Morgunblaðið - 28.12.1996, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Vetrarríki vestanhafs og austan
Ofankoma og
ísing valda
vandræðum
San Francisco, Sofiu. Reuter.
SNJÓKOMA og frostrigning gerðu
fólki í vestanverðum Bandaríkjun-
um lífíð leitt í fyrradag og ófærð
og rafmagnsleysi settu samgöngur
úr skorðum. Um miðjan dag í gær
var versta veðrið gengið yfír en
spáð er nýju áhlaupi í Kaliforníu
um helgina. Kalt er víða á megin-
landi Evrópu og hefur verið lýst
yfir neyðarástandi í norðaustan-
verðri Búlgaríu vegna snjóa.
Mikil ísing olli því, að um 100.000
manns í Oregon voru án rafmagns
í nokkum tíma og féll niður allt
flug frá Portland. I Seattle og víðar
í Washington-ríki olli snjókoman
miklum vandræðum í umferðinni
og óttast er, að úrkoman valdi
vatnavöxtum og flóðum.
í Kaliforníu var veðrið skárra en
annars staðar við vesturströndina,
nokkur rigning og snjókoma til
fjalla en fjallvegum tókst að halda
opnum. Veðurfræðingar spá hins
vegar versta veðri um helgina, eink-
um í norðurhluta ríkisins, með
djúpri lægð, sem nálgaðist utan af
Kyrrahafi. Er óttast, að hún geti
valdið flóðum á láglendi og enn
meiri fannkomu í Sierra Nevada
þar sem fólk er enn að grafa sig
út úr húsunum. Um síðustu helgi
var jafnfallinn snjór sums staðar
allt að þrír metrar í fjalllendinu á
landamærum Kaliforníu og Nevada.
Deyja í ókyntum
sjúkrahúsum
Miklir snjóar eru í Búlgaríu og
þar hafa um 470 þorp og bæir ver-
Reuter
ÍBÚAR í Svartahafsborginni Varna í Búlgaríu berjast gegn veðurofsanum. Er fannfergið mest í
norðausturhluta landsins en víða hafa snjóplógar og önnur tæki komið að litlu gagni vegna olíuleysis.
ið einangruð og rafmagnslaus í tvo
og þrjá daga. Er ástandið verst í
norðausturhluta landsins og hefur
fólki verið skipað að halda sig innan
dyra þar til tekist hefur að ryðja
vegi.
Síðustu tvo daga hafa kuldarnir
dregið fjóra sjúkiinga til dauða á
geðsjúkrahúsi í bænum Radnevo
en það hefur verið ókynt í 1Ö daga.
Einn þeirra, kona, kastaði sér út
um glugga um leið og hún hróp-
aði, að hún væri að deyja úr kulda.
I Frakklandi hefur einnig verið
mikil kuldatíð síðustu daga og þar
hafa fímm manns, allt heimilislaust
fólk, orðið úti.
PAPRIKU-
STJÖRNUR
flestra val
K JALAPENO N
fyrir þá sem
vilja það sterkt
' PAPRIKU- N
SKRÚFUR
við öll tækifæri
VEISLUCHILE
frábært með
^ steikinni
Nafn
STJORNU-
OSTAPOPP
mest selda
v. poppið
‘V*** W’í’í 'tV-f
ISUBentu á
snakkið
sem að þér
þykir best.
Stjörnusnakk...
...í partýinu,
með sjónvarpinu,
til að slappa af,
læra heima...
Fáðu vinning
Segðu okkur hvaða tegund af
Stjörnusnakki þér finnst best.
VEISLUDILL\ Þá gætirðu unnið heilan kassa af
( nlaðninnnr rneð lsnakki! (Vinningar eru 50 talsins,
m g ; ViyU TTi // og í hverjum kassa eru allar
IlSKinum y vinsælustu tegundirnar af
Stjörnusnakki.)
Mér finnst best: __________
Heimili
Sími
Sendist til: Iðnmairk ehf.,
Pósthólf 259, 222 Hafnarfiröi.
Dregið verður úr innsendum miðum 20.01.1997.
Hringt verður í vinningshafa og nöfn þeirra birt í
dagblöðum. Heildarverðmæti vinninga er 150.000 kr.
Verkföll vegna nýrrar
vinnulöggjafar í Suður-Kóreu
Skipasmíða-
stöðvar og bíla-
smiðjur lokast
Seoul. Reuter.
RÚM MILLJÓN manna lagði niður
vinnu í Suður-Kóreu í gær til að
mótmæla nýrri vinnulöggjöf, sem
heimilar atvinnurekendum að segja
upp starfsmönnum, taka upp sveigj-
anlegan vinnutíma og ráða nýja
starfsmenn í stað verkfallsmanna.
Áður hafði framleiðsla á bílum stöðv-
ast nær algjörlega og skipasmíða-
stöðvum var lokað vegna verkfalls
hálfrar milljónar starfsmanna í
verkalýðssambandi sem stjórnvöld
hafa ekki viðurkennt.
Um 10.000 starfsmenn 14 sjúkra-
húsa lögðu einnig niður vinnu í gær
og búist var við að efnt yrði til verk-
falla á fleiri sjúkrahúsum í dag.
Lestastjórar neðanjarðarlesta í Seoul
hafa boðað verkfall í dag og búist
er við miklu umferðaröngþveiti þar
sem lestirnar flytja rúmlega fjórar
milljónir farþega á dag. Strætis-
vagnastjórar í fímm öðrum borgum
ætla einnig að leggja niður vinnu í
dag.
Verkföllin sögð ólögleg
Samband verkalýðsfélaga í Suð-
ur-Kóreu, einu verkalýðssamtökin
sem stjórnvöld viðurkenna, hóf í gær
verkfall, sem í fyrstu átti aðeins að
standa í sólarhring en ákveðið var
að framlengja það til nýársdags að
minnsta kosti. 1,2 milljónir verka-
manna eiga aðild að sambandinu og
aðgerðir þess koma nokkuð á óvart
þar sem það hefur hingað til þótt
leiðitamt stjórnvöldum. Aðeins tæp
20% vinnuaflsins eru í verkalýðsfé-
lögunum en þau eru þó öflug í helstu
útflutningsfyrirtækjunum.
Han Seung-soo, fjármálaráðherra
Suður-Kóreu, sagði verkföllin ólög-
leg og að verkalýðssamtökunum yrði
refsað. Hann lofaði þó nýjum lögum
sem ættu að bæta kjör verkamanna
og auka starfsþjálfun þeirra. Verka-
lýðssamtökin höfnuðu tilboðinu og
sögðu það engu breyta.
Han sagði að vinnulöggjöfín bætti
atvinnuöryggið í landinu til lengri
tíma litið þar sem efnahagurinn yrði
sveigjanlegri og því samkeppnishæf-
ari. Stærstu samtök atvinnurekenda
sögðu að fyrirtækin myndu ekki
notfæra sér uppsagnarákvæði
vinnulöggjafarinnar nema í neyðar-
tilvikum.
Ronnie Scott látinn
London. Reuter.
JASSTÓNLISTARMAÐURINN
Ronnie Scott lést í Lundúnum á
þorláksmessu, 69 ára að aldri.
Scott lék á saxófón en var þó
líklega þekktari fyrir víðfrægan
jassklúbb sem hann rak í heima-
borg sinni, þar sem jasstónlistar-
menn hvaðanæva að komu fram.
Tónlistarmenn minntust Scott
með hlýhug á aðfangadag, en á
meðal þeirra sem komu fram í
jassklúbbi hans voru Dizzie Gii-
Iespie, Sarah Vaughan, Django
Reinhardt og Jimi Hendrix.
„Klúbburinn var þekktur um all-
an heim. Ef jasstónlistarmaður
ætlaði að fara til London, spurði
hann ævinlega fyrst um Ronnie
Scott klúbbinn," sagði tónlistar-
maðurinn Johnny Dankworth.
Scott þótti mikið ljúfmenni og
húmoristi. Klúbbinn opnaði hann
árið 1959 að bandarískri fyrir-
mynd, en hann hafði ferðast vítt
og breitt um Bandaríkin. Klúbb-
urinn hefur verið sagður vagga
breska jassins en þar stigu marg-
ir jassleikarar sín fyrstu spor.