Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 62

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 9. NÁTTÚRU- VERNDARÞING verður haldið dagana 31. janúar og 1. febrúar 1997 á Hótel Loftleiðum. Hlutverk þingsins er að fjalia um náttúruvernd og kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 93/1996 um náttúruvernd hefur Náttúruverndarráð samið eftirfarandi reglur um Náttúruverndarþing. lgr- I samræmi við ákvæði laga nr. 93/1996 um náttúruvernd verður Náttúruverndarþing haldið dagana 31. janúar og 1. febrúar 1997 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Hlutverk þess er að fjalla um náttúruvernd og kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð. 2. gr. A Náttúruverndarþingi eiga sæti: A. Með fúllum réttindum: 1. Náttúruverndarráð. 2. Fulltrúi frá hverju setri Náttúrufræðistofnunar Islands. 3. Fulltrúi frá hverri náttúrustofu. 4. Fulltrúi kjörinn af hverri náttúruverndarnefnd. 5. Einn fulltrúi fyrir hvern eftirfarandi hagsmunaaðila, félagasamtaka og stofnana: (sjá viðauka 1). B. Með málfrelsi og tillögurétt: 1. Einn fulltrúi fyrir hvert ráðuneyti. 2. Einn fulltrúi fyrir hvern þingflokk á Alþingi. 3. Forstjóri Náttúruverndar ríkisins, forstjóri Náttúrufræðistofnunar fslands, þjóðgarðsverðir. 3. gr. Náttúruverndarráð undirbýr Náttúruverndarþing og leggur fyrir það skýrslu um störf sín. Formaður ráðsins setur þingið og stýrir því uns það hefur kosið sér forseta. Þingið setur sér þingsköp. Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra. 4. gr. Náttúruverndarráð er skipað níu mönnum. Umhverfisráðherra skipar sex þeirra í upphafi náttúruverndarþings, fimm að fengnum tillögum Náttúrufræðistofnunar Islnads, Háskóla Islands, Bændasamtaka íslands, Ferðamálaráðs og sipulagsstjóra ríkisins og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður ráðsins. Þrjá þeirra kýs Náttúruverndarþing. Varamenn eru skipaðir og kosnir með sama hætti. 5. gr. Reglur þessar eru settar með vísan til laga nr. 93/1996 um náttúruvernd og öðlast þegar gildi. Reykjavík, 30. desember 1996. Náttúruverndarráð Arnþór Garðarsson, Kristján Geirsson. Viðauki 1. Hagsmunaaðilar, félagasamtök og stofnanir með sæti á Náttúruverndarþingi 1997. Alþýðusamband íslands Arkitcktasamband íslands Bandalag íslenskra farfugla Bandalag íslenskra skáta Bændasamtök fslands CAFF skrifstofan á íslandi Ferðafclag fslands Ferðafélagið Utivist Ferðaklúbburinn 4x4 Ferðamálaráð Fcrðaþjónusta bænda Fclag áhugafólks um hálendi Austurlanas Fclag cigcnda sumardvalarsvæða Félag íslcnskra landslagsarkitckta Félag íslenskra náttúrufræðinga Fclag landfræðinga Fclag leiðsögumanna Fjallið (Hagsmunafélag jarð- og landfræðinema) Flugmálastjórn Framtíðarstofnun Fuglavcrndarfélag íslands Hafrannsóknarstofnunin Haxi (hagsmunafclag líffræðincma) Háskóli fslands Hið íslcnska náttúrufræðifélag Hollustuvcrnd ríkisins Jarðfræðafélag fslands jökiarannsóknafclag fslands Kennaraháskóli fslands Kvenfélagasamband íslands Landgræðsla ríkisins Landlæknisembættið Landmælingar íslands Landssamband hcstamannafélaga Landssamband íslcnskra vélslcðamanna Landssamband stangveiðifélaga Landssamband vciðifélaga Landssamtökin Líf og land Landsvirkjun Landvarðafélag íslands Landvcrnd Líffræðifclag íslands Líffræðistofnun Háskólans Náttúruvcrnd ríkisins Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Náttúruverndarsamtök Austurlands Náttúruverndarsamtök Suðurlands Náttúruvcrndarsamtök Vesturlands Orkustofnun Náttúrufræðistofa Kópavogs Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn Rafmagnsvcitur ríkisins Rannsóknaráð fslands Rannsóknastofnun landbúnaðarins Raunvísindastofnun Háskólans Samband dýravcrndarfélaga Islands Samband íslenskra sveitarfélaga Samlíf (Samtök líffræðikennara) Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Samtök um umhverfismál og náttúruvemd Siðfræðistofnun Háskólans Siglingastofnun fslands Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvcrnd Skipulag ríkisins Skorvciðifélag fslands Skógrækt ríkisins Skógræktarfélag fslands Surtscyjarfélagið Ungmennafélag fslands Vegagcrðin Vciðimálastofnun Veiðistjóracmbættið Vcðurstofan Verkfræðingafélag íslands Verkfræðistofnun Háskólans Vestfirsk náttúruverndarsamtök Vinnueftirlit ríkisins Vinnuvcitcndasamband fslands Vísindafclag íslendinga ■ Yfirdýralækniscmbættið þjóðminjasafn Æðarræktarfélag fslands Æskulýðssamband fslands Nátcúruverndarráð bendir þeim, sem telja sig eiga seturétt á Náttúruverndarþingi en er ekki getið í ofangreindum reglum, að hafa samband við skrifstofu Náttúruverndar ríkisins, Hlemmi 3, pósthólf 5324, 125 Reykjavík, fyrir upphaf Náttúruverndarþings. Náttúruverndarráð IDAG Með morgunkaffinu Ast er... aÖ einangra sig ekki innan um tölvu, faxtaki og síma. TM rtag. U.S. Pat. Off. — ail rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate CJ&TÖ0 NEI, ég er ókvæntur og ekki heldur í sambúð. Eg er einn af þessum frjálsu einstaklingum í þjóðfélaginu. COSPER ÞETTA verður I síðasta sinn sem ég bið þig um aðstoð við að renna upp. Farsi ^ Vertu hxgurt A&k). þu viss/ra^ u/A spiLubum upp ó' Stórst&ik. • " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is mfmum&m Úr tapaðist KARLMANNSÚR úr stáli tapaðist á mennta- skóladansleik sem hald- inn var á Hótel íslandi 19. desember sl. Úrsins er sárt saknað og er fundarlaunum heitið. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 561-1911. Gleraugu týndust Ný gleraugu týndust á Þorláksmessu, líklega á Laugaveginum. Glerin eru hálfmánalöguð í marglitri plastumgjörð. Skilvís finnandi hringi í síma 567-2149. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á jóla- mótinu í Groningen í Hol- landi sem lauk 30. desem- ber. Enski stórmeistarinn Julian Hodgson (2.560) hafði hvítt og átti leik, en Loek Van Wely (2.645), Hollandi, var með svart. Hodgson fann eina vinn- ingsleikinn: 48. Dd4! (Hótar máti í öðrum leik) 48. — e5 49. Dh4+ - Kf5 50. Dg4+ og Van Wely gafst upp, því eftir drottninga- kaupin fellur hrókur hans óbættur. Úrslitin í Gron- ingen urðu þessi: 1. Nigel Short, Eng- landi 7 v. af 11 mögulegum, 2.-3. Gelfand, Hvíta Rússlandi og Jan Timman 6'A v., 4.-6. Leko, Ung- verjalandi, Shirov, Spáni og Van Wely 6 v. 7. Svidler, Rússlandi 5 'A v. 8, —12. Akopjan, Armeníu, Viktor Kofysnoj, Hodgson, Onísjúk, Úkraínu og Ivan Sokolov, Bosníu 4 'h v. HVÍTUR Ieikur og vinnur Pennavinir TUTTUGU og tveggja ára finnsk stúlka með áhuga á menningu, list- um, tónlist og dulrænum fyrirbrigðum: Leena Tikkanen, Marttilankatu 12 D7, 38200 Varnrnala, Finland. ELLEFU ára sænsk stúlka með áhuga á tölv- um og handbolta: Anna Lundholm, Vallstanasv. 50, 195 70 Rosersberg, Swedeti. ÁTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á karate, list- um, tónlist, ferðalögum o.fl.: Aino Vornanen, Kettulankatu 3, 83500 Outokumpu, Finland. KÚBANI, 33 ára, vill skrifast á við 35-50 ára konur: Juan Fernandez Guma, Camilo Cienfuegos 64, 54490 Casagal V-C, Cuba. Víkveiji skrifar... KONA ein fór ásamt ú’ölskyldu í stutta ferð austur að Skeið- arársandi nýlega til að líta á afleið- ingar hlaupsins í haust. Á leiðinni kom hún við á bensínstöð til þess meðal annars að kaupa bensín og greiddi fyrir með debetkorti. Þetta væri ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að er konan hafði greitt fyrir og undirritað kvittun þess efnis þá tók hún eftir því að debetkortið sem lá á af- greiðsluborðinu var ekki hennar heldur vinkonu hennar til margra ára. Konan spurði afgreiðslu- manninn hvernig stæði á því að þetta kort lægi þarna enda vissi hún ekki betur en viðkomandi væri stödd í Reykjavík. Afgreiðslumaðurinn sagði skýr- inguna á því vera einfalda, hún hefði sjálf greitt með þessu korti. Konan taldi það ekki geta verið, þetta væri ekki hennar kort enda greinilegt þegar myndin var skoð- uð að þarna var ekki um sömu manneskju að ræða. Afgreiðslu- maðurinn kippti sér ekkert upp við þetta þó greinilegt væri að handhafi kortsins væri ekki eig- andi þess, hann hafði fengið sína greiðslu og það virtist duga hon- um. xxx KONAN tók kortið og hvarf á braut, eðlilega miður sín er hún hafði komist að því að hún hafði greitt með korti sem hún átti ekkert í en hennar kort var hins vegar horfið með öllu. Af- greiðslumanninum þótti hins veg- ar ekkert sjálfsagðara en að konan færi í burtu með greiðslukort sem hún átti sýnilega ekkert í. Síðar þennan sama dag er kon- an kom til Reykjavíkur á ný hafði hún samband við vinkonu sína. Þá kom í ljós að kort kvennanna höfðu víxlast á veitingastað sem þær höfðu farið saman á ásamt fleiri vinkonum úr saumaklúbbi nokkrum dögum áður. í millitíðinni höfðu þær keypt hvor út á annarrar kort fyrir sam- tals tugi þúsunda án þess að nein athugasemd væri gerð, hvorki sök- um þess að undirskrift kvittana passaði ekki við undirskrift kort- anna, né vegna myndanna en kon- urnar eru alls ekki líkar. xxx AF þessu einstaka dæmi má ekki draga of miklar ályktanir, en greinilegt er þó að eftirlit í verslunum getur sums staðar verið slakt og þá virðist ekki skipta máli hvort mynd er í kortum eða ekki. Auðvelt er að nefna dæmi um hið gagnstæða og upp í huga skrif- ara kemur atvik af annarri bensín- stöð fyrir nokkrum mánuðum, en þá var afgreiðslumaður mjög vak- andi í starfi sínu. Hann sleppti til dæmis ekki kortinu fyrr en hann var búinn að bera nákvæmlega saman undirskrift á kvittun og korti. Þetta fór greinilega í taug- arnar á viðskiptavininum sem leit á þetta sem vantraust og hafði orð á því. Afgreiðslumaðurinn sagði að þvert á móti væri þetta skylda hans og það væru svik bæði gagnvart vinnuveitanda og korthöfum að kanna ekki ná- kvæmlega hvort rétt væri staðið að málum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.