Morgunblaðið - 28.12.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.12.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 41 STURLA ÓLAFSSON + Sturla Ólafsson fæddist í Vatnadal í Súg- andafirði 12. des- ember 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 22. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Þórar- inn Jónsson, f. i Reykjarfirði í Arn- arfirði 10. febrúar 1881, d. 3. nóvem- ber 1960, og Jóna Margrét Guðna- dóttir, f. á Kvíanesi í Súganda- firði 24. júní 1888, dáin 19. nóvember 1963. Systkini Sturlu eru: Þórður Ágúst, f. 1911, d. 1983, Ólafur Jón, f. 1913, d. 1979, Sigurður Lúð- vík, f. 1914, d. 1993, Guðni, f. 1916, Friðþjófur, f. 1917, d. 1985, Þorvaldur Árni, f. 1918, d. 1919, Ólína, f. 1920, d. 1987, Þórdís, f. 1922, d. 1982, Lilja, f. 1923, og Þorvarður Ingólf- ur, f. 1926. Eftirlifandi eiginkona Sturlu er Pálína Pálsdóttir frá ísafirði, f. 7. nóvember 1933. Börn þeirra eru: 1) Snorri, f. 1950, kvæntur Erlu Eðvarðs- dóttur. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og þijár fóst- urdætur. 2) Sóley, f. 1951, gift Jóni Erlendsyni. Þau eiga þijú börn. 3) Guðmundína, f. 1954. Hún á einn son. 4) Sturla Páll, f. 1959, kvæntur Ragnheiði Hall- dórsdóttur. Þau eiga fjórar dætur. 5) Ólafur Þór, f. 1960, kvæntur Marien Sturluson. Þau eiga tvær dæt- ur. 6) Reynir, f. 1962, kvæntur Þór- hildi Þórhallsdótt- ur. Hann á tvær dætur með Þórhildi og eina fósturdóttur. Sturla ólst upp í Súganda- firði. Árið 1949 hóf hann nám í rafvirkjun við Iðnskóla ísa- fjarðar. Tók hann sveinspróf 1954 og hlaut meistarabréf 1957. Á Isafirði starfaði hann í Neista hf. Haustið 1958 flutti hann til Suðureyrar og hóf þar sjálfstæðan atyinnurekstur. Hann rak þar rafmagnsverk- stæði í 15 ár til 1973. Gerðist hann þá vélgæslumaður hjá Fiskiðjunni Freyju hf. og gegndi því starfi í tíu ár. Síð- asta áratuginn átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Sturla verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fjárfestu í íslenskum sjávarútvegi /^OGU- M ffBMÆ AP\ MCIIVflIll Vinur minn Sturla Ólafsson frá Súgandafirði verður jarðsunginn í dag. Ekki kemur andlát hans á óvart því hann hafði um margra ára skeið barist hetjulega við mjög erfið veikindi, en eins og skaphöfn hans var neitaði hann að gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Þó hann í raun væri löngu búinn að gera sér grein fyrir því að maðurinn með ljáinn myndi sigra að lokum. Sturla ólst upp við öll venjuleg störf til sjávar og sveita eins og venja var með unglinga þess tíma. Þá var algengt að menn stunduðu bæði sjómennsku og væru með skepnuhald. Hann braust út úr þessum hefðbundna farvegi, og lærði rafvirkjun hjá Júlíusi Helga- syni í Neista hf. á Ísafírði. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Pálínu Pálsdóttur frá Isafirði. Bjuggu þau þar fyrstu árin og þar fæddust fyrstu þijú börn þeirra. Árið 1958 fluttu þau alfarin til Suðureyrar og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau byggðu sér fljótlega íbúðarhús að Aðalgötu 17 og bjuggu þar nema síðustu árin. Sturla starfaði lengst af við iðn sína og þótti mjög fær rafvirki og var tekið til þess hvað öll vinna hans var vönduð og frágangur allur til fyrirmyndar. Allt varð að vera beint og í sömu hæð, ekki mátti tengill eða slökkvari hallast. Frágangurinn varð að bera meistaranum fagurt vitni, fyrr var hann ekki ánægður. Eftir að samdráttur varð í húsbygg- ingum starfaði hann um margra ára skeið sem vélgæslumaður hjá Fiskiðjunni Freyju hf. Sturla var vel gefinn maður og víðlesinn og verður mér ætíð minn- isstætt hve vel hann var heima í íslendingasögunum. Hafði hann jafnan á hraðbergi sögur og tilvitn- anir við alls kyns tækifæri, sem hentuðu vel umræðum líðandi stundar, svo unun var á að hlýða. Hann var gamansamur og hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu. Þá var hann söngmaður góður og söng í fjölda ára í kirkjukór Suður- eyrar, kvartettum o.fl. við ýmis tækifæri. Sturla var mjög ljóðelsk- ur og kunni utan að heilu ljóðabálk- ana sem hann fór oft með af mik- illi snilld. Einnig kunni hann ógrynni af lausavísum. Hann var hagyrðingur snjall og eru til eftir hann ótal lausavísur, og hafði hann gaman að því að ljóða á okkur samferðamennina, framkalla svör og örva til dáða með hrynjandi stafs og stuðla eins og honum var tamt. Allt var þetta til gamans gert og skilur eingöngu eftir sig ánægjulegar minningar. Hann átti mikinn þátt í að vekja áhuga minn á ljóðum og kveðskap og er mér sérstaklega minnisstætt hversu mikið var ort þegar hann lagði rafmagn í húsið mitt árið 1966- 1967. Voru þá vísurnar skrifaðar á hvítt einangrunarplastið með blákrít og má segja að flestir vegg- ir hafi verið þaktir alls konar kveð- skap, sem síðan hvarf bak við múrhúðunina. Misjafn var þessi kveðskapur að gæðum og innihaldi og er mesta furða hversu vel mér hefur liðið í húsinu með allt þetta geymt bak við múrinn, en þetta voru ánægjulegir tímar. Þá hafði hann mikla ánægju af lax- og silungsveiðum og fór marg- ar veiðiferðir með stöngina sína og sagði oft sögur frá þeim stund- um. Sturla kunni að gleðjast á góð- um stundum og var þá jafnan hrók- ur alls fagnaðar. Skapmaður var hann og var honum ósýnt að gefa hlut sinn. Þá hafði hann gaman af margs konar rökræðum um pólitík og önnur dægurmál. Síðast þegar ég heimsótti hann á sjúkra- húsið ræddum við um ýmislegt sem gerst hafði á samferð okkar í blíðu og stríðu. Var okkur þá efst í huga sú vinátta sem skapaðist á þessum árum og vorum við sammála um að eftir stæði ánægjan af þroska- ríkri samferð sem hvorugur hefði viljað missa af. Sturla gerði sér fyllilega grein fyrir því að hveiju dró, en var að vonast til þess að geta verið heima hjá sér þessi síðustu jól og notið gleðistunda með fjölskyldu sinni. Svo varð þó ekki, kallið kom 22. desember. Þegar ég kveð þennan vin minn við leiðarlok á þessari jörð, votta ég eiginkonu hans, börnum og aðstandendum öllum dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Vissan um að látinn lifir er huggun harmi gegn. Hvíl í friði. Eðvarð Sturluson. Hlutaf járútboð með mikla vaxtarmöguleika! Við viljum vekja athygli þína á hlutafjárútboði í Hlutabréfasjóðnum íshafi hf. Sjóðurinn hefur sterk tengsl við sjávarútveginn enda eru íslenskar sjávarafurðir hf., ásamt dótturfyrirtæki sínu Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, stærstu eigendur sjóðsins með 67.7% eignarhlut. Þessi tengsl auðvelda sjóðnum að nýta sem best þá möguleika sem gefast á markaðnum hverju sinni. Að auka arðsemi, dreifa áhættu og efla um leið hag íslensks sjávarútvegs Tilgangur sjóðsins samkvæmt samþykktum hans er að auka arðsemi og dreifa áhættu í hlutabréfaviðskiptum fyrir almeiming og aðra fjárfesta. í því skyni fjárfestir hann í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Dæmi um fyrirtæki sem sjóðurinn á hlutabréf í eru Búlandstindur hf., Vinnslustöðin hf., Borgey hf., Básafell hf. og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Þannig stuðla fjárfestar, með þátttöku sinni í sjóðnum, að áframhaldandi uppbyggingu íslensks sjávarútvegs og aukinni hagræðingu í greininni. Bréfin verða seld hjá Landsbréfum hf., Búnaðarbankanum - verðbréf, Fjárvangi hf., Handsali hf., Kaupþingi hf., Kaupþingi NorðurJands hf. og hjá Verðbréfatnarkaði Islandsbanka. Kaupbeiðnum verður jafnframt veitt móttaka á skrifstofu sjóðsins að Sigtúni 42, Reykjavtk. Sigtúni 42 • 7 05 Reykjavík Sími 569 8200 • Fax 588 8792
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.