Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsókn SYONA Konni minn, segðu nú lýðnum brandarann um nýjustu himnasending’una sem við fengum frá Framsókn . . . A-flokkarnir í Reykjanesbæ Taka upp form- legt samstarf ALÞÝÐUBANDALAG og Alþýðu- flokkur í Reykjanesbæ hafa ákveðið að taka upp formlegt samstarf. Sam- starfið felst m.a. í því að halda sameig- inlega bæjarmálafundi og sameigin- lega fundi með bæjarfulltrúum og nefndarfólki í tilteknum málaflokkum. Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- ur hafa samtals fjóra bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ og eru í minnihluta. Meirihluta mynda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en þeir hafa fimm bæjarfulltrúa. Minnihluta- flokkarnir hafa starfað saman á þessu ári, en nú hafa þeir ákveðið að taka upp formlegt samstarf. í yfírlýsingu frá A-flokkunum segir m.a.: „Málefnalegur ágreining- ur er ekki mikill, ekki meiri en geng- ur innan inargra flokka. Aukið sam- starf og þar með aukin skoðana- skipti stuðla jafnframt að því að meiri líkur verða á sameiginlegri niðurstöðu. Á sama tíma hafa ein- staklingar innan og utan þessara flokka rætt af mikilli alvöru um aukið samstarf og jafnvel sameigin- legt framboð þessara flokka fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Nú að undanförnu hafa formlegar við- ræður átt sér stað milli þessara að- ila. Þær viðræður hafa leitt til þess að ákveðið hefur verið að taka upp formlega samvinnu þessara flokka.“ Sameiginlegir fundir Flokkarnir hafa orðið sammála um næstu skref í samvinnu þeirra. í fyrsta lagi ætla þeir að starfa sam- an að gerð fjárhagsáætlunar og leita samstöðu um tillögugerð og afstöðu til fjárhagsáætiunar. Í öðru lagi ætla þeir að halda sameiginlega fundi með bæjarfulltrúum og nefndafólki sem starfar saman að tilteknum málaflokkum í þriðja lagi hefur verið ákveðið að halda sameig- inlega bæjarmálafundi fyrir bæjar- stjórnarfundi. Fundirnir verða opnir öllum sem vilja starfa undir merkjum jafnaðar og félagshyggju. í fjórða lagi hafa flokkarnir orðið ásáttir um að stofna sérstaka framkvæmda- nefnd sem hefur það hlutverk að skipuleggja og annast undirbúning þessa samstarfs. Hagnaður af fjarskipta- þjónustu STJÓRN Neytendasamtakanna mótmælir nýlegum hækkunum á símaþjónustu Pósts og síma. Guð- mundur Björnsson aðstoðar-póst- og símamálastjóri segir að gjöld innanlands hafi ekki hækkað í tæp fimm ár. Neytendasamtökin benda á að hagnaður hafi verið af fjar- skiptaþjónustu fyrirtækisins á síð- asta ári. Því ættu símgjöld að lækka. Að sögn Guðmundar hefur gjald fyrir staðarsímtöl ekki hækkað í tæp fímm ár auk þess sem svæðin innan- lands hafa verið stækkuð. Athygli vekur að jafndýrt er að hringja til Gænlands og Mexíkó, samkvæmt nýju gjaldskránni og sagði Guð- mundur að það væri vegna þess að símtöl til Grænlands færu um Dan- mörku áður en jarðstöð á Græn- landi tekur við þeim. í frétt frá Neytendasamtökunum segir að samtökin sjái ekki forsend- ur fyrir hækkun á innanlandssím- tölum. Fram kemur að það sé óvið- unandi að einokunarfyrirtæki, hagi gjaldtöku þannig að notendur einnar þjónustu niðurgreiði fyrir aðra þjón- ustu fyrirtækisins. Skorað er á stjóm Pósts og síma að lækka nú þegar símgjöldin. Gjafmildir jólasveinar MANNLÍFIÐ er óvenju litríkt í jólamánuðinum og skemmtilegt. I augum barna og í raun flestra fullorðinna einnig, eru jólasvein- amir þrettán ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Þeir bræð- ur sem eru komnir til byggða þáðu far með ljósum skreyttum vörubílum Vífilfells hf. um helg- ina og dreifðu gosdrykkjum til vegfarenda í miðbænum, og mæltist tiltækið vel fyrir hjá þeim sem nutu veiganna. Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson mi'M m ' - 1 Samtök aðila í flugvélaviðskiptum Nú er spurt hvenær upp- sveifiunni ljúki Jóhannes Einarsson JÓHANNES Einarsson, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Cargol- ux í Lúxemborg, er formað- ur alþjóðlegra samtaka ein- staklinga og fyrirtækja sem stunda viðskipti með vöru- flutninga- og farþegaflug- vélar (ISTAT). Fyrra ári kjörtímabils hans er nýlokið. - Hvaða samtök eru þetta og hvert er hlutverk þeirra? ISTAT eru samtök aðila sem kaupa, selja og leigja flugvélar eða flármagna við- skipti af því tagi. Þau voru stofnuð 1983 en hefur vaxið ásmegin í seinni tíð. Á und- anförnum tveimur árum hef- ur aðilum samtakanna fjölg- að úr 450 í 625. Er þar um að ræða bæði einstaklinga og fyrirtæki, en þar á meðal er fjöldi flugfélaga. Megin verkefni samtakanna er að skóla og viðurkenna flugvéla- matsmenn. Einnig gefum við út blað á tveggja mánaða fresti sem fjallar um ráðstefnur samtakanna og flytur efni sem Iiðsmenn samtakanna leggja til. Þá halda samtökin mót- tökur fyrir félaga sína og gesti á öllum helstu flugsýningum, svo sem í Famborough, París, Singapore og næsti viðburður á því sviði er flug: sýningin í Dubai á næsta ári. í París voru gestir okkar um 250 og tæplega 300 í Famborough. - Hvaða ástæða lá til grundvall- ar stofnun ISTAT? Fyrst og fremst sú, að nauðsyn- legt var talið, að samræma mat á flugvélum og notast við einhveija stuðla í því sambandi. Að því hefur verið unnið frá upphafí, að þróa það mál sem best. Liður í því var svo að efna til sérstaks prófs og í framhaldi af því að veita sérstaka matsmannaviðurkenningu þeim sem staðist hafa þær hæfniskröfur, sem prófíð gerir ráð fyrir. Snarasti þátturinn í starfsemi samtakanna er árleg ráðstefna, sem haldin hefur verið í Bandaríkj- unum. Þá síðustu sóttu t.a.m. 350 manns þá síðustu. Næsta ráðstefna verður haldin í Kalifomíu og verður sú 14. í röðinni. Þá er ætlunin að hrinda ráðstefnum af þessu tagi úr vör, sem fram fæm í Evrópu en þær verða minni í sniðum. Þar er reynt að bjóða upp á viðfangsefni sem em bæði fróðleg fyrir með- limina og fræða þá um það sem er að gerast í greininni og hefur áhrif á verðmæti flugvéla. - Um hvað fjuUa þessar ráð- stefnur? Um það hvað er að gerast í flug- málum og flugrekstri, þá þætti sem hverju sinni hafa áhrif á mat og verðmæti flugvéla. - Hvað er efst á baugi í þeim efnum? Umfjöllunarefni næstu ráðstefnu segir mikla sögu í því sambandi, en það er hversu gamlar em gaml- ar flugvélar. Mönnum sýnist sitt hvað um aldur véla og öryggi þeirra og því verður Ijallað um efnið frá mörgum mismunandi sjónarhom- um, meðal annars frá sjónarhóli leigutaka og leigusala, framleið- anda og jafnvel flugyfírvalda. Síð- asta ráðstefna snerist um flugvéla- viðskipti á markaði í uppsveiflu, sem var tímabær umfjöllun. - Er beint samhengi milli aldurs flugvéla og verðmætis? Það fer eftir tegundum. Douglas- vélarnar, DC-8 og jafnvel DC-10, hafa enst lengur en til dæmis Bo- eing-vélar. Flestar áttur, sem smíð- aðar vom, em enn að fljúga, aðal- lega í vöruflugi, en Boeing-707 sjást varla lengur. ► Jóhannes Einarsson var for- stjóri Cargolux til 1994 en fór þaðan til starfa hjá bandarísku flugfélagi, Atlas Air. Það fæst eingöngu við vöruflug fyrir önnur flugfélög um heim allan. Viðskiptavinirnir eru mjög stór- ir, til dæmis China Airlines á Taiwan, Lufthansa, KLM, SAS, Alitalia, Varig í Brasilíu, Suður- Ameríku. Félagið notar aðeins Boeing-747 þotur, á 18 slíkar. Aðalstöðvarnar eru í Golden í Coloradoríki en flugreksturinn á Kennedy-flugvelli í New York. — Hver er ástæðan? Átturnar virðast hafa verið byggðar samkvæmt öðmm stöðl- um, virðast endast betur. - Nú er spáð mikilli aukningu í flugi, hvemig blasir það við sam- tökunum. Það er gert ráð fyrir því, að á næstu 20 ámm þurfí yfír eitt þús- und nýjar vömflutningaflugvélar til viðbótar þeim fjölda sem gengur úr sér og verður að leggja vegna aldurs. Þar af er viðbótarþörfín fyrir þotur sem bera yfir_ 50 tonn talin vera 600 vélar. Ákveðnar sveiflur, 10-12 ára, hafa verið í flugstarfsemi. Hún hefur verið að koma upp úr öldudal. Margar flug- vélar, sem búið var að leggja, hafa verið teknar aftur í notkun. Þvi em menn famir að spyija hvenær næsta lægð kemur. Vegna upp- sveiflunnar hefur yerð á notuðum vélum farið hækkandi. Þá hefur verð á nýjum flugvélum sjö- faldast á 20 ámm, en á sama tíma hafa far- og farmgjöld beinlínis lækk- að. Að undanfömu hefur það auk- ist mjög að farþegavélum hefur verið breytt til vömflugs, þ.á m. rúmlega 80 þotum af gerðinni Bo- eing-747, og yfír 400 af gerðinni B-727. í framtíðinni er talið, að yfír 70% allra vömflugvéla hafí áður þjónað í farþegaflugi. - Ræðst það af því að tilhneig- ingin er að endumýja farþegaþotur hraðar en vöruflugvélar? Já, og eins það að menn em að leita að ódýrari vélum til að fljúga vöranni. Þá hefur ekki verið fram- leidd vömflugvél af 727-stærðinni- Félög í pakkaflugi hafa þurft mjög á þessari vélarstærð að halda og notað hana mikið. Það er líka ein ástæðan fyrir því að áttumar ganga enn. Meðalaldur allra vöru- flugvéla í heiminum er um 22 ár og fjöldi flugvéla mun vera 1226. - Teygir starfsemi samtakanna sig hingað til tands? Nei, svo er ekki. Ég byijaði að starfa í þessum samtökum meðan ég var hjá Cargolux, var með kynningu á fragtvélum á einni ráðstefnunni. Nei, íslensku félögin hafa ekki tekið þátt í starfseminni. Átturnar virð ast endast betur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.