan mætti Guð- mundur sigurvegaran- um á mótinu í fyrra, Albert Blees frá Hol- landi. Það fór á sömu leið. Það gæti orðið erfitt að stöðva Guð- mund þegar þessi gállinn er á hon- um. Skemmst er þess að minnast að fyrir nokkrum árum sigraði hann á Skákþingi Reykjavíkur með fullu húsi vinninga. Fleiri íslendingar hafa staðið sig mjög vel. Kristján Eðvarðsson og Jón Garðar Viðarsson eru í öðru til fimmta sæti ásamt þeim Bjarke Kristensen frá Danmörku og Thom- as Engquist, Svíþjóð. Kristján vann hollenska alþjóðameistarann Bruno Carlier í annarri umferð og á sunnu- daginn gerði hann jafntefli við Engquist. Rússinn Raetsky eyddi leikjum í byijuninni í að að veikja peðastöðu Guðmundar Gíslasonar. Áður en hann náði að hróka skellti Guð- mundur á hann biskupsfórn sem stóðst fuilkomlega. Þótt Rússinn fengi færi í lokin, var hann dauður á klukkunni og fann ekki eina leik- inn. Hvítt: Guðmundur Gíslason Svart: Raetsky, Rússlandi Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - dxc4 3. e3 - c5 4. Bxc4 - cxd4 5. exd4 - Dc7 6. De2 - Rf6 7. Rc3 - Bg4 8. Rf3 - Bxf3 9. gxf3 - a6 10. Be3 ■-------------------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhitttv tískuverslun j V/Nesveg, Seltj.. s. 561 1680 - Rbd7 11. Hcl - Hc8 12. 0-0 - Db8 13. Hfel - e6 14. Bg5 - Bd6 15. Bxe6!! - fxe6 16. Dxe6+ - Kf8 16. - Kd8 má bæði svara með 17. Re4 - Hxcl+ 18. Hxcl - Bxh2+ 19. Kg2 - Hf8 20. Rc5! eða 17. Df7!? sem var leikurinn sem Rússinn óttaðist. 17. Re4! - Bxh2+ 18. Kg2 - He8 19. Df5 - Hg8 20. Khl Hvítur stendur til vinnings og einfaldara virðist 20. f4 - He7 21. Kxh2 20. - He7 21. Rxf6 - gxf6 22. Hxe7 - Kxe7 23. Hel+ - Kd8 24. Bxf6+ - Kc7 25. De6? Gefur færi á sér. Eftir 25. Kxh2 eða 25. Be7 hefur hvítur ennþá vinningsstöðu. Nú gæti svartur leikið 25. - Df8! og hefur þá bægt hættunni frá og stend- ur til vinnings. En Rússinn var búinn með tímann og missti því af þessu færi. 25. - Hgl+? 26. Hxgl - Bxgl 27. Be5+ - Rxe5 28. Dxe5+ - Kc8 29. Kxgl - Da7 30. Dh8+ - Kd7 31. Dxh7+ - Ke6 32. De4+ - Kf6 33. De5+ - Kf7 34. f4 - Db6 35. f5 - Dxb2 og svartur gafst upp. Blees gerði þau mistök að reyna að flækja taflið: Hvítt: Guðmundur Gíslason Svart: Blees, Hollandi Griinfeldsvörn I. d4 - Rf6 2. Rf3 - g6 3. g3 - Bg7 4. Bg2 - d5 5. 0-0 - 0-0 6. c4 - c6 7. b3 - a5 8. Bb2 - a4 9. bxa4 - dxc4 10. Re5 - Rbd7 II. Rxc4 - Rb6 12. Rxb6 - Dxb6 13. Db3 - Da5 14. Rc3 - e5?! 15. dxe5 - Rg4 16. Re4 - Rxe5 17. Bc3 - Dxa4 18. Db2 - Ha5 19. Db4! - Rc4 20. Hacl - b6 21. De7! Kjarvalsstaðir Bækur, Jy kort, nrjM plaggöt, gjafavörur. JB11 Opið dag- lega frá kl. 10-18. Gíslason BARNASTÍ GUR1 BRUM’S 0-14 SÍÐAN195(^I SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.