Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Samanburðarkannanir í íslensku meðal fyrsta árs nema í KHÍ
Kunnáttu
fer hrakandi
Morgunblaðið/
SIGURÐUR Konráðsson, prófessor í Kennaraháskóla Islands.
Nám í
Rússlandi
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur milli Háskóla ís-
lands og Plekhanov viðskipta-
háskólans í Moskvu sem felur
m.a. í sér gagnkvæm skipti á
kennurum og stúdentum, að því
er fram kemur í nýlegu Frétta-
bréfi Háskóla íslands.
Samningurinn gildir til
næstu fimm ára og er lögð
megináhersla á skipti á kennur-
um og öðru starfsliði háskól-
anna, svo og stúdentaskipti
bæði í byrjunar- og framhalds-
námi. Plekhanov býður upp á
BA- og MA-nám í um 10 deild-
um, m.a. í alþjóðlegum viðskipt-
um, markaðsfræði, hagfræði og
stjómun. Um 13.000 nemendur
stunda nám við skólann.
http://www.plekhanov.ru.
Grunnskólinn
Valgreinar
án kostnað-
ar nemenda
SAMKVÆMT úrskurði
menntamálaráðuneytis er ekki
heimilt að krefja nemendur í
grunnskóla um greiðslur fyrir
námsgögn í valgreinum, þar
sem þær eru bundnar í reglu-
gerð, að því er fram kemur í
nýju fréttabréfi ráðuneytisins.
Allt að þriðjungi vikulegra
kennslutíma nemenda má veija
til valgreina.
Samkvæmt niðurstöðu um-
boðsmanns Alþingis er óheimiit
að krefja nemendur í gmnn-
skólum um greiðslu fyrir m.a.
kennslu og námsgögn og var
það haft til hliðsjónar við ný lög
um grunnskóla 1995.
Segir í fréttabréfinu að í 2.
grein reglugerðar um valgrein-
ar sé gert ráð fyrir að valgreina-
tilboð skóla þurfi samþykki
sveitarstjórnar, enda greiði
sveitarstjórn kostnað.
Nemendur HI
í misserisnám
erlendis
HÁSKÓLI íslands gerðist ný-
lega aðili að bandarísku stúd-
entaskiptasamtökunum ISEP
(International Student Exe-
hange Program). Um 200
bandarískir háskólar eru aðilar
að samtökunum að þvj er fram
kemur í fréttabréfi HÍ.
Með þatttökunni gefst stúd-
entum HÍ kostur á að taka hluta
af námi sínu, 1-2 misseri, í
Bandaríkjunum og fá það meticl
sem hluta af námi sínu við HÍ.
Farið er fram á að nemendur
hafi lokið a.m.k. eins árs námi
við háskólann áður en þeir geta
farið utan. Stúdentar þurfa að
útbúa námsáætlun sem viðkom-
andi skorarformaður eða for-
maður námsnefndar samþykkir
til að umsóknin verði gild.
Háskóli íslands
Reglugerðir
um nýjar
stofnanir
DRÖG að reglugerðum um fjór-
ar nýjar stofnanir innan Há-
skóla íslands; Umhverfisstofn-
un Háskóla íslands, Rann-
sóknastofnun í hjúkrunarfræði,
Tannlækningastofnun og Lyfja-
fræðistofnun hafa verið sam-
þykktar í háskólaráði auk
breytinga á reglugerðum
tveggja eldri stofnana, þ.e.
Mannfræðistofnunar og Orða-
bókar Háskólans. Eru þær nú
til umsagnar hjá menntamála-
ráðuneyti.
SAMKVÆMT könnun sem Sigurð-
ur Konráðsson, prófessor við Kenn-
araháskóla íslands (KHÍ), hefur
nýlega skýrt frá eru vísbendingar
um að kunnáttu nemenda í stafsetn-
ingu, málfræði og málnotkun fari
hrakandi. Kannanirnar voru lagðar
fyrir nemendur í fyrsta tíma á
fyrsta ári haustið 1991 og haustið
1995. „Frávikið er reyndar ekki
mikið en okkur finnst kunnáttan
slök og að heldur skuli stefna í
þessa átt eru váleg tíðindi,“ sagði
hann.
Fleiri með 4 og 5
Sigurður tekur fram að tölur í
könnunum geti alltaf verið misvís-
andi en augljost sé að kunnáttu
nýnema í KHI í málfræði og staf-
setningu sé verulega áfátt. „Það
virðist vera sem hópur með ein-
kunnina í kringum 4-5 sé að stækka
og þá einkum í stafsetningu og
málfræði," segir hann og telur að
skýringarnar geti verið ýmsar, s.s.
að nú séu að koma inn í skólana
árgangar sem lentu í einum og jafn-
vel fleiri verkföllum kennara. „Enn-
fremur er Ijóst að í mörgum fram-
haldsskólum er áhersla á málfræði-
kennslu mjög lítil, þó að hún sé
sums staðar mikil. Áherslan á bók-
menntir er almennt miklu meiri.
Með því að spyija nemendur hvenær
þeir muni síðast eftir sér í málfræði-
tíma er svarið oftar en ekki að það
hafi verið fyrir samræmd próf í
grunnskóla. I þriðja lagi gæti skipt
máli að fijáls lestur fólks hefur
dregist saman samkvæmt niður-
stöðum rannsókna," segir hann.
Oft farið fram á aukningu
íslenskukennsla í kjarna
Sigurður tekur fram að þetta sé
kunnátta nemenda þegar þeir hefja
nám við skólann. „Eg hef lagt
áherslu á að við miðum starfið við
að þessir nemendur verða þremur
árum síðar komnir með réttindi til
að kenna á hvaða stigi grunnskóla
sem er. Þess vegna viljum við fá
svigrúm til að bæta við þekkinguna
og gera væntanlegum kennurum
kleift að kenna í samræmi við aðal-
námskrá grunnskóla." Hann segir
að íslenskukennarar KHÍ hafi verið
með síendurteknar tillögur um það
innan skólans að íslenskukennsla
verði aukin í kjarna. Hann bendir
ennfremur á þá umræðu sem eigi
sér stað núna um hlutfall uppeldis-
og kennslufræði annars vegar og
um vægi kennslu í námsgreinum
grunnskólans hins vegar. „Að mínu
mati og margra annarra er öllum
kennslugreinum grunnskólans alls
ekki nægilega vel sinnt. Til dæmis
þyrfti kennsla í stærðfræði og raun-
greinum að vera miklu öflugri í
kjarna en nú er.“
Hann tekur þó fram að margt
gott megi segja um uppeldis- og
kennslufræði, en skoðun margra sé
sú að erfitt sé að kenna námsgrein
sem menn kunni ekki mikið í og
afleiðingin verði að kennarar verði
óöruggir í starfi. Það leiði af sér
að þeir verði háðir kennslubókinni
og eigi erfitt með að leggja verk-
efni fyrir nemendur, þar sem þeir
þurfi að afla heimilda og draga
saman niðurstöður.
Urgur í Dönum
í Danmörku er kennaranámið
fjögur ár og segir Sigurður mikla
umræðu eiga sér þar stað. Meðal
annars hafi danski menntamálað-
herrann nýlega sent út nokkurs
konar tilskipun þess efnis að móður-
málskennsla verði tvöfölduð, upp-
eldisfræði skorin niður um helming
og kennsla aukin í kennslugreinum
grunnskólans. „Þetta veldur mikl-
um titringi í skólakerfinu í Dan-
mörku, en þetta er sama tilhneig-
ingin sem við heyrum nú hér hjá
okkur.“
í framhaldi af því tekur hann
fram að íslenskukennarar í KHÍ
hafi talið sér skylt að skýra Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra
frá niðurstöðum og áhyggjum sín-
um eftir að hafa gert Þóri Olafs-
syni rektor grein fyrir málum. „Við
bentum ráðherra m.a. á að með því
að bæta fjórða árinu við kennara-
námið mætti auka vægi þessa þátt-
ar, en auðvitað er það fyrst og
fremst skólaráð sem samþykkir
kennsluskrá á hveiju ári og ræður
að verulegu leyti hvernig námi er
skipað í kjarna. Kjarnagreinar
skipta meginmáli, því einungis hluti
nemenda tekur íslensku sem val-
grein.“ Hann segist þó vilja taka
fram að kennarar hafi ekki farið á
fund ráðherra til að biðja um að
hann gæfi út tilskipanir á borð við
þá sem danski menntamálaráðherr-
ann gerði.
Of fáir málfræðingar
Sigurður segir að lítil kennsla í
málfræði í framhaldsskólum tengist
því að fáir málfræðjngar sem ljúki
prófi frá Háskóla íslands taki að
sér kennslu í framhaldsskólum.
„Það er mjög skýr skipting á milli
bókmennta og málfræði í Háskólan-
um og mun fleiri Ijúka prófi í bók-
menntum." Aðspurður hvort íslend-
ingar eigi eftir að lenda í sama víta-
hring með málfræðina og eigi sér
stað í raungreinum segist hann
hafa grun um að slíkt ástand sé
komið upp. „Ég tel, án þess að vilja
fullyrða það, að of fáir kennarar
séu í framhaldsskólanum, sem lokið
hafa prófi í íslenskri málfræði."
Evrópsk ráðstefna um menntun
Afskipti foreldra og árangur
barna haldast í hendur
SJÖTÍU mismunandi rannsóknarverkefni
um hlutverk og þátttöku foreldra í menntun
barna sinna voru kynnt á ráðstefnu, sem
haldin var í Kaupmannahöfn í lok nóvember
og bar yfirskriftina Menntun er samvinnu-
verkefni. Ráðstefnan var haldin á vegum
ERNAPE-samtakanna (European Research
Network about Parents in Education).
Meðal íslenskra þátttakenda voru Aslaug
Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og
skóla í Reykjavik og Jónína Bjartmarz for-
maður Landssamtakanna Heimilis og skóla.
Eru þær sammála um að ráðstefnan hafi
veri mjög áhugaverð og segir Jónína að hún
hafi gefið foreldrum mikinn innblástur.
Heimili ogskóli tvær
meginlærdómsmiðstöðvarnar
Fyrirlesarar voru alls staðar að úr
heiminum, s.s. frá Bandaríkjunum, Kanada,
Ástralíu og Evrópulöndunum. Meðal þess
sem fram kom voru þær staðreyndir að
heimilið og skólinn væru hinar tvær megin-
lærdómsmiðstöðvar fyrir barnið, þar sem
heimilin væru sérstaklega áhrifamikil
fyrstu árin. „Hjá öllum fyrirlesurum var
áberandi hversu mikilvægur þáttur foreldra
er I menntun barna sinna. Því meir sem
fjölskyldan er í sambandi við skólann þeim
mun betri verður árangur barnanna og líð-
an,“ sagði Áslaug.
Undir þetta tekur Jónina og segir þessar
niðurstöður styrkjandi fyrir foreldrastarfið.
Hún segir hins vegar athyglisvert sem fram
kom, að gott samstarf heimila og skóla eða
vandamál í samskiptum þeirra á milli séu
ekki bundin við einstök lönd, lög eða reglur
heldur fari það eftir skóium, kennurum,
foreldrum og sveitarfélögum. „Þetta segir
mér að góð samskipti geta vel átt sér stað
allt eftir því hvernig er að verki staðið.“
Sagan segir einungis frá ágreiningi, ekki
hinu jákvæða
Jónína segir að erfitt sé að nefna eitthvað
eitt frá ráðstefnunni sem standi upp úr, því
íslensku þátttakendurnir hafi farið á mis-
munandi fyrirlestra og mismunandi málþing
til að fá sem víðasta yfirsýn. Engin saman-
tekt hafi átt sér stað ennþá, en Heimili og
skóli stefni að því að taka saman niðurstöð-
ur og koma þeim á framfæri síðar. „Mér
þótti þó athyglisvert að í fyrirlestri hjá
dönskum sagnfræðingi kom fram, að for-
eldrar og hlutverk þeirra hefði verið ósýni-
legt gegnum aldirnar nema þegar upp hafa
risið deilur milli skóla og foreldra. Þetta
situr fast í mér án þess að ég vilji gera það
að hápunkti ráðstefnunnar. Þetta sýnir að
það sem við erum að gera frá degi til dags
sést hvergi á blöðum sögunnar."
Jónína nefnir sem dæmi um erindi í mál-
stofum að gerð hafi verið grein fyrir verk-
efni í litlu sveitarfélagi í Svíþjóð þar sem
fjárhagur var fremur bágborinn. Þrátt fyr-
ir það tókst samstarf heimila og skóla með
ágætum. Strax í byrjun skólagöngunnar var
lagður grunnur að samstarfinu, sem fólst í
heimsóknum kennara á heimilin þar sem
skólinn var kynntur og kynni hófust milli
foreldra, barna og kennara. Var heimsókn-
in síðan endurtekin tvisvar á skólagöng-
unni. „Þetta er svipað því sem við viljum
leggja áherslu á, þ.e. að við upphaf skóla-
göngu fari fram kynning á skólanum og
hver ætlast til hvers af hverjum."
Áhugasamur stjórnmálamaður
Þá segir Jónina að umfjöllun hafi verið
frá Manchester. Þar gerði stjórnmálamaður
það að sínu verkefni að efla samstarf heim-
ila og skóla, aðallega með kynningum af
Morgunblaðið/Úr myndasafni
RANNSOKNIR sýna að samvinna milli
heimila og skóia skilar sér í betri líðan
barna og bættum námsárangri.
ýmsu tagi, námskeiðum o.fl. „Þannig að víða
er verið að gera eitthvað. Athyglisverðast
er kannski að þetta er ekki bundið við lönd,
heldur er um að ræða að tiltekin sveitarfé-
lög, kennarar og foreldrahópar, ná ár-
angri.“
Að lokum segir Jónina frá finnskri níu
barna móður sem tók við verðlaunum á
vegum evrópsku foreldrasamtakanna EPA
(European Parents Association) fyrir að
vera driffjöður í umbótum skóla í sínu sam-
félagi. „Ýmsir aðrir voru tilnefndir, til að
mynda foreldrasamtök við skóla í Skot-
landi, þar sem sett var upp námskeið til að
vinna úr sorg fyrir börn sem höfðu lent í
skilnaði, misst foreldra sína eða annað í
þeim dúr.“