Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Enn um ævin- týri Gosa KVTKMYNPIR Iláskólabíó GOSI „THE ADVENTURES OF PINOCCHIO" ★ ★ Leikstjóri: Steve Barron. Gerð eftir sögn Carlo Collodi. Aðalhlutverk: Martin Landau, Udo Kier, Rob Schneider, Jonat- han Taylor Thomas. Leikstjórn ísl. talsetningar: Ágúst Guðmunds- son. Raddir: Amar Jónsson, Ami Egill Ómólfsson, Egill Ólafsson, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Steinn Armann Magnússon, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. HINU ódauðlega ævintýri um spýtustrákinn Gosa hafa verið gerð slík skil í klassískri Disney- teiknimynd frá 1940 að varla verður betur gert. Leikna ævin- týramyndin um Gosa, sem er jólamynd Háskólabíós, hlýtur að vera borin saman við hana hversu ósanngjarnt sem það nú er og kemur ekki vel út úr þeim samanburði. Myndin er ætluð fyrir yngstu börnin að því er virðist og íslenska talsetningin mun koma þeim í góðar þarfir svo viðeigandi og áætlega heppnuð sem hún er en gleðilegt er að sjá hversu kvikmyndahús- in kappkosta við að talsetja barna- og fjölskyldumyndir sín- ar um þessi jól. Það er engin töfradís í þessum Gosa, en fjörleg engispretta, asnaverksmiðja og stórhveli sem gleypir Gosa og smiðinn skapara hans. Allir þekkja þroskasöguna um spýtustrákinn sem þráir að vera alvöru strákur og er meö nef sem kemur upp um hann ef hann grípur til lyginnar. Hann lendir í vondum málum af því hann er auðtrúa og laus við tor- tryggni en lærir af mistökum sínum og á endanum rætist draumur hans. Sagan er sögð án þess að verða verulega grípandi undir leikstjórn Steve Barrons, sem áður gerði vinsælar myndir um stökkbreyttar ninjaskjaldbökur. Fátt markvert gerist í rauninni fyrr en í seinni hluta myndarinn- ar þegar komið er í asnaverk- smiðjuna og gin hvalsins og er hvort tveggja vel útfært. En myndin verður aldrei neitt sér- staklega spennandi eða hjart- næm eins og ævintýrið býður uppá nema á einfaldasta plani. Gosi lifnar einhvernveginn aldr- ei almennilega við og aðrar per- sónur eru dálitlir spýtukallar líka. Martin Landau er smiður- inn einmana og sífellt áhyggju- fulli sem skapar brúðuna en Arnar Jónsson talar fyrir hann. Gosi sjálfur er gerður með blöndu af leikbrúðutækni og tölvugrafík og er rödd hans fengin frá Árna Agli Örnólfs- syni, sem stendur sig með prýði. Arnaldur Indriðason LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir leikhússtjóri LR, Guðjón Már Guðjónsson, Baltasar Kormákur, Guðrún Helgadóttir og Ragnar, sonur Hjálmars H. Ragnarssonar, sem veitti verðlaunum föður síns viðtöku. Vefslóð fyrir Leonard Bemstein Menningar- verðlaun VISA afhent MENNINGARVERÐLAUN VISA 1996 voru kunngerð og afhent við athöfn í höfuðstöðvum VISA á milli jóla og nýárs. Þau hljóta Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Baltasar Kormákur leikari og leikstjóri, Guðjón Már Guðjónsson tölvunarfræðingur hjá OZ, og Leikfélag Reykjavíkur, en það verður 100 ára 11. janúar næst- komandi. Verðlaunin nema kr. 300.000 í hlut. Stjórn Menningarsjóðs VISA skipa: Jóhann Ágústsson formað- ur, Jón Stefánsson organisti og söngstjóri og Einar S. Einarsson f ramkvæmdastj óri. LEONARD Bernstein var einn helsti tólistarfrömuður banda- rískrar tónlistarsögu bæði sem hljómsveitarstjóri og sem tón- skáld. Fyrir skemmstu var opnuð vefslóð helguð minningu Bersteins sem lést fyrir rúmum sex árum. Á vefslóðinni má nálgast ýmsar upplýsingar um Bernstein, til að er þar nákvæmt yfirlit yfir ævi hans, og þeir sem hafa hljóðkort í tölvum sínum geta hlustað á Ninu Bernstein fagnar gestum. Ýmsar greinar og myndir má skoða og lofa aðstandendur því að þeim muni fjölga ört, aukin- heldur sem fræðast má um vænt- anlegar tónlistaruppákomur tengdar minningu Bensteins. Með- al þess sem gerir slóðina áhuga- verða er að á henni má kaupa geisladisk með upptökum af sögu- frægum tónleikum Fílharmóníu- hljómsveitar New York 14. nóvem- ber 1943, en þá hljóp Bernstein í skarðið fyrir Bruno Walter með litlum sem engum fyrirvara og teljast fyrstu opinberu tónleikar hans sem aðalstjórnandi. Diskur- inn er ekki fáanlegur nema á vef- slóðinni, http://www.leonardbern- stein.com/. List andartaksins Sveinn Einarsson STEFANÍA Guðmundsdóttir og Árni Eiríksson í Lénharði fógeta, LR1913. Bækur______________ Leiklist og Icikritun ÍSLENSK LEIKLIST II - Listin eftir Svein Einarsson. Prentvinnsla Steinholt. Hið íslenska bókmenntafé- Iag 1996 - 526 síðm- ÍSLENSK leiklist II eftir Svein Einarsson er framhald bókar hans íslensk leiklist I sem kom út 1991. í fyrra bindinu er með orðum höf- undar reynt að rekja rætur íslenskr- ar og þá um leið norrænnar leiksögu og svo allar götur framundir síðustu aldamót. íslensk leiklist II lýsir þijátíu ára tímabili, 1890-1920. Fyrst er fjallað um leiksvið og leikhús, næst vikið að rekstri og innra skipulagi leik- starfsins, þá viðbrögðum hins opin- bera, áhorfenda og gagnrýnenda, síðan hinum listræna þætti, verk- efnavali og innlendri leikritun, rætt um leiksýningarnar sjálfar, leik- stjórn og leikstíl, leikmyndir, bún- inga, tónlist og dans og loks um list leikarans. Gagnrýni mikilvæg heimild í innganginum er minnt á að leik- listin sé list andartaksins „og erfið- ara hönd á henni að festa en flestri annarri list“. Vegna þessa eru hvers kyns ummæli, skráð og óskráð, en þó einkum gagnrýni, mikilvæg heim- ild. Þótt Sveinn Einarsson hafi þann fyrirvara á að nauðsynlegt sé að „leiða hjá sér stóryrði gagnrýnis- lausrar hrifningarvímu eða áfellis- dóma sleggjunnar" telur hann að leikrýnin sé í heildina það ábyrgðar- full og byggð á þekkingu að hún fylli sinn sess sem samverkandi í þróun leiklistar og sé jafnframt leik- sögulegar heimildir. Það er því eilítið mótsagnakennt hjá Sveini þegar hann tekur fram að allir sem fengist hafi við leiklist viti hversu nauðsynlegt sé að taka dóma blaða ekki fullgilda, hversu fráleitt það sé oft „vegna þekkingar- skorts rýnanna á innviðum leiklist- ar“. Þeir sem hvað mest er vitnað til úr hópi gagnrýnenda og voru áhrifamiklir eru einmitt menn vel heima í leikhúsinu eins og til dæmis Einar Hjörleifsson Kvaran og Bjarni Jónsson frá Vogi eða andans menn eins og Jakob Jóh. Smári og Alex- ander Jóhannesson. Gleymdir höfundar endurmetnir Kaflinn íslensk leikritun er for- vitnilegur og sérstaklega að því Ieyti að gerð er tilraun til að endurmeta „gleymda" leikritahöfunda á borð við Indriða Einarsson, Einar H. Kvaran, Guðmund Kamban og fleiri. Minni spámenn hljóta að teljast Páll J. Árdal, Jón Trausti og Páll Stein- grímsson og jafnvel þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Dansinn í Hruna „hvað merkileg- ast leikrita" Indriða Einarssonar og „frumlegasta skáldverk" hans fær góða einkunn hjá Sveini. Hugar- heimi leikritsins er lýst með þeim hætti að hann sé svo „sérkennileg- ur, hinar dramatísku andstæður efniviðarins svo óvenjulegar, ævin- týrið brotið upp í nýjar víddir og hin gamla rómantíska söguskoðun nán- ast orðin súrrealísk". Augljósir gall- ar skyggja ekki á það sem vel er gert í Dansinum í Hruna. Skipið sekkur eftir Indriða er kall- að tímamótaverk og höfundur kann einnig vel að meta Nýársnóttina og Sverð og bagal. í Marmara Guðmundar Kambans kveður við „gjörsamlega nýjan tón í íslenskri leikritun", m.a. vegna er- lends sögusviðs og efnis sem tekur fyrir spillingu líknarfélaga í Banda- ríkjunum. Vér morðingjar sama höf- undar er samkvæmt fræðum Sveins heilsteyptasti sjónleikur Kambans „og að byggingu til og efnistökum eitt af þeim verkum sem af bera í íslenskri leikritun“. Kaflinn ítarlegi um íslenska leik- ritun nýtur þess eða geldur að les- andinn getur nálgast flest verkanna, þar er verið að ræða um hluti sem ekki eru andartaksins nema að litlu leyti. Ólíklegt má þó teljast að þessi verk eigi eftir að öðlast líf á ný, enda samin fyrir annan tíma. Hér hefur vitanlega Jóhann Sigur- jónsson sérstöðu eins og oft áður. Sýnt er þó fram á að frægð hans er að hluta til bundin við uppruna og þjóðlegan áhuga áhorfenda og háð skilningi og samúð með viðleitni smáþjóðar. Það kemur hins vegar á óvart sem upplýst er að Jóhann hafi getað orkað á írann William Butler Yeats með verkum sínum, en Yeats mun hafa séð Fjalla-Eyvind í London og undrast skyldleika írskrar og ís- lenskrar leikritunar. Leikarinn og sviðið List leikarans er sá hluti bókarinn- ar sem er sérstaklega athyglisverð- ur, en í honum tekst Sveini með hjálp gagnrýnenda og umsagna af ýmsu tagi, en þó einkum eigin hug- kvæmni, að endurvekja list leiksviðs- ins og gera ýmsa leikara trúverð- uga. Ég nefni í því sambandi fólk eins og Árna Eiríksson, Guðrúnu Indriðadóttur, Stefaníu Guðmunds- dóttur, Jens Waage, Gunnþórunni Halldórsdóttur, Friðfinn Guðjónsson og ótal fleiri. Einar H. Kvaran sem starfaði sem leiðbeinandi með frú Stefaníu (eins og hún var löngum kölluð) segist aldrei gleyma stundunum með henni: „Ég gleymi því aldrei, hvað hún var skilningsgóð og gáfuð. Ég gleymi því aldrei, hve beygjanleikinn var mikill, hæfileikinn til að gera allt nákvæmlega eins og okkur kom saman um. Og ég gleymi aldrei sjálf- stæðinu, sem þá kom fram í lista- eðli hennar, er alltaf fór vaxandi eftir því sem þroskinn efldist". Guð- dómsneistanum gat aftur á móti enginn lýst að dómi Einars sem hér er greinilega að lýsa óskabarni hvers leikstjóra. Viðvaningar og jafnokar Listþróun helstu leikaranna er þó einna fróðlegast að fylgjast með að dómi Sveins í kaflanum Niðurstöð- um. „Þeir sem ekki stóðust hinar nýju kröfur, heltust úr lestinni, en hinir námu stöðugt ný lönd.“ í upp- hafi var Ijóst að um viðvaninga var að ræða, þeir stóðust ekki saman- burð við erlenda miðlungsleikara. Um formlegt leiknám var ekki að ræða, en sjálfsnámið var ekki frá- brugðið því sem viðgengist hafði við leikhús á Norðurlöndum og víðar. Það kom_ líka á daginn að helstu leikarar Islendinga gáfu erlendum starfssystkinum sínum fátt eða ekk- ert eftir. Þar eru nefndir til leiks leikarar eins og Árni Eiríksson, frú Stefanía, Guðrún Indriðadóttir og Jens Waage. íslensk leiklist II er læsileg bók, nógu fræðileg til þess að taka megi hana trúanlega sem slíka með öllum sínum takmörkunum og getgátum. Hún er skrifuð í léttum tón sem er eiginlega rabbtónn, en getur fengið þyngri áherslur þegar mikið liggur við að tala máli leiklistarinnar. Kannski verður stílháttur Sveins Einarssonar til þess að draga úr fræðilegum áherslum, en hann gerir bókina „alþýðlega" leiklistarsögu. Leiklistarsagan eftir 1920 heimt- ar nú sína umfjöllun. Myndaval bókarinnar er fábreyti- legd- Stöku myndir tjá þó heilan heim, liðinn tíma og sígijda glímu persónusköpunarinnar. Ég nefni Stefaníu Guðmundsdóttur og Árna Eiríksson í Lénharði fógeta og Guð- rúnu Indriðadóttur sem Höllu í Fjalla-Eyvindi, 1911. Jóhann Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.