Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mikið annríki hjá
læknum yfír jólin
Samkeppnisráð vegna póstdreifingar
Póstur og
sími misbeitti
stöðu sinni
Básafell
og Norður-
tanginn í
eina sæng
VERIÐ er að ganga frá kaupum
nýja sameinaða sjávarútyegsfyrir-
tækisins Básafells hf. á ísafirði á
hlutabréfum í Hraðfrystihúsinu
Norðurtanganum hf. Reiknað er með
samrekstri félaganna frá áramótum
þó formleg sameining htutafélag-
anna þurfi að hafa lengri aðdrag-
anda.
Fjögur sjávarútvegsfyrirtæki á
ísafirði og Þingeyri, Togaraútgerð
ísafjarðar, rækjuverksmiðjurnar
Básafell og Ritur og útgerðarfélagið
Sléttanes, sameinuðust á dögunum
undir nafni Básafells hf. Á meðan á
samrunaferlinu stóð voru hlutabréf
í Norðurtanganum auglýst til sölu
og keypti Mastur hf., eignarhaldsfé-
lag Islenskra sjávarafurða og fleiri
fyrirtækja, hlutabréfin í haust í þeim
tilgangi að selja sameinaða fyrirtæk-
inu þau síðar. Þessa dagana er verið
að ganga frá kaupum Básafells á
bréfunum og að sögn Amars Krist-
inssonar, framkvæmdastjóra félags-
ins, er við það miðað að kaupin gangi
í gegn fyrir áramót. Félögin verði
þá rekin sem eitt frá áramótum á
meðan unnið er að formlegri samein-
ingu þeirra.
Sótt um úreldingu
Eigendur Norðurtangans eiga
þess kost að fá söluandvirði bréfanna
greitt með hlutabréfum í sameinuðu
félagi og er vitað að bræðumir Egg-
ert Jónsson, framkvæmdastjóri
Norðurtangans, og Halldór Jónsson,
stjómarformaður Norðurtangans og
fyrrverandi framkvæmastjóri Rits,
og hluthafar þeim tengdir munu nýta
sér það.
Um áramót rennur út frestur til
að sækja um styrk til úreldingar fisk-
vinnsluhúsa. Arnar Kristinsson segir
ekki endanlega ljóst hvaða húsi eða
húsum verður lokað en telur þó lík-
Iegt að sótt verði um úreldingu ein-
hverra húsa.
------♦ ♦ ♦------
Finnur og Björn
ræða saman
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, og Bjöm Friðfínns-
son, sem verið hefur í leyfi frá emb-
ætti ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu, áttu með sér
fund í gær. Finnur hefur skýrt Birni
frá því að hann vilji ekki að hann
snúi aftur til starfa sem ráðuneytis-
stjóri, heldur taki að sér forstjóra-
starf hjá Löggildingarstofunni. Björn
segist engu að síður munu mæta til
starfa í ráðuneytinu eftir áramótin.
Finnur Ingólfsson vildi ekki tjá sig
um málið eftir fundinn. Að sögn
Áma Magnússonar, aðstoðarmanns
Finns, fóru þeir Bjöm yfir stöðu
málsins. „Það er verið að leita leiða
að samkomulagi um það með hvaða
hætti Bjöm komi til starfa eftir ára-
mót,“ segir Ámi.
Bjöm Friðfinnsson vildi heldur
ekki tjá sig frekar um samtöl þeirra
Finns.
------♦ ♦ ♦------
Rotaðist
við fall
STÚLKA slasaðist á höfði þegar hún
féll í götuna fyrir utan skemmtistað
á Akranesi í fyrrinótt. Meiðsli hennar
reyndust þó ekki alvarleg.
Stúlkan rotaðist og var flutt í
skyndi á sjúkrahúsið á Akranesi. Þar
ákváðu læknar að senda hana til
Reykjavíkur. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sótti stúlkuna og flutti hana
á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi.
Samkvæmt upplýsingum slysa-
deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur
reyndust áverkar stúlkunnar ekki
alvarlegir og síðdegis í gær var reikn-
að með að hún gæti farið heim fyrir
helgina.
ÓVENJU mikið hefur boríð á
lasleika meðal landsmanna und-
anfarið og sjaldan hefur verið
annasamara hjá Læknavaktinni
en yfir nýliðna hátíðisdaga, að
sögn Magnúsar E. Jónassonar,
vaktstjóra Læknavaktar í
Reykjavík.
„Aðallega eru það veirusýk-
ingar í nefi, hálsi og bijósti, svo
sem slæmt kvef sem fólk þjáist
af en að auki virðist inflúensuf-
araldurinn vera útbreiddari nú
en oftast áður. 1 kjölfarið geta
siglt ýmsir fylgikvillar s.s.
lungnabólga, kinnholubólgur
og börnunum er hætt við eyrna-
bólgum," segir Magnús.
Friðrik R. Guðjónsson yfir-
læknir á Heilsugæslustöð Ak-
ureyrar tekur í sama streng en
mikið hefur verið að gera hjá
læknum á Akureyri undanfarna
daga. „Þetta hafa verið mikil
flenspjól en það er nánast ein-
hver í sérhverri fjölskyldu sem
er lasinn."
Eldra fólk fær síður
inflúensu
Að sögn Friðriks Rafns hefur
nokkuð borið á vírustilfellum
sem hafa uppköst og niðurgang
í för með sér.
MATSNEFND hefur úrskurðað að
Kópavogsbær skuli greiða Vatns-
veitu Reykjavíkur 12,70 kr. fyrir
rúmmetrann af köldu vatni úr að-
veitukerfi vatnsveitunnar inn á
dreifikerfi bæjarins. Skal verð þetta
gilda frá og með 1. janúar 1996.
Sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarn-
ames og Mosfellsbær hafa um ára-
bil keypt kalt vatn af Vatnsveitu
Reykjavíkur. Á miðju ári 1995 fóru
fram umræður um hækkun á verði
kalda vatnsins og var þá samið við
Seltjamarnes og Mosfellsbæ um
verðið 9,55 kr. á rúmmetrann til
ársloka 1998. Þá hafði verðið I tví-
gang verið hækkað um 15%, fyrst
fyrir árið 1995 og síðan frá og með
1. janúar 1996. Þessum samningi
hafnaði Kópavogsbær og vísaði
Aðallega er það yngra fólk
sem fær inflúensu að sögn
Magnúsar en hlutfallslega fáir
af eldri kynslóðinni þar sem
stór hluti hennar hefur verið
bólusettur.
„Faraldurinn hefur staðið í
um fjórar vikur en ef marka
má reynslu fyrri ára ætti inflú-
ensan að vera í rénum. Enn sem
komið er virðist ekkert lát á,“
segir Magnús. Inflúensunni
fylgir yfirleitt hár hiti í nokkra
daga, beinverkir, höfuðverkur,
þurr hósti og særindi í brjósti.
Mikið um
veikindadaga
Mikið hefur verið um fjar-
veru starfsfólks í fyrirtækjum
og stofnunum vegna veikinda í
desembermánuði. Hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur hefur
verið töluvert um veikindi og
hafa bílstjórar unnið aukavinnu
vegna þessa, segir Jóhannes
Sigurðsson forstöðumaður
þjónustusviðs. Hjá íslandsbanka
og Hampiðjunni hafa veikinda-
dagar einnig verið mun fleiri í
desember en oftast áður en
tölulegar upplýsingar liggja
ekki fyrir.
Vatnsveita Reykjavíkur málinu þá
til matsnefndar, með vísan til nlundu
greinar laga nr. 81 frá 1991 um
vatnsveitur sveitarfélaga, þar sem
segir m.a.: „Selji sveitarstjóm ann-
arri sveitarstjórn vatn skal endur-
gjald fyrir það ákveðið með sam-
komulagi aðila eða mati dómkvaddra
matsmanna náist eigi samkomulag.“
Krafa var gerð
um 15,14 krónur
Þrír menn voru tilnefndir í mats-
nefnd til þess að meta endurgjald
það sem Kópavogsbæ skyldi gert að
greiða fyrir afnot vatns úr Vatns-
veitu Reykjavíkur. Hreinn Loftsson
hrl. var tilnefndur sem matsmaður
af hálfu Vatnsveitu Reykjavíkur,
Rúnar Mogensen hdl. af hálfu Kópa-
vogsbæjar og oddamaður var til-
SAMKEPPNISRÁÐ telur að Póstur
og sími hafí með samkeppnishindr-
andi athöfnum reynt að útiloka
keppinaut sinn, Póstdreifingu ehf.,
frá póstdreifingarmarkaðnum og
þar með misbeitt markaðsráðandi
stöðu sinni á þessu sviði I skilningi
samkeppnislaga.
í tilkynningu frá Samkeppnis-
stofnun segir að frá því I apríl 1994
hafi samkeppnisyfirvöldum borist
ýmis erindi frá keppinautum Pósts
og síma, þar sem kvartað er yfir
hegðun fyrirtækisins á því sviði sem
er utan einkaleyfisrekstrar þess.
Nýjasta álit samkeppnisráðs lýtur
að erindi Póstdreifíngar ehf., þar
sem því er haldið fram að starfs-
hættir Pósts og síma miði að því
að veikja stöðu fyrirtækisins á
starfsmarkaði þess, þ.e. póstdreif-
ingu á höfuðborgarsvæðinu.
Samkeppnisráð nefnir dæmi um
misbeitingu Pósts og síma á mark-
aðsráðandi stöðu sinni, meðal ann-
ars þá ákvörðun Pósts og síma að
neita að auglýsa I blöðum og tímarit-
um af þeirri ástæðu að dreifmg
þeirra sé I höndum Póstdreifingar
nefndur Gunnar Torfason verkfræð-
ingur.
f kröfugerð Vatnsveitu Reykjavík-
ur til matsnefndarinnar dagsettri 2.
febrúar 1996 er þess krafist að nýtt
vatnsverð verði ákveðið kr. 15,14
fyrir hvem rúmmetra og gildi það
frá og með 1. janúar 1994. í matsorð-
um nefndarinnar, sem hún skilaði
af sér á Þorláksmessu, stendur:
„Kópavogsbær greiði Vatnsveitu
Reykjavíkur fyrir kalt vatn úr aðveitu-
kerfí hennar inn á dreifíkerfí bæjarins
kr. 12,70 fyrir hvem rúmmetra. Verð
þetta tekur gildi 1. janúar 1996. Verð
þetta gildir I fímm ár, til ársloka
2000. Verðið tekur breytingum með
vísitölu byggingakostnaðar einu sinni
á ári, I janúar ár hvert. Grunnvísitala
er 205,5 stig.“
ehf. Þá er bent á, að Póstur og sími
hafí veitt fyrirtækjum innritunar-
kjör á ritum sem bersýnilega upp-
fylli ekki þau skilyrði sem sett séu
fyrir innritun I reglugerð um póst-
þjónustu.
Með vísan til þessa og með skír-
skotun til samkeppnislaga beinir
samkeppnisráð þeim fyrirmælum til
Pósts o g síma að aðskilja samkeppn-
is- og einkaréttarsvið stofnunarinn- j
ar. Þessum fyrirmælum skal fram-
fylgja fyrir 1. febrúar 1997.
Þá mælir samkeppnisráð fyrir um
að Póstur og sími dreifí pósti fyrir
Póstdreifíngu ehf. á stöðum sem
falla innan dreifbýlispóstnúmera og
á stöðum sem falla undir þéttbýlis-
póstnúmer þar sem eru færri en 500
heimili. „Loks er þeim fyrirmælum ,
beint til Póst- og símamálastofnunar i
að stofnunin gæti jafnræðis þegar '
hún tekur ákvörðun um að auglýsa )
I blöðum eða ritum þannig að sú
staðreynd að keppinautar stofnunar-
innar sjái um dreifíngu viðkomandi
rits verði ekki ákvörðunarástæða
fyrir viðskiptum með auglýsingar,"
segir Samkeppnisstofnun.
Gert klárt
fyrirflug- I
eldavertíð 1
HIN stutta en snarpa flugelda-
vertíð hefst í dag og líkast til
með miklum hvelli og látum.
Flugeldasalar um allt land nýttu
hveija stund í gær til að und-
irbúa vertíðina og útbúa sölu-
pakka af ýmsum stærðum og
gerðum. A myndinni eru KR-ing- i
arnir Trausti og Jón Már að
útbúa fjölskyldupakka í KR- I
heimilinu.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er búist við því að flug'
eldar að verðmæti hundruð a
milljóna króna verði sprengdir á
gamlárskvöld. Jafnvel er búist
við því að heldur meira verði
selt af flugeldum í ár en í fyrra.
Reynist það rétt er stjörnuljóst
að rakettur, tívolíbombur og
stjörnuljós munu rjúka út.
■ Hundruð miHjóna/29
_________________________________________________ Morginblaðið/Ámi Sæberg
Úrskurður í máii Vatnsveitu Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ
12,70 kr. fyrir rúm-
metrann af köldu vatni