Morgunblaðið - 28.12.1996, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikil kirkjusókn
umjólin
KIRKJUSÓKN var mikil um allt
land yfir jólin og telja prestar að
hún hafi jafnvel verið meiri en
undanfarin ár, að sögn Baldurs
Kristjánssonar biskupsritara.
„Kirkjur voru alls staðar fullar
og vel það,“ sagði Baldur. „í kirkj-
um í Reykjavík þurfti fólk víða
að standa eins og til dæmis í Dóm-
kirkjunni, Seljakirkju og í Grafar-
vogskirkju, sem tekur um 1.500
manns. Þama var allt yfirfullt og
margir sem urðu að hverfa frá.
Ég hugsa að allar kirkjur í Reykja-
vík hafi verið yfirfullar á aðfanga-
dagskvöld."
Flestir fóru til kirkju kl. 18 á
aðfangadag en miðnæturmessur
voru einnig vel sóttar. „Miðnætur-
messur eru ekki jafn almennar í
kirkjunum en þær eru að ryðja sér
til rúms úti á landi, þar sem víða
er einn prestur sem þjónar mörg-
um kirkjum og því óhægt um vik,“
sagði hann.
Morgunblaðið/Ásdís
Safnað í
brennu
VIÐ Ægisíðuna í vesturbæ er
að safnast upp hin myndarleg-
asta brenna, sem fuðrar svo
upp að kvöldi gamlársdags.
Krakkar eru að venju iðnir við
að draga spýtur í brennuna, en
þeir fá líka gjarnan aðstoð
þeirra sem eldri eru og ráða
yfir stórvirkum vinnutækjum.
Á þriðja tug brenna verða á
höfuðborgarsvæðinu og þótt
þær verði sjálfsagt misstórar
þá ætti enginn að þurfa að leita
langt eftir brennu í sínu hverfi.
Gaf 52 milljónir til
tveggja líknarfélaga
KRISTÍN Bjömsdóttir, sem lést
fyrir tveim árum, arfleiddi Krabba-
meinsfélag íslands og Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra að stærstum
hluta eigna sinna, alls rúmum 52
milljónum króna. í hlut hvors félags
kom 26,1 milljón króna.
Kristín var fædd að Litlu-Giljá í
Húnavatnssýslu 1. júní 1909, dóttir
hjónanna Söm Guðnýjar Þorleifs-
dóttur og Björns Sigurðssonar.
Kristín gekk í Kvennaskólann á
Blönduósi og lauk þaðan prófi 1925,
aðeins 16 ára gömul, yngsti nem-
andi sem þaðan hefur brautskráðst.
Að námi loknu fór hún til Reykja-
víkur og fékk starf sem talsíma-
stúlka hjá Landssíma íslands.
Kristín starfaði hjá Sameinuðu
i þjóðunum frá 1946. Þegar ísland
gerðist aðili að samtökunum, haust-
ið 1946, dró hún íslenska fánann
að húni í fyrsta sinn úti fyrir höfuð-
stöðvum þeirra sem þá voru í Lake
Success. Kristín starfaði hjá Sam-
einuðu þjóðunum allt til ársins
1967, en þá fluttist hún til íslands.
Hún hafði þó ekki al-
veg sagt skilið við sam-
tökin og var fulltrúi
ýmissa smáþjóða á ráð-
stefnum á vegum sam-
takanna eftir þetta.
Kristín, er síðast átti
lögheimili á Kleppsvegi
56 í Reykjavík, andað-
ist 11. október 1994.
Hún hafði gert erfða-
skrá þar sem hún arf-
leiddi áðurnefnd tvö
líknarfélög að stærst-
um hluta eigna sinna.
Skal varðveitast í
tveimur sjóðum
I erfðaskrá hinnar
látnu var áskilið að Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra varðveitti arfs-
hluta sinn í sérstökum sjóði sem
heitir „Sjóður Kristínar Bjömsdótt-
ur, fyrrverandi starfsmanns Samein-
uðu þjóðanna". Fé úr sjóðnum skal
notað aðallega til að aðstoða fötluð
böm og unglinga og til menntunar
og sérmenntunar
þeirra, sem sé í sam-
ræmi við hæfni þeirra
og möguleika, þannig,
að þau fái sem líkasta
uppvaxtarmöguleika
og heilbrigð böm.
Krabbameinsfélagið
skal einnig varðveita
arfshluta sinn í sér-
stökum sjóði sem ber
nafnið „Sjóður Krist-
ínar Björnsdóttur,
fyrrverandi starfs-
manns Sameinuðu
þjóðanna“. Fé úr sjóðn-
um skal varið aðallega
í þágu rannsókna á
krabbameini í börnum
og unglingum, og til aðhlynningar
krabbameinssjúkra barna.
I frétt frá Krabbameinsfélaginu
og Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra segir að samtökin meti mikils
þessa höfðinglegu erfðagjöf, sem
kemur að góðum notum í starfi
þessara tveggja líknarfélaga.
Kristín
Björnsdóttir
Rannsókn fíkniefnamáls sækist vel
HOLLENSKT par og íslenskur
karlmaður sitja enn í haldi vegna
rannsóknar á umfangsmiklu fíkni-
efnamáii. Islensk stúlka, sem
handtekin var í tengslum við mál-
ið, hefur verið látin laus.
Lagt var hald á 10,5 kíló af
hassi í fórum Hollendinganna og
við húsleitir og handtökur íslend-
inga í kjölfarið fundust um 500
e-pillur og 260 grömm af amfet-
amíni, auk um 250 þúsund króna
í peningum og áhalda til neyslu
fíkniefna.
Bjöm Halldórsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að rannsókn málsins sæktist vel,
en enn ætti eftir að hnýta ýmsa
lausa enda. Ekki yrðu öll kurl kom-
in til grafar fyrr en á nýju ári.
Nýtt kvikmyndahús opnað
Bíómarkaður-
inn hér sá
besti í heimi
Árni Samúelsson
K' RINGLUBÍÓ, nýj-
asta kvikmyndahús
landsins, var opnað
annan í jólum. Þetta er
fimmta kvikmyndahús Sam-
bíóanna, sem nú ráða yfir
13 kvikmyndasölum með
sætum fyrir 3.300 gesti og
bjóða upp á nærri 400 kvik-
myndasýningar á viku. Er
nægur markaður fyrir allt
þetta framboð?
„Það hefur ekki verið reist
nýtt kvikmyndahús hér í 15
ár,“ segir Arni Samúelsson,
forstjóri Sambíóanna. „Það
er þörf fyrir eðlilega end-
umýjun á þessu sviði ekki
síður en öðrum. Við höfum
séð mikla endurnýjun í versl-
unarhúsnæði og öðrum
byggingum, þetta var orðið
tímabært.“
Húsið reis á skömmum tíma og
ekki gáfust nema 20 dagar til að
innrétta það. „Afhending hússins
dróst, við áttum að fá það 20. nóv-
ember en fengum það ekki fyrr en
3. desember og þurfti því að leggja
nótt við dag til að við gætum opn-
að á tilsettum tíma. Hann Sigurjón
Jóhannsson, sem setti tækin upp,
rétt skrapp heim til að smakka á
jólasteikinni og var hér næstum öll
jólin. En þetta hafðist með frá-
bærri vinnu allra sem lögðu hönd
á plóginn," segir Ami.
Með Kringlubíói ráða Sambíóin
yfir helmingi kvikmyndasala í borg-
inni, að sögn Árna. „Bíómarkaður-
inn hér er sá besti í heimi. íslend-
ingar fara að meðaltali átta sinnum
á ári í kvikmyndahús meðan ná-
grannaþjóðir fara 2-3 sinnum. Það
er löng hefð fyrir þessari sterku
bíómenningu og margir í kvik-
myndaheiminum sem líta hingað
til lands fyrir það hvað þetta er
sterkur markaður," segir Ámi.
Hver er leyndardómurinn við
þennan sterka markað?
„Okkur hefur tekist að halda
aðsókninni. Það hefur alltaf verið
reynt að bjóða upp á það besta,
bæði í aðstöðu og kvikmyndaúr-
vali. Kringlubíó er nú það tækni-
væddasta í Evrópu. Öll tæki af
fullkomnustu gerð, það gerist
hvergi betra. Þessi tæknilega full-
komnun skilar sér bæði í mynd og
hljómflutningi. Sætin eru þægileg
og gott rúm á milli sætaraða. Eins
er aðkoman góð, anddyrið rúmgott
og góð aðstaða fyrir fatlaða.11
Verður annað myndaval í
Kringlubíói en öðrum Sambíóum?
„Við munum sýna allar stór-
myndir hér ásamt öðrum. Annars
eigum við eftir að ákveða nánar
hvemig myndir koma til með að
flytjast milli sýningarsalanna. Nú
höfum við svo marga
sali að það getur vel
verið að við föram í
auknum mæli að sýna
svonefndar listrænar
kvikmyndir og eins frá
öðram svæðum en enskumælandi.
Staðreyndin er sú að slíkar sýning-
ar hafa ekki staðið undir sér og
þurfa helst að njóta styrkja."
Hvenær kemur að því að hætt
verði að slíta kvikmyndasýningar
í sundur með hléi?
„Það er íslenskur siður að hafa
hlé. Kvikmyndahúsin hafa notað
það til að selja sælgæti, sem er
tekjulind. Staðreyndin er sú að við
t.d. hjá Sambíóunum höfum verið
skattpínd umfram suma sam-
keppnisaðila. Við höfum þurft að
borga skemmtanaskatt, sem t.d.
Háskólabíó og Laugarásbíó hafa
sloppið við. Þrátt fyrir úrskurð
Samkeppnisstofnunar frá 1994 um
► Árni Samúelsson forsljóri
Sambíóanna er fæddur í Reykja-
vík 12. júlí 1942. Hann giftist
Guðnýju Ásberg Björnsdóttur
úr Keflavík 1964. Þau bjuggu í
Keflavík í 19 ár og voru með
umfangsmikinn verslunarrekst-
ur auk þess semþau ráku Nýja
bíó, sem Eyjólfur Ásberg, afi
Guðnýjar, byggði 1945. Árið
1982 flutti Arni með fjölskyldu
sína til Reykjavíkur og hóf
rekstur Bíóhallarinnar í Breið-
holti, árið 1987 keyptu þau
Austurbæjarbíó og opnuðu þar
Bíóborgina, árið 1991 var Saga-
bíó opnað þar sem veitingahúsið
Broadway var áður til húsa og
nú á annan í jólum var Kringlu-
bíó opnað. Þau Guðný og Árni
eiga þijú börn, Bjöm, Elísabetu
og Alfreð, sem öll starfa hjá
Sambíóunum.
að jafnræði eigi að gilda á þessu
sviði þá hefur það ekki enn komist
í framkvæmd.“
Sambíóin hafa breytt verðskrá
sinni og nú er aftur farið að selja
sérstaka barnamiða. Hvers vegna?
„Við lækkum miðaverð á dag-
sýningum, nú kostar miðinn 500
krónur á sýningar kl. 13, 15, 17
og 19. Á kvöldin hækkar verðið
um 50 krónur frá því sem nú er
og kostar miðinn 600 krónur. Mið-
ar fyrir börn yngri en 6 ára kosta
nú 300 krónur og eins fá borgar-
ar, eldri en 63 ára, miðann á 450
krónur. Nú borgar fjögurra manna
fjölskylda með tvö börn 1.600
krónur í stað 2.200 króna áður.
Þessi verðbreyting er til samræmis
við þá þróun sem orðið hefur til
dæmis í Bandaríkjunum. Það var
orðið tímabært að breyta þessu.“
Hvernig er að vera með bíó í
verslunarmiðstöð?
„Það er mjög ákjós-
anlegt. Nú er mikið
byggt af bíóum um allan
heim og langflest í
tengslum við verslunar-
kjarna. Hér er hægt að sameina
verslunarferð og bióferð, það er
stutt í veitingahús og alla þjón-
ustu. Það er þægilegt að geta lagt
bílnum í yfírbyggðu og upphituðu
húsnæði og komið að honum hrein-
um og þurrum en ekki á kafi í
snjó! Við tökum mið af umhverfmu
hér í Kringlunni og hefjum sýning-
ar klukkan 15.00 alla virka daga
og kl. 13.00 á laugardögum og
sunnudögum."
Hvernig hefur Kringlubíói verið
tekið?
„Byijunin lofar góðu. Það var
uppselt á fyrstu sýningnna í Sal 1
á 15 mínútum og í allt húsið á
klukkutíma."
Tæknivædd-
asta bfóhús
í Evrópu