Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 49

Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 49 Um óspillta náttúru í Hvalfirði UMFJÖLLUN um hreina náttúru í Hvalfirði hefur verið áberandi í fjölmiðlum liðnar vikur, í tengslum við fyrirhugaða álverksmiðju á Grundartanga. Arnór Hannibalsson, prófessor, hefur skrifað nokkrar harðorðar greinar um þetta efni og lýst yfir andstöðu sinni við staðsetn- ingu verksmiðjunnar. Hann hefur dregið verksmiðju íslenska járn- blendifélagsins inn í þessa umræðu á neikvæðan hátt, nú síðast í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 11. des- ember. Þar leggur prófessorinn út Helgi Þór Ingason af grein undirritaðs í Morgunblaðinu hinn 16. nóvember sl., og bréfi sem Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins, skrif- aði til nágranna járnblendiverk- smiðjunnar vorið 1995. Prófessorinn virðist ekki hafa lesið þessi plögg mjög vel því hann fer rangt með upplýsingar sem þar koma fram, tekur tilvitnanir úr samhengi og túlkar þær á framandi hátt. Nauð- synlegt er að gera athugasemdir við helstu misfærslur prófessorsins. Fyrst skal það áréttað að sjáanleg- um útblæstri frá járnblendiverk- smiðjunni má skipta í tvennt, vatns- gufu og kísilryk. Vatnsgufa verður til vegna þess að vatn er notað til að kæla málminn sem framleiddur er í ofnum verksmiðjunnar. Streymi vatnsgufu er því viðvarandi frá verksmiðjunni. Kísilryk verður til við efnahvörf í ofnunum, það er leitt í afsogskerfi, um kælivirki og í síu- hús þar sem því er pakkað í sekki og það síðan sent á markað. Stund- um verða bilanir í afsogskerfinu, eða þrýstingur og hiti loftsins sem þar fer í gegn verða svo há að búnaði í síuhúsi stafar hætta af. í þessum tilfellum verður að grípa til hvim- leiðra ráðstafana, skorsteinar á þaki ofnhúss eru opnaðir og kísilrykinu hleypt þar út. Kísilrykið er vel sjáan- legt og það fer því ekki framhjá neinum þegar umræddar kringum- stæður koma upp. Rétt er að ítreka að kísilrykið, rétt eins og vatnsguf- an, er með öllu skaðlaust. í grein sinni segir Arnór Hanni- balsson, prófessor, á einum stað: „Til að árétta það nefndi ég, að ein- att legði reyk frá járnblendiverk- smiðju yfír fjörðinn. I hægri vestan- átt síðastliðið sumar kom fyrir að reykur lagðist frá járnblendinu yfir í Kjósina." Veðurathuganir hafa verið gerðar á Grundartanga í mörg ár. Þar kem- ur fram að norðanátt og norðvestan- átt eru afar sjaldgæfar á Grundar- tanga, en í þessum áttum getur ryk borist frá verksmiðjunni yfír fjörð- inn í Kjós. Athuganir á veðurgögn- um fyrir síðastliðið sumar gefa ná- kvæmlega sömu niðurstöðu. Á tíma- bilinu 1. maí-30. september voru vestan- og norðvestanáttir ríkjandi í 7 daga af 152. Á þessum 7 dögum gerðist það einu sinni að ryki var hleypt upp um skorsteina verksmiðj- unnar, alls í 7 mínútur. Fullyrðing prófessorsins um að „einatt“ leggi reyk frá verksmiðjunni yfír fjörðinn stenst því alls ekki. Á öðrum stað í grein sinni segir prófessorinn um reykhreinsivirki verksmiðjunnar: „Þeim hefur semsé ekki verið haldið við í þessi 16 ár.“ Þessa furðulegu niðurstöðu sína reynir prófessorinn að styðja með því að raða saman bútum úr áður- nefndu bréfí Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Ályktun pró- fessorsins er alröng. Viðhaldi reyk- hreinsivirkja hefur verið sinnt með eðlilegum hætti undanfarin 16 ár, en á því ári sem nú er að Ijúka hefur staðið yfír alger endurnýjun á hluta þeirra. Af þessum orsökum hefur það gerst oftar en áður, að kísilryki hefur verið hleypt upp um skorsteina verksmiðjunnar. Um þetta segir Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, orðrétt í bréfí sínu: Norðanátt og norðvest- anátt, segir Helgi Þór Ingason, eru afar sjald- gæfar á Grundartanga. „Af sjálfu sér leiðir, að þegar við missum reyk út í umhverfið er eng- um eins meinilla við það og okkur sem við þennan rekstur störfum. Við gerum allt sem við getum til að halda útstreymi reyks í lág- marki. í samanburði við sams konar verksmiðjur erlendis tekst okkur það allvel.“ Af gefnu tilefni skal það enn og aftur ítrekað að þrátt fyrir að kísilrykið valdi hvimleiðri sjón- mengun er það algerlega meinlaust. í lokin er rétt að taka undir orð prófessorsins í upphafi greinarinnar er hann lýsir þeirri skoðun sinni „að náttúrufar í Hvalfirði ætti áfram að fá að vera óspillt". Þessari ósk deilir hann með þeim sem búa við Hvalfjörð og einnig þeim sem starfa hjá járnblendiverksmiðjunni. Út úr þessum orðum prófessorsins má einnig lesa þá skoðun að starfsemi verksmiðjunnar hafí ekki spillt nátt- úrufari við Hvalfjörð og þessu er ég sammála. Ég bendi prófessornum á að honum, líkt og öðrum, er vel- komið að heimsækja fyrirtækið. Ég hvet hann til að þekkjast þetta boð og mun ég þá sýna honum verk- smiðjuna og útskýra starfsemi hennar. Að lokinni skoðunarferð getum við rætt um umhverfismál við Hvalfjörð yfír bolla af ijúkandi kaffí og nýbakaðri jólaköku, tærum og ómenguðum afurðum úr eldhúsi jámblendiverksmiðjunnar. Höfundui- er verkfræðingur. ! f.v 'y’S- ',L S: - Nokkur lykilatriði um Vaxtarsjóðinn hf • Fjárfestir í fyrirtækjum sem álitin eru vanmetin. • Er á Opna tilboðsmarkaðnum. > Innlend og erlend hlutabréf. »Skráð og óskráð hlutabréf. > Sérfræðingar stýra fjárfestingum sjóðsins. Eitt símtal nœgir til að ganga frd kaupum Hlutabréfahlaupið 1996 er að ná hámarki. Þú hefur aðeins til hádegis á gamlársdag til að vera með í ár. Verið velkomin í VÍB VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.