Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag milli ASI og VSI um vinnutímatilskípun ESB Hvfldartími verður lengd- urúr lOtímumí lltíma VSÍ og fimm landssambönd ASÍ undirrituðu í gær samning um framkvæmd vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins. Samningurinn gerir ráð fyrir þeirri meginreglu að meðalvinnutími á sex mán- aða tímabili megi ekki vera umfram 48 klukku- stundir. Samningurinn gerir ráð fyrir að daglegur hvildartími lengist úr 10 klukkutímum á sólar- hring í 11. Samkomulagið tekur gildi 1. janúar en kemur endanlega til framkvæmda 1. apríl nk. Gert er ráð fyrir að það gildi fyrir vinnumarkaðinn í heild en ASÍ er í viðræðum við Vinnumálasambandið og sveitarfélögin um sambærilegan samning. Op- inberir starfsmenn eru einnig í viðræðum við sína viðsemjendur og gert er ráð fyrir að frá þeim samningum verði gengið á fyrstu dögum nýs árs. Vinnutímatilskipunin heimilaði að miða há- marksvinnutíma við meðalvinnutima í íjóra, sex, eða 12 mánuði. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI, sagði að samkomulag hefði tekist um að miða við sex mánuði fremur en fjóra en á móti hefði verið reynt að hafa fráviksheimildir sem fæstar. Samkomulagið veitir samningsaðilum heimild til að semja um lengri viðmiðunartíma, þ.e. eitt ár. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði hugsanlegt að verkalýðs- félag sæi sér hag í því að semja um að t.d. starfs- menn loðnubræðslna miðuðu meðalvinnutíma sinn við eitt ár í stað sex mánaða. Með samkomulaginu er vinnutími skilgreindur upp á nýtt. Vinnutími telst aðeins unninn tími. M.ö.o. greiddur vinnutími og unninn tími er ekki Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR B. Ólafsson formaður VSÍ og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ takast í hendur að lokinni undirritun. sami hluturinn. Árlegt launað lágmarksorlof, veik- indaforföll og lög- eða samningsbundið fæðingar- orlof skulu teljast til vinnutíma og vera hlutlaust við meðaltalsútreikninga. Mikilvægt skref I samkomulaginu er næturvinnutími skilgreind- ur frá kl. 23 að kvöldi til 6 að morgni. Jafnframt er samkomulag um að starfsmenn sem vinna næturvinnu skuli njóta sérstakrar vemdar í starfí. Þeir eiga t.d rétt á heilbrigðismati sér að kostnað- arlausu áður en þeir hefja störf og síðan á þriggja ára fresti. Með samningnum fellur úr gildi samkomulag um framkvæmd hvíldartíma og frítímaákvæða frá árinu 1981. Þar eru ákvæði um hvaða greiðsl- ur eiga að koma á móti ef vinnutími fer yfir ákveðin mörk. Nýja samkomulagið gerir ráð fyr- ir að starfsmaður verði að taka út hvíldartíma ef hann vinnur fram yfir skilgreind mörk. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að launaliður þessa máls yrði umfjöllunarefni í kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Samkomulagið frá 1981 félli ekki úr gildi fyrr en nýtt samkomulag hefði ver- ið gert. „Það er mikilvægt að það hefur náðst sam- komulag um vinnutímatilskipunina. Ég efast ekki um að stjómvöld munu staðfesta þetta samkomu- lag. Með því er verið að stíga skref í átt að skikk- anlegum vinnutíma. Það ræðst af því hvort það verður virkt eða ekki, en ég hef trú á því að það verði virkt því að viðhorfin til hins langa vinnu- tíma eru að breytast," sagði Grétar. „Með þessu samkomulagi er í fyrsta sinn verið að setja hámark á vinnutíma í kjarasamningum. Það þak sem sett er á yfirvinnu er tiltölulega rúmt. Mælingar hafa þó sýnt að töluverður fjöldi einstaklinga er með lengri vinnutíma en hér er gert ráð fyrir. Ég á ekki von á öðru en menn reyni að halda sig við þessi mörk. Þetta kemur því til með að hafa áhrif, kannski ekki mjög mikil fyrst um sinn, en talsverð til lengri tíma,“ sagði Hannes G. Sigurðsson. KÁ kaupir verslanir Hafnar-Þrí- hyrnings KAUPFÉLAG Ámesinga keypti í gær verslanir Hafnar-Þríhym- ings hf. á Hellu og Selfossi. Höfn-Þríhymingur hefur þar með hætt verslunarrekstri og mun einbeita sér að öðmm rekstri. Með kaupunum á verslunum Hafnar-Þríhymings, sem KA tekur við 2. janúar, verður fyrir- tækið fjórði stærsti matvælasali landsins, með þrettán verslanir um allt Suðurland og eina versl- unarfyrirtækið sem eitthvað kveður að í landshlutanum. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra hafa lengi verið í samkeppni í verslún á svæðinu. Forráðamenn fyrir- tækjanna segja hins vegar að viðskiptaumhverfíð sé gjör- breytt. Nú sé samkeppnin ekki yfír götuna heldur meira við verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólki Hafnar-Þrihym- ings mun fækka verulega en fyr- irtækið mun áfram reka slát- urhús, kjötvinnslu og pakkhús á Selfossi, sláturhús og pakkhús á Hellu og sláturhús í Þykkvabæ. Framkvæmdastjóri félagsins segir að söluandvirði verslan- anna verði notað til að styrkja þennan rekstur. ■ Keppinautar grafa/10 Morgunblaðið/Þorkell Ásaprestakall í V-Skaftafellssýslu Séra Hanna María kjörin sóknarprestur Hnausum. Meðaliandi. SÉRA Hanna María Pétursdóttir, fyrrverandi sóknarprestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, var í g*r kjörin sóknarprestur í ÁsaprestakalH í Vestur-Skaftafellssýslu. Auk séra Hönnu Maríu var í fram- boði Lilja Kristín Þorsteinsdóttir guð- fræðingur. Á kjörfund mættu allú kjörmenn úr þremur sóknum presta- kallsins; sóknarnefndarmenn o g varamenn þeirra, alls átján að tölu. Kosning fór þannig að Hanna María var kjörin með tíu atkvæðum, Lilja Kristín fékk sjö atkvæði og einn seðill var auður. Séra Hanna María var áður sókn- arprestur í Ásaprestakalli á árunum 1981-1985. Finnur Ingólfsson og Björn Friðfinnsson ná samkomulagi Sinnir EES-ráðgjöf SAMKOMULAG náðist í gær milli Finns Ingólfssonar iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Bjöms Friðfinns- sonar um það með hvaða hætti Björn komi til starfa nú um áramót- in, þegar hann lætur af störfum sem stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Samkomulagið felur í sér, að Björn muni næstu tvö árin veita ríkisstjórninni og öðram íslenzkum stjórnvöldum ráðgjöf um málefni er varða framkvæmd samningsins um hið evrópska efnahagssvæði, EES. í því felst m.a. að hann vinni að kynningu á samningnum innan stjórnarráðsins og utan. Að sögn Finns er Björn þarna á heimavelli; hann hafí í gegn um störf sín hjá ESA mjög mikla reynslu af fram- kvæmd EES-samningsins og muni „reynast stjómvöldum mjög dijúgur í því starfí“. Að öðru óbreyttu mun hann um áramótin 1998-1999, snúa aftur í stól ráðuneytisstjóra iðnað- ar- og viðskiptaráðuneyta. „Þetta var nú reyndar alltaf meiningin með því sem ég var að bjóða Bimi, þar sem ég var að óska eftir að hann kæmi ekki beint inn í ráðuneytið þegar hann kæmi heim,“ sagði Finnur. Ástæðuna fyrir þessu segir ráð- herrann vera þá, að í ráðuneytunum báðum séu mörg verk á mjög við- kvæmu stigi. Þar sé ekki sízt um að ræða samninga sem nú standa yfir í stóriðjumálum. „Núverandi ráðuneytisstjóri hef- ur leitt þessa samninga. Það var og er mitt mat að það væri mjög óheppilegt að skipta um ráðuneyt- isstjóra á þessari stundu, þegar samningarnir stæðu yfir. Það var það sem ég vildi ganga til samn- inga við Björn um, með hvaða hætti hann kæmi þess vegna til starfa. Ég taldi það einfaldlega ekki þjóna hagsmunum þeirra verka sem ég hef verið að vinna að innan ráðuneytisins - og þá um leið íslenzkra hagsmuna - að skipta um mann einmitt núna, á miðri leið í svo vandasömum verk- um.“ Loks benti Finnur á, að Hall- dór Kristjánsson væri þriðji maður- inn, sem gegndi embætti ráðuneyt- isstjóra á 20 mánaða löngum ráð- herraferli sínum. I samstarfi við utan- ríkisráðuneyti Birni er, að sögn Finns, ætlað að rækja hið nýja hlutverk sitt í nánu samstarfi við ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og a.m.k- fyrst um sinn mun hann hafa skrif- stofuaðstöðu í forsætisráðuneytinu. Laun og annan starfskostnað mun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið greiða. Samkomulag Finns og Björns undirrituðu í staðfestingarskyn' bæði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. Björn Friðfinnsson vild' ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Banaslys ekkifærrí í 44 ár ÞRJÁTÍU og tveir hafa látist af slysförum hér á landi á þessu ári, 25 karlar og 7 konur. Banaslys á ári hafa ekki verið jafn fá frá því að Slysavamafélag Islands hóf að skrá banaslys á þann hátt sem gert er í dag, eða frá árinu 1952. Þá hafa banaslys í umferðinni ekki verið jafn fá frá árinu 1968, eða 11 talsins. í fyrra fórast 28 í umferðarslysum. í bráðabirgðaniðurstöðum Slysavarnafélagsins kemur fram að banaslysum er skipt í fjóra flokka. í þeim fyrsta eru sjóslys og drukknanir og eru 12 banaslys skráð þar, eða 38% af heildar- fjölda. Þar af fórust 10 sjómenn, fimm sem fórust með skipum, fjór- ir sem féllu útbyrðis og einn í vinnuslysi um borð í skipi. 11 dóu I umferðarslysum í öðrum flokki eru umferðarslys og létust 11 í þeim á árinu sem er að líða, eða 34% af heildarfjölda banaslysa. Af þessum 11 vora 7 ungmenni undir tvítugu. Enginn fórst í flugslysi á árinu, en 9 banaslys eru skráð í flokknum ýmis slys, þ.e. vinnuslys, hrap, fall, dauði af völdum brana o.fl. Útför Péturs Sigurðssonar ÚTFÖR Péturs Sigurðssonar, fyrr- verandi alþingismanns, var gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson jarðsöng. Líkmenn voru Davíð Oddsson, Matthias Bjamason, Sverrir Hermannsson, Matthías Á. Mathiesen, Guðmundur Hallvarðs- son, Sævar Gunnarsson, Jónas Garðarsson og Hannes Þ. Hafstein. Banaslys á Islandi 1986-96 58 57 Ymis slys 22 I (28,1 %) Umfer&ar- slys (34,4%) Sjóslys (37,5%) 1968 70 73 74 77 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.