Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 55 FRÉTTIR Um orlofshlutdeild - athugasemd vegna fréttar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ásgeiri Halldórssyni, stjórnarformanni Heima hf.: „í Morgunblaðinu 24. desember sl. er skýrt frá tilkynningu Neytenda- samtakanna um orlofshlutdeild og §ölda manna sem leitað hafa til sam- takanna til að afla sér upplýsinga um rétt sinn vegna kaupsamninga sem það hafði skrifað undir, oft án umhugsunarfrests. í fréttinni kemur og fram að Neytendasamtökunum sé kunnugt um tvö fyrirtæki sem selja orlofshlutdeild þessa dagana og samkvæmt henni segir ennfremur m.a. að viðkomandi fyrirtæki hringi í fólk af handahófi og leggi fyrir það spurningar og lokki það síðan á kynningarfundi þar sem það gæti átt von á happdrættisvinningi. Þar sem Heimar hf., Hvalfjarðar- strönd, er annað þessara tveggja fyrirtækja sem í fréttinni er vitnað til, þykir nauðsynlegt að koma eftir- farandi leiðréttingu á framfæri: Heimar hf. á Hvalfjarðarströnd eru eini íslenski orlofsdvalarstaður- inn sem gert hefur aðildarsamning við orlofsskiptikeðjuna RCI (Resort Condominiums Intemational) og býður nú íslendingum í fyrsta sinn tækifæri á að gerast orlofshlutdeild- arfélagar (Time-share) með fjárfest- ingu í alíslensku framtaki. Lætur nærri að orlofshlutdeild í Heimum hf. sé boðin á helmingi lægra verði en sambærilegir orlofsdvalarstaðir í Evrópu bjóða. Allir samningar og skjöl varðandi kaup orlofshlutdeildar í Heimum hf. eru á íslensku og í einu og öllu farið eftir ábendingum viðskiptaráðuneyt- isins og tekið mið af bæði væntanleg- um lögum í Danmörku og á fslandi, sem tryggja kaupanda að hann gangi ekki til samninga án þess að allar upplýsingar liggi fyrir á móðurmáli hans. Samkvæmt samningum Heima hf. hefur kaupandi tíu daga frest til að draga kaup til baka frá undirritun samninga og er ekki krafínn um greiðslu fýrr en að þeim fresti liðnum. Heimar hf. hafa opnað söluskrif- stofu að Suðurgötu 7, Reykjavík, en þangað eru áhugasamir kaupendur ætíð velkomnir á afgreiðslutíma hennar frá kl. 14 tii 22. Sölufólk Heima hf. hringir ekki í fólk af handahófi né lokkar það á kynning- arfundi undir yfirskini happdrættis- ávinnings. Salan byggist á því að hér er um að ræða fjárfestingu í ferðalögum, þar sem íslendingum býðst dvalarréttur í yfír 3.000 or- lofsdvalarstöðum víðsvegar um heim, á mun lægra verði en þeim hefur hingað til staðið til boða. Fjárfesting- in er vænlegur kostur þeirra sem ferðast á eigin vegum, það sannast á því að þegar hafa á þriðja hundrað íslendinga keypt sér orlofshlutdeild í RCI og yfír tvær milljónir fjöl- skyldna um heim allan. Þau atriði sem fram koma í ofan- greindri frétt Morgunblaðsins eiga því ekki við um samninga og sölu orlofshlutdeilda í Heimum hf. enda hefur enginn kaupenda orlofshlut- deildar í orlofsdvalarstað Heima á Hvalfjarðarströnd fallið frá samning- um fram að þessu. Eg vænti þess að ritstjórn Morg- unblaðsins sjái sér fært að birta þessa athugasemd Heima hf. á áberandi stað í blaðinu sem fyrst.“ Blysför Ferða- félags íslands HIN árlega blysför Ferðafélagsins um Elliðaárdal verður farin sunnu- daginn 29. desember. Brottför er frá HÉR sjást nokkrir af starfsmönnunum í mötuneyti Skeljungs. TR veitir viðurkenningu fyrir aðbúnað TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Skelj- ungs hf. að Hólmaslóð 8 í Reykja- vík hefur hlotið viðurkenningu Trésmíðafélags Reykjavíkur fyr- ir góðan aðbúnað á vinnustað. Þetta er í tólfta sinn sem félagið veitir þessa viðurkenningu. Á trésmíðaverkstæði Skelj- ungs fer fram alhliða trésmíði, innréttingasmíði og viðhald eigna fyrirtækisins. I fréttatil- kynningu segir að verkstæðið sé rúmgott, bjart og vel fyrir kom- ið. Búningsaðstaða starfsmanna sé til mikillar fyrirmyndar og öryggismálum vel sinnt. Mörkinni 6 kl. 17. Ekkert þátttöku- gjald er í blysförina en blys eru seld á 300 kr. Hjálparsveit skáta verður með flugeldasýningu í Elliðaárhólma í lok göngu. Göngustígar eru alla leiðina, um 1 klst. Jazzhátíð á Hót- el Hveragerði HÓTEL Hveragerði heldur jazzhátíð um þessa helgi og fær af því tilefni hingað til lands bandaríska jazzsöng- konu, Suzanne Palmer, og banda- rískan píanóleikara, John Weber. Hátíðin hófst í gærkvöldi með tón- leikum þeirra, en í kvöld leikur kvart- ett skipaður þeim og tveimur íslensk- um tónlistarmönnum. Suzanne Palmer er bandarísk, dóttir jazzpíanóleikara og ólst upp í Chicago. Sextán ára var hún orðin atvinnusöngkona og hefur meðal annars starfað með Angelu Bofill, Jeff Lorber og Gerald Alston. Maurice White, leiðtogi Earth, Wind & Fire, gerði við Palmer útgáfusamn- ing og í kjölfarið hefur hún hitað upp fyrir ýmsa helstu jazz- og soultónlist- armenn Bandaríkjanna. Sem stendur nýtur Palmer hylli sem söngkona Ab- solute-flokksins en tvö lög flokksins eru á topp tíu á breska danslistanum. Suzanne Palmer syngur hér á landi á Hótel Hveragerði í kvöld með píanóleikaranum John Weber, bassa- leikaranum Tómasi R. Einarssyni og Guðmundi Steingrímssyni trommu- leikara. Annað kvöld troða þau síðan upp tvö, Suzanne Palmer og John Weber. Páll Óskar og Milljóna- mæringarnir í KVÖLD skemmta Páll Óskar Hjálmtýsson og Milljónamæringarnir gestum Súlnasalar Hótels Sögu og Ragnar Bjarnason og Stefán Jökuls- son verða á Mímisbar í sama til- gangi. Húsið verður opið frá 22-03. ■ í NUDDSKÓLA Nuddstofu Reykjavíkur er kennsla í svæðameð- ferð fyrir byijendur að hefjast nú í janúar. Boðið er upp á kennslu á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Stundaskrá skólans er sett upp með þarfír þeirra sem eru „ á vinnumarkaðnum í huga, þannig að kennslan fer fram á kvöldin og um helgar. Nám í svæðameðferð spannar yfír þijár annir og er skipt í sex áfanga með heimanámi á milli áfanga. Tveir fímm daga áfangar eru á hverri önn. Aðalkennarar við skól- ann eru Katrín Jónsdóttir og Krist- ján Jóhannesson. LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek SMART SKYRTUR 980 NBhMUNIO OPNUNARTIMANN SUN. 1 i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.