Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hópur Jap- ana á Ak- ureyri um áramót FYRSTI hópur útlendinga sem dvelur á Akureyri yfir áramót kom í gær, en það eru Japanir sem ætla að upplifa áramóta- stemmningu norður í landi. Þeir eru á vegum Ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsen, en Upplýs- ingaskrifstofan á Akureyri hef- ur á þessu ári unnið að kynn- ingu á áramótaferðum til Akur- eyrar. Japanirnir dvelja á Hótel KEA og verður boðið upp á veglegan málsverð þar í kvöld, en að hon- um loknum verður farið að ára- mótabrennu og þá munu útlend- ingamir fylgjast með flugelda- skotum um miðnætti. „Akureyri er nú komin á kortið sem staður þar sem hægt er að dvelja um áramót. Þetta er fyrsti hópurinn sem hér dvel- ur og þó hann sé ekki stór bind- um við vonir við að framhaldið. Við munum halda áfram að kynna þennan valkost á kom- andi ári,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, formaður stjórnar Upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri. Morgunblaðið/Björn Gíslason KRAKKARNIR í Holtunum hafa verið duglegir síðustu daga og safnað efni í stóran bálköst við Bárufellsklappir en í honum verður kveikt kl. 20.15 í kvöld. Þijár áramótabrennur VEITT hafa verið leyfi fyrir þremur áramóta- brennum á Akureyri samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri. Aratugalöng hefð er fyrir áramótabrennu við Bárufellsklappir og einnig hefur á síðustu árum verið kveikt í bálkesti við Réttarhvamm, gegnt Möl og sandi. Þar verður efnt til flugeldasýningar á vegum Hjálparsveitar skáta. Kveikt verður í þessum áramótabrennum kl. 20.15 að þessu sinni en ekki kl. 20 eins og venja er til. Þá var nýlega sótt um Ieyti fyrir brennu í Síðuhverfi, suður og ofan við Vestursíðu. Stofnsamningur Hafnasamlags Norðurlands undirritaður 5 sveitarfélög í eina sæng FULLTRÚAR fimm sveitarfélaga í Eyjafirði, Akureyrarbæjar, Grýtubakka-, Svalbarðsstrandar-, Glæsibæjar-, og Arnarneshrepps ásamt Halldóri Blöndal samgöngu- ráðherra undirrituðu stofnsamning Hafnasamlags Norðurlands um helgina. Halldór Blöndal sagði við undir- ritunina að ekki kæmi á óvart að Eyfirðingar væru fyrstir til að stofna slík hafnasamlög, en fyrir fáum árum var Hafnasamlag Eyja- Ú’arðar stofnað af sveitarfélögum við utanverðan Eyjafjörð. Menn skildu þýðingu þess að vinna sam- an, stilla saman kraftana, enda væri mikill kraftur í byggðunum. Nefndi samgönguráðherra að eitt brýnasta verkefni í vegamálum á svæðinu væri að ljúka veginum til Grenivíkur, annars væri ekki hægt að tala um Eyjafjarðarsvæð- ið sem eitt atvinnusvæði. „Það hefur átt sér stað markviss upp- bygging á þessu svæði og atvinnu- lífið einkennst af krafti. Þess vegna kom á óvart að fækkun hafði orðið í héraðinu, en með stærri einingum sigrast menn vonandi á slíku. Þetta skref er til farsældar stigið,“ sagði Halldór. Hugað verði að sameiningu sveitarfélaga Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri sagði mikla samstöðu meðal sveitarfélaga í Eyjafirði og hefðu þau þegar með sér samvinnu á mörgum sviðum. „Ég tel nauð- synlegt að við förum að huga að því í fullri alvöru að gera breyting- ar á mörkum sveitarfélaga. Við þurfum að huga að sameiningu mjög fljótt, við komumst ekki hjá því lengur að skoða þau mál gaum- gæfilega,“ sagði Jakob. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi sagði að hart- nær tvö ár væru nú liðin frá því sveitarstjórn hreppsins hefði óskað eftir viðræðum við hafnarstjórn Akureyrar vegna sameiningar hafnanna. Ánægjuleg niðurstaða væri fengin þegar fimm sveitarfé- lög gengu í eina sæng á þessu sviði. Fyrst og fremst taldi Guðný Morgunblaðið/Margrét Þóra ÞORLÁKUR Aðalsteinsson, Arnarneshreppi, Oddur Gunnarsson, Glæsibæjarhreppi, Jakob Björnsson, Akureyri, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Árni K. Bjarnason, Svalbarðsstrandar- hreppi og Guðný Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi, undirritað stofnsamning Hafnasamlags Norðurlands. ÁRNI K. Bjarnason sveitarsljóri Svalbarðsstrandarhrepps, Guð- mundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri og Einar Sveinn Olafsson, formaður hafnarstjórnar Akureyrar, glugga í stofn- samninginn. að nást myndi hagræðing með stofnun hafnasamlagsins. Nú skipti heldur ekki máli við hvaða höfn afla væri landað innan sam- lagsins, vissulega mætti búast við að mestum afla yrði landað á Akur- eyri en hún væri sannfærð um að verkefni fyndust fyrir aðrar hafnir innan samlagsins. „Ef við Eyfirð- ingar ætlum að halda í við höfuð- borgarsvæðið verða Akureyringar að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa á sínu upplandi að halda og þeir sem búa í nágrenninu fengju litlu áorkað nema af því Akureyri er innan seilingar. Ég tel að þetta skref, að stofna Hafnasamlag Norðurlands, verði okkur til fram- dráttar,“ sagði Guðný. Engin höfn er í Glæsibæjar- hreppi, en Oddur Gunnarsson odd- viti kvaðst líta svo á að „við séum eins konar svaramenn" eins og hann orðaði það. Fyrst og fremst hefðu menn viljað vera með til að slíta ekki í sundur svæðið. ÞRÁINN Skúlason læknir leiðbeindi skipverjum. Skipverjar á námskeiði SKIPVERJAR á togurum á Akureyri sóttu í gær námskeið, m.a. um lyfjamál og skyndi- hjálp sem haldið var í matsal Útgerðarfélags Akureyringa en Akureyrarapótek stóð fyrir því að námskeiðið var haldið. Böðvar Jónsson apótekari sagði að margir stýrimenn hefðu kvartað við sig um að þeir hefðu ekki nægt yfirlit yfir þau lyf sem væru í lyfja- kistum skipanna og því kæmu þau ekki að fullum notum. Böðvar hafði m.a. samband við Sigurð Kristinsson lækni á þyrlu Landhelgisgæslunnunn- ar og var hann að sögn Böð- vars mjög hjálplegur við að koma þessu námskeiði á norð- an heiða, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið á þeim slóðum. Farið var yfir lyfjakistur skipanna og lyf og verkan þeirra kynnt, þá var farið yfir mat á ástandi sjúklinga, sam- skipti við þyrluvakt og síma- þjónustu í landi. Þá fengu skip- verjar verklega kennslu i að sauma sár og setja upp æða- legg. Skyndihjálp var annar þáttur námskeiðsins. Desembermót Sund- félagsins Oðins Þrjú Is- landsmet ÞRJÚ íslandsmet voru sett á desembermóti Sundfélagsins Óðins sem haldið var um helg- ina í Sundlaug Akureyrar. Kristjana Pálsdóttir, sem fædd er árið 1984 setti íslands- met í 100 metra fjórsundi, synti á 1.22,96. Hún er einn af efni- legri sundmönnum félagsins og keppir nú á síðasta ári í meyjar- flokki. Þá voru sett tvö íslands- met í garpaflokki, sem er flokk- ur 25 ára og eldri. Karen Malmquist setti met í 200 metra skriðsundi, synti á 2.52,75 og Gunnar V. Eiríksson í 200 metra skriðsundi þegar hann synti á 2.46,44. Jón Már Héðinsson formaður félagsins sagði að almennt hefði árangur á mótinu verið góður og sundmenn væru að sýna miklar framfarir. Um 40 manns tóku þátt í mótinu, en mikil veikindi settu strik í þátt- tökuna. Alls æfa um 70 manns hjá félaginu um þessar mundir. Þjálfarinn er hollenskur og heitir Ruud Veldmann. Yngstu sundmennirnir, þeir sem hófu æfingar í haust kepptu á sérmóti í innilauginni og fylgdust fjölmargir foreldrar með og hvöttu börnin óspart. Arkitektar bjóða til veislu HALLDÓRA Arnardóttir flytur opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi laug- ardag, 4. janúar. Hann hefst kl. 14 í stofu 16 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn sem Halldóra nefnir „Arkitektar bjóða til veislu“ fjallar um stöðu arki- tekta og hvaða tækniframfarir hafa gert það að verkum að skynjun manna á veröldinni breytist um leið og heimurinn smækkar. í lok erindisins leiðir Halldóra hugann að því hvernig lega íslands fær aðra merkingu og möguleikar landsins verða meiri með tilliti til tæknifram- fara nútímans. Halldóra er Akureyringur að uppruna, en hefur dvalið við nám og störf erlendis um tíu ára skeið. Hún nam listasögu við University of Essex og lauk þaðan BA-prófi. Halldór lauk meistaraprófi í sögu nútíma byggingalistar frá Bartlett School of Architecture and Planning, University College í Lundúnum. Endurhæf- ingadeild lok- að tímabundið ENDURHÆFINGADEILD FSA á Kristnesi í Eyjafirði var skömmu fyrir jól og mun starf- semin liggja niðri fram til 2. janúar nk. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri FSA, segir það gerast af sjálfu sér að starfsemi spítalans dragist saman um jól og áramót enda frídagar marg- ir. Allar bráðadeildir spítalans hafa verið opnar um hátíðarnar og því hægt að sinna þeim málum sem upp koma. „Hins vegar er dregið úr skipulögðum innlögnum eins og kostur er og fólk sem kemst hjá því að vera inni á spítala um hátíðarn- ar vill frekar vera heima hjá sér þessa daga,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.