Morgunblaðið - 28.12.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 3 7
JON
GUÐMUNDSSON
+ Jón Guðmunds-
son var fæddur
í Reykjavík 13.
febrúar 1979.
Hann lést á Land-
spítalanum 16.
desember sl. For-
eldrar Jóns voru
Guðmundur Jóns-
son blikksmiður og
Guðrún Ingvars-
dóttir skrifstofu-
maður. Föðurafi
Jóns var Jón Guð-
mundsson frá Nesi
í Selvogi, lengst af
fulltrúi á Skatt-
stofu Reykjavíkur. Hann lést uselsskóla.
1989. Föðuramma var Ses- Útför Jóns fer fram frá
selja Jóna Magnúsdóttir frá Seljakirkju 27. desember.
Borgarnesi, hús-
móðir. Hún lést
1993. Móðurafi var
Ingvar Ingvars-
son, fyrrverandi
oddviti að Desjar-
mýri í Borgarfirði
eystra. Hann lést
1974. Móðuramma
var Helga Björns-
dóttir, fyrrverandi
húsmóðir að
Desjamýri. Hún er
nú búsett á Egils-
stöðum. Jón átti
eina systur, Heljgu,
sem er nemi í Old-
Jólin, hin mikla hátíð ljóss og frið-
ar, koma til okkar hér á norðurhjara
þegar dagurinn er stystur og myrkr-
ið svartast. Fæðingardagur frelsar-
ans er helgastur allra daga, ljósin
tákn þeirrar birtu sem hann færði
inn í tilveru okkar. Á jólunum er
auðveldara en elia að finna barnið
í sjálfum sér, finna hljóða gleði og
hamingju yfir því að vera til og eiga
að fólk sem manni þykir af öllu
hjarta vænt um.
En öllum ljósum fylgja skuggar.
Jafnvel skærustu jólaljósunum. Þeg-
ar þau voru að kvikna eitt af öðru
slokknaði ljós ungs frænda míns,
Jóns Guðmundssonar. Vonir, sem
við öll, er höfum fylgst með honum
frá barnsaldri og unnum honum, eru
brostnar. Við fengum ekki að sjá
hann taka út þroska sinn og verða
að fuliorðnum manni, taka við því
hlutverki í lífinu, sem við ætluðum
að honum yrði búið. Skugginn virð-
ist óendanlega myrkur. Rætur sárs-
aukans djúpar. Á þeirri stundu sem
slíkt ijós slokknar, bliknar jafnvel
birta jólaljósanna og blendnar tii-
fínningar til almættisins fara um
huga og þó fyrst og fremst spurning-
in: Hvers vegna? Huggun í harmi
er vissan um að hinn hjartahlýi ungi
maður sé nú leystur undan þjáning-
unni og sitji nú við fótskör herra
síns í faðmi ömmu sinnar og afa.
Og minningin. Hana eigum við og
hún mun fylgja okkur sem dýrmæt-
ur fjársjóður.
Andlát Jóns Guðmundssonar,
Nonna, eins og hann var jafnan
kallaður, kom ekki á óvart. Síðustu
vikurnar var ljóst að þjáningarfullri
og erfiðri baráttu, sem staðið hafði
í rúm þijú ár, gat lokið hvenær sem
var. Sjálfur gerði hinn ungi maður
sér grein fyrir því að senn kæmi að
kaflaskilum, að barátta hans fyrir
lifinu sjálfu væri töpuð. Samt ein-
kenndu rósemi og æðruleysi fas
hans. Hann var þakklátur fyrir það
sem fyrir hann var gert og tjáði það
með einlægu brosi sínu. Aldrei mun
líða mér úr minni stund í nóvember-
mánuði sl. þegar ég heimsótti Nonna
eftir að hafa verið fjarverandi um
nokkurt skeið - þegar hann af veik-
um mætti rétti út faðminn á móti
mér og brosti til mín og út úr augun-
um hans mátti lesa hve vel honum
var ljóst að skammt var eftir.
Það ríkti mikii hamingja í fjöi-
skyldunni þegar Nonni fæddist.
Hann var frumburður foreldra sinna,
Guðrúnar Ingvarsdóttur og Guð-
mundar Jónssonar hálfbróður míns.
Þessi ungi frændi var sannkallaður
sólargeisli. Ég sá bróður minn í hon-
um og rifjaði stundum upp með sjálf-
um mér hversu mikið lán mér fannst
það þegar ég eignaðist Guðmund
sem bróður. Þá var ég sjö ára og
naut þess að vera stóri bróðir, sem
gat allt.
Líf okkar eldri systkina Guðmund-
ar hafði mótast af því að við höfðum
misst föður okkar, ungan að árum
og aðeins fengið að njóta hans sem
lítil börn. Einlægt og tilfinningaríkt
samband varð með okkur bræðrum,
sem haldist hefur alla tíð síðan. Þær
minningar eru mér dýrmætar þegar
litli bróðir kom oft til mín, lagði
hendur þétt utan um háls mér og
söng af barnslegri einlægni: Tveir
bestu vinir. Það var mér auðvelt að
yfirfæra þetta samband á Nonna.
Þegar Nonni var ungur drengur
fluttist hann með foreldrum sínum
að Þverárseli 10, þar sem þau bjuggu
í tvíbýli með föðurömmu og afa hans.
Þar ólst hann upp og kynntist frá
fyrstu tíð þeim kærleika og hlýju,
sem Guðrún og Guðmundur sýndu
foreldrum sínum og vafalaust hefur
það haft mótandi áhrif á hann.
Framtíðin virtist brosa við. Nonni
var að breytast úr barni í ungan
mann, sem vænti mikils af lífinu,
átti sína drauma og þrár. Það var
síðan síðla sumars 1993 að hann fór
að fínna mikinn höfuðverk og nokkr-
um vikum síðar greindist orsökin.
Hann var með meinsemd í höfðinu
sem reyndist illkynja. Baráttan hófst
með mjög erfiðri aðgerð sem hafði
í för með sér líkamlega fötlun og
skref aftur á bak í andlegum þroska
sem síðar tókst að mestu að yfir-
vinna. Við tók þrautaganga í geisla-
og lyfjameðferð. Alltaf var þó vonin
fyrir hendi og jafnvel líka eftir að
hann greindist með hvítblæði í lok
árs 1995. Þá tóku foreldrar hans og
systir sig upp og fóru með hann til
Huddinge í Svíþjóð þar sem reynt
var að lækna sjúkdóminn með merg-
skiptum. Hin unga systir hans,
Helga, var merggjafinn og má nærri
geta hversu mikið álag slíkt var á
kornunga stúlku. En þó allt væri
revnt kom það fyrir ekki.
í veikindastríði sínu var Nonni
tíður gestur á barnadeild Landspít-
alans. Þótt Guðrún og Guðmundur
séu ekki fólk sem flíkar tilfinningum
sínum, hvorki gleði né harmi, hafa
þau oft haft á orði hversu mikið var
gert þar bæði til að reyna að lækna
hann og láta honum líða sem best.
Þar kom til sögu fólk sem vinnur
störf sín ekki af skyldurækni heldur
af kærleika og einstakri umhyggju.
Oft heyrði ég Nonna og foreldra
hans tala um Giljan, hjúkrunarfræð-
inginn, sem sinnti honum mest og
um þær Lilju Sigurðardóttur og
Peggy Heigason sem komu reglu-
lega á sjúkrahúsið í þeim tilgangi
einum að stytta börnunum, sem þar
lágu veik, stundir og gera þeim lífið
bærilegra. Sú vinátta sem þær sýndu
Nonna og foreldrum hans var bæði
honum og þeim gífurlega mikils virði
og það trúnaðarsamband sem Nonni
náði við Peggy létti honum erfiðar
stundir því stundum var gott að
geta talað um sín innstu hjartans
mál við einhvern annan en mömmu
og pabba.
Hver sæiustund er hverfulleika háð.
Hver harmastund á dýpri rætur,
er horfnar vonir hugur grætur.
Fallvalt er líf og lán og allt vort ráð.
Ástin, sem fyrnist, er aldrei burtu máð,
og ilmur fornra gleðitöfra er sætur.
Sárasta mein
munaðinn hverfa lætur.
Minningin ein
er geymd í lengd og bráð.
Hver sælustund er hverfulleika háð,
hver harmastund á dýpri rætur.
(Freysteinn Gunnarsson.)
Þegar minningin ein er eftir verða
smáatvik að dýrmætum sjóði. Ég
minnist þess að fyrir tæpum fjórum
árum hitti ég Nonna, sem þá var á
skíðum í Bláfjöllum með félögum
sínum. Þetta voru tápmiklir strákar
með roða í kinnum og æskufjör í
augum sem réðust ekki á garðinn
þar sem hann var lægstur, heldur
völdu sér bröttustu og erfiðustu
brekkuna og brunuðu niður hana á
mikilli ferð. Þeim þótti sjálfsagt að
eggja mig til þess að fylgja í fótspor
þeirra og skemmtu sér vel yfir til-
burðum mínum og feginleika þegar
ég komst klakklaust niður. Eftir að
Nonni veiktist hef ég staldrað við
þessa brekku í Bláfjöllunum í hvert
skipti sem ég kem þangað og leitt
hugann að þessari liðnu stund. Þá
var allt í réttum farvegi, gleðin við
völd, margar góðar stundir framund-
an. Eins og segir í ljóði Freysteins
er ilmur slíkra gleðitöfra sætur.
En sælustundir sem við áttum
með Nonna voru sannarlega hverf-
ulleika háðar og þær harmastundir
sem við og þó sérstaklega foreldrar
hans og systir hafa átt að undan-
förnu eiga djúpar rætur. Okkur er
þó örlítil huggun í því sú sannfæring
að hann er nú kominn í hlýjan faðm
ömmu sinnar og í öryggi hjá afa.
Megi blessun Guðs fylgja frænda
mínum, Jóni Guðmundssyni, og
styrkja aðstandendur hans og alla
þá sem þótti vænt um hann og hann
unni. Minning um góðan dreng mun
lifa í lengd og bráð.
Magnús Hreggviðsson.
Það er erfitt að horfast í augu
við að æskumaður skuli burt kvadd-
ur og huggunarorð, hvað þá rök,
ekki auðfundin. Fersk er minningin
um lítinn ljúfan dreng sem lék sér
á gólfi og naut svo vel að handleika
einfalda hluti eða horfi hugfanginn
á öskubílana út um gluggann. Svo
óx hann úr grasi hjá ástríkum for-
eldrum og yngri systur. Gott var líka
að hafa ömmu og afa á efri hæðinni
og eiga þar annað athvarf. Upplag
og aðstæður lögðust á eitt við að
móta jákvæða skaphöfn Nonna.
Honum gekk vel í skólanum og
öðru sem hann tók sér fyrir hendur
og var t.d. snemma slyngur að glíma
við tölvur sem varð honum dýrmæt
afþreying og stoð í veikindunum.
Lífið sýndist blasa við með margvís-
legum tækifærum. Svo kom dómur
veikindanna. Lengi vel þó ekki án
góðra vona en sífellt erfið barátta
þar sem jákvæðni og jafnaðargeð
voru reynd til hlítar. Síðasta ferðin
austur á Borgaríjörð á nýiiðnu sumri
um það leyti sem rök fyrir vonum
um bata voru að bresta. Svo hau-
staði og dimmdi en nú þegar Nonni
er kvaddur er sólin aftur farin að
feta sig örlítið hærra á loft.
Svo ótímabært andlát, á morgni
lífsins, skiiur eftir dúpt sár í lífi
syrgjenda en sár sem er hreint mun
að lokum gróa þó söknuðurinn hverfi
ekki. Minningin er hrein og tær um
góðan dreng. Þess er og að minnast
að allra bjargráða var leitað og sam-
staða foreldra og umhyggja óbilandi
í hinum erfiðu veikindum.
Ég bið góðan Guð að styrkja og
hugga syrgjandi fjölskyldu og blessa
minningu kærs systursonar, Jóns
Guðmundssonar.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
(M. Joch.)
Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Þú fórst yfir móðuna miklu, en minning þín
vakir
um mannleg örlög er spurt.
En er ekki skrýtið, að aðrir sem lifa
hafa ýmsir farið lengra burt?
(H.G.)
Með þessu ljóði vil ég kveðja ynd-
islegan dreng.
Hann var sannarlega mikil guðs-
gjöf, sem lét engan ósnortinn sem
kynntist honum. Síðasta daginn sem
hann lifði kom ég til að kveðja hann
og fann þá svo sterkt fyrir englunum
sem vöktu yfir honum.
Nú bið ég almættið og þessa sömu
engla að vaka yfir foreldrum hans
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Móðir okkar,
MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR MÖLLER,
lést í Bandaríkjunum 24. desember.
Pálmi Möller,
Óskar Möller,
Jóhann Möller.
t
Móðursystir okkar,
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
lést þann 24. desember síðastliðinn.
Guðrún Ingveldur Jónsdóttir,
Jón Birgir Jónsson,
Jórunn Jónsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín og amma,
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
lést að kvöldi aðfangadags.
Edda Sigurðardóttir,
Guðný Einarsdóttir.
HARALDUR GUÐNASON
fyrrum bóndi
á Eyjólfsstöðum,
verður jarðsunginn frá Vallarneskirkju
mánudaginn 30. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Björn Ingi Stefánsson.
t
Faðir okkar,
MAGNÚS A. MAGNÚSSON
bifvélavirki,
Ásbraut 15,
áður Kársnesbraut 24,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum á jóladag,
25. desember.
Fyrir hönd vandamanna,
Kolbrún D. Magnúsdóttir,
Björn M. Magnússon.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HJÖRTRÓS ALDA REIMARSDÓTTIR,
Nesvegi 63,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
25. desember.
Bergur Sigurpálsson,
Bjarni Reynir Bergsson,
Sigurpáll Bergsson, Hjördfs Harðardóttir,
Bergur Bergsson, Sigrún Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI ERLENDSSON,
Stekkjarflöt 11,
Garðabæ,
er látinn.
Árnina Guðlaugsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.