Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 11
FRÉTTIR
4% atvinnuleysi
í nóvember
ATVINNULEYSI á landinu öllu
jókst nokkuð í nóvembermánuði
samanborið við mánuðinn á und-
an samkvæmt yfirliti Vinnu-
málaskrifstofunnar. Jafngildir
fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga
því að 5.169 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysis-
skrá í mánuðinum eða 4% af
mannafla á vinnumarkaði, sam-
anborið við 3,7% atvinnuleysi í
október. Atvinnuleysi í nóvem-
ber er þó minna en í sama mán-
uði í fyrra þegar mælt var 4,4%
atvinnuleysi.
Atvinnuástandið versnaði í
nóvember á öllum atvinnusvæð-
um frá því í október. Hlutfalls-
legt atvinnuleysi er enn mest á
höfuðborgarsvæðinu eða 4,5%
og minnst á Vestfjörðum þar
sem það mældist 1,7% í mánuð-
inum.
7,2% atvinnuleysi meðal
kvenna á Suðurnesjum
Hlutfallslega mun fleiri konur
en karlar eru á atvinnuleysisskrá
eða 5,6% samanborið við 2,8%
atvinnuleysi meðal karla. Er
hlutfall kvenna á atvinnuleysis-
skrá mest á Suðurnesjum af ein-
stökum landshlutum, þar sem
skráð var 7,2% atvinnuleysi með-
al kvenna í síðasta mánuði.
Síðast liðna 12 mánuði voru
um 5.780 manns að meðaltali
atvinnulausir hér á landi eða um
4,4% mannafla á vinnumarkaði
en árið 1995 voru um 6.538
manns að meðaltali atvinnulaus-
ir eða um 5%.
Engin breyt-
ing á sóknar-
gjöldum
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segir misskilnings gæta i
grein Karls Sigurbjörnssonar sókn-
arprests um að frá og með næstu
áramótum muni sóknargjöld verða
gjaldfærð á ríkisreikning sem fram-
lag til kirkjunnar. Segir hann að
breytingarnar komi ekki til fram-
kvæmda um þessi áramót heldur
áramótin 1997-1998 ef lög um
fjárreiður ríkisins verða samþykkt
á Alþingi en að einungis sé um
breytingu á bókhaldsfærslu að
ræða, sem hafi engin áhrif á stöðu
kirkjunnar.
„Það er ekki rétt að frá og með
næstu áramótum muni ríkisvaldið
gjaldfæra sóknargjöld á ríkisreikn-
ingi,“ sagði Friðrik. „Hugmyndin er
að breytingin verði um önnur ára-
mót. Astæðan fyrir því er að fyrir
þingi liggur frumvarp um fjárreiður
ríkisins. I því frumvarpi er gert ráð
fyrir að öll lögboðin gjöld, sem ekki
eru gjöld til sveitarfélaga verði færð
um ríkisreikning. Sum þessara
gjalda eru lögbundin gjöld, sem
renna til tiltekinnar starfsemi óháðri
ríkinu. Þar er til dæmis um að ræða
gjöld, sem lögð hafa verið á að frum-
kvæði iðnaðarins og lenda ekki í rík-
issjóði. Eins er um sóknargjöldin,
sem lenda ekki í ríkissjóði þannig
að þar verður engin breyting á.“
Alþjóðlegur
samanburður
Friðrik sagði að vegna alþjóðlegs
samanburðar væri verið að breyta
uppsetningu ríkisreikningsins til
þess að sýna betur heildarumsvif
og afskipti löggjafans. Þess vegna
yrðu lögbundin gjöld, sem ríkið inn-
heimti, sýnd í ríkisreikningi til að
auðvelda samanburð á umsvifum
ríkisins við aðrar þjóðir. „Það er
að segja að hve miídu leyti ríkis-
valdið er notað til að innheimta og
deila út íjármunum burt séð frá því
hvort ríkið fer með fjármunina eða
ekki,“ sagði hann.
„Þetta er því eingöngu bókhalds-
legs eðlis og hefur ekkert að gera
með að kirkjan sé að tapa sjálf-
stæði sínu eða aðrir þeir sem njóta
sóknargjalda. Þetta er eingöngu
gert tii þess að menn sjái umsvif
og afskipti ríkisins."
Konur 2.271 fleiri í Reykjavík
KARLAR eru fleiri en konur í öllum
landshlutum nema í Reykjavík sam-
kvæmt bráðabirgðatölum um mann:
Qölda á ísiandi 1. desember 1996. í
borginni voru konur 2271 fleiri en
karlar en hlutfallið snerist við í öðrum
landshlutum. Karlar eru fleiri á land-
inu öllu, 135.184, en konur 134.551.
Sterkasta karlavígið er á Suður-
landi. Þar eru karlar tæplega þús-
undi fleiri en konur, 10.775 á móti
9.851, sem þýðir að 52,2% Sunnlend-
inga eru karlar. Jafnast er hlutfallið
á hinn bóginn á Norðurlandi eystra.
Þar eru karlar 50,6% íbúa og aðeins
342 fleiri en konur.
I þremur sveitarfélögum er kynja-
hlutfall hnífjafnt. í Hrísey búa 127
konur og 127 karlar, í Skefilsstaða-
hreppi búa 22 af hvoru kyni og í
Mjóafjarðarhreppi búa 14 konur og,
viti menn, 14 karlar.
lálOr
1-IAPPDRÆTTI
KRABBAMEINSFELAGSINS
'Útdráttur 24. deöemker 1996
VI N N I N G AR
Bifreið Renault Mégane RT. Verðmæti 1.600.000 krónur: 133712
Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.200.000 krónur: 17429
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Verðmæti 100.000 krónur:
996 34644 54730 79071 101341 119632
3683 35315 54820 80331 104616 120021
5320 35910 55149 80897 105423 121344
7052 38498 56071 81386 105528 121923
7269 38681 56133 83077 106251 122903
8030 39039 58038 85144 106372 123034
8521 39401 58676 87972 106931 123955
10679 39433 59369 89189 107225 126026
11289 40023 59689 90521 108637 126634
13782 42396 59988 90952 108679 128004
14761 43278 60148 91041 108791 129319
16284 43449 61817 91439 109080 132446
16408 43998 62045 91842 109776 132543
17287 44488 66196 94296 110276 135343
17419 45669 69441 94301 110590 137240
17561 47074 70260 98103 110603 139543
19365 47739 71680 98222 111519 140140
22169 47757 71708 99501 114399 140248
24620 47907 73951 100441 117510 140581
25275 48570 76625 100926 118437 143359
25852 51334 77731 101083 118720
26255 52122 77769
30390 52873 78167
31719 53141 78600 A ‘Kjahhaniein&félagió þakkar
32191 32440 53273 53426 78652 78996 /k land&mánmun veittan &tnáning
Handhafar vinningsmiða framvisi þeim á
skrifstofu Krabbameinsfélgsins að
Skógarhlíð 8, sími 562 1414.
2 Krabbameinsfélagið