Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 J riKU MORGUNBLAÐIÐ ■BHBBBÍ^ni IIIU WK .Ull LBÍMiaári lúhur Arið sem brátt er liðið hefur verið gjöfult leikjaunnendum og stefnir í að næsta ár verði enn skemmti- legra, ekki síst fyrir þá sök hve íslenskur leikjamarkaður hef- ur tekið við sér, verð lækkað og framboð stóraukist í kjölfar harðnandi samkeppni. Annað sem ýtt hefur undir gróskuna á leikja- markaðnum er að éinkatölvur verða sífellt öflugri, þótt það sé nú einu sinni svo að tölvan virðist aldrei vera nógu öflug, því leikjafram- leiðendur eru ævin- lega skrefi á undan. Leikur ársins hlýtur að teljast Qu- ake, því enginn leikur vakti aðra eins eftirvænt- ingu og eftirspum og Qu- ake. Hann er kannsi ekki besti leikur ársins, en óneit- anlega sá merkilegasti í ljósi sögunnar. Hönnuðir Quake voru fyrstir á markað með skotleik þess- arar gerðar, Wolfenstein, en í Quake var gengið enn lengra í blóði og djöf- ulgangi, og ekki síst í frábærri hljóð- vinnslu og skuggalegu andrúmslofti. Eftir að Quake kom út brást flótti á hönnuðaliðið, en ekki að vænta ann- ars en þeir sem eftir sátu eigi eftir að fara enn lengra í þessa átt. í árslok kom út leikurinn sem hreppir annað sæti í leikjatalning- unni, Command & Conquer: Red AI- ert. Sá er einskonar forleikur að C&C, enda gerist hann áður en stór- veldin sem deila í C&C urðu til. Sag- an er skemmtilega geggjuð: Albert Einstein heldur aftur í tímann og myrðir Hitler til að forða lífi milljóna. Fyrir vikið leggur annar böðull og ekki betri, Bóndinn í Kreml, Jósef Stalín, Evrópu undir sig að stórum hluta og hefur hrannvíg og kúgun. Sá sem leikur get- ur reyndar valið hvort hann vill slást í lið með Stalín og hans nót- um eða berjast með bandamönn- um, en hvort sem hann velur á hann eftir að skemmta sér hið besta, því Red Alert er framúrskarandi uppfærsla á C&C og ekkert til sparað. Gaml- ir í hett- unni muna textaleik- ina Zork og kunnu því vel að komast loks inn í myndskreytt umhverfi en Zork Nemesis var einn flóknasti og skemmtilegasti leikur ársins. Sumum þótti hann minna um of á Myst og víst mátti finna samhljóm í upphafi, en ekki var langt komið inn í leikinn þeg- ar allar Myst-samlíkingar hurfu út í veður og vind, því Zork var allt ann- ars eðlis. Gáturnar og þrautirnar í Zork voru ansi snúnar, svo snúnar reyndar að á köflum lá við tognun á heila. Segja má að Duke Nukem 3D hafi slegið Quake við að vissu leyti því hann var á undan á markað og allir sem sáu báru ósjálfrátt Quake saman við hann. Leikjavanir þékkja nafnið Duke Nukem, sem Apogee hannaði á Tölvuleikjaþróun var ör á árinu sem er að líða og hér á landi vænkaðist hagur leikj aáhugamanna; verð lækkaði og framboð stórjókst í kjölfar harðnandi samkeppni. Árni Matthiasson rifjar upp tíu helstu leiki árisns að hans mati. sinni tíð, en stökkbreytingin í Duke Nukem 3D vai' ótrúleg og niðurstað- an frábærlega vel heppnaður skot- leikur þar sem salla mátti niður alls kyns ófreskjur og illþýði. Sitthvað ókræsilegt var þó að finna í leiknum, meðal annars hallærislega karl- rembu, en yfirleitt mátti brosa að henni. Civilization hefur verið kallaður besti leikur allra tíma og víst er hann margslunginn og skemmtilegur. Ný útgáfa af Civilization, sem heitir því frumlega nafni Civilization II, kom út á árinu og er mikil framför. Reyndar hefur leikjamarkaður tekið slíkum stakkaskiptum að hann telst seint byltingarkenndur líkt og for- verinn, en góður engu að síður og vel þess virði að eiga hann. Flestir hljóta að þekkja til þeirra Monty Python félaga, ef ekki fyrir annað en bestu grínmynd sögunnar; Monty Python and the Holy Grail. I takt við breytta tíma hafa þeir félag- ar snúið sér að leikjahönnun og sendu frá sér leik byggðan á mynd- inni undir sama nafni. Skemmst er frá því að segja að hann var eins geggjaður og bjartsýnustu menn þorðu að vona og inn í ótrúlega svað- ilför Artúrs konungs, blandast leikir eins og skjóttu svöluna, flengdu jóm- frúna, riddarastríð, grafðu hina dauðu og svo mætti lengi telja, að ógleymdum svölunum og kókoshnet- unum dularfullu. Pegar við bætist að í leiknum eru atriði sem ekki voru í myndinni og að auki má sjá hana alla á skjánum, að vísu heldur hratt, telst leikurinn skyldueign. Broken Sword, sem kallaðist Circle of Blood vestan hafs, er meðal bestu leikja ársins ef ekki fyrir annað en frábært útlit. Að leiknum komu framúrskarandi teiknarar sem marg- ir eru frægir fyrir myndverk sín, og gerir leikinn frábærlega skemmtileg- an. Hann er kannski ekki ýkja erfið- ur, en góð dægrastytting og sagan hæfilega flókin til að halda mönnum við efnið. The Dig kom snemma á árinu og vakti athygli að hann var úr smiðju hönnuða leikjafyrirtækis George Lucas byggður á sögú eftir Steven Spielberg. I lok ársins finnst eflaust mörgum sem Dig sé gamaldags leik- ur, þróunin er svo ör, en hann stenst prýðilega allan samanburð sé litið til innihaldsins og þess að aðaláherslan var lögð á þrautirnar en ekki þung- lamalegar hreyfimyndir og hama- gang. Þeir sem gaman hafa af golfi glöddust mjög þegar sá gamli leikur Links fékk rækilega andlitslyftingu. Líkt og fyrri útgáfan sem var bylt- ingarkennd á sinni tíð fyrir frábæra myndvinnslu, þó hún þykir hallæris- leg í dag, var Links LS með því besta sem sést hefur og bráðskemmtilegur í þokkabót. Spycraft fór nýjar leiðir, en sá sem lék gerðist leyniþjónustumaður í bandarísku leyniþjónustunni og fékk sífellt flóknari verkefni eftir því sem leið á leikinn. Meðal hönnuða leiksins var William Colby, fyrrum forstjóri CIA, sem fórst á dularfullan hátt skömmu eftir að leikurinn kom út, og Oleg Kalugin hershöfðingi sem áður starfaði hjá KGB. Siðfræðin í leikn- um þótti sumum varasöm, en sögu- þráðurinn er magnaður og leikurinn hin besta afþreying. EITTHVAÐ ANNAÐ EN JÓLAMATUR 1 vænn laukur 2 dl vatn Ajólum gera menn yfirleitt betur við sig í mat en á öðrum árs- tíma. Að lokinni jóla- veislunni er því ágætt að breyta til og hér eru nokkrar ábendingar. Innblásturinn er ættað- ur úr austri, en hráefn- in eru bæði norð- og austlæg og öll auðfáanleg. í lokin íylgir svo sætlegur eftirréttur, sem sæmir sér vel í ójólalegu samhengi, en er reyndar ekki síður góður um jólin, sem lokaþáttur í jólalegri mál- tíð með þungum réttum og sósum. Awstrsen tómatsúpa með engifer og rjónta (handa 3-4) Tómatsúpan er frjáls túlkun á ógn- argóðri súpu, sem ég bragðaði einu sinni á afgönskum matstað í Stokk- hólmi. Matstaðurinn var ágætur fyr- ir sinn hatt og ódýr, en ekkert meira en það, utan hvað þeir bjóða upp á Ef jólamaturinn er að gera útaf við ykkur þá er Sigrún Davíðs- dóttir með ábendingar um aðra rétti. ljómandi góða tómat- súpu. Bragðið kemur af engifer, austur- lensku kryddi og örlít- ið sætum þeyttum rjóma, áferðin af fin- söxuðu grænmeti og kókosmjöli, sem helst á að vera sem grófast. Engiferið er nokkuð ómissandi, en þið get- ið spreytt ykkur á að nota það indverska krydd eða karrí, sem þið eigið. Með góðu brauði, sal- ati á undan eða eftir og ávöxtum í eft- irrétt er súpan kjörinn aðalréttur, en sómir sér auðvitað einnig vel sem forréttur þegar það á við. ítalir nota mikið tómata í öllum myndum i mat eins og kunnugt er og nota meðal annars það sem kallast „passato", sem eru soðnir tómatar, sem settir eru í gegnum sigti, svo kjarnamir síast frá og eftir er bara mjúkt og gott, fljótandi tómatmauk. Ef þið náið í slíka afurð er hún kjörin í súpuna, en notið annars niðursoðna tómata, sem þið setið í kvöm ásamt safanum og hakkið í mauk. 3 msk. ólífu- eða vínberjakjarnaolía 2 gulrætur 2 dósir niðursoðnir tómat- ar og safinn með 2 d! tómatsafi 1 dl gróft kókosmjöl 1 peli rjómi, þeyttur ásamt 1 msk. sykri 3-4 sm af nýrri engiferrót, fínrifin (eða góður biti af þurrkaðri rót, sem þið rifið sjálf) 1 msk. tandoori krydd inn og fínsaxið hann. Hreinsið gul- ræturnar og fínsaxið þær. Látið grænmetið malla um stund í olíunni á vægum hita ásamt kryddinu. 0Bætið tómötum, safa og vatni í pottinn. Lá#ð suðuna koma upp og nú á súpan að sjóða á hægum hita í 10-15 mín. Bragðið á og kryddið frekar ef ykkur sýnist svo. Ef ykkur finnst súpan of þykk bætið þá svolitlu af vatni í hana. 0 Ristið kókosmjölið svo það taki á sig ljósbrúna slikju. Það gengur hratt fyrir sig undir grillinu, en gæt- ið að því að það brennur líka hratt þar. Bætið því í súpuna rétt áður en hún er borin fram. 0 Þeytið rjómann með sykrinum. Eg lærði það af syni ítalsks köku- gerðarmeistara að bæta alltaf svolitlu af mjólk í rjóma, sem þeyta á. Skolið úr rjómafernunni með rúm- lega dl af mjólk og hellið í um leið og þið þeytið rjómann. Þá verður hann léttari en ella. Berið súpuna rjúkandi fram ásamt rjómanum, sem hver og einn getur bætt í diskinn að vild. mnnBnnnnnBHB Kínverskur kálréttur (handa fjórum) Að uppistöðu er þetta grænmet- isréttur, en fyrir þá sem kjósa kjöt er einfalt að búa hann til sem kjöt- rétt. Þess vegna fylgja hér tvær út- gáfur hans. Uppistaðan er hvítkál og annað grænmeti og síðan er kín- verskum eggjanúðlum bætt í. Þær fást víða og galdurinn við að sjóða þær er að þær þurfa stutta suðu, því annars verða þær leiðinlega mjúkar undir tönn. 3 msk. ólífu- eða vínberjakjamaolía vænt hvítkálshöfuð O Hitið olíuna í potti. Afhýðið lauk- 3 gulrætur 3 sellerístönglar 2 vænir laukar um 5 sm ný engiferrót, fínrifin 250 gr kínverskar núðlur Sósa: 9 msk. hvítvínsedik 3 msk. góð sojasósa 3 msk. tómatmauk 3 msk. sykur, gjarnan hrásykur 1 dl vatn O Hitið olíuna í stórum potti. Sneið- ið hvítkálið í sem þynnstar sneiðar. Hreinsið hitt grænmetið og sneiðið það fínt. Bætið grænmeti og engifer í heita olíuna og látið malla við vægan hita undir lokin í um 20-30 mín., þar til grænmetið hefur mýkst. 0 Setjið núðlurnar í nóg af sjóðandi vatni og látið þær mýkjast í vatninu í nokkrar mínútur, áður en þið hrærið í svo það rakni úr þeim. Látið þær sjóða, en ekki of lengi eins og áður er sagt. 0 Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna. Hellið henni yfír mallandi grænmetið, hellið vatninu af soðnu núðlunum og bætið þeim í. Blandið öllu vel saman og berið fram. Kínverskur kálréttur með kjöti (handa 4-6) Hér mæli ég með kjúklingakjöti, en aðrir kjósa kannski eitthvað ann- að. Þið getið notað þá hluta kjúk- lings, sem ykkur hentar. Reykt sví- naflesk gefur svo enn frekar bragðið af þessari útgáfu. Ofangreint hráefni 500 gr kjúklingakjöt, skorið f litla bita 100 gr gott svínaflesk í sneiðum, skornum i væna bita ö Útbúið réttinn eins og lýst er að ofan, en bætið kjúklingabitum í grænmetið og látið þá síðan malla með því. 0 Látið fleskið stikna á pönnu, svo fitan renni úr því. Þegar fleskið er nægilega steikt hallið þá pönnunni, svo fitan renni af bitunum og notið þá í réttinn, án fitunnar. 0 Bætið fleskinu í grænmetisréttinn um leið og sósunni er hellt yfir. Blandið fleskinu vel í og berið réttinn síðan fram. Sítrussalat með mintu (handa f jórum) Frísklegt vetrarsalat er alltaf góð- ur endir á góðri máltíð. Mintan er merki um áhrif frá Miðjarðarhafinu, því víða í matargerð sunnan og aust- an megin þess er minta nánast dag- lega á borðum. Langbest er að ná í nýja mintu, en annars getið þið notað þurrkaða mintu. 4 góðar appelsínur 2 greipaldin, gjarnan blóðgreip 1 msk. reyrsykur 1 tsk. kanill 5 mintugreinar eða 1 msk. þurrkuð minta O Skerið hýðið af ávöxtunum, svo þið losnið við hvítuna innan á berkinum. Skerið ávextina í sneiðar, fjarlægið steinana og skerið ávextina í bita. 0 Blandið sykri og kanel saman, saxið mintuna og blandið þessu sam- an við ávextina. Látið salatið gjarnan standa í 30-60 mín. áður en það er borið fram, svo kryddið blandist ávöxtunum sem best. Salatið á ekki að vera beint úr kæliskápnum, því kuldi deyfir bragðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.