Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heilbrigðiseftirlit með fiski frá ríkjum utan EES
Staðsetning landa-
mærastöðva ákveðin
Eftirlitsmenn Fiskistofu sjá
um rekstur stöðvanna til að halda
megi kostnaði í lágmarki
SAMKVÆMT samkomulagi íslands og Evrópusambandsins um
þátttöku íslands í heilbrigðiseftirliti með sjávarafurðum á landamær-
um verða settar upp sjö landamærastöðvar fyrir fisk hér á landi á
næstu mánuðum. Einnig verða settar upp tólf aukastöðvar til bráða-
birgða. í þessum stöðvum verður fiskur frá ríkjum utan Evrópska
efnahagssvæðisins heilbrigðisskoðaður.
Forstjóri
Náttúru-
verndar ríkis-
ins skipaður
• GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra hefur skipað Aðal-
heiði Jóhannsdóttur lögfræðing, for-
stjóra Náttúruverndar ríkisins, frá
og með 1. janúar 1997, þegarstofn-
unin tók til starfa. Aðalheiður er
skipuð til fimm ára
að fengnum tillög-
um stjórnar Nátt-
úruvemdar ríksins.
Hún hefur starfað
sem framkvæmda-
stjóri Náttúru-
verndarráðs siðan í
janúar 1994.
Fyrr á þessu ári
samþykkti Alþingi
ný lög um náttúru-
vernd, sem fólu
einkum í sér breytingar á stjórnskip-
unarþætti fyrri náttúruverndarlaga
frá 1971. A grundvelli þeirra laga
tók Náttúruvernd ríkisins um ára-
mótin við flestum verkefnum Nátt-
úruverndarráðs og daglegum rekstri.
Umsóknarfrestur um stöðu for-
stjóra Náttúruverndar ríkisins rann
út 18. október. Eftirtaldir sóttu um
stöðuna innan tilskilins umsóknar-
frests, auk Aðalheiðar: Alfreð Árna-
son, Ágúst H. Bjarnason, Árni
Bragason, Bjöm Guðbrandur Jóns-
son, Gunnar Gunnarsson, Jóhann
Arnfinnsson, Jón Gauti Jónsson, Jón
Ragnar Bjömsson og Kristín Einars-
dóttir.
í orlofí Aðalheiðar mun Kristján
Geirsson gegna starfi forstjóra Nátt-
úruverndar ríkisins til 11. maí nk.
Nýjar samræmdar reglur Evr-
ópusambandsins um heilbrigðis-
eftirlit með sjávarafurðum á
landamærum tóku gildi um ára-
mót. Samkvæmt samningum ís-
lands og Noregs við ESB munu
þessar reglur verða teknar upp í
EES-samninginn síðar á árinu og
taka væntanlega gildi hér á landi
í apríi eða maí.
Reglurnar kveða á um að settar
verði upp landamærastöðvar, þar
sem hægt er að taka sýni úr inn-
fluttum fiski og rannsaka þau. Á
íslandi er einkum um að ræða fisk,
sem keyptur er af rússneskum tog-
urum og fer til frekari vinnslu hér.
Ákveðið hefur verið að landamæra-
stöðvarnar verði í Reykjavík, í
Hafnarfirði, á Keflavíkurflugvelli,
á ísafirði, á Akureyri, á Eskifirði
og í Vestmannaeyjum.
Aukastöðvar til bráðabirgða
á tólf stöðum
Fiskistofa hefur stefnt að því
að eftirlitsmenn hafi aðsetur í
hveijum landshluta og munu
eftirlitsmennirnir sjá um rekstur
landamærastöðvanna til að halda
megi kostnaði í lágmarki. í hverri
stöð verður aðstaða til sýnatöku
og rannsókna, sem fullnægir
kröfum Evrópusambandsins.
Einnig samdist um það við ESB
að ísland fengi heimild til að setja
fót tólf „aukastöðvar“ til bráða-
birgða á þeim stöðum, þar sem
mest hefur verið um innflutning
á fiski. Þessar stöðvar yrðu í raun
aðeins herbergi eða salur, t.d. í
fiskvinnsluhúsi á staðnum, þar
sem eftirlitsmenn gætu haft að-
stöðu, en gert er ráð fyrir að þeir
komi akandi með tæki sín og tól
til að taka sýni úr einstökum
skipsförmum. Gert er ráð fyrir
að aðeins megi flytja inn frystan
fisk á þeim stöðum, þar sem heim-
ilt er að hafa aukalandamæra-
stöð, en sækja þarf um sérstakt
leyfi til innflutnings á öðrum af-
urðum.
Aukastöðvarnar má starfrækja
fram til 1. janúar árið 1999, en
þá verða íslendingar að taka af-
stöðu til þess hvort þær verða
lagðar niður eða einhveijum
þeirra breytt í aðalstöðvar með
tilheyrandi búnaði.
Að sögn Gylfa Gauts Péturs-
sonar, deildarstjóra í sjávar-
útvegsráðuneytinu, má búast við
að ákvörðun um hvort aukastöð
verður breytt í aðalstöð, miðist
m.a. við hversu mikill innflutning-
urinn verði á viðkomandi stað
næstu tvö árin.
Reglur um aðbúnað
í hópferðabílum
í undirbúningi
REGLUR um lágmarkskröfur fyrir
hópferðabíla eru nú í smíðum á
vegum samgönguráðuneytisins og
skipulagsnefndar fólksflutninga en
hugmyndin er að koma á einhvers
konar ástandsskoðun og mati á
aðbúnaði í slíkum bílum og útliti
þeirra. Leyfi til reksturs hópferða-
og sérleyfisbíla eru gefin út til
nokkurra ára í senn og er hugmynd-
in að við næstu endurnýjun verði
slíkar reglur komnar í gildi og að
menn fái ekki endurnýjun leyfis
nema að uppfylltum ákveðnum
kröfum.
Magnús Valur Jóhannesson verk-
fræðingur hjá Vegagerð ríkisins fer
fyrir starfshópi um málið en í hon-
um sitja einnig fulltrúar frá félögum
hópferðaleyfishafa og sérleyfishafa.
Magnús segir að í lögum sé fyrir
hendi heimild til að meta hópferða-
bíla, það hafi aðeins verið huglægt
mat og því sé nauðsynlegt að koma
á mælanlegu kerfi.
í reglum um útgáfu leyfa til
reksturs hópferða- eða sérleyfisbíla
er krafist að menn hafi tilskilin
réttindi, hafi fjárhagslega burði til
að standa í slíkum rekstri og hafi
hreint sakavottorð. Segir hann hug-
myndina nú að koma á reglum er
varða aðbúnað í bílunum sjálfum,
svo sem hávaða, þéttleika og útlit
og verði bílarnir að uppfylla þessar
kröfur til að fá leyfin endurnýjuð.
Þetta er óháð lögbundnum kröfum
um skoðanir á ástandi öryggisbún-
aðar sem bifreiðaskoðanir annast.
Reglurnar eru í mótun og auk
þeirra sem greint er frá hér að
framan hafa fulltrúar frá Bifreiða-
skoðun íslands komið að málinu.
Verða drögin síðan borin undir félög
sérleyfis- og hópferðaleyfishafa og
kveðst Magnús Valur vonast til að
þær geti gengið í gildi á næstu
mánuðum og muni smám saman
ná til alls flotans eftir því sem eig-
endur bílanna þurfa að endurnýja
leyfin.
í framhaldi af þessu segir Magn-
ús að hugsanlegt sé að áðurnefnd
félög muni setja frekari reglur varð-
andi stjörnuflokkun bílanna, svipað
og gert sé erlendis og svipað því
sem gerist með hótel. Segir hann
að sú flokkun yrði hins vegar alveg
á vegum félaganna og trúlega helst
notaðar við eigin markaðssetningu.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, um viðskipti með aflaheimildir
Yill ekki útiloka að
ríkið selji hluta afla-
heimilda á markaði
í svörum við áramótaspurningum Morgun-
blaðsins kváðust talsmenn stjómarandstöðu-
flokkanna ýmist vilja endurskoða kvótakerf-
ið í mörgum veigamiklum atriðum eða leita
nýrra leiða við fískveiðistjómun. Formenn
stjómarflokkanna telja á hinn bóginn kosti
kvótakerfís veigameiri en galla þess og full-
yrtu að ekki hefði verið kynnt betri leið til
að stjóma fiskveiðum.
í áramótagrein sinni sagði Dav-
íð Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, að betri lausn til fisk-
veiðistjórnunar hefði ekki verið
kynnt og með því næðust þau
markmið að takmarka veiðar en
tryggja jafnframt eðlilegan arð af
veiðunum.
Davíð átaldi talsmenn veiði-
leyfagjalds og sagði augljóst að
„veiðileyfaskatturinn yrði viðbót-
argjald fyrir þá sem þurfa að Ieigja
eða kaupa sér kvóta“. Benti hann
ennfremur þeim á, sem vildu árleg
uppboð á aflaheimildum, að þeir
sem stæðu best að vígi til að taka
þátt í slíkum uppboðum væru þeir
sem ættu fjármagnið og fyrirtæk-
in fyrir.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði að
kvótakerfið hafi stóraukið verð-
mætasköpun í landinu en viður-
kenndi jafnframt að finna mætti
galla á kvótakerfinu. Telur hann
greiðslur fyrir aflaheimildir alltof
háar. Vill hann ekki útiloka að
ríkisvaldið selji í framtíðinni hluta
af aflaheimildum á sama markaði
og útvegsmenn versla á. Hann
telur ekki heppilegt að banna
framsal aflaheimilda en nauðsyn-
legt væri að endurskoða ákvæði
um takmarkanir á úthlutun á afla-
heimildum.
Kvótabrask fordæmt
Allir talsmenn stjórnarandstöðu
gagnrýndu afleiðingar reglna um
kvótaframsal. Sighvatur Björg-
vinsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, og Jóhanna Sigurðardóttir,
formaður Þjóðvaka, sögðu að það
særði réttlætiskennd landsmanna
að einstaklingar geti hagnast
verulega á sölu eða leigu aflaheim-
ilda. Sögðu þau að jafnaðarmenn
legðu ríka áherslu á að skorður
verði settar á brask með aflaheim-
ildir með því að handhafa veiði-
heimilda verði gert að veiða 80%
aflaheimilda, allur afli fari á mark-
að og að heimilt verði að koma
með undirmálsfisk að landi án
þess að það skerði kvóta.
Báðir flokksformennirnir lögðu
eindregið til að veiðileyfagjald
verði tekið upp og að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Sighvatur
lagði áherslu á að veiðileyfakerfi
væri ekki valkostur á móti kvóta-
kerfí heldur geti gjaldtakan sam-
rýmst kvótakerfinu eins og öðrum
kerfum.
Brýnt að leita nýrra leiða
Að mati Margrétar Frímanns-
dóttur, formanns Alþýðubanda-
lagsins, er nauðsynlegt að endur-
skoða kvótakerfið frá grunni og
leita nýrra leiða í stjórn fískveiða
þannig að ráðstöfun á auðlindinni
færist úr höndum örfárra manna.
Sagði hún að hugmyndir um
álagningu veiðileyfagjalds væru
engin lausn á vandanum en gætu
þvert á móti fest í sessi þau vanda-
mál sem fylgt hafa kvótakerfinu.
Margrét kvað þjóðaratkvæða-
greiðslu réttlætanlega í mikilvæg-
um málum en hún sagði fráleitt
að takmarka atkvæðagreiðslu við
veiðileyfagjald, réttast væri að
greiða atkvæði um hvort greiða
ætti eðlileg gjöld fyrir afnot af
öllum auðlindum landsins.
Kristín Halldórsdóttir, formaður
þingflokks Kvennalista, sagði að
núgildandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi hafi ekki skilað tilætluðum
árangri til að vernda og byggja
upp fískistofna og auka hag-
kvæmni við veiðar og vinnslu.
Sagði hún kvótabraskið og brottk-
ast fisks helstu meinsemdir sem
taka verði á. Til að stöðva kvóta-
brask telur hún koma til greina
að takmarka framsal við afla-
skipti. Rót vandans vegna brottk-
asts rakti hún til þess að of mörg
skip bitust um aflann og þess
vegna yrði að leita leiða til að
minnka flotann.
Kristín taldi koma til greina að
leyfa þjóðinni að greiða atkvæði
um hvort taka eigi upp veiðileyfa-
gjald. Halldór Ásgrímsson lagðist
hins vegar gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu.