Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 46
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
• Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
WI
GUMMIKORK róar gólfin niður!
ÞÞ
&co
í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 8640 - 568 6100
46 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Býsnast út af engii
í Morgunblaðinu 19.
desember sl. senda full-
trúar Bandalags ís-
lenskra sérskólanema
(BÍSN) í stjórn LÍN
Gunnari Birgissyni,
formanni stjórnar
sjóðsins, tóninn vegna
bréfs sem hann skrifaði
í blaðið um raunveru-
legan vaxtakostnað
námsmanna. Þar sem
Gunnar dvelst erlendis
tel ég rétt að hlaupa í
skarðið og benda þeim
félögum á nokkur atriði
sem þeim virðist hafa
yfirsést.
Upphaf þessara
deilna eru staðreyndir sem mennta-
málaráðherra kynnti á þingi þess
efnis að raunverulegur vaxtakostn-
aður námsmanna í fjögurra ára
námi jafngilti að meðaltali um
1.500 krónum af 400.000 króna
námsláni. Þeir BÍSNarar virðast
ekki hafa sest niður og íhugað hvað
þetta raunverulega þýðir áður en
þeir hlupu í fjölmiðla til að býsnast
yfir málinu. Það er allavega orðið
deginum ljósara að verið er að snúa
út úr af ásettu ráði. Þeir virðast
vilja halda því fram að ráðherra
hafi verið að tala um þá vexti sem
banki tekur fyrir að brúa bil frá
námsbyijun þar til námsmaður fær
lán greitt út. Þetta er ekki rétt.
Hvað upplýsti ráðherra?
Ráðherra greindi frá því að raun-
verulegur vaxtakostnaður náms-
manns af ákveðinni lánsupphæð
jafngilti 1.500 krónum á ári. Hér
verður að hafa í huga að námslán
bera enga vexti á námstíma og að
vaxtaábótarlán sem námsmenn fá
frá LÍN á að meðaltali að duga
fyrir þeim vöxtum sem greiða þarf
til banka. Taka verður einnig inn í
myndina að námsmenn borga að
jafnaði einungis um helming til
baka af námslánum LÍN að raun-
virði. Þegar dæmið er
skoðað með þessum
hætti kemur í ljós að
sá hluti vaxtaábótar-
lánsins sem námsmað-
ur raunverulega end-
urgreiðir jafngildir
1.500 króna ársvöxt-
um af hverjum
400.000 krónum sem
námsmaður í fjögurra
ára námi hefur tekið
að láni.
Hótfyndni
Það hefur augljós-
lega sáralítil áhrif á
niðurstöðu þessa dæm-
is þótt námsmaður
seinki ekki greiðslum með því að
nota greiðslukort heldur taki yfir-
dráttarlán út 15. hvers mánaðar eins
og gert var í fyrirframgreiðslukerf-
inu fyrir árið 1992. Að auki notar
Gunnar í seinna dæmi sínu 9% raun-
Það breytir sáralitlu í
dæmi ráðherra, segir
Steingrímur Ari Ara-
son, þó námsmaður taki
út lánið örlítið fyrr.
vexti, en námsmenn 7,89%. Ef mið-
að er við lægri töluna, þ.e. 7,89%,
verður vaxtakostnaður námsmanna
lítið eitt hærri en sú tala sem ráð-
herra nefndi. Ef eitthvað er hlægi-
legt við þessa umræðu þá er það
tilraun þeirra BÍSNara til að býsn-
ast yfír smáatriðum sem ekki skipta
máli fyrir heildamiðurstöðuna.
Að kaupa í Bónus
og falla á prófi
Það er ekki nóg með að þeir félag-
ar fari rangt með orð ráðherra, held-
ur gefa þeir sér ákveðnar forsendur
til að fá fram allt aðra niðurstöðu.
Steingrímur
Ari Arason
Þannig slá þeir því fram að vaxta-
kostnaður námsmanns í leiguhús-
næði sé 10.099 krónur á hveiju
námsári. Þessi tala virðist í huga
þeirra með öllu óháð upphæð láns
eða því hvenær lánið er tekið. Hér
verður að taka fram að með vaxta-
ábótarláninu hefur að meðaltali ver-
ið tekið fullt tillit til mismunar á
útborgun lána í fyrirframgreiðslu-
kerfí annars vegar og eftirágreiðslu-
kerfi hins vegar. Auk þess virðast
þeir halda að námsmenn kaupi
hvergi mat nema í Bónus og geti
þess vegna ekki notað greiðslukort
til matarinnkaupa. Ennfremur vilja
þeir helst ganga út frá því að náms-
menn standi sig ekki sem skyldi í
námi. Benda verður á að það hafði
alvarlegar afleiðingar fyrir náms-
menn í fyrirframgreiðslukerfinu ef
þeir skiluðu ekki fuilnægjandi ár-
angri. Menn urðu að vinna upp taf-
ir án lána. Þegar þau rök eru orðin
gildust í málflutningi námsmanna
að taka verði tillit til þess að þeir
versli allir í Bónus og margir falli á
prófi, fer ef til vill að renna upp
fyrir almenningi um hvað þessi
„deila“ snýst.
Á ekki að ganga út frá því að
menn skili árangri í námi?
Eins og Gunnar benti á í grein
sinni getur námsmaður þrátt fyrir
allt haft áhrif á þann vaxtakostnað
sem hann þarf að greiða með náms-
láni sínu til banka. Talan 10.099
krónur er ekki óbreytanleg stærð.
í dæmi hans er gengið út frá því
að námsmenn skili árangri í námi,
enda finnst flestum öðrum en for-
ystumönnum námsmanna sú krafa
rétt. Að lokum breytir það sáralitlu
í dæmi ráðherra þó námsmaður
taki lánið út örlítið fyrr en gert er
þar ráð fyrir. Námsmenn geta því
hæglega verslað í búðum sem taka
ekki við greiðslukortum.
Höfundur er varaformaður
stjórnar LÍN.
■MIHKM
1X12 umHATTáR
Digranesi
igi
r kl. 21
H auk þeirra koma fram:
Fra: Ulollof .
lOUfKl
tín eúrpfnl
Miðaverð kr. 1.500.-
auk þess koma fram islensku plötusnúóarnir Aggí og Daðí
16 ára aldurstakmark og áfengisbann á svæðinu
Miðasala i öllum hljómplötuverslunum
og veitingastöðum Hróa hattar
|Hljóma,iind|
V" Q?
Ómaklega vegið að
heimílislæknum
í Reykjavík
prgpstwwiMp
-kjarni malsins!
UPP er komin deila
milli Félags sjálfstætt
starfandi heimilis-
lækna (FSSH) og Lúð-
víks Ólafssonar, fyrr-
verandi formanns Fé-
lags heilsugæslulækna
(FIH) og núverandi
setts héraðslæknis í
Reykjavík. Hefur verið
gerð grein fyrir þessu
í fréttum (m.a. á bls.
13 í Morgunblaðinu
19.12. ’96). í stuttu
máli snýst deilan um
það hvort þörf sé á
fleiri sjálfstætt starf-
andi læknum, sem
starfi á nótum FSSH á
grundvelli samnings við TR eða
hvort einskorða eigi ijögunina við
heilsugæslulækna, sem vinna eftir
háleitum markmiðum FÍH, en sem
ekki munu nást sökum vonleysis-
legrar manneklu í stéttinni.
Lúðvík og félagar eru aldir upp
á þeim tímum þegar allir gátu feng-
ið ríkið til að borga flotta starfsað-
stöðu fyrir sig, hvort sem það hét
heilsugæsla eða sjúkrahús. Sem
dæmi má nefna að heilsugæslan,
þar sem ég starfa við, á það mikla
húseign, að vaxtakostnaður ríkisins
vegna hennar er talsvert hærri en
heildarlaun mín og um tvöföld
nettólaun mín. Allt fé til uppbygg-
ingar heilsugæslunnar
er í reynd tekið að láni,
vegna hallareksturs
ríkisins. Ljóst er að
þessir gósentímar eru
liðnir og varla fæst fé
til að reka þá aðstöðu
sem fyrir er.
Heilsugæslum og
heilsugæslulæknum
mun ijölga lítillega á
næstu árum, en það
mun hvergi nægja ti!
að fullnægja eftirspurn
á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta kom berlega
Sigurður 5 >jós 1 stefnuyfirlýs-
Gunnarsson in&u ríkisstjórnarinnar
um heilsugæsluna og
var hún þá fengin með því að beita
ráðherra þvingunum og því er ekki
einu sinni víst, að staðið verði við
þessar fáu stöður sem lofað hefur
verið.
Ef möguleikar á ódýrari einka-
rekstri verða skertir munu Reykvík-
ingar almennt ekki eiga kost á að
fá þjónustu sérfræðings í heimil-
islækningum, heldur verða þeir
áfram að leita beint til sérfræðinga
í öðrum greinum læknisfræðinnar.
Lúðvík bendir á einkarekna heilsu-
gæslustöð við Lágmúla sem viðun-
andi einkarekstur. Ég er honum
sammála um ágæti þeirrar stöðvar.
Slíkur rekstur mun þó, einn og sér,
ekki leysa vandann. Auk þess eru
vandamál er snerta samstarf heil-
brigðisstétta að ganga að þeirri
lausn dauðri. Líkleg lausn í framtíð-
inni er að ■ heilsuverndarþáttur
starfsins verði verktakavinna með
Ef stjórn FHÍ staðfestir
sjónarmið og gerðir
fyrrverandi formanns
síns, segir Sigurður
Gunnarsson, þá
ætla ég að segja mig úr
félaginu.
þátttöku hjúkrunarkvenna og þar
geta þær stjórnað þeim hlutum sem
undir þær heyra. Læknisstarfinu
eiga hins vegar læknar að sinna
og bera á því alla ábyrgð.
Ég bíð eftir að stjórn FÍH taki
opinberlega afstöðu til embættis-
færslu Lúðvíks. Ef hún staðfestir
sjónarmið og gerðir fyrrverandi for-
manns síns, þá ætla ég að segja
mig úr FÍH og það munu eflaust
fleiri hugsa sér til hreyfings.
Höfundur er heilsugæslulæknir á
Djúpavogi.