Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 10

Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNELAÐIÐ FRÉTTIR Kaupfélag Árnesinga hefur keypt verslanir Hafnar-Þríhyrnings Keppinautar hafa grafið stríðsöxina Kaup Kaupfélags Ár- nesinga á verslunum Hafnar-Þríhymings marka tímamót í við- skiptalífí Suðurlands. Með því er KÁ orðið eina verslunarfyrir- tækið sem eitthvað kveður að í landshlut- anum og jafnframt hafa þessir andstæðu pólar á Suðurlandi tek- ið upp samstarf í stað samkeppni. Helgi Bjarnason kynnti sér breytingamar. GESTUR Iljaltason, framkvæmdasljóri Hafnar-Þríhyrnings, og Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Kaupfélags Árnesinga, innsigla samkomulag félaganna. Við hlið Gests, lengst til vinstri, stend- ur Kjartan Ólafsson sljórnarformaður Hafnar-Þríhyrnings og við hlið Þorsteins stendur Erlingur Loftsson stjórnarformaður KÁ. KAUPFÉLAG Árnesinga (KÁ) hefur keypt verslunarrekstur Hafnar-Þrí- hyrnings hf. á Hellu og Selfossi og mun taka við rekstrinum 2. janúar. Er KÁ nú orðið fjórði stærsti mat- vælasali landsins með þrettán versl- anir um allt Suðurland. Kaupfélag Árnesinga hefur síð- astliðin tvö ár einbeitt sér að dag- vöruverslun á Suðurlandi, auk ferða- þjónustu og sölu á búrekstrarvörum. Á þessu tímabili hefur orðið mikið aukning í vörusölu, bæði vegna aukningar í þeim verslunum sem fyrirtækið hefur rekið og vegna yfir- töku á nýrri verslun í Vestmannaeyj- um og á rekstri Kaupfélags Rangæ- inga. Með kaupum á tveimur versb unum Hafnar-Þríhyrning rekur KÁ þrettán dagvöruverslanir á öllum stærri stöðum Suðurlands, allt frá Þorlákshöfn, austur á Kirkjubæjar- klaustur og út í Vestmannaeyjar. Rekstur Hafnar-Þríhymings endurskipulagður Höfn-Þríhyrningur varð til með sameiningu Hafnar hf. sem lengi hefur verið með verslunarrekstur, kjötvinnslu og slátrun á Selfossi og Þríhyrnings hf. sem á árinu 1988 yfirtók rekstur Kaupfélagsins Þórs á Hellu og sláturhúss Friðriks Frið- rikssonar í Þykkvabæ. Síðustu ár hefur félagið átt í rekstrarerfiðleik- um og vildi Sláturfélag Suðurlands kaupa sig inn í það. Þáverandi hlut- hafar ákváðu að halda rekstrinum áfram og hófu endurskipulagningu rekstrarins sem enn stendur. Fyrir ári var hlutafé aukið um 50 milljónir, úr 40 í 90 milljónir kr., fyrir tilstilli Hofs hf., móðurfélags Hagkaups, og bættust þá eign- arhaldsfélög Eimskips og Sjóvár- Almennra, Bónus, Skeljungur og fleiri fjárfestar í hóp 180 hluthafa félagsins sem flestir voru bændur. Félagið gerðist þá aðili að Baugi, innkaupafélagi Hagkaups og Bón- uss. Höfn-Þríhyrningur hefur verið með íjölbreyttan rekstur undanfarin ár, kjötvinnslu, sláturhús, búrekstr- arvörur og verslanir. Slátrun og kjöt- vinnsla hefur verið á Selfossi, Hellu og í Þykkvabæ en verslanir hafa verið reknar á Hellu og Selfossi undir nafninu Kjar-val. Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafn- ar-Þríhyrnings, segir miklu fé og fyrirhöfn hafi verið eytt í endur- skipulagningu þeirra deilda félagsins sem ekki hafi skilað nógu góðum árangri. Verslunin á Selfossi hafi verið tekin í gegn og það gefið góða raun. Aukin sala eftir breytingar hafí þó ekki náð að vinna upp þann sölusamdrátt sem varð á fyrri hluta ársins og minnkaði veltan um 10% milli ára. Salan á Hellu var svipuð milli ára. Gestur segir að fyrirhugað hafi verið að breyta versluninni þar í byijun næsta árs. „Við sáum hins vegar fram á það að til þess að ná hagkvæmum versl- unarrekstri yrðum við að tvöfaida veltuna og að það gerðist ekki nema með því að fjölga verslunum. Á sama tíma höfum við verið að auka okkar hlut í slátrun og kjötvinnslu þannig að hlutur verslunarinnar var kominn niður í 28% af veltu fyrirtækisins," segir Gestur. Hann segir að fram- undan séu verulegar fjárfestingar í kjötvinnslunni vegna aukinna krafna og samkeppni. Þegar komið hafi í ljós að KÁ væri tilbúið að kaupa þessar verslanir á viðunandi verði hafi verið talið rétt að selja þær og nýta fjármunina til að styrkja undir- stöður fyrirtækisins til framtíðar. Eykurinnkaupa- mátt KÁ Samstarf eða sameining þessara tveggja helstu verslunarfyrirtækja á Suðurlandi hefur stundum komið til tals á undanfömum árum en menn hafa ekki náð saman. í vetur kom málið aftur upp, vegna endurmats á rekstri Hafnar-Þríhyrnings, en Gest- ur Hjaltason segir að lokatörnin hafí ekki staðið yfir nema í rúma viku. Hvorugur aðilinn vill gefa upp söluverð verslananna. Rekstur Kjar-vals á Hellu og Sel- fossi verður óbreyttur fyrst eftir eig- endaskiptin. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Ár- nesinga, segir að versluninni á Hellu verði síðan breytt til samræmis við aðrar KÁ-verslanir. Verslunin á Sel- fossi, sem er skammt frá Vöruhúsi KÁ, verði hins vegar rekin með óbreyttu sniði. í henni er minna vöruúrval og minni sérþjónusta en í KÁ-verslunum og heldur lægra verð. KÁ verður þannig með tvær gerðir af verslunum, eins og margar aðrar verslanakeðjur landsins. KÁ yfirtók verslun KR á Rauða- læk, skammt frá Hellu, fyrr á árinu. Þorsteinn segir að framtíð hennar sé ekki ráðin, ákvarðanir þar um verði teknar þegar afkoman eftir rekstur verslunarinnar í heilt ár komi í ljós. Hann segir þó ljóst að yfirtaka á versluninni á Hellu geri reksturinn á Rauðalæk ekki auðveldari. „Nei, maður getur aldrei keypt af sér samkeppni," segir Þorsteinn þegar hann er spurður að því hvort KA sé að kaupa sig frá samkeppni í ljósi þess að Höfn-Þríhyrningur var orðinn eini keppinauturinn sem eitt- hvað kvað að á Suðurlandi. „Með þessu erum við að efla innkaupa- mátt KÁ og renna styrkari stoðum undir samkeppnishæfni fyrirtækis- ins.“ Veltan í verslunum Hafnar-Þrí- hyrnings er um 400 milljónir kr. á ári og bætist við um 3,5 milljarða kr. veltu KÁ. Förráðamenn KÁ og HÞ segja að eftir þær miklu breytingar sem orð- ið hafa í verslunarmálum sé ekki nóg að líta yfir götuna, á innbyrðis samkeppni verslana á Suðurlandi. Markaðurinn hafi stækkað og Sunn- lendingar eigi í meiri samkeppni við verslanir á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf sett okkur það markmið að vera með svipað verð og verslanir í Reykjavík, það er sam- keppnisverðið," segir Þorsteinn. Einbeita sér að fullvinnslu kjötvara Höfn-Þríhyrningur hefur markað sér þá framtíðarstefnu að beina kröftum sínum að fullvinnslu kjöt- vara og búrekstrarvörusölu. Fyrir- tækið rekur áfram kjötvinnslu, slát- urhús og pakkhús á Selfossi og þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, slát- urhús í Þykkvabæ og sláturhús og pakkhús á Hellu. Reynt hefur verið að sérhæfa sláturhúsin þannig að slátrun svína fari fram á Selfossi, naugripa og hrossa á Hellu og sauð- fjár í Þykkvabæ. Fyrirtækið er mjög öflugt í slátruninni, er til dæmis með um fjórðung af nautakjötsmarkaðn- um. Þrátt fyrir sölu verslananna verð- ur veltan um 900 milljónir kr. á ári. Samhliða kaupum á verslunum HÞ munu verslanir KA auka mjög viðskipti sín við Höfn-Þríhyrning. Samstarfssamningur þess efnis var gerður samhliða kaupunum og gildir í þijú ár. I þeim felst að viðskipti kaupfélagsins við Höfn-Þríhyrning munu aukast úr 35 í 90 milljónir á ári. Gestur Hjaltason segir Ijóst að stjórnendur HÞ þurfi að taka til í rekstrinum hjá sér í kjölfar þessara breytinga. Nauðsynlegt sé að minnka kostnað við yfirstjórn og stoðdeildir því þær rekstrardeildir sem eftir eru eigi ekki að gjalda þess að verslunarreksturinn hefur verið seldur. Starfsfólk verslananna fær vinnu hjá KÁ og auk þess þarf að fækka um 5-6 starfsmenn strax á skrifstofum og í stoðdeildum, að sögn framkvæmdastjórans. Eftir breytingar verða 60-70 starfsmenn hjá fyrirtækinu en fram til þessa hafa verið á annað hundrað ársstörf hjá_ því. Á síðasta ári var 25 milljóna kr. tap af rekstri Hafnar-Þríhyrnings og útlit var fyrir að reksturinn yrði í járnum í ár. Gestur segir að við sölu verslananna, meðal annars hús- næðis Kjar-vals á Selfossi, yrði til söluhagnaður sem gerðu reikninga ársins jákvæða. Hugsjónirnar erfiðar Skipting verslunar og afurðasölu á Suðurlandi hefur átt sér djúpar rætur og verið mörgum hugsjóna- og tilfinningamál. Þannig litu marg- ir á forvera Hafnar-Þríhyrnings, Kaupfélagið Þór á Hellu, sem var utan SÍS, Höfn á Selfossi og einka- sláturhúsið í Þykkvabæ sem mót- vægi gegn kaupfélagsveldinu á Suð- urlandi. Nú hafa þessi fyrirtæki ákveðið að grafa stríðsöxina en reykja friðarpípu og starfa saman. Gestur Hjaltason viðurkennir að hugsjónirnar séu mörgum erfiðar. Hins vegar sé umhverfið gjörbreytt. Nefnir hann sem dæmi að bæði verslunarfyrirtækin séu að keppa á Reykjavíkurverði og hagur neytenda sé tryggður með samkeppni við höf- uðborgarsvæðið þó Höfn-Þríhyring- ur hætti verslunarrekstri. Hann segir að viðskiptaumhverfið hafi sem betur fer verið að breyt- ast. Neytendur láti verð, umhverfi og þjónustu ráða því hvar þeir kaupi í matinn en stjórnmálaskoðanir og aðrar hugsjónir séu víkjandi við þá ákvörðun. Hagsmunir bænda séu betur tryggðir en áður. Með sölu verslana yrði afsetning gripa og greiðslur öruggari. Morgunblaðið/Ásdís Skotpallar í ferðasjóð NEMENDUR 9. bekkjar Æfinga- skóla Kennaraháskóla íslands eru að safna í ferðasjóð. Til að vænka hag sjóðsins gripu þeir til þess ráðs að útbúa járnhólka, sem ætlaðir eru til að skjóta flug- eldum úr og seldu þá í Kringl- unni. Oft lætur fólk sér nægja að skjóta flugeldum úr flöskum, eða jafnvel skorða þá í skafli, en þar sem gæta verður fyllstu var- úðar í umgengni við flugelda er ástæða til að hvetja fólk til að gæta að undirstöðunum. Nem- endurnir í Æfingaskólanum vita því hvað þeir syngja og 500 króna hólkarnir þeirra runnu út eins og heitar lummur. ----» ------ Bensín- sprengjur að sendi- herrabústað TVEIMUR bensínsprengjum var varpað að dyrunum á bústað sendi- herra Bandaríkjanna á sunnudag. Bensínsprengjunum, svokölluð- um Molotov-kokkteilum, var varpað að dyrunum skömmu eftir miðnætt- ið og er þetta í annað skipti á þrem- ur mánuðum sem slík árás er gerð á sendiherrabústaðinn. Engin meiðsli urðu á mönnum nú, frekar en í fyrra skiptið, en logandi bensín- ið sveið hurð og veggi. Lögreglunni og utanríkisráðu- neytinu var tilkynnt um bensín- sprengjurnar nú, líkt og í fyrra skiptið. Málið verður rannsakað, en sökudólgar höfðu ekki fundist í gær. ----» ♦•■»-- Reykhólar á Barðaströnd Þriggja ára drengur alvar- lega brenndur ÞRIGGJA ára gamall drengur brenndist alvarlega þegar hann féll í sjóðandi heitan hver á Reykhólum á Barðaströnd á laugardag. Drengurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítal- ann. Þorsteinn Svörfuður Stefáns- son, yfirlæknir á gjörgæsludeild, segir líðan hans eftir atvikum góða. Hann er enn á gjörgæslu en þó ekki í bráðri lífshættu. Á Reykhólum eru víða opnir hverir og uppstreymi. Guðmundur H. Ingólfsson sveitarstjóri segir að sveitarstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi standi til þess að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur. „Annars hefur geysilega mikið verið lagað á þessum hættu- legu stöðum og hverum lokað eftir að Orkubú Vestfjarða tók að sér Hitaveitu Reykhólahrepps fyrr á þessu ári.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.