Morgunblaðið - 28.12.1996, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
764
1994
718
1.195
Fiskafli íslenskra skipa
1994-1996 (þús. tonn)
Loðna
Rækja,
humar og skel
35 93 ^ílj-humarogskel
¥-rækja af
Flæmingjagr.
djúprækja
1994 '95 '96 Linnfj.rækja
Síld
norsk-
íslensk
síld
Botnfiskur
I 511 494
~ - annar
botnfiskur
grálúða i
úthafskarfi
ysa ■
þorskur úr
Barentshafi
þorskur
'95 '96 1994 '95 '96
1994 '95 '96
Fiskaflinn hefur
aldrei orðið meiri
Metveiði á rækju og loðnu
ERLENT
Samningar um Hebron
sagðir á lokastigi
Benjamin Netanyahu boðar aukin útgjöld til varnarmála
Jerúsalem. Reuter.
Reuter
ÍSRAELSKUR hermaður kannar innihald skólatösku palestínsks
drengs, á eftirlitsstöð í Hebron. Eftirlit var hert eftir að bensín-
sprengjum var varpað að húsi ísraelskra landnema í borginni.
ÁRIÐ 1996 er mesta aflaár íslands-
sögunnar. I okkar flskveiðilögsögu
veiddum við um tvær milljónir tonna
(1.981 þús), en ef við bætum öðrum
afla við sem veiddur var á fjarlægum
miðum fer aflinn yfir tvær milljónir
tonna, verður 2.032 þús. tonn, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags
íslands. Á hinn bóginn ber að líta á
að botnflskaflinn á heimamiðum hefur
aldrei verið jafn lítill í um hálfa öld
og nær ekki þeim litla afla sem var
í fyrra þó segja megi að þetta sé
nánast sami afli í tonnum talið. Þor-
skaflinn kemur upp nú á ný á heim-
amiðum og er nú meiri en bæði árin
1994 og 1995. Verðmæti útfluttra
sjávarafurða hefur heldur aldrei verið
meira, eða um 95 milljarðar króna
og miklar tekjur fengust vegna land-
ana erlendra fískiskipa hér.
Hins vegar varð aflinn í Barents-
hafínu mun minni_ en á síðasta ári
og má segja að við íslendingar veiðum
nánast sama magn af þorski og á
síðasta ári, en þá veiddust í heild um
202 þús. tonn, en nú verða það 206
þús. tonn. Á síðustu hálfri öld er
meðalþorskafli íslendinga um 280
þús. tonn á ári. Á móti þessum mikla
samdrætti í þorskveiðum hefur rækju-
veiðin hins vegar margfaldast á
nokkrum árum, þó hún hafí dregist
saman um rúm 10% frá síðasta ári á
heimamiðum, í heild eykst rækjuveið-
in um tæp 8% og verður heildaraflinn
í rækju um 90 þús. tonn á móti um
83.500 tonnum á síðasta ári. í þessu
tilliti er hér einnig um nýtt aflamet að
ræða.
Karfaveiðin brösug
Veiðar á karfa hafa gengið
brösuglega á þessu ári. Verulegur
samdráttur virðist í veiðinni og dregst
karfaaflinn á hefðbundinni slóð sam-
an um hartnær þriðjung. Fer úr 89
þús. tonnum í 63 þús. tonn í ár, sem
er um 30% samdráttur. Á hinn bóginn
var samið um veiðar úr karfastofnin-
um á Reykjaneshrygg og var kvóti
okkar veiddur þar og um 6 þús. tonn
af kvóta Grænlendinga. Þannig veidd-
um við um 48 þús. tonna eigin kvóta
og í allt um 54 þús. tonn og höfum
aldrei veitt eins mikið á þessum slóð-
um fyrr.
1,4 milljónir tonna
af síld og loðnu
Loðnuaflinn verður nú 1.165 þús.
tonn og hefur aldrei verið svo mikill.
Er það aukning um 63%, en síldin
hefur ekki verið veidd eins mikið og
á siðasta ári og dregst saman. Bæði
var að síldin í norsk-íslenska stofnin-
um var kvótasett og náðist ekki allur
kvótinn og að kvóti sumargotssíldar-
innar var minnkaður á þessu fískveið-
iári. Þá hefur svo til allur síldaraflinn
í haust verið verkaður til manneldis.
í heild er afli uppsjávarfiska 1.425
þús. lestir og hefur aukist um 42,5%
frá fyrra ári.
Aflaverðmæti um 50 milljarðar
Verðmæti aflans á árinu 1996 er
áætlað um 50,5 milljarðar króna,
miðað við óslægðan físk upp úr sjó.
Á árinu 1995 nam heildarverðmætið
um 50 milljörðum kr. og heildaraflinn
varð 1.565 þús. tonn.
Á þessu ári hafa erlend fiskiskip
Iandað á íslandi til vinnslu um 110
þús. tonnum á móti um 30 þús. tonn-
um í fýrra, af þessum 110 þús. tonn-
um er um 81 þús. tonn loðna, en loðn-
an er ekki nema 6.800 tonn í fyrra.
Þannig er það magn sem fer til
vinnslu mjög svipað ef loðnan er dreg-
in frá, eða um 20-25 þús. tonn. Mest
af þessum físki fer í frystingu, eða
um 21 þús. tonn, 5.300 tonn fóru í
söltun og um 1.300 tonn fóru í herslu.
Á fýrstu tíu mánuðum þessa árs höfðu
komið 123 skip frá átta þjóðum og
var fjöldi landana um 184. Auk þessa
kemur svo til umskipunar (transit)
verulegt magn af físki, aðallega karfi
og rækja.
59 erlend fiskiskip
Á fýrstu tíu mánuðum þessa árs
höfðu komið 59 skip frá níu þjóðum
og var fjöldi landana um 100. Ekki
er vitað nákvæmlega um magn það
sem þessi skip lönduðu. Þessi umsvif
hafa skapað ótal störf í þjónustu og
í verslun. Má ætla að þjónustugjöld
og verslun við þessi skip ásamt erlend-
um skipum sem koma með afla til
vinnslu nemi um 3,7 milljörðum
króna.
Andvirði útfluttra sjávarafurða
áætlar Fiskifélagið að verði um 95
milljarðar króna á árinu. Árið 1995
nam verðmæti útflutnings sjávaraf-
urða 85 milljörðum króna. Það hefur
því aukist um tæp 12% milli ára.
Verðmæti þessa útflutnings er áætlað
nema um 1.429 milljónum dollara,
en það jafngildir um 9% aukningu frá
því í fyrra. Þá var verðmætið um
1.311 m. dollarar. Sé miðað við SDR
hefur útflutningsverðmætið aukist
um 14%, er nú 984 milljónir SDR,
en var 863 milljónir árið á undan.
Er hér um áhrif mismunandi gengis-
þróunar að ræða.
Mikil veiði á Flæmingjagrunni
Auk þessa afla hafa íslensk skip
veitt um 23.000 tonn af físki í Bar-
entshafi (Smugunni), mest af þeim
afla er þorskur. Verðmæti Smugu-
aflans er áætlað 1.800 milljónir kr.
Þá má ætla að um 22.000 tonn af
rækju hafí verið veidd af íslenskum
skipum á Flæmingjagrunni við Ný-
fundnaland og má ætla verðmæti
þess afla um 3.850 m. kr.
í heild er afli íslenskafískiskipaflot-
ans 2.032 þús. tonn og hefur aflinn
aldrei verið meiri í íslandssögunni.
Þess ber þó að geta að botnfiskafli
er nánast sá sami og á síðasta ári
og var þá sá minnsti á síðasta aldar-
Ijórðungi.
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, hugðist í gær eiga fundi
með palestínskum samningamönnum
til að reyna að ná samningi um brott-
flutning ísraelskra hermanna frá
Hebron, en honum á að vera löngu
lokið, samkvæmt friðarsamningi
Israela og Palestínumanna. I fyrra-
dag kvaðst Yasser Arafat, forseti
sjálfstjómar Palestínumanna búast
við að samningurinn yrði undirritaður
eftir helgi. Ekki hefur hins vegar
fengist uppgefið hvort af viðræðun-
um varð í gær. Forsætisráðherrann
lýsti því hins vegar yfír í blaðaviðtali
í gær að ríkisstjómin hygðist auka
útgjöld til varnarmála þegar hún
hefði náð betri tökum á efnahag
landsins en haft var eftir talsmönnum
hersins að hann þyrfti að bæta víg-
stöðu sína gagnvart Sýrlendingum,
vegna hugsanlegra átaka við þá um
Gólanhæðir.
Arafat sagðist á fímmtudag eiga
von á því að samningar um borgina
yrðu tilbúnir til undirritunar í upp-
hafi næstu viku, 30. eða 31. desem-
ber. Fyrr í vikunni tókst samninga-
mönnum, með aðstoð sérlegs sendi-
manns Bandaríkjastjómar, Dennis
Ross, að leysa þann hnút sem við-
ræðurnar um Hebron voru komnar
í. Segja Palestínumenn að það hafi
gerst er ísraelar hafi fallist á að
standa við samning sem stjórn ísra-
elska Verkamannaflokksins gerði
við Palestínumenn fyrir ári. Israelar
segja hins vegar að náðst hafi sam-
komulag sem tryggi frekar öryggi
landnema á svæðinu.
Hamas-hreyfingin fordæmdi í
HOLLAND tekur við forsæti í ráð-
herraráði Evrópusambandsins
(ESB) um áramótin og mun gegna
því fyrri helming ársins 1997. Það
mun því falla í hlut Hollendinga að
koma í höfn endurskoðun Maas-
tricht-sáttmálans, sem staðið hefur
yfir frá febrúar á þessu ári á ríkja-
ráðstefnunni svokölluðu.
Þetta er í tíunda sinn í 40 ára
sögu ESB sem Hollendingar gegna
þar forsæti. Róttækasta endurskoð-
un grundvallarsáttmála sambands-
ins, sem gerð hefur verið frá upp-
hafí, var innsigluð í Maastricht fyr-
ir fímm árum, en þá lauk ríkjaráð-
stefnu, sem einnig kom í hlut Hol-
lendinga að stýra á lokasprettinum.
Viðfangsefni yfirstandandi ríkja-
ráðstefnu eru ekki minni í sniðum.
Hún á m.a. að skila samkomulagi
um endurskipulagningu stofnana
ESB, sem nauðsynleg er ef gera á
Austur-Evrópuríkjunum, sem knýja
dyra, kleift að fá aðild að samband-
inu.
Raunsæi fremur en áherzla
á eigin stefnumál
Holland er í hópi þeirra aðildar-
ríkja, sem vilja hraða efnahagsleg-
um og stjórnmálalegum samruna
innan Evrópusambandsins. Hol-
lenzkir ráðamenn hyggjast þó ekki
endurtaka mistökin frá í september
1991, en þá greiddu öll hin aðildar-
ríkin atkvæði gegn róttæku upp-
kasti forsætislandsins að sáttmál-
anum, sem síðar var samþykktur
í mildari útgáfu í Maastricht. Bú-
ast má við að Hollendingar leggi
gær fyrirhugað samkomulag ísraela
og Palestínumanna um Hebron,
sagði þá síðarnefndu hafa svikið
landsmenn sína og stuðlað að skipt-
ingu borgarinnar á milli gyðinga og
araba.
Bensínsprengjum varpað
að landnemum
í Hebron var þremur bensín-
sprengjum varpað að ísraelskri varð-
stöð en hún er gegnt húsi þar sem
ísraelskir landnemar búa. Enginn
særðist í þessari árás sem fylgir í
kjölfar raðar tilræða sem framin
meiri áherzlu á raunsæi en að koma
eigin stefnumálum inn í endur-
skoðaðan sáttmála. „Dagskrá Evr-
ópusambandsins er svo full að það
er ekkert pláss á henni fyrir sér-
stakar eigin óskir,“ sagði Hans van
Mierlo, utanríkisráðherra Hol-
lands, í síðustu viku.
Wim Kok, forsætisráðherra Hol-
lands mun reyna að gæta hags-
muna smærri aðildarríkja. Hann
hefur heitið því að þrýsta hinum
14 bandalagsríkjunum í átt að ör-
uggari, lýðræð-
islegri Evrópu,
sem á auðveld-
ara með að taka
ákvarðanir og
getur mótað
skýr utanríkis-
pólitísk mark-
mið og snúið
bökum saman
gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Halda skriðnum á
undirbúningi EMU
Auk þess að stýra endaspretti
yfirstandandi ríkjaráðstefnu er erf-
iðasta viðfangsefnið sem bíður hol-
lenzku stjórnarinnar að halda
skriðnum sem kominn er á undir-
búning Efnahags- og myntbanda-
lags Evrópu, EMU.
Samkomulag það, sem náðist
fyrr í þessum mánuði um „stöðug-
leikasáttmála“ vegna EMU, sem
þvinga á ríkisstjórnir aðildarland-
anna til að sýna aga í stjórn ríkis-
fjármála, hefur rutt úr vegi einni
hugsanlegri hindrun gegn því að
hafa verið frá því að ísraelar og
Palestínumenn tóku upp þráðinn í
viðræðum sínum um Hebron en um
80% borgarinnar eiga að fara undir
stjórn Palestínumanna.
Árásin var gerð skömmu eftir að
Netanyahu fór um borgina með að-
stoðarmanni sínum. Handtók palest-
ínska lögreglan nokkra menn en lét
þá lausa skömmu síðar. Þá urðu ísra-
elskir hermenn að grípa í taumana
eftir að þarlendir landnemar hófu
að grýta rusli að Palestínumönnum
í hefndarskyni fyrir bensínsprengj-
urnar.
Hollendingar geti fagnað góðum
árangri í forsætishlutverkinu að 1
þessu sinni. í þeirra hlut kemur I
hins vegar að hafa umsjón með |
frekari úrvinnslu stöðugleikasátt-
málans, vinna að endurnýjuðu
Gengissamstarfi Evrópu (ERM-II)
og kynna nýju evró-myntina.
Allt veltur á brezku
kosningunum
Sá einstaki atburður, sem mun
þó valda hollenzku ESB-stjórnend- j
unum mestum
höfuðverk á *
næstu mánuð- )
um, verða
brezku þing-
kosningarnar,
sem búizt er við
að fari fram að-
eins fimm vikum
fyrir hinn áætl-
aða leiðtogafund í Amsterdam
16.-17. júní. Sigri Verkamanna- j
flokkurinn má búast við stefnu- i
breytingu í Evrópumálum, en lítill
tími verður til stefnu að ljúka ríkja- »
ráðstefnunni í tíma. „Ef Bretland
heldur fast við afstöðu sína í öllum
málum verða ekki gerðar miklar
efnislegar breytingar á sáttmálan-
um,“ segir Van Mierlo. „Við bind-
um vonir við að eitthvert svigrúm
verði til samningaviðræðna eftir
kosningarnar.“
Takist Hollendingum ekki að |
ljúka ríkjaráðstefnunni á leiðtoga- j
fundi í Ámsterdam í júní, neyðast .
þeir til að láta Lúxemborg það eft- *
ir að hnýta síðustu lausu endana.
Holland tekur við forsæti í ESB um áramót
Lok ríkj aráðstefnu j
eitt aðalverkefnið
Haag. Reuter.