Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 60
. 60 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLABSINS Dýraglens Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Grettir Ástralía - Stephen Wardle Akall um hjálp Frá Amnesty International: í JÚNÍ 1996 lagði þingnefnd til að óhlutdræg rannsókn yrði gerð á óleystum spurningum um dauða Stephen Wardle á meðan hann var í varðhaldi og einnig ásökun- um fjölskyldu hans um stöðuga áreitni lögregl- unnar í kjölfar dauða hans. Stephen Wardle var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og var haldið 1. Stephen Wardle febrúar 1988 yfir nótt í varðhaldi án ákæru í fangaklefa í borginni Perth. Lögreglan tilkynnti enga sjáanlega áverka á honum. Klukkan 5.05 næsta morgun, fannst lík hans í klefa með greinilega áverka eftir harkalegar líkams- meiðingar, áberandi mar- bletti, bólgur og skrámur. Amnesty Intemational ótt- ast að Stephen Wardle hafi sætt illri meðferð í varðhaldi og hefur fengið upplýsingar sem vekja efasemdir um nákvæman tíma og orsakir dauða hans. Arið 1989 kom í ljós eftir réttarrannsókn dánardómstjóra að Stephen Wardle hafi látist af völdum eituráhrifa lyÚ'a sem hann fékk samkvæmt lyf- seðli og áfengis, og að honum hafi ekki verið sinnt sem gerði illt verra. Dánardómstjórinn rakst einnig á þó nokkur misræmi í sönnunar- gögnum og sagði að mörgum spurn- ingum væri ósvarað þar sem allir lögreglumennirnir, sautján talsins, sem voru á vakt nóttina sem hann dó, neituðu að svara spurningum meðan á rannsókn stóð. Frá því að rannsókn málsins hófst, hefur fjölskyldan verið undir smásjá lögreglunnar. Fjölmargar smávægilegar ákærur hafa verið settar fram á Ray Tilbury, stjúpföð- ur Stephen Wardle, en þær hafa flestar verið dregnar til baka. Frá því í ágúst 1994, hafa vopnaðir óein- kennisklæddir lögreglumenn gert fjórar skyndilegar innrásir í húsa- kynni fjölskyldunnar sem hafa allar verið álitnar sem áreitni og ógnun. Vinsamlega skrifið kurteislega orðuð bréf og biðjið um sjálf- stæða óhlutdræga rannsókn á dauða Stephen Wardle og á meintri áreitni lögreglunn- ar á foreldra hans. „I am supporting calls for an independent judicial inqu- iry into the death of Stephen 'tfr* Wardle and into alleged police harassment of his par- ents.“ Heimilisfang: The Hon. Richard Court, MLA Premier of Western Australia Office of the Premier and Cabinet 197 St George’s Terrace Perth 6000 Australia. AMNESTY INTERNATIONAL, íslandsdeild, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Áskorun til S VR Frá Hólmfríði Gröndal: STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa tilkynnt breytingu á afgreiðslu farmiða til fatlaðra. Breytingin er í því fólgin að öryrkjar 75% eða yfir þurfa frá 1. febrúar 1997 að fram- vísa sérstöku korti með mynd þegar keypt er afsláttarkort og einnig þarf að framvísa þessu sérstaka korti í hvert sinn sem stigið er upp í stræt- isvagn og greitt með afsláttarmiða. Rök SVR fyrir þessari breytingu eru, að um misnotkun á afsláttar- miðum hafí verið að ræða sem von- andi er byggt á tölfræðilegum rökum en ekki getgátum einum. Ég mótmæli þessari breytingu sem mér finnst bera anda brenni- merkingar og niðurlægingar fyrir öryrkja. Mig langar til þess að benda á hvort ekki mætti ræða um breyting- ar á örorkuskírteinum frá Trygg- ingastofnun ríkisins, í því formi að setja mynd í þau. Það myndi nýtast betur í þeim tilvikum sem öryrkjar eiga rétt á afslætti, þ. á m. fargjöld- um hjá SVR og yrði væntanlega til þess að minnka tortryggni í garð handhafa örorkuskírteina. Ég skora á þá sem tóku ákvörðun í þessu máli að hætta við þessa fram- kvæmd og finna viðunandi lausn. HÓLMFRÍÐUR GRÖNDAL, Furugerði 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. - Gœiavara Gjdfdvaid indtdi- oij kalTistell. Allii verðflokkar. VERSLUNIN Heimsfrægir liöniniðir in.d. Gianni Versace. Líiitgavcgi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.