Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 14

Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra lögð niður Akureyrarbær tekur við verkefnum skrifstofunnar Tvær nýjar deildir stofnaðar innan félags- og fræðslusviðs bæjarins Nefndir og t| nefndaformenn AKUREYRARBÆR: Félags- og fræðslusvið Félagsmálaráð Sigfríður Þorsteinsdóttir Leikskólanefnd ; Valgerður Jónsdóttir ; 1 Skólanefnd | Ásta Sigurðardóttir íþrótta- & tómst.ráð Þórarinn E. Sveinsson Stjórnam. Vinnum. Pétur Bjarnason 1 Menningarmálan. j Alfreð Gíslason Sviðsstjóri og deildir 1 Skólan. tónlistarsk. j Jóhann Sigurjónsson Félagsmálastjóri: Valgerður Magnúsdóttir Atvinnudeild Atvinnuleysisskráning Atvinnuleit | Verndaðir vinnustaðir Ráðgjöf Átaksverkefni Búsetudeild Sambýli fatlaðre Frekari liðveisla ; Félagsleg liðveisla Skammtímavistun Heimilisþjónusta Heimahjúkrun Dvalarheimili Sambýli aldraðra Ráðgjafardeild Fjárhagsaðstoð Barnavernd Félagsleg ráðgjöf Stuðningsúrræði Greining og ráðgjöf fatlaðra Leiguíbúðir Leikskóladeild Leikskólar Einkareknir leikskólar ; Gæsluvellir Dagmæður Skóla- og menningardeild Grunnskólar Skólavistun Aðrir skólar Söfn Menningarmál íþrótta- og tómstundadeild íþróttamál íþróttamannvirki Félagsmiðstöðvar Tómstundamál Félagsstarf aldraðra SVÆÐISSKRIFSTOFA um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra var formlega lögð niður um ára- mót og verkefni hennar flutt yfir til félags- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. SVÆÐISSKRIFSTOFA um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra var formlega lögð niður um áramót en verkefni hennar hafa verið flutt yfír á félags- og fræðslusvið Akureyrar- bæjar. Stofnuð hefur verið ný deild á því sviði, atvinnudeild, öldrunar- deild sem áður var hefur tekið við auknum verkefnum og hlotið nafnið búsetudeild, en þessar deildir taka við verkefnum svæðisskrifstofunnar en að hluta færast einnig verkefni yfir til ráðgjafardeildar. Valgerður Magnúsdóttir, félags- málastjóri, Bjami Kristjánsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri svæðis- skrifstofunnar og Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri verkefna reynslusveitarfélagsins Akureyrar, skipuðu verkefnisnefnd sem vann að undirbúningi málsins en hún hef- ur nú lokið störfum. Bjarni hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra í Reykjavík. Þjónusta veitt eftir þörfum 011 þjónusta sem áður var veitt á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra er áfram fyrir hendi, íbúar af Eyjafjarðarsvæðinu munu hér eftir sækja þjónustuna til Akur- eyrar, en íbúar Þingeyjarsýslna til Húsavíkur. í kjölfar þessara umfangsmiklu breytinga sem nú hafa orðið hefur ný hugsun í þessum málaflokki í raun tekið gildi, að sögn nefndar- manna, þjónusta er nú skilgreind eftir þörfum en ekki eftir fyrirfram skilgreindum hópum eins og áður var. Að baki liggur það sjónarmið að ná fram hagræðingu með því að nýta betur þá fjármuni sem fyrir hendi eru í málaflokknum og er stefnt að því að afgangur verði af fjárveitingum svo unnt verði að byggja upp enn meiri þjónustu. Vel á annað þúsund starfsmenn Fjárveitingar til þeirra mála- flokka sem nú hafa verið færðir frá ríki yfir til sveitarfélagsins nema um 550 milljónum króna. „Verkefni þau sem Akureyrar- bær er nú að taka við eru stærri en nokkurt annað sveitarfélag í landinu hefur með höndum. í raun er verið að taka stórt stefnumark- andi skref með þessum breytingum og við munum kappkosta að vinna þau af alúð, veita sömu þjónustu og svæðisskrifstofan áður veitti og vonandi að bæta þjónustuna þegar fram líða stundir," sagði Valgerður. Skipverjum á Sólbaki E A sagt upp ÖLLUM skipveijum á Sólbaki EA, frystitogara Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., alls um 30 manns, hef- ur verið sagt upp störfum. Sólbakur hefur verið auglýstur til sölu og segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, að ekki sé gert ráð fyrir því að hafa skipið í rekstri á vegum félagsins eftir 1. mars nk. Hann segir að enn hafi ekki borist álitlegt tilboð í togarann. Sólbakur EA hélt í sína síðustu veiðiferð á vegum ÚA í gær, sem ráðgert er að standi í 4-5 vikur. Eftir það fer togarinn í skoðun og seinni partinn í febrúar er ráðgert að nota skipið við loðnufrystingu. „Við áttum fund með skipverjum Sólbaks þar sem þessar uppsagnir voru til umræðu. Við gerðum skip- veijunum það jafnframt ljóst að verið væri að leita leiða til að nýta þau 10% sem við eigum í hlutabréf- um í félaginu og þar erum við að vonast til að ná í skip og eða kvóta,“ sagði Guðbrandur. Morgunblaðið/Kristján Fyrsti Ak- ureyring- urinn mynd- ar stúlka FYRSTA barn ársins á Akureyri kom í heiminn á fæðingardeild FSA skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, 2. janúar. Þetta var myndar stúlka, sem vó 16 merkur og reyndist 52 cm að lengd. For- eldrar hennar eru Valgerður Björnsdóttir og Garðar Baldurs- son, búsett á Akureyri og er þetta þeirra fyrsta barn. Fæðingar á fæðingardeild FSA urðu alls 418 á nýliðnu ári og hafa ekki verið fleiri frá árinu 1990. Alls fæddust 425 börn á deildinni á síðasta ári og þar af 7 tvíburar. Árið áður voru 388 fæðingar á fæðingardeild FSA og þar af 11 tvíburafæðingar. Á myndinni eru nýbakaðir for- eldrar, Valgerður og Garðar, með litlu prinsessuna sína á fæð- ingardeild FSA. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Frumflutningiir verks eftir Snorra Sigfús Birgisson NÝÁRSTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands verða haldnir í Glerárkirkju næstkom- andi sunnudag, 5. janúar, og hefj- ast þeir kl. 17. Á tónleikunum skipa um 50 hljóðfæraleikarar hljómsveitina undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar aðalhljómsveitar- stjóra hennar. Á efnisskránni er tónlist eftir Beethoven, Stravinskí og Snorra Sigfús Birgisson. Það sem hæst ber á tónleikun- um er frumflutningur á nýju ís- lensku verki eftir Snorra Sigfús Birgisson tónskáld og píanóleik- ara. Þetta er píanókonsert sem hann samdi að beiðni Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands á nýl- iðnu ári en konsertinn tileinkar hann Guðmundi Óla stjórnanda hljómsveitarinnar. Snorri Sigfús er jafnframt einleikari í verkinu. Onnur verk sem flutt verða á tónleikunum eru sinfónía nr. 8 eftir Beethoven og tvær svítur eftir Stravinskí. Konsertflygill, sem keyptur hef- ur verið til Akureyrar, verður not- aður í fyrsta sinn á þessum tón- leikum, en formleg vígsla hans fer þó fram síðar. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Jón Hallur ráðinn for- stöðumaður fjárhagssviðs JÓN Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands, hefur verið ráðinn for- stöðumaður fjárhagssviðs Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og tekur hann til starfa um næstu mánaðamót. Jón Hallur mun hafa með höndum fjármálastjórn og skrifstofustjórn, auk þess sem netaverkstæði og mötuneyti heyra undir fjárhagssvið. Jón Hallur tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1980 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1985. A árunum 1985-1986 stundaði hann nám við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi. Eftir nám vann hann hjá Deutsche Bank Saar í Þýskalandi en tók við starfi framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands í september 1987 og hefur gegnt því starfi síðan. Jón Hallur er kvæntur Guðríði Friðriksdóttur verkfræðingi og forstöðumanni Húsnæðisskrifstof- unnar á Akureyri og eiga þau hjón tvær dætur. Jón Lax- dal í sýnir í Gallerí+ SÝNING á verkum Jóns Lax- dals Halldórssonar verður opnuð í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. janúar kl. 16. Sýningin nefnist Hugsun manns og samanstendur af þremur ritum þýska heim- spekingsins Immanuel Kants; gagni-ýni dómgreindarinnar, gagnrýni hreinnar skynsemi og gagnrýni hagnýtrar skyn- semi. Sýningin er opin á laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14 til 18, en þeir sem ekki geta komið á þeim tíma er bent á að hafa samband við húsráðendur, Pálínu eða Joris. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. janúar. Jón Laxdal er fæddur og búsettur á Akureyri. Hann var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 1994. Hann hefur unnið að myndlist um árabil og haldið reglulega sýningar. Jólin sungin út BJÖRG Þórhallsdóttir, Óskar Pétursson og Tjarnarkvart- ettinn koma fram í Hlöðunni, Öngulsstöðum, annað kvöld, föstudagskvöldið 3. janúar kl. 21.30, Söngkvöldum þar sem þessir söngvarar áttu að koma fram var frestað á aðventunni vegna veikinda en er nú sleg- ið saman í söngveislu fyrir tónlistarunnendur. Björg flytur nokkur lög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Sérstakur gestur Bjargar verður Óskar Pétursson. Þá mun Tjarnar- kvartettinn flytja fjölbreytta dagskrá, m.a. með lögum af jóladiski sínum. Aðgangseyrir er 800 krónur. íslandsmótið í íshokkí SA og Björn- inn spila FYRSTI leikurinn í íslands- mótinu í íshokkí fer fram á skautasvellinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. jan- úar og hefst hann kl. 16 þeg- ar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Birninum. Björn- inn hefur nú fengið til liðs við sig kanadíska leikmanninn Clark McCormick sem spilaði með SR síðastliðinn vetur og var stigahæstur allra leik- manna þá. Sýningu lýkur SAMSÝNINGU þijátíu og níu myndlistarmanna sem staðið hefur yfir í sal Gallerís Allra- Handa í svonefndu Hekluhúsi síðustu vikur lýkur nú um helgina, sunnudaginn 5. jan- úar. Á sýningunni er fjöldi málverka, leirlist, vefnaður og fleira. Sýningin var haldin í tilefni af tíu ára afmæli gall- erísins í desember síðastliðn- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.