Morgunblaðið - 28.12.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 28.12.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 2 7 Um það leyti sem palladisminn hafði áhrif á hönnun húsgagna með klassískri og einfaldari blæ byrjaði rókokó-stíllinn að ryðja sér til rúms. Þetta hlaut að vera eðlileg afleiðing vegna þeirra fjölmörgu erlendu hús- gagnasmiða sem voru búsettir í Englandi og fjölda bóka og tímarita sem fjölluðu um franskan rókokó- stíl. Rókokó-stíllinn var víðast búinn að ryðja sér til rúms á meginlandi Evrópu, en kom ekki til Bretlands fyrr en um 1740-1750 og náði aldrei jafn miklum vinsældum og annars staðar í Evrópu. Hópur húsgagnalistasmiða frá Frakídandi starfaði í Englandi og menn eins og Hubert Gravelot (1699-1773) tóku að sýna þessum franska stíl áhuga. Það leið ekki á löngu áður en glæsilegustu heimilin í Englandi voru komin með enskan rókokó-stíl, eins stóla og lakkaða eða innlagðar kúptar kommóður og spegla með gylltum útskurði. D CHlSWICK-hölI við Piccadilly sem Burlington byg- gði fyrir sig 1725. Húsið er eft- irlíking af palladískri höll frá Vicenza. O HOLKAM-höll í Norfolk sem Burlington reisti um 1734 fyrir Rhomas Coke. Sjá má glæsilegar súlnaraðir í anddyri sem var einkennandi fyrir pall- dismann. D SKRIFBORÐ eftir William Kent frá 1735. Voldugt borð með íburðarmiklum gylltum út- skurði dýramynstra sem minnti á barok-skrautið. D TEIKNING af gylltu borði eftir William Kent frá 1737. Borðið er í palladískum-stíl og barok-stíl. Iburðarmikill út- skurður með andlitsgrímums sem er í anda barok-stílsins. Fæturnar minna hins vegar á súlur sem eru í palladiskum anda. D STÓLL frá 1730. Lakkaður í rauðum lit samkvæmt jap- anskri fyrirmynd. Viðurinn er skreyttur kínverskum fígúrum. D STÓLL úr hnotu frá 1730. Stíll Georgs 2. sem einnig hafði farið í stórferð til Italíu. Þegar heim kom þróaði hann eigin húsgagnastíl og hóf samstarf við Burlington. Auðmaðurinn Thomas Coke fékk Richard Burlington og William Kent til að smíða Holkham-höll í Norfolk 1734, sem er talin vera eitt glæsilegasta dæmið um palladisma. Að utan er fremur óásjáleg tígulsteinabygging, en að innan yndislegt ævintýri með undirfógrum súlnariðum og skreyt- ingum. Húsið átti að vera sýningar- höll fyrir fornlistamuni eigandans. Áhrifamesti salurinn er anddyrið, fyrir ofan, en hann er á tveimur hæðum, sem tengjast meistaralega vel saman með sveiglínuþrepum, sveigðum vikum og jónískum súlum. William Kent var frábær innan- hússhönnuður og ef til vill sá fyrsti í heiminum sem starfaði sem slíkur samkvæmt nútímalegum skilningi. Húsgögn Williams Kents voru í palladískum og barok-stíl; þung, íburðarmikil með glæsilegum gyllt- um útskurði. Hann notaði marmara- plötur á borðum og áberandi gylltar súlur með miklum útskurði dýra- mynstra sem minntu á barokskraut- ið. Palladisminn birtist einnig í hús- gögnum sem höfðu á sér klassískari og einfaldari blæ sem voru ætluð fyrir ensk sveitasetur. Húsgögnin hentuðu best í höllum, en áhrifa Kents gætti langt fram eftir 18. öld. Síðan sneru þeir Burlington og Kent sér að garðaskipulagi, svipað og Frakkar höfðu gert við Versali. Þetta varð upphaf ensku garðanna sem urðu hluti af heildarskipulagi palladísku hallanna. I stað gos- brunna „franska stílsins" komu litl- ar tjamir og fossandi lækir þar sem slíkt var hægt. Garðamir voru gerð- ir af ótrúlegri listrænni fágun og fjölbreytni. í næstu kynslóð palladista var fremstur John Wood (1704-54). Hann skipulagði sumardvalarborg- ina Bath, þar sem gætir rómversks skipulags með fórum, hringlaga torgi, og raðhúsum með rómverskri súlnaskipan sem mynduðu heild- stæðar hallarálmur. cAllt á einurn &tað & Útikerti og kyndlar 1 Hattar og knöll ÚTSALA mikið magn af jólavöru með * Aramóta- skreytingar Arin- kubbar afslætti meðan birgðir endast 'Blámcuml -Jlálalandið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.