Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 68
RpC
IÁOMMÍKSOFNÍMI
ENCIN ILMEFNi
|Ht rgtiuM&l* tfr
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI I
ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Nýjar reglur um heil-
brigðiseftirlit með
fiski á landamærum
Rússar
láta skrá
skíp sín
RÚSSNESK útgerðarfyrirtæki hafa
4-5 mánuði til að skrá skip sín, sem
selt hafa íslenzkum fiskvinnslufyrir-
tækjum fisk, á lista EBS yfir fisk-
vinnslustöðvar og skip, sem mega
„ selja fisk til ríkja EES. Á nýlegum
lista frá rússneskum stjórnvöldum
n yfir fiskvinnslustöðvar og skip, sem
. „*_»uppfylla heilbrigðiskröfur ESB, eru
aðeins tvö skip sem gerð eru út frá
Múrmansk, en nánast allur Rússa-
fiskur, sem íslendingar kaupa, kem-
ur úr skipum frá Múrmansksvæð-
inu.
Nýjar reglur ESB um heilbrigðis-
eftirlit með sjávarafurðum á landa-
mærum verða hluti af EES-samn-
ingnum í apríl eða maí og taka þar
með gildi á Islandi og í Noregi. Eft-
ir það mega fyrirtæki í löndunum
tveimur aðeins flytja inn fisk frá
erlendum fyrirtækjum, sem njóta
'viðurkenningar ESB.
Verður ekki
vandamál
Jón Sigurðarson, framkvæmda-
stjóri Fiskafurða hf., sem kaupa
mikið af Rússafiski, segist telja að
í sjávarútvegsráði Rússlands hafi
verið einhver misskilningur á ferð-
inni og annars konar skip en þau,
sem gerð eru út frá Múrmansk,
hafi því verið skráð á listann. Jafn-
framt hafi Rússarnir sennilega ekki
áttað sig á að sama ætti að ganga
yfir ísland og Noreg í þessum efnum
og yfir aðildarríki Evrópusambands-
ins. Hann sagðist ekki eiga von á
að þetta yrði vandamál. Það þyrfti
— Veinungis að skrá skipin.
Morgunblaðið/Golli
Pjakkur á sundi
Hálfsextugur Hafnfirðingur
fannst látinn við Krýsuvíkurveg
Með skotsár og
fleiri áverka
FIMMTÍU og fimm ára gamall
Hafnfirðingur, Hlöðver S. Aðal-
steinsson, fannst látinn rétt utan
Krýsuvíkurvegar, skammt austan
Reykjanesbrautar, um klukkan
10.30 á sunnudagsmorgun. Maður-
inn bar skotsár eftir haglabyssu á
handlegg og aðra áverka, sem þykja
minniháttar. Ekki er búið að kveða
upp úr um dánarorsök.
Vegfarandi um Krýsuvíkurveg
varð var við lík Hlöðvers sem hafði
verið komið fyrir skammt frá vegar-
kantinum.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn RLR segir að rætt hafi
verið við nokkra einstaklinga í
tengslum við rannsóknina, en ekki
sé hægt að gefa frekari upplýsingar
um hvernig henni miðar. Ýmsar
vísbendingar hafi komið fram um
ferðir bifreiðar Hlöðvers eftir að
hann fór að heiman frá sér þar til
hún fannst.
Hlöðver var einhleypur og búsett-
ur við Álfaskeið í Hafnarfirði. Hann
mun hafa farið að heiman frá sér
um klukkan fjögur aðfaranótt
sunnudagsins og ekið burt á bifreið
sinni, Lada Sport jeppabifreið, hvítri
að lit, árgerð 1994, með skráningar-
númerið UH 748. Ekki er vitað með
vissu um ferðir hans frá þeim tíma
og jjar til hann fannst látinn.
Árni Aðalsteinsson, bróðir hins
látna, er búsettur í sama húsi og
v; Fnr að heiman f
BifreiO hans I fannst viO 1 Herjólfsgötu\ \umkl. 4 aöfarar-1 nótt sunnudags |
//mim _
HAFNAR-
FJÖRÐUR
Fannst látinn viO Krýsuvíkurveg
um kl. 10.30 á sunnudagsmorgun I
segir að Hlöðver hafi farið að heim-
an á umræddum tíma, og hafi hann
gert svo nokkrar seinustu helgar
sem hafi verið óvenjulegt. Skömmu
seinna hafí símhringingar í íbúð
Hlöðvers raskað nætursvefni hans.
Vitna leitað
Bifreiðin fannst um miðjan dag
á sunnudag á Heijólfsgötu í
Hafnarfirði, nokkru vestan við
sundlaugina þar, um ellefu tímum
eftir að Hlöðver fór frá heimili sínu.
Eru þeir sem telja sig geta veitt
upplýsingar um ferðir bifreiðarinn-
ar, beðnir um að gefa sig fram við
lögreglu.
Bandarískt tölvu-
fyrírtæki sýnir
Óbreytt framkvæmd/11
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út föstudaginn 3. janúar.
HUNDURINN Pjakkur skellti
sér í sjóinn við Eyrarbakka
fyrir skömmu, sér til hressing-
ar og samfylgdarmönnum til
skemmtunar.
Pjakkur er einn þeirra sem
áttað hafa sig á að hófleg sjó-
böð eru fallin til að styrkja
bæði sál og líkama.
A Eyrarbakka eins og víðar
á landinu hefur verið einstök
veðurblíða um jólin.
áhuga á Skýrr
BANDARÍSKA tölvufyrirtækið
Computer Sciences Corporation
(CSC) hefur sýnt áhuga á að kaupa
Dæmi um aðfólkgangií nýtt hjónaband þótt það eldra standi enn
ÞAÐ virðist nokkuð útbreiddur
misskilningur hjá fólki að lögskiln-
aður gangi sjálfkrafa í gegn eftir
að ár er liðið frá skilnaði að borði
og sæng. Þess vegna hefur það
komið oftar en einu sinni fyrir að
fólk hefur uppgötvað að það er enn
í löglegu hjónabandi þegar það
ætlar að giftast í annað sinn.
Þá eru nokkur dæmi þess að
fólk hefur gengið í hjónaband er-
lendis, án þess að hafa fengið lög-
skilnað hér á landi og því gerst
sekt um fjölkvæni eða fjölveri. Hjá
embætti ríkissaksóknara er nú til
meðferðar mál manns, sem kvænt-
ist öðru sinni í Bandaríkjunum, en
uppgötvaði síðar að hann var enn
kvæntur hér á landi. Fyrr á árinu
var til umfjöllunar mál konu, sem
giftist öðru sinni í útlöndum, en
var enn gift hér. Engin dæmi munu
þó þess að fólk sé sótt til saka
vegna þessa enda ekki um vísvit-
andi brot að ræða.
Áslaug Þórarinsdóttir, lögfræð-
ingur í dómsmálaráðuneytinu,
staðfesti að mál af þessu tagi
* kæmu upp öðru hvoru. „Fólk virð-
Eiga tvo maka
vegna mistaka
ist oft ekki átta sig á að sækja
þarf sérstaklega um lögskilnað
enda er þessi regla, að fyrst sé
sótt um skilnað að borði og sæng,
ætluð til þess að fólk fái umþóttun-
artíma. Þess vegna væri óeðlilegt
að lögskilnaður yrði sjálfkrafa."
Áslaug sagði að dómsmálaráðu-
neytið fengi ábendingar frá Hag-
stofunni, ef í ljós kæmi að fólk
hefur gerst sekt um fjölkvæni eða
fjölveri. „Við vísum málunum lög-
um samkvæmt til embættis ríkis-
saksóknara."
Brúðkaupum frestað
Áslaug sagði að ekki kæmi fyrir
að fólk gengi í hjónaband öðru sinni
hér á landi, án þess að gengið hefði
verið frá skilnaði frá íslenskum
maka enda þyrfti að leggja fram
vottorð um hjúskaparstöðu frá
Hagstofunni áður en hjónavígsla
færi fram. „Það hefur hins vegar
gerst nokkuð oft að fólk, sem ætlar
ef til vill að gifta sig um komandi
helgi, hefur uppgötvað á Hagstof-
unni að það er enn gift. Við reynum
eftir fremsta megni að leysa úr
þeim vanda en stundum er ekki
hægt að ná í fyrri maka í tæka
tíð. Þá er ekki um annað að ræða
en að neita um hjúskaparleyfi og
fólk hefur þurft að fresta brúð-
kaupi sínu vegna þessa. Það eru
dæmi þess að fólk hafi verið í hjóna-
bandi í áratugi eftir skilnað að
borði og sæng.“
Áslaug kvaðst ekki þekkja hvaða
kröfur væru gerðar til þess, til
dæmis í Bandaríkjunum, að fólk
legði fram vottorð um hjúskapar-
stöðu og lögskilnaðargögn ef það
hefði verið í hjónabandi áður.
Fangelsi fyrir
vísvitandi brot
Samkvæmt þeim kafla almennra
hegningarlaga, sem fjallar um sif-
skaparbrot, er allt að 3 ára fang-
elsi við því að kvæntur karl eða
gift kona gangi í hjónaband að
nýju. Ef hinum aðilanum, þ.e. nýja
makanum, var ókunnugt um hjú-
skaparstöðuna er refsingin fangelsi
allt að 6 árum. Ákvæðið gerir
greinilega ráð fyrir að fólk geri sér
grein fyrir hjúskaparstöðu sinni og
bijóti þvl lögin vísvitandi. Þá er
tekið fram, að sé brot framið af
stórfelldu gáleysi varði það varð-
haldi eða fangelsi allt að 1 ári.
Eins og áður sagði má rekja þau
tilfelli, sem koma upp hér á landi,
til vanþekkingar fólks á reglum um
lögskilnað, svo ekki hefur komið
til ákæru vegna þessa.
51% hlutafjár í Skýrr hf. sem ríki
og Reykjavíkurborg áforma að selja
á næsta ári. Fyrirtækið keypti í sum-
ar 75% hlutafjárins í systurfyrirtæki
Skýrr í Danmörku, Datacentralen,
þegar það var einkavætt.
Fulltrúi fyrirtækisins, Carl Esp-
osti, var staddur hér á landi fyrir
skömmu í því skyni að kynna sér
stöðu Skýrr, en hann hafði umsjón
með kaupum CSC á hlutafénu í
Datacentralen. CSC er eitt af
stærstu fyrirtækjum heims á sviði
upplýsingatækni og veitir árlega
4,2 milljörðum Bandaríkjadala.
Starfsmenn eru 34 þúsund talsins
í yfir 575 útibúum víðsvegar um
heiminn.
Rætt í heimsókn
forsetans
„Eg hef fylgst mjög vel með þró-
uninni á Norðurlöndunum, sérstak-
lega hjá Datacentralen í Kaup-
mannahöfn," sagði Jón Þór Þórhalls-
son, forstjóri Skýrr. „Fyrir rúmum
mánuði tók ég þátt í fundi sem var
haldinn í tengslum við heimsókn
forseta íslands til Danmerkur. Þar
var fjallað um möguleika á fjárfest-
ingum erlendra aðila á Islandi og
dönsk fyrirtæki hvött til þess að
horfa til íslands."
Jón Þór segist telja að Skýrr geti
lagt ýmislegt af mörkum til banda-
ríska fyrirtækisins, en Skýrr gæti
jafnframt notið góðs af samstarfinu.