Morgunblaðið - 28.12.1996, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.12.1996, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 Dýraglens OtJA,EKKEHT jxfnastAvið EX>ttA *F STEJZJCU.kAFFI- j' dTtip A MOfcöNANA Ljóska BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Vímuefnavandmn ekki „skemmtiefni í skamm- degisdrunganum“ Frá ritstjórn Beneventum: Á DÖGUNUM kom út á vegum nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð blað í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Var send fréttatil- kynning til stærstu fjölmiðla lands- ins og þar var greint frá helstu efnisþáttum blaðsins. Þar á meðal var atferliskönnun sem gerð var meðal nemenda og hefur nú valdið miklu fjaðrafolki. Ritstjóri blaðsins harmar vinnubrögð þeirra fjölmiðla sem að málinu komu, að undan- skildu Ríkisútvarpinu og Morgun- blaðinu, en aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af ábyrgðarleysi og léttúð sem er í alla staði óviðeig- andi í máli sem þessu. Tölur um áfengis- og vímu- efnanotkun nemenda menntaskól- ans hafa verið blásnar upp af þess- um fjölmiðlum og rangtúlkaðar. Virðist fréttamaðurinn almennt hafa gleymt hlutverki sínu, að upplýsa þegna lýðræðissamfé- lagsins um atburði í kringum sig, og lært nýtt hlutverk í staðinn: að æsa almenning og espa til að kaupa blaðið. Þannig má sjá á forsíðu Dags-Tímans 3. þessa mánaðar fyrirsögnina: „Helming- urinn dópaður" og er þar vísað í tölur sem gefa til kynna að 50% nemenda skólans hafa „prófað“ ólögleg vímuefni. Líkja má þessu við að ef fram hefði komið að helmingur þjóðarinnar hafi lagst inn á sjúkrahúsi einhvern tíma á lífsleiðinni, slægi Dagur-Tíminn því fram á forsíðu að helmingur landsmanna lægi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Eins vekur það furðu að bæði skuli vera rætt við forseta nem- endafélags, rektor skólans og áfangastjóra, en engan sem kom nálægt vinnslu blaðsins né könnun- arinnar. Fást þannig heldur ein- hliða sjónarmið þeirra sem hags- muna hafa að gæta í ímynd skól- ans. „Það voru tveir nemendur skól- ans sem gerðu þessa könnun og afþökkuðu alla aðstoð kennara og þeirra sem hafa reynslu af svona könnunum. Margar spurningar voru mjög ófullnægjandi orðaðar og því tel ég niðurstöður ekki nógu öruggar," segir rektor meðal ann- ars í DV 5. desember. í Morgun- blaðinu daginn áður segir hún „... og ber frekar að líta á hana sem skemmtiefni í skammdegisdrung- anum en vísindalega rannsókn“. Við hörmum þessi ummæli rektors sem bera vott um þekkingarleysi á vinnsluferli könnunarinnar. Við afþökkuðum enga aðstoð kennara, enda var hún okkur aldrei boðin. Hins vegar eru skekkjumörk ekk- ert aðalatriði í þessu samhengi, heldur sú vísbending sem könnunin gefur um alvarlega misnotkun vímuefna meðal nemenda skólans. Spumingarnar sem um er rætt voru ekki í neinu tilfelli ófullnægj- andi eða blekkjandi. Um er að ræða spumingamar: „Drekkur þú áfengi reglulega (ferðu á fyllerí?)", „Hefur þú prófað einhver ólögleg vímuefni?“ og „Ef svarið er ját- andi, hvaða vímuefni hefur þú prófað?“. Allt þetta hefði rektor vitað hefði hún leitað til þeirra sem að könnuninni stóðu eftir upplýsing- um og allt þetta hefðu fjölmiðlar getað fundið út á eigin spýtur hefði viljinn verið fyrir hendi. Þessi könnun var ekki unnin af vísindalegri nákvæmni. En um þriðjungur nemenda skólans tók þátt í henni og gefa niðurstöður hennar sterklega til kynna að vímuefnaneysla sé stórt vandamál innan Menntaskólans við Hamra- hlíð. Niðurstöður könnunarinnar vora birtar með það að leiðarljósi að vekja fólk til umhugsunar og egna til úrbóta. Það sýnir ábyrgð- arleysi að kasta þeim niðurstöðum frá sér. Þvert á það sem skilja má af orðum rektors og vinnubrögðum fjölmiðla ber ekki að líta á vímu- efnavandann sem „skemmtiefni í skammdegisdranganum". RITSTJÓRN BENEVENTI, málgagns Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Málverk eftir Karólínu Lárusdóttur Frá Kristínu G. Guðnadóttur: í UMMÆLUM sem höfð voru eftir Gunnari Kvaran í Morgun- blaðinu nýlega og einnig í grein Víkveija hinn 13.12. 1996 er ranghermt að listaverk þau sem Listasafn Reykjavíkur á eftir Karólónu Lárusdóttur séu öll frá árinu 1967. Hið rétta er að safn- ið á sex myndir eftir Karólínu Lárusdóttur frá tímabilinu 1967- 1989. Elsta verkið sem er málað með olíu á léreft ber titilinn „Uppstill- ing“ og er frá árinu 1967. Onnur verk eru; „Mjög fín veisla“, olíu- verk frá 1980, „Beðið eftir biðl- um“, vatnslitamynd frá 1982, Án titils (fólk í landslagi), olíuverk frá 1986, „Pálmasunnudagur“, vatnslitamynd frá 1988, Án titils, vatnslitamynd frá 1989. Sem safnvörður og umsjónar- maður listaverkaeignar Listasafns Reykjavíkur vill undirrituð hér með fara fram á að rangfærslur þessar varðandi listaverkaeign safnsins verði leiðréttar. KRISTÍN G. GUÐNADÓTTIR safnvörður, Kjarvalsstöðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.