Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 11 FRÉTTIR Nýjar reglur um landamæraeftirlit með fiski taka gildi í Evrópusambandinu um áramót Óbreytt framkvæmd gagnvart íslendingum Rússneskar útgerðir hafa 4-5 mánuði til að skrá sig á lista yfir skip, sem mega selja fisk til EES-ríkja NYJAR samræmdar reglur um heilbrigðiseftirlit með sjávaraf- urðum á landamærum taka gildi í Evrópusambandinu á nýársdag. Reglurnar kveða á um samræmda gjaldtöku og aukna tíðni sýnatöku úr sjávarafurðum frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Framkvæmd heilbrigðisskoðunar á íslenzkum sjávarafurðum verður þó óbreytt um sinn, þar til reglurnar taka gildi á Islandi síðar á árinu. Að óbreyttu hefðu nýju reglurn- ar kostað íslenzka fiskútflytjendur um 500-700 milljónir króna á ári vegna gjaldtöku, seinkana og margvíslegrar fyrirhafnar, sam- kvæmt lauslegu mati sjávarút- vegsráðuneytisins. ísland og Nor- egur hafa hins vegar samið um að reglurnar verði teknar upp í EES-samninginn. Þannig taka löndin tvö að sér heilbrigðiseftirlit með fiski á ytri landamærum Evr- ópska efnahagssvæðisins, en sjáv- arafurðir þeirra verða undanþegn- ar eftirliti í ríkjum ESB. Dýralæknanefnd Evrópusam- bandsins samþykkti á fundi sínum 19.-20. desember síðastliðinn að fram að því að reglurnar verða teknar upp í EES, sem verður sennilega í apríl eða maí, verði ríkjum ESB heimilt að viðhafa óbreytt eftirlit með sjávarafurðum frá Islandi og Noregi. Þetta þýðir t.d. að í Hol- landi, þar sem reglur hafa verið fijálslegastar, verða aðeins tekin sýni úr hundruðustu hverri send- ingu af íslenzkum sjávarafurðum, en hefðu reglurnar tekið gildi gagnvart íslandi þegar í stað hefðu verið tekin sýni úr annarri hverri sendingu af skelfiski og úr fimmtu hverri sendingu af öðrum fiski. 90 ríki fá ekki að flytja inn fisk til EES Eftir að reglurnar hafa verið teknar upp í EES-samninginn og taka gildi á íslandi og í Noregi er þessum ríkjum aðeins heimilt að flytja inn físk frá löndum, þar sem heil- brigðisyfirvöld í sjáv- arútvegi njóta viður- kenningar __ Evrópusam- bandsins. Á fundi dýra- læknanefndarinnar, þar sem ís- land á nú áheyrnaraðild þegar fjallað er um sjávarútvegsmál, var lagður fram listi yfir þau ríki, sem hafa hlotið þessa viðurkenningu. Níutíu ríki, sem hafa flutt inn fisk til ESB, eru ekki á listanum. Að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, sjávarútvegsfulltrúa í sendiráði íslands í Brussel, nemur fiskinn- flutningur frá þessum ríkjum um 7% af heildarinnflutningi sjávaraf- urða til ESB. Ekkert þessara ríkja hefur hins vegar selt fisk til Is- lands svo vitað sé, enda er einkum um þriðjaheimsríki að ræða. Að vísu er Grænland aðeins tíma- bundið á listanum og þarf að gera ákveðnar úrbætur í heilbrigðis- málum til að festast þar í sessi. Aðeins tvö skip frá Múrmansk á rússneska listanum Islenzk fyrirtæki kaupa einkum fisk af Rússum til frekari vinnslu. Evrópusambandið viðurkennir rússnesk heilbrigðisyfirvöld í sjáv- arútvegi. Þar til bær yfirvöld í Rússlandi verða síðan að tilkynna Evrópusambandinu um fisk- vinnslustöðvar og fiskiskip, sem vinna aflann um borð, sem upp- fylla kröfur ESB um heilbrigði og mega þar af leiðandi selja físk til EES-ríkja eftir að nýju reglurnar bætast við EES-samninginn. Eft- irlitsmenn Evrópusambandsins sannreyna síðar að réttum heil- brigðisreglum sé fylgt í viðkom- andi fiskvinnslustöðvum og skip- um. Að sögn Kristjáns brá Islend- ingum nokkuð í brún er listi frá rússneskum yfirvöldum var lagð- ur fram á fundi dýralækna- nefndarinnar. Á honum var að- eins eitt skip, sem skráð er í Múrmansk, og annað, sem skráð er í Moskvu en gert út frá Múrmansk. Nánast allur fiskur, sem ís- lenzkar fiskvinnslu- stöðvar kaupa af Rúss- um, kemur úr skipum frá Múrmansk-svæðinu. Sama á við um Noreg og fyrirtæki í Dan- mörku og Þýzkalandi hafa einnig keypt fisk af skipum frá Múr- mansk. Kristján segir að listinn sé hins vegar ekki endanlegur og sjávar- útvegsráðuneytið hafi bent kaup- endum Rússafisks á að hvetja rússneska viðskiptavini sína til að sækja um að skip þeirra verði sett á listann. Rússnesku útgerð- irnar hafi því fjóra til fimm mán- uði til stefnu að koma skipum sínum inn á listann áður en nýju heilbrigðisskoðunarreglurnar taka gildi á íslandi. Jón Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Fiskafurða hf., sem kaupa mikið af Rússafiski, segist telja að í sjávarútvegsráði Rúss- lands hafi verið einhver misskiln- ingur á ferðinni og annars konar skip en þau, sem gerð eru út frá Múrmansk, hafi því verið skráð á listann. Jafnframt hafi Rúss- arnir sennilega ekki áttað sig á að sama ætti að ganga yfir ísland og Noreg í þessum efnum og yfir aðildarríki Evrópusambandsins. „Ég held að þetta verði ekkert vandamál. Við höfum fært þetta í tal við viðskiptavini okkar,“ seg- ir Jón. „Flest skipin uppfylla kröf- urnar, það þarf bara að skrá þau.“ Sömu kröfur til erlendra . skipa og íslenzkra Kristján Skarphéðins- son segist tvímælalaust telja það hagsmunamál fyrir ísland að sömu kröfur séu gerðar til fiskvinnsluhúsa og fisk- vinnsluskipa frá ríkjum utan EES og eru gerðar til íslenzkra aðila. „Samkeppnislega hlýtur að vera mjög mikilvægt að við gerum ekki lakari kröfur til skipa frá öðrum ríkjum en við gerum til okkar eig- in skipa,“ segir hann. Tvö skipfrá Múrmansk á lista ESB Kostnaður hefði numið 700 milljónum HARPA Birgisdóttir, fyrir miðju, var sjötíuþúsundasti gestur- inn, sem sá Djöflaeyju Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hún fær hér veglegar móttökur hjá starfsfólki Sam-bíóanna, þeim Bryn- dísi Kristinsdóttur og Birni Inga Hrafnssyni, er hún kom í Bíó- höllina á föstudagskvöldið. Friðrik Þór Friðriksson um Djöflaeyjuna Blæs lífi í íslenzka kvikmyndagerð VELGENGNI Djöflaeyju Friðriks Þórs Friðrikssonar í kvikmyndahús- unum hefur að mati leikstjórans sýnt fram á að íslendingar séu ekki orðn- ir fráhverfir íslenzkum kvikmyndum. Metaðsóknin á Djöflaeyjuna „blæs lífi í alla íslenzka kvikmyndagerðar- menn,“ segir Friðrik. Meginorsök velgengni Djöflaeyj- unnar segir Friðrik vera hinar miklu vinsæidir bókanna eftir Einar Kára- son. Hann telur þó að einnig megi draga þá ályktun af metaðsókninni, að það skili sér að leggja meira í kvikmyndagerðina. „Flestar íslenzk- ar myndir hafa verið ódýrar - þær hafa kostað í kring um 60 milljónir kr. - síðan kemur mynd sem kostar 170 milljónir kr. og það virðist hrífa,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir þennan mikla tilkostnað hefur Djöflaeyjan nú þegar skilað hagnaði. Þennan hagnað segir Frið- rik fara í að greiða skuldir af mynd- um sem hann hefur verið framleið- andi að, þar á meðal Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson, sem ekki naut viðlíka áhorfendahylli og Djöflaeyjan þrátt fyrir góða dóma gagnrýnenda. Dreifing myndarinnar erlendis Sýningar á Djöflaeyjunni erlendis hefjast í Gautaborg, þar sem hún verður opnunarmynd kvikmyndahá- tíðarinnar þar í borg. I kjölfar þess verður hún sýnd á öllum Norðurlönd- unum, sem ekki hefur tíðkazt með íslenzkar kvikmyndir fyrr, að sögn Friðriks. Friðrik segist ekki ætla að eyða eins miklum tíma í að fylgja Djöflaeyjunni eftir á kvikmyndahá- tíðum erlendis eins og hann hefur gert við fyrri myndir sínar. Hver þessi næsta mynd verður er enn óljóst. Friðrik segist hafa sent Kvikmyndasjóði fjórar umsóknir og það sé undir stjórn hans komið hvert þessara verkefna verði fyrir valinu. Um verkefnin sjálf vill hann ekki segja meira að svo komnu máli en það, að í öllum tilvikum er um að ræða kvikmyndir, sem unnar verða í samvinnu við erlenda aðila. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.97 kr. 16.400,00 1977-l.fl. 25.03.97 kr. 15.306,70 1978-l.fl. 25.03.97 - 25.03.98 kr. 10.378,30 1979-1.fl. 25.02.97 - 25.02.98 kr. 6.862,30 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981-l.fl. 25.01.97 - 25.01.98 kr. 260.165,10 1985-l.fl.A 10.01.97 - 10.07.97 kr. 78.602,80 1985-1.fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 34.900,60** 1986-l.fl.A3 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 54.179,90 1986-1. fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 25.740,50** 1986-2.fl.A 4 ár 01.01.97 - 01.07.97 kr. 51.283,20 1987-1.fl.A 2 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42.112,60 1987-1.fl.A 4 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42,112,60 1989-l.fl.A 2,5 ár 10.01.97 - 10.01.98 kr. 20.652,70 *) Innlausnat verð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. desember 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.